Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR4. DESEMBER1984.
S
Skipulagsmál
um ASÍ f rest-
aðtil
Miklar umræður urðu um skipulags-
mál verkalýðshreyfingarinnar á nýaf-
stöðnu þingi ASI og lauk þeim með að
skipulagsmálanefnd var falið að
leggja frekari tillögur um þau mál
fyrir sambandsstjórnarfund ASI á
næsta ári og fyrir næsta ASI-þing sem
haldiö verður 1988. Einnig var
samþykkt að ráða starfsmann sem
hefði það verkefni að sinna skipulags-
málum samtakanna, fylgja eftir sam-
þykktum og fylgjast með þróun mála.
I ályktun um skipulagsmálin, sem
samþykkt var á þinginu, er lögð
áhersla á að öll félög innan ASI eigi
aðild aö landssambandi og verði stefnt
aö því að koma þeirri skipan á fyrir 36.
þing ASI 1988. Innan ASI eru nú 8
landssambönd en utan þeirra eru 33
verkalýðsfélög sem eru með beina
aðild að Alþýðusambandinu.
Þingið fól einnig skipulagsmála-
nefndinni að leggja fram hugmyndir
að atvinnugreinaskiptingu fyrir sam-
bandsstjórnarfund sem haldinn verður
1985. Hugmyndir þessar á að gera í
samráði við miðstjóm og lands-
1988
sambönd og skulu þær vera til leið-
beiningar um skipan félagsmanna og
félaga í landssambönd. Tillögur um at-
vinnugreinaskiptingu á síðan að leggja
fyrir næsta þing ASI árið 1988.
Atvinnugreinaskipting felur það í sér
að í stað þess að verkalýðsfélög veröi
byggð upp eftir starfsgreinum eins og
nú er verði þau byggð upp eftir at-
vinnugreinum. Þannig myndi þeir
saman verkalýösfélög og lands-
sambönd sem starfa að byggingar-
iönaði eða sjávarútvegi, en ekki eins
og nú er, að þeir sem starfa að
byggingariðnaði séu innan þriggja eða
fjögurra landssambanda, svo dæmi sé
tekið.
I ályktun þingsins segir að
nauösynlegt sé að tekið verði upp aukið
samstarf verkalýðsfélaga innan hinna
ýmsu atvinnugreina í því skyni að láta
reyna á kosti og galla atvinnugreina-
skipulags án þess þó að núverandi
skipan landssambanda og félaga verði
breytt í grundvallaratriðum nema um
það verði fullt samkomulag.
-OEF.
Pólitíska samtryggingin á ASÍ-þingi:
Snýst um að verjast
flokkapólitíkinni
— segir Björn Þórhallsson,
varaforseti ASÍ
„Eg lít á þessa svokölluöu pólitísku
samtryggingu miklu fremur sem sam-
komulag um að hindra að einstakir
stjórnmálaflokkar geti með nokkru
móti nýtt sér verkalýðshreyfinguna
sérstaklega fyrir sig eða leituðu eftir
því. Þetta snýst um að verjast flokka-
pólitíkinni en ekki að innleiða hana.”
Svo sagði Bjöm Þórhallsson, vara-
forseti ASI, aðspurður um þá gagnrýni
sem fram kom á þingi ASI á hina svo-
nefndu samtryggingu flokkanna þar
sem skipim í allar valdastofnanir ASI
voru ákveðnar fyrirfram í réttu hlut-
falli við styrkleika stjórnmálaflokk-
anna á þinginu.
Ásmundur Stefánsson, forseti ASI,
kvaðst sammála Birni um þetta atriði.
„Því það er auðvitað alveg ljóst mál,
eins og allir vita, að flokkarnir reyna
aö ná ítökum alls staöar þar sem
einhverjir hlutir eru að gerast sem
einhverju máli skipta. Það sem skiptir
máli fyrir okkur er ekki aö fyrirbyggja
að við höfum í starfi fyrir okkur fólk
sem er í einhverjum tilteknum stjórn-
málaflokkum heldur að tryggja að það
fólk vinni meö þá hagsmuni fyrir
augum sem við teljum mestu máli
skipta. Eg held að það sé alveg óhætt
að segja það að í þeirri vinnu sem
unnin er á okkar vettvangi skiptast
menn ekki upp eftir flokkslínum í
störfum,” sagði Asmundur.
Björn Þórhallsson sagöi að ef kosið
yrði í miðstjórn án tilnefningar kjör-
nefndar gæti orðið mjög tilviljana-
kennt hverjir veldust þar til setu.
„Þeir gætu þess vegna verið allir úr
sama félaginu. Eg held að það sé mikiö
vit í því að reyna að taka tillit til
ýmissa sjónarmiöa, meðal annars úr
hvaða félögum menn koma, hvort það
eru konur eða karlar. Þaö var reynt að
taka tillit til landshlutasjónarmiða og
fleirakomtil.” -OEF.
Hann er íslenskur!
Hann er lagaöur
að líkamanum!
Hannfæstmeö eða
ánamtaogmeð
hvaða áklæði sem er!
Ef hann er 2000 krónum ódýrari en
innfluttur stóll, hversu mikið gætir
þú þá sparað í næsta skipti sem þú
pantar 25 stóla fyrir fyrirtækiþitt?
Rétt! 50.000 krónur. Hvernig gæti
fyrirtækið haft not af 50.000 krónum
aukalega? Hvernig sem þú vilt nota
peningana þá ertu alltaf velkominn.
Hjá okkur gerir þú hagkvæm
innkaup. Við opnum klukkan 8.
stáliðjan«F
SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211
lólagiöfln i ár
Ómissandi á hvert heimili
Formfagrar
postulínsskálar
sem bjóða upp á ótrúlega marga möguleika uið
uppröðun á matarborðið, — þú getur komið gestum þínum
\skemmtilega á óuart.
Marga fylgihluti má fá með settinu.
IIIÍIÍ-
li KISIVII
7 einingar í pakka, aðeins kr. 1650.-
Laugavegi15 simi 14320
GERMANY