Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 4. DESEMBER1984. 35 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Álviðrædunefndin okkar hefur verið mikið í sviðsljós- inu að undanförnu enda stað- ið í ströngu í samningamál- um. Sem kunnugt er ciga í nefndinni sæti Guðmundur G. Þórarinsson, Jóhannes Nordal og Gunnar G. Schram. Og að sjálfsögðu kaUa gamansamir þá þre- menningana ævinlega Mills- bræður! Skipt um hlut- verk Nú er unnið af krafti að gerð áramótaskaups sjón- varps enda naumur tími tU stefnu. Við sögðum frá þcirri nýjung á dögunum að skaupið veröur nú að mestu leyti tckið upp utandyra. Bubbi Morthens. Vitaniega munu hafa komið upp ýmsar smeUnar hug- myndir varðandi þennan vin- sælasta sjónvarpsþátt ársins. Til dæmis hefur stjórnendum dottið i hug að láta þá frænd- ur og stórsöngvara Bubba og Hauk Mortheus hafa hlut- verkaskipti á skerminum. Haukur Morthens. Myndi Bubbi þá syngja þann ódauðlega söng Hauks „Til eru fræ...”. Haukur myndi launa fyrir sig með „Strák- arnir á Borginní. ..”. Ekki vitum við hvort þessi ágæta hugmynd hefur orðið, cöa verður, aö raunveruleika. En það væri nógu gaman að sjá þetta og heyra... Virkt félag t kjöUar fréttaflutnings af félagsskapnum Hildibrönd- um í Eyjum hefur komið í ljós að starfandi eru í landinu mörg smáfélög sem láta ekki mikið yfir sér. t Hafnarfirði starfa til að mynda af krafti Samtök öfga- sinnaðra Hafnfirðinga. Berst félagið fyrir aðskilnaði frá ts- landi vegna seinagangs í bjórmálinu. Upphaflega hétu samtökín Bjórfrelsisfélagið blettur. Var það stofnað til höfuðs ungtemplarafélaginu Depli sem rekið var með reisn í Firðinum. Samtökin berjast nú, eins og áður sagði, af al- efli fyrir aðskiinaði frá is- landi. Benda meðlimir þeirra á að Hafnarfjörður sé auðug- ur af ýmsum náttúrulegum og ónáttúrulegum auðlindum. Hafnfirðingar ættu því að geta vcrið sjálfum sér nógir í hvivetna. Nefna þeir i þvi sambandi álverið, höfnina, bæjarútgerðina, virkjun (sem að visu hcfur ekki vcrið starfrækt í tíu ár) og lakkris- gerð. Því linnir bráð- um Talsverð rimma hefur stað- iö að undanförnu um lögmæti auglýsingar á heimilistækinu Soda Stream. Enn er ekki ljóst hvort Davíð fær að gcfa bílinn eöa ekki. Hitt er svo annað mál að auglýsingin sú arna fer hroðalega fyrir brjóstið á mörgum. Fólki finnst hún beíniínis lciðinleg eins og hún er fiutt á rás 2. Þeim hinum sömu til léttis skal það upplýst hér, að hlé verður að minnsta kosti gert á umræddu spilirii næstkom- andi f immtudag. Farsæl lending Konur komust í auknum mæli til áhrifa á nýafstöðnu ASÍ-þingi. Þannig sitja í mið- stjórn nú sjö konur í stað tveggja áður. Að sjálfsögðu varð þessi „kvennainnrás” mörgum þingfulltrúanum að yrkisefni. Jökull Guðmundsson var einn þeirra er köstuðu fram stöku afþessu tilefni: Hænufet til heilla var hoppað, kæru fulltrúar. Komnar eru konurnar kátar i faðminn Asmundar. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir_______ Kvikmyndir Laugarásbíó—Vertigo ★ ★ ★ ★ vER£>u\cxZ föLb HITCHCOCK BREGST EKKI Vertigo. Leikstjóri: Alfrod Hitchcock. Handrit: Alec Coppel og Samuel Taylor. Kvikmyndun: Robert Burks. Tónlist Bernard Herrmann. Aðalleikendur: James Stewart, Kim Novak og Barbara Bel Geddes. Þaö er sjaldan sem fyrir augun ber jafnfullkomna sakamálamynd sem Vertigo er. Ohætt er að fullyrða aö hún sé með allra bestu myndum meistara Hitchcocks og er mikiU fengur aö henni ásamt öörum mynd- um Hitchcocks sem Laugarásbíó sýnir og hefur sýnt undanfarið. Alfred Hitchcock geröi Vertigo 1956 og þrátt fyrir einróma lof gagn- rýnenda var aösókn aö henni frekar treg til að byrja meö. Vertigo hefur aftur á móti verið sýnd alltaf öðru hverju víða um heim og er sýningin í Laugarásbíói alls ekki fyrsta endur- sýning hennar. Var hún sýnd fyrir um það bil fimmtán árum í Háskóla- bíói. Vertigo fjallar um leynilögreglu- mann, John Ferguson (James Stewart), sem verður fyrir því að lögreglumaður hrapar til bana þegar hann er að bjarga honum. Eftir það veröur hann óstjórnlega lofthræddur og hættir í lögreglunni vegna þess. Skólafélagi hans hefur samband við hann og biður hann að elta konu sína hvert sem hún fari vegna þess að hann gruni að hún sé að verða geð- veik. Hún á það til að falla inn í hlut- verk ungrar konu sem lést á síöustu öld. Ferguson veitir henni eftirför og bjargar henni þegar hún hendir sér í San Francisco flóa. Þau fella hugi saman en ástin er skammvinn því Madelaine, en svo heitir konan, hendir sér fram af klausturturni og enn er þaö lofthræðslan sem hindrar Ferguson í að bjarga henni frá sjálfs- morði.. . Það borgar sig ekki að fara meira út í söguþráðinn en þeir sem halda aö þarna sé sagan búin eiga eftir aö verða undrandi. Enda væri það ekki Alfred Hitchcock líkt að koma ekki áhorfandanum rækilega á óvart. Það er hreint með ólíkindum hvað Vertigo hefur elst vel. Kvikmyndun- in er fullkomin og væri ekki hægt aö gera betur í dag með fullkomnari tækni. Vertigo er jafnfersk og hún var fyrir tuttugu og átta árum og mættu framleiðendur sakamála- mynda í dag margt læra af gamla. manninum við gerð sakamála- mynda. Leikararnir eru allir mjög góöir. James Stewart, sem kannski er helst til of gamall fyrir hlutverkið, lýsir vel hinni örvæntingarfullu til- raun Ferguson til að fá festu í lífinu. Kim Novak hefur sjálfsagt aldrei leikið betur. Hún hefur oft verið sök- uð um aö útlitiö hafi bjargað hennar ferli. Og ekki vantar það að fögur er hún. Hún gerir því erfiöa hlutverki sem hún hefur í myndinni eins góð skil og hægt er. Barbara Bel Geddes, sem margir þekkja úr Dallas, er einnig góö í hlutverki stúlkunnar sem vonast eftir athygli Ferguson. Þrátt fyrir góðan leik, kvikmynda- töku og tónlist í hæsta gæðaflokki er Vertigo samt afrek Alfred Hitch- cocks. Handbragð meistarans leynir sér ekki hvar sem borið er niður og væri hægt að skrifa langt mál um hvert smáatriði í myndinni. Full- komleikinn er alls staðar fyrir hendi. Hilmar Karlsson. Kvikmyndir KarvarietfjAJ] . i6lafcerdi 28 r BROTTFÖR 18. DESEMBER. Eigum aóeins örfá sæti iaus í þessar eftirsóttu ferðir. Hægt að velja um dvöl í íbúðum eða hótelum á Tenerife, hinní fögru sólskinsparadís Kanaríeyja, Puerto de la Cruz, eða amerísku ströndinni. Notið tækifærið og styttið skammdegisveturinn. Losið ykkur við kostnaðarsöm jól og vetrarveðrin heima. Úvenjulega margir frí- dagar um þessi jól og áramót. Sérstök jólahátið fyrir okkar farþega á aðfangadag með jólatré og gjöfum fyrir börnin og veglegur áramótafagnaður. “PVroOGK:*- -gau XI. Íslenskur fararstjóri. Fjöldi skemmti- og skoðunarferða. Þarna er sjórinn, sólskinið og skemmtanalifið alveg eins og fólk vill hafa það. Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.