Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Page 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR12. MARS1985. Mikill munur á hæsta og lægsta verði: Dæmi um fímmfalt veró á varahlutum Samkvæmt upplýsingum Verðlagsstofnunar má ætla aö ís- lensk meðalfjölskylda verji að jafnaði um 115 þúsund krónum ár- legatil rekstrareigin bifreiöar. Kaup á varahlutum er oft drjúgur hluti af rekstrarkostnaði bifreiða. I viðamikilli verðkönnun Verðlags- stofnunar sem gerð var í febrúar sl. og náði til varahluta í 19 bifreiðateg- undum af árgerð 1982 kemur gífurlegur verðmismunur í ljós á hæsta og lægsta útsöluveröi. Á algengum varahlutum er munurinn oft mörg hundruð prósent. 460% verðmunur á bremsuklossum Verð bremsuklossa fyrir bæði framhjól í Honda Aecord EX er hæst 2032 krónur í Hondu-umboðinu, en lægst 363 krónur hjá Olíufélaginu h/f, eða 460% verðmunur. Geir Gunnarsson, framkvæmda- stjórihjá Hondu-umboðinu: „Þaðer rétt, okkar verð er töluvert hærra á þessari tilteknu vöru en aðrir hafa boðiðuppá. 1 okkar klossum er annaö og fullkomnara efni, ekki hið hefðbundna asbestefni sem notað hefur verið, heldur ný tegund af járn- efnum sem farið er að nota í dýrari gerðir af bifreiðum. Það er okkar stefna að vera einungis með „original” varahluti og þeir eru jú ailtaf dýrari. Þórarinn Þórarinsson, innkaupa- stjóri h já Olíufélaginu h/f. „Við kaupum inn bremsuklossana frá Triton í Danmörku, viðurkennt merki traustra framleiðenda. Við höfum fengið góð kjör hjá umboðs- aðila okkar og fengið afslátt vegna magninnkaupa.” -h.hei. Yst: Triton bremsuklossarnir frá Oliufólaginu á 363 krónur. Neflst: Hondu-bremsuklossar, beint frá framleiflanda samnefndra bif- reifla. Seldir i Hondu-umboði á 2.032 krónur. Myndir KAE. íslandsmet í maraþon- dansi á Fáskrúösfiröi: Dönsuðusig íferðalag Maraþondanskeppni var haldin í Æskulýðsheimilinu Fáskrúðsfirði föstudagskvöldiö 1. mars sl. Hófst dansinn klukkan 20.00, stóð samfellt í 52 klukkustundir og lauk á miönætti aöfaranótt mánudags. I dansinum tóku þátt sextán nemendur í 8. bekk í Grunnskóla Fá- skrúðsfjarðar. Tilefnið var söfnun fjár í ferðasjóð. Áður hafði verið leitað áheita meðal bæjarbúa og safnaðist álitleg upphæð. Krökkunum. tókst líka að setja nýtt Islandsmetímaraþondansi. -EH. Örvæntingarfullir húsbyggjendur. Heimta iækkun vaxta Síöan nokkrir örvæntingarfullir og aöþrengdir húsbyggjendur tóku sig saman og hvöttu fólk til að Iáta í sér heyra hafa símalínur til þeirra verið rauðglóandi. A Reykjavíkursvæöinu voru á þriðja þúsund búnir að skrá sig. Á ísafiröi voru það 150 og á Reyðarf irði 70 manns. Þeir sem standa bak við þessa vakn- ingu eru gamlir hvatamenn að svo- nefndum Sigtúnshópi sem er gamall þrýstihópur í húsnæðismálum. Þessi nýi þrýstihópur viröist vera oröinn öfl- ugur og kallar hann sig Samtök áhugamanna um úrbætur í húsnæðis- málum. „Með þessu erum við fyrst og fremst að vekja athygli á því sem okkur finnst vera að í húsnæðismálum,” segir Bald- ur Gíslason, einn forsvarsmaður hóps- ins. Það eru einkum tvö atriöi sem sam- tökin hafa bent á að þarfnist skjótrar lagfæringar. I fyrsta lagi að sambandið milli launa og greiðslubyrðar hafi verið slit- iö. Þetta þurfi að lagfæra strax. Lag- færingin á þessu hafi í för meö sér var- anlega tryggingu á því að hún haldist til frambúðar. Þessi lagfæring reiknist frá þeim tíma sem misræmis fór að gæta á milli lánskjaravísitölu og launa. I öðru lagi hefur verið bent á að háir vextir á lánum til húsbygginga séu óviðunandi og þá beri þegar í stað að lækka. „Með þessu erum viö að benda á stórt vandamál margra. Við ætlum að þrýsta á stjómvöld og sjá hver við- brögð þeirra verða. Við höfum ekki bent á lausnir á þessum málum heldur fyrst og fremst bent á þann vanda sem blasir við,” segir Baldur Gíslason. -APH. „Ég var að selja mjólk við dyrnar hjá mér í dag. Eitthvað verður maður að gera,” sagði Sólveig Olafsdóttir, annar eigandi verslunarinnar Grundar á Flúðum sem brann í fyrrinótt. Verslunin Grund er eina matvöru- verslunin á Flúðum og í eldsvoðanum brann allt í versluninni, bæði vörur og innréttingar. Húsið stendur þó uppi. „Ætli við ryðjum ekki húsinu burt og byggjum aftur yfir kjallarann. Þetta er mikið fjárhagslegt tjón, svo mikið er víst,” sagði Sólveig. Rafmagnseftirlitsmenn, rann- sóknarlögregla og brunamatsmenn voru staddir á Flúðum i gær vegna eldsvoðans. Helst er hallast að því að kviknaö hafi í út f rá rafmagni. -EH. Inni í versluninni var Ijótt um að litast enda brann þar allt sem brunnið gat í fyrrinótt. DV-mynd Kristjðn Fljúgandi Hollendingar á Keflavíkurflugvelli? — hafa áhuga á að stunda eftirlitsf lug með Orionvélum „Jú, það er rétt, þeirri hugmynd hefur verið hreyft að leyfa einni eöa tveimur hollenskum Orion eftirlits- flugvélum að hafa aðsetur á Kefla- víkurflugvelU,” sagði Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra við DV. „Ef af yrði þá yröi hér ekki um aukningu aö ræða á því eftirUti sem haldið er uppí frá Keflavík heldur myndi hollenska sveitin ganga inn í störf Bandaríkjamanna og þeirra eftirlitsflug minnka aðsama skapi.” Kvaö Geir Atlantshafsbandalagið og HoUendinga sjálfa hafa sýnt máU þessu nokkum áhuga, hoUenskar eft- irUtsvélar hefðu t.d. áður haft aðset- ur á KeflavíkurflugvelU í skamman tíma sem hluta af æfingaáætlun At- lantshafsbandalagsins og í sam- vinnu við Bandaríkjamenn. Aö lokum kvaöst Geir vUja leggja áherslu á aö máUnu hefði mjög lítiö verið hreyft og hefði ekki enn verið til umfjöUunar í ríkisstjórninni. hhei. Kaupmaðurínn í versluninni Grund á Flúðum: Se/nr mjólkina við húsdymar — mikið f járhagslegt tjón af völdum eldsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.