Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Blaðsíða 34
í 34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER1984. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur LAURA INGALLS WILDER BÆR LANDNEM ANNA Flestir kannast viö þættina í sjón- varpinu um „Húsiö á sléttunni” sem byggðir eru á bókum eftir Láru Ingalls Wilder. Nú hefur Setberg sent frá sér 6. bók- ina í þessum flokki, en sú bók heitir „Bær landnemanna”. Bær landnemanna er aö rísa á slétt- unni. Ingalls-f jölskyldan flytur þangað þegar haustar því pabba er ljóst að litla húsiö þolir ekki illviöri vetrarins. Kata og Lára ganga í skóla í bænum þar sem nýr kennari gerir þeim lífiö leitt og Nellí Oleson spillir öllu eins og vant er. Fjölskyldan leggur sig alla fram til aö geta sent Maríu á blindra- skóla í Iowa og Lára einsetur sér aö ná kennaraprófi sem fyrst svo hún geti tekiö þátt í skólakostnaði systur sinn- ar. Eins og fyrr segir er þetta sjötta bókin í bókaflokknum, en áöur hafa komiö út bækurnar „Húsiö í Stóru- Skógum”, „Húsiö á sléttunni”, „Húsiö viö ána”, „Sveitadrengur” og „Húsiö viöSilfurvatn”. „Bær landnemanna” er 255 blaðsíö- ur, prentuö í Prisma og bundin í Fé- lagsbókbandinu. 1 FRÍÐA Á. SIGURÐARDÓTTIR VIÐ GLUGGANN Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfiröi, hefur gefiö út nýtt smásagnasafn eftir Fríöu A. Sigurðardóttur, Við gluggann. Fríöa vakti mikla athygli fyrir fyrstu bók sína, smásagnasafnið Þetta er ekkert alvarlegt. Með næstu bók sinni skáldsögunni Sólin og skugginn, undir strikaöi hún aö hér var á feröinni nj og ferskur höfundur sem bókamer. munu fylgjast meö af áhuga. Við gluggann er safn smásagn . sem mun, eins og fyrri bækur Fríöu ■. Siguröardóttur, þykja tíðindum sæi;, fyrir gerð sína, efni og búning. Fríöa er meistari þeirrar vandasömu listgrein- ar, sem kallast smásaga, þar sem ekki má segja of mikið og ekki heldur of lítið, en aðeins þaö, sem til þarf og nægir, svo lesandinn skynji hugsanir sögufólksins og athafnir þess séu eðli- legar. Sögurnar eru ritaðar á óvenju fögru og auðugu máli, eins og fyrri bækur höfundarins. Við gluggann er 131 bls. aö stærð. Bókin var sett í Acta hf., prentuð í Steinmarki sf. og bundin í Bókfelli hf. ÞÓRARINN ELDJÁRN YDD Ut er komin hjá Forlaginu ný ljóöa- bók eftir Þórarin Eldjárn. Nefnist hún Ydd og er fjóröa bókin sem út kemur meö kveðskap höfundar. Aöur eru út komnar eftir hann bækumar Kvæði, Disneyrímur og Erindi sem hlotiö hafa svo miklar vinsældir og útbreiöslu að telja má Þórarin víölesnasta ljóðskáld samtímans á Islandi. Ydd Þórarins er þó um margt ólík fyrri bókum hans. M.a. birtir hann hér í fyrsta skipti ljóö í frjálsu formi. Einn- ig mun þeim sem þekkja nýrri verk hans, þykja sem skáldið yrki á persónulegri hátt en fyrr um lífs- reynslu sína og stöðu sem listamaöur. Honum verður máliö, máttleysi þess og möguleikar aö yrkisefni og á skorinoröan hátt yrkir Þórarinn um líf þjóöar sinnar í andlegu stefnuleysi og tilfinningadoða, segir í kynningu Forlagsins. Ydd er 48 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Sigrún Eldjárn teiknaöi bókarkápu. BRYNDÍS SCHRAM HÁTT UPPI „Hátt uppi” heitir fyrsta bók Bryn- dísar Schram. En hér er að finna frá- sagnir átta íslenskra kvenna sem all- ar hafa um lengri eöa skemmri tíma stundað sama starfið. Þetta eru flug- freyjur, bæði fyrrverandi og núver- andi. Þessar segja frá í bókinni: Edda Guömundsdóttir, Elínborg Oladóttir, Erna Hjaltalín, Geröa Jónsdóttir, Ingi- geröur Karlsdóttir, Oddný Björgólfs- dóttir, Kristín Snæhólm og Christel Þorsteinsson. Þær lýsa uppvaxtarárum sínum hér heima og erlendis, draga upp mynd af stríðsárunum og óhjákvæmi- legum áhrifum þeirra á líf ungra stúlkna. Þær segja frá aðdraganda þess aö þær gerðust flugfreyjur og greina frá baráttu sinni fyrir sjálfsögö- um réttindum og viöurkenningu í starfi. Tvær þeirra voru þátttakendur í ævintýrinu mikla þegar saga flugsins hofst hér heima. Aörar tvær lentu í tveim mestu slysum íslensku flugsög- unnar. Við kynnumst pílagrímum og pólitíkusum, heimsfrægum píanistum og prófessorum. Frásagnir þessar ein- kennast af hógværö og hispursleysi. Þetta er saga af ungum konum sem hver um sig hefur spennandi lífs- reynslu aö baki, þó ólík sé. Bókin er tæpar 190 blaösíöur meö 65 ljósmyndum, prentuö í Prisma, bundin í Arnarfelli, en hlífðarkápu geröi Aug- lýsingastofan hf. Utgefandi bókarinnar er Setberg. Bryndís Schram Hátt UPPI /O BARBARA ~m -■ ftartland Ávaldi ástarinnar BARBARA CARTLAND Á VALDI ÁSTARINNAR Ut er komin hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfirði, ný bók eftir Barböru Cartland sem nefnist Á valdi ástarinnar. Þetta er ellefta bókin sem Skuggsjá gefur út eftir Barböru Cartland. Laföi Vesta Cressington-Font feröast til ríkisins Katonu til aö hitta prinsinn sem þar er viö völd og hún hefur gengið aö eiga meö aöstoð staö- gengils í London. Viö komuna til Katonu tekur hinn myndarlegi greifi, Miklos, á móti henni, og hann segir henni aö bylting hafi verið reynd og aö hún eigi strax aö snúa aftur til Englands. Vesta neitar því og segir að hennar sess sé viö hliö prinsins og gegn vilja sínum tekur greifinn aö sér aö fylgja henni til Djilas, höfuö- borgar Katonu. Þaö verður viöburöa- rík ferö og hætturnar leynast viö hvert fótmál þeirra, en á leiöinni laöast þau hvort aö ööru, Vesta og greifinn. En hver var hann, þessi dularfulli greifi.. ..? Á valdi ástarinnar er 168 bls. aö stærö. Bókin var sett og prentuð í Prentbergi hf. og bundin í Bókfelli hf. Siguröur Steinsson þýddi bókina. SKUGGSJA PÁLL ÓLAFSSON KVÆÐI l-ll Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfiröi, hefur gefiö út nýtt safn ljóöa eftir Pál Olafsson í tveimur bindum, Kvæöi I— II. 1 þetta nýja safn hefur verið valið úr öllum áður prentuðum ljóöum hans og auk þess er í þessu nýja safni nokkuð af áður óbirtu efni, vísum og kvæöum, sem varöveist hefur í handriti skálds- ins og sendibréfum. Ástarkvæði Páls til Ragnhildar, kvæöi hans um hesta og Bakkus eru landsfleyg, svo og gamanvísur hans, ljóöabréf og lausavísur. Ljóöin gefa fjölbreytta mynd af þessu sérstæöa og ástsæla skáldi og mannlífi á Austur- landi á síöari hluta nítjándu aldar. Sigurborg Hilmarsdóttir sá um útgáfu þessa nýja safns ljóða Páls Oiafssonar. Kvæði I—II eftir Pál Olafsson er samtals 711 bls. að stærö, bæöi bindin. Bækurnar voru unnar í Prentsmiöju Arna Valdemarssonar og Bókbands- stofunni örkinni. DANIELLE STEEL ÞÚ SEM ÉG ELSKA Komin er út ástarsagan „Þú sem ég elska” eftir Danielle Steel. Áöur hafa komið út 4 bækur eftir sama höfund, en þær eru: Gleym mér ei — Hringurinn — I hamingjuleit og Loforöiö. A hlífðarkápu segir um efnisþráö bókarinnar „Þú sem ég elska”: Ung og fögur en rúin auði snýr aðalsmærin Serena di san Tibaldi heim til Italíu í lok seinni heimsstyrjaldar- innar. Hún fær vinnu í höllinni, sem áöur var heimili hennar. Þar kynnist hún Bradford, bandarískum majór og þau giftast. En örlögin virðast ætia aö leika sér meö þessa fögru og sérstæöu stúlku. Hún mætir andúö tengda- móður, missir mann sinn og aftur verður Serena di san Tibaldi að leita sér aö atvinnu, nú með litla dóttur til aö sjá fyrir. Sem Serena prinsessa veröur hún fræg og eftirsótt fyrirsæta og kynnist nýrri hlið á lífinu og nýju og spennandi fólki. En einnig þar eru bæði dökkar hliðar og bjartar og lífiö heldur áfram aö sveifla Serenu milli gleði og sorgar, þar til örlögunum finnst loksins komiö nóg. Bókin er 270 blaðsíður, prentuö í Prentbergi, bundin í Félagsbókband- inu, en hlífðarkápu gerði Auglýsinga- stofan hf. Utgefandi erSetberg. Þú sem ég elska Danielle Steel HAROLDS.KUSHNER HVERS VEGNA ÉG? —bandarísk metsölubók ætluö öllum þeim sem oröiö hafa fyrir alvarlegu mótlæti í lífinu. HVERS VEGNA ÉG? heitir bók eftir Harold S. Kushner sem Vaka hefur sent frá sér. Þessari bók er ætlað að leiðbeina og hughreysta. Hún er þegar oröin metsölubók víöa erlendis og þykir einstakur fengur fyrir fólk sem lífiö hefur leikiö grátt. En hún á líka erindi til hinna sem enn hafa ekki orðið fyrir neinum hrellingum. Þeir veröa betur viðbúnir eftir lestur bókarinnar. Flest fólk sem verður fyrir alvar- legum áföllum á lífsleiöinni spyr sömu spurningarinnar: Hvers vegna ég? Sorgir, sjúkdómar, slys, ástvina- missir. Ogæfan gerir ekki boö á undan sér. Höfundurinn Harold S. Kushner talar af eigin reynslu. Hann missti son sinn á unga aldri af völdum langvinns, alvarlegs sjúkdóms. Hann átti erfitt meö að skilja hvers vegna skaparinn hafði lagt svo þunga byröi á þessa guðhræddu og vammlausu fjölskyldu. Hann spuröi því: Hvers vegna ég? En þaö var fátt um svör og fáar bækur sem hægt var aö lesa sér til leiöbein- ingar um skynsamleg viöbrögö. Harold ákvaö því þegar frá leiö að miöla öðrum af lífsreynslu sinni og skrifa bók sem gæti orðiö hryggum til halds og trausts. Það er þessi bók. Hvers vegna ég? er um eitt hundrað biaösíður. Jón Ormur Halldórsson sá um íslenska þýöingu. Kápuhönnun annaðist Gunnar H. Baldursson teiknari. Bókin er sett og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Arnar-Bergi hf. Bókin Hvers vegna ég? hefurhlotið frábæra dóma þar sem hún hefur komiö út erlendis og selst í milljónum eintaka. Rithöfundurinn heimskunni Hinstök b<ik fyrir alla þá sem orðið hafa fyrir alvarlegu módæti í lífinu Harold S.Kushner Vaka Norman Vincent Peale, sem ritaö hefur margar bækur, til þess að létta mönnum lífið, segir um þessa bók: „Þetta er bók sem allt mannkynið þarfnast.” Gagnrýnandi tímaritsins People Magazine segir: „Þetta er bók sem lætur engan ósnortinn og vekur fólk mjög til umhugsunar.” ÁSGEIR GUÐMUNDSSON SAGA HAFNAR- FJARÐAR 1908 - 1983 ÞRIÐJA BINDI Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefiö út þriðja bindi af Sögu Hafnarf jarðar 1908—1983 sem Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur hefur skráð í tilefni af 75 ára kaupstaðar- afmæli Hafnarfjaröar sem var 1. júní 1983. Þetta er lokabindi Sögu Hafnar- fjaröar. Þaö er um fjóröungi stærra en fyrri bindin sem út komu á síðasta ári, eöa 35 arkir (560 bls.). Samtals eru öll þrjú bindin um 1500 bls. aö stærð með um 1200 ljósmyndum, gömlum og nýjum, auk korta og uppdrátta. I fyrsta bindi ritsins er eftirfarandi efni: Formáli höfundar. Inngangur, sem fjailar um sögu bæjarins fram til 1908. Hafnarfjörður veröur kaup- staöur. Bæjarstjórn í Hafnarfirði 1908—1983. Hafnarfjaröarkjördæmi. Lögsagnarumdæmi Hafnarfjaröar. Bæjarlandið. Krýsuvík. Skipulagsmál. Fjármál. Hafnarfjarðarhöfn. Atvinnu- mál. I ööru bindi ritsins er fjallaö um: Rafmagnsmál. Hitaveitu. Vatnsveitu Hafnarfjarðar. Slökkvilið Hafnar- fjaröar. Löggæslu. Skólamál. Iþróttir. Heilbrigöismái. Kirkjumál. I þriöja bindi Sögu Hafnarfjarðar 1908—1983, sem nú er komiö út, er þetta efni: Stéttarfélög. Félagsstarf- semi. Menningarmál. Félags- og æsku- lýösmál. Húsnæðismál. Verslun og viöskipti. Vegamál og samgöngur. Nokkrar bæjarstofnanir. 75 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaöar. Æviágrip bæjarfulltrúa og bæjarstjóra. Eftir- máli. Tilvitnanir og heimildir. Nafna- skrá. Örnefnaskrá. Heildarefnisyfirlit. Saga Hafnarfjaröar 1908—1983, þriöja bindi, er eins og fyrri bindin tvö sett, prentuð og bundin í Prentsmiöju Hafnarf jarðar hf. Káputeikningu geröi Þóra Dal. Asgeir Guðmwtdsson Saga 19081983

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.