Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Page 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR12. MARS1985. Ur heróínhelvíti í Kaupmannahöfn í veitingahússreksturí Reykjavík: „ÞETTA ER ALLT SATT’ „Allt sem gerist í bókinni er satt. Ég fer ekki ofan af því,” segir Freyr Njaröarson, annar höfunda bókar- innar Ekkert mál er út kom um síð- ustu jól og lýsir eiturlyfjahelvíti Is- lendings í Istedgade í Kaupmanna- höfn. Islendingurinn heitir Freddy og hörmungar hans eru nær ólýsanlegar þó tilraun sé gerö til þess í bókinni og stundum listavel. Freddy og Café Gestur — ErtþúFreddy? „Nei! Freddy er hjúpur sem er lát- inn ganga í gegnum öll stig heróín- helvítisins svo lesandanum veröi ljóst hvaö hér er á ferðinni. Allt hefur þetta gerst þósvo ég sé ekki í raun og veru aðalsöguhetjan,” segir Freyr þar sem hann situr á kafi í ryki í húsakynnum þar sem í eina tíö var veitingahúsið Askur viö Laugaveg. Freyr hefur keypt reksturinn ásamt nokkrum félögum sínum og áöur en langt um líöur verður þar opnaöur nýr veitingastaöur; Café Gestur. „Viö ætlum aö vera meö ameríska !inu í matargerð, gott, fljótt og ódýrt. Þetta veröur vonandi góöur staöur,” segir Freyr. Hann er meö hárklút vafinn um enniö aö hætti japanskra rithöfunda, hamar dinglar í belti og eiginlega finnst manni hann of ungur til aö opna stóran veitingastað viö Laugaveginn. Hvaö þá aö þessi strákur hafi kynnst helvíti heró- ínsins í Kaupmannahöfn. EITUR ÁEYJU ÁR ÆSKUNNAR 1985 Amfetamín í æð „Erlendis er taliö aö 95 prósent þeirra heróínsjúklinga sem vilja fara í meðferð falli aftur í sama farið. Þar bíöur heróiniö líka eftir þeim þegar þeir koma út. Hér á tslandi er þetta heróínumhverfi aftur á móti ekki til staðar og þaö munar aö sjálfsögöu miklu. En ef menn vilja falla þá er til nóg af efni til að sprauta sig meö. Ég veit um fjölmarga sem „djönka” sig meö amfetamíni.” íslenskir heróínistar í Höfn — Hvaö helduröu aö þaö séu margir íslenskir heróínneytendur í Kaupmannahöfn í dag? ,,Eg veit þaö ekki meö vissu. En ég hef hey rt um eina 4—5.” Eins og fram kemur í forsíöufrétt DV í dag hafa um 10 Islendingar verið til meöferöar á Kleppi vegna heróínneyslu. Undantekningarlaust Freyr Njarðarson i fullum skrúða við nýja veitingahúsið sem verður opnað innan skamms: — Hef heyrt um 4—5 íslenska heróínneytendur í Kaupmannahöfn. DV-mynd KAE hafa þeir komiö erlendis frá. Að sögn Jóhannesar Bergsveinssonar yfir- læknis eru þeir enn fleiri sem fiktaö hafa viö heróín en komiö í meöferð vegna þess og annarra vandamála. Fyrir aðeins örfáum dögum lét heróínsjúklingur leggja sig inn á Klepp. Var þar um aö ræöa útlending sem hér var á ferö og þoldi ekki meira. ísland gósenland „Þetta er allt sama sukkiö,” segir Freyr, veitingamaöur og fyrrver- andi Kaupmannahafnarbúi. „Efnin eru bara mismunandi sterk og þar er heróínið að sjálfsögöu verst. Þaö er mest krefjandi. Á vissan hátt er Island gósenland fyrir þá sem vilja rífa sig upp úr þessum óþverra. Þaö getur veriö nógu slæmt aö vera meö dóma á bakinu og sligandi skulda- byröi eftir áralanga vitleysu þó svo heróínið fljóti ekki fyrir næsta götu- horn.” Eiturlyf og sársauki Freyr veröur hugsi, dregur málband 25 sentímetra út og lætur þaö smella til baka: „Fólk er svo mismunandi næmt fyrir eiturlyfjum eins og sársauka. Sumt fólk leggur þaö á sig aö eyða heilum degi í það eitt að útvega sér eitt gramm af hassi. Hvaö myndi þetta sama fólk ekki gera fyrir sterkari efni? Þaö eru vafalaust margir á hættumörkunum og fyrir löngu kominn tími til aö aðil- ar sem láta þessi mál sig varða taki höndum saman og geri eitthvað rót- tækt. Frúin er ófrísk I bókinni Ekkert mál fer Freddy loks heim til Islands og fellst á aö fara í meðferð. Ásta, sambýliskona hans og kærasta, er þó á ööru máli, hleypur út af Kleppi og út úr sögunni. — HvaðvarðumÁstu? „Það veit ég ekki. Aftur á móti er konan mín ófrísk núna,” segir Freyr Njarðarson. Helvítiö er aö baki og eftir nokkra daga opnar Café Gestur. Svona getur lífiö líka veriö. -EIR. I dag mælir Dagfari___________ í dag mælir Dagfari__________ j dag mælir Pagfari Af norrænum móðgunum Eftirmálar Noröurlandaráðs- þingsins ætla að verða nokkrir og þaö fyrir sakir sem ekki voru bornar á þinginu heldur utan þess. Eins og frægt er orðið lét Jón Baldvin Hanni- balsson falla nokkur orð um flokks- bræður sína í Skandinavíu sem hafa dregiö þann dilk á eftir sér að annar hver stjómmálamaður á Norður- löndunum er alvarlega móðgaður út í Jón. Fyrst móðgaðist Ánker Jörgensen þegar Jón minnti á að Islendingar væru hættir aö vera nýlenduþjóð hjá Dönum. Síðan móðguðust Finnar þegar Jón talaði um finnlandiseringu án þess að muna eftir því. Síðan kom röðin að Svíum sem móðguöust yfir því að minnt var á að þeir væru um- fangsmiklir vopnasalar og að lokum móðguðust Norðmenn þegar styrkja- kerfi þeirra í sjávarútvegi var mót- mælt á útifundi sem aldrei var hald- inn. Allar þessar móðganir urðu til þess að Anker mætti ekki á kjarnorkuf undi, Sorsa lét ekki sjá sig í kvöldverðarboði og enginn lét sjá sig á útif undinum. Gekk nú maður undir manns hönd að sleikja fýluna úr binum norrænu gestum og gamlir krataformenn, eins og Kjartan Jóhannsson og Gylfi Þ. Gíslason, voru pússaðir upp til að lýsa því yfir að ummæli Jóns væru byggð á misskilningi. Var þó ijóst að íslenski Alþýðuflokkurinn var stór- lega móðgaður út í formann sinn og voru þau boð látin út ganga að íslenskir alþýðuflokksmenn væru innilega móðgaðir fyrir hönd þeirra gesta sem móðgaðir höfðu verið. Dagfari stóð í þeirri meiningu að móðganirnar væru einkamál krat- anna enda hafði enginn móðgað neinn svo vitað væri þangað til Ámi Johnsen tók upp á því að móðga þing- heim með því að geta þess að íslenska væri heimsmál. Þessi ummæli vöktu móðgun hjá Eiði Guðnasyni en hann er krati sem hefur getið sér gott orð í móðgunar- girni og er ýmist Leiður eða Reiður Guðnason. Hins vegar er Árni ekki krati og spurning hvort hann hafi leyfi til að blanda sér í þennan móðgunarleik. Skýringin er sennilega sú að Árni hefur viljað vekja á sér athygli og talið árangursríkast að móðga ein- hvem vegna þess að þeir einir komust í blöðin sem móðguðu eða vora móðgaðir. Nú hefur hins vegar komið í ljós að fleiri hafa móðgast heldur en íslenskir og skandinavískir kratar. Páll Pétursson, forseti þingsins, er feykilega móðgaður. PáU hefur móðgast fyrir hönd íslensku þjóðar- innar og vUI að Jón Baldvin biðji hana afsökunar. Fer nú skörin heldur betur að færast upp í bekkinn þegar í Ijós kemur að PáU hefur móðgast yfir því að þjóðin hafi verið móðguð yfir því að Jón Baldvin hafi móðgað erlenda krataforingja. Þetta uppátæki Páls Péturssonar hefur Jón Baldvin kaUað svívirðingar á sig og hlýtur þá að koma að því að Framsóknarflokkur- inn aUur móðgist út í Jón Baldvin fyrir að móðga Pál. Og þar sem PáU er forseti Norður- landaráðs og Framsóknarflokkurinn er þátttakandi í ríkisstjórninni getur þetta orðið að stórpólitísku alvöm- máU. Niðurstaðan er sem sagt sú að erlendu gestirnir era móðgaðir út í Jón, islendingarnir eru móðgaðir út í Jón fyrir aö hafa móðgað útlending- ana og nú er Jón orðinn móðgaður út í Pál fyrir að hafa móðgað sig. Segi menn svo að Norðurlandaráðs- fundurinn hafi verið tíðindalaus! PáU Pétursson telur þetta merkasta þingið og maður skilur nú hvers vegna. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.