Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Side 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR12. MARS1985. 5 Ástandið ískólunum: „Vægast sagt hörmulegt” — nemendur við það að hætta námi og margir komnirívinnu „Þetta hefur gengiö vægast sagt hörmulega. Þaö er auövitaö viöbúiö þegar nær 70 prósent af kennslunni fellur niður. Nemendur mæta illa, sem er eölilegt viö þessar aöstæöur. Margir eiga langt að og þegar ekki er kennt nema innan við 10 tíma á viku þá er ekki von aö nemendur mæti í skólann,” sagði Sveinn Ingvarsson, konrektor í MH, í viðtali við DV. — Hafa einhverjir nemendur ákveðiö aö hætta námi á þessari önn? „Þaö er töluveröur hópur nemenda sem nú þegar er kominn í góöa vinnu og margir vilja ógjarnan sleppa henni úr því sem komið er. En hvort nemendur hætta í skólanum held ég aö ráöist af því hversu lengi þetta ástand stendur yfir.” Sveinn sagði aö ef þetta ætti eftir að standa út þessa viku og lengur væri nokkuö ljós't aö þessi önn væri farin í súginn. Upphaflega var rætt um að hægt yröi aö vinna á laugar- dögum, hluta af páskafríi og jafnvel aöeins fram á sumar. Þessir möguleikar eru nú aö veröa aö engu. Þaö aö vinna fram á sumar, ef deilan leysist, er ekki vænn kostur. Margir nemendur byggja lífsafkomu sína á sumarvinnu og mega ekki við því aö tapa mikluaf henni. — En ef svo fer aö önnin eyði- leggst. Hvernig verður skólahald að hausti? „Þá stöndum viö frammi fyrir miklum vanda. Ljúki nemendur ekki námi nú i vor er ljóst aö við getum ekki bætt við nema óverulegum Beðið eftir kennurum í Menntaskólanum í Reykjavík DV-mynd KAE f jölda nemenda í haust. Það er því verulega svart hljóöiö í okkur um þessar mundir og getur engan veginn veriö ööruvísi,” sagði Sveinn Ingvarsson. MH hefur þegar of marga nemendur og á hverju hausti bætast viö um 170 nemendur og aö vori um 100 nemendur. I vor var áætlað aö út- skrifa um 140 stúdentsefni frá skólanum. -APH. Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar veita á námsárinu 1985 — 86 nokkra styrki handa islendingum til náms við fræðslustofnanir í þess- um löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhalds- náms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undir- búnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsskólum iðn- skólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi. — Fjárhæð styrks í Dan- mörku er 15.000 d.kr., í Finnlandi 13.600 mörk, í Noregi 15.850 og í Svíþjóð 9.800 s. kr. miðað við styrk til heils skólaárs. — Umsóknir skulu berast menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 9. apríl nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í ráðu- neytinu. 7. mars 1985 Menntamálaráðuneytið Bergþóra Árnadóttir og Graham Smith slá á strengi hjartans. Komið og bragðið nýju Naustlínuna — gmsir girnilegir réttir sem kitla bragðlaukana. „ \<Ö V FIAT ÞJÓNUSTA Viljum minna eigendur FIAT bifreiöa á að reglubundnar skoðanir og stilling á 10.000 km fresti fyrirbyggja oft alvar- legri bilanir, viðhalda verðgildi bílsins og auka öryggi farþega. Munið að vel stillt vél sparar bensín. F I A Tímapantanir í síma 77200 og 77756 Egill Vilhjálmsson hf., Davíð Sigurðsson hf. og FIAT EGILL / VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200—77202.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.