Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Qupperneq 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR12. MARS1985. Starfsmenn Leiðbeiningastöðvarinnar á skrifstofunni. Frá vinstri: Sigriður Kristjánsdóttir og arftaki hennar Ingibjörg Þórarinsdóttir. Hvemig næ ég þessum bletti úr, hvaða tegund þvottavéla er hentugust? Leiðbeiningastöð húsmæðra heimsótt 1 meira en tuttugu ár hefur Kven- félagasamband Islands rekiö alls- herjar ráðgjafaþjónustu fyrir almenning eöa Leiöbeiningastöö hús- mæðra, eins og hún heitir. Kvenfélagasamband Islands hefur skrifstofu aö Hallveigarstööum viö Túngötu í Reykjavík og þar er Leiöbeiningastöö húsmæðra einnig til húsa. Stööin hefur frá upphafi verið opin tvær klukkustundir á dag, nú er skrif- stofutíminn á milli 14 og 16 alla virka daga vikunnar. Sími Leiöbeininga- stöövarinnar er 12335. Á Leiöbeiningastöðinni er leitast viö aö svara fyrirspumum almennings um ýmiss konar heimilisstörf, hagnýtingu matvæla og geymslu þeirra, hollustu- hætti og matargerö, blettahreinsun og ræstistörf. Einnig er mikiö spurt um ráö viö kaup á heimilistækjum ýmiss konar. Á skrifstofunni liggja frammi margs konar erlend neytendablöð og skýrslur er varöa neytendamál. Reynt er aö byggja starfsemina upp á upplýsingum frá erlendum og innlendum rannsóknarstofnunum, neytendablöðum og fræðsluritum um heimilisstörf og tæki. Leiðbeiningastöðinni hafa aö jafnaði borist um 250—300 fyrirspurnir á mánuöiá undanförnumárum. Starfsmenn Leiöbeiningastöðv- arinnar síöustu árin hafa verið Sigríður Kristjánsdóttir hússtjórnar- kennari, sem veitt hefur stöðinni for- stööu, og Vigdís Jónsdóttir, fyrrver- andi skólastjóri viö Húsmæörakennar- skóla Islands, hefur starfaö meö henni. Sigríöur Kristjánsdóttir er nú aö hætta störfum um einhvem tíma viö stööina og mun Ingibjörg Þórarinsdóttir taka viö af Sigríöi. -hhei. Fjölbreytt fræðsluritaútgáfa Kvenfélagasamband Islands hefur á undanfömum árum gefiö út talsvert af fræöslu- og kynningarritum fyrir íslenskar húsmæöur. Má þar t.d. nefna eftirtalin fræöslurit: Frysting matvæla, Ger- bakstur, Glóöarsteiking, Hreindýra- kjöt, Nútíma mataræði, Mataræöi bama, Matur og hreinlæti, Svona gemm við .. ., Blettahreinsun, Félagsmál og fundarstjóm, Islenskir þjóðbúningar, 1. Upphlutur, 2. Peysuföt, Upphlutur telpna og upp- hluturl9. aldar. Fræðsluritin er hægt aö nálgast á skrifstofu Kvenfélagasambandsins og kosta í kringum 50 krónur eintakiö. -hhei. Spennandi fiskréttur Islenskur fískur er einn sá besti í heimi og ein undirstööufæöa okkar Is- lendinga. Hann er hægt að matreiða á margs konar hátt, hér fylgir eitt lítiö dæmi. 2—3 msk. smjör eöa smjörlíki 1 stórt epli 1— 2 meðalstórir laukar 1 sítróna 1 búnt dill 1 búnt steinselja 1 hvítlauksrif 2 súputeningar ca 600 g fiskflök, ýsa eða þorskur 2— 3tsk. sítrónupipar Flysjið eplið og skeriö það í báta, flysjið laukinn og skeriö hann í sneið- ar. Flysjið sítrónuna og skerið hana í bita. Saxið eöa klippið helminginn af dillinu og steinseljunni gróft niður. Steikiö nú allt í þykkbotna potti eöa pönnu og látið hvítlauksrifið, semskor- ið hefur verið ofan í, út í pottinn. Skerið fiskflökin í 5 cm breiðar sneiöar. Kryddið þær með sítrónupipar og látið út í pottinn. Látiö lok á pottinn og látið innihaldiö sjóöa i um það bil 10 mínút- ur. Stráið þá afganginum af dillinu og steinseljunni yfir og berið fram. hhel/A. Bj. Enskunám í Englandi: Flogið til London alla sunnudaga. — Ekið þaðan til Bournemotuh á suðurströnd Englands — þekktur baðstrandarbær í Dorset. Hægt er að velja um 3 almenn enskunámskeið, 20—25— 30 tíma á viku, lágmark 3 vikur — Auk þess sér- hönnuð námskeið fyrir ýmsar starfstéttir: iðnað og verslun — stjórnun og markaðsleit — bankastarfsemi — bréfaskriftir — einkaritara — ferðaskrifstofu — hótel- og veitingahúsarekstur — tæknimál og tölvunám — undirbúningur að langskólanámi í Englandi o.s.frv. Gist á einka- heimilum (hótel ef óskað er). Skólinn er búinn fyrsta flokks kennslutækjum, útvarpi, sjónvarpi og upptökutækjum o.s.frv. Fysta flokks kennar- ar. Fjölbreyttar skoðunarferðir, leikir og íþrótta- líf. Verð frá 31.700 fyrir 3 vikur, innifalið flug, fæði, gisting og kennsla. Tryggið ykkur far í tíma. Allar upplýsingar og bæklingar í skrifstofu okkar. g* 68*62*55 tSÞ FERÐASKRIFSTOFA KJARTANS Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík SNIFF-FRÍTT LÍM KOMIÐ Á MARKAÐ „Unibond er raunar safnheiti nokk- urra límtegunda sem öll eru sniff-frí, þ.e. griplím, alhliöa gólflím og kork- lím,” sagði Tryggvi Magnússon hjá málningarverksmiðju Slippfélagsins í Reykjavík er DV spuröi hann um sniff- fría límið sem komiö er á markaöinn. „Þaö er raunar eltki nýtt aö kork- og alhliða gólflím sé sniff-frítt en það er nýjung aö geta fengið sniff-frítt grip- lím og einstætt aö límið hafi jöfn gæði á viö hefðbundið þynnislím,” sagði Tryggvi. Engin íkveikjuhætta Ikveikjuhætta samfara notkun þessa efnis er engin þar sem það er þynnis- laust. Ætlast er til aö límið sé borið á báöa fleti meö rúllu eöa pensli en ekki meö límspaða eins og algengt er um þynnislím. Mislengi þarf aö bíöa og fer þaö eftir efnum sem líma á saman og hitastigi en algengasti tíminn er 15—20 mín. Þetta lím veröur glært þegar þaö er tilbúið til límingar. Unibond límið er þunnt, einn 1 þekur 15 m2 sem er helmingi meira en þynnislím gerir. Það dregst dýpra inn í gljúpa fleti, t.d. svampa, og er þá ráðlagt að bera fyrst eina þunna umferð á flötinn til mettunar og síöan aðra umferö til límingar. — Viðhvaðergriplímiðhelstnotað? „Þaö er t.d. notað á haröplast, borðplötur, einangrunarplast, bólstur- svamp, leður, poplin, vinyl, gólfdúka, flísaro.s.frv. I þeim tilfellum þar sem Unibond limir ekki eins og skyldi hefur ekki verið farið eftir leiöbeiningunum um meðferð límsins. A dósamiöunum eru skýrar og greinargóðar leiöbeiningar sem nauösy nlegt er aö f ólk lesi áður en límið er notað. Ef upp koma einhver vandamál ætti viökomandi strax aö hafa samband við næsta söluaðila á líminu eöa viö sér- fræöinga málningarverksmiöju Slippfélagsins,” sagði Tryggvi Magnússon. Þaö hlýtur aö koma aö því að fleiri hættulaus eöa hættulítil efni komi á markaðinn í byggingavörum en þar hefur víða verið pottur brotinn. Nefna má ýmis málningarefni, t.d. epoxy- lökk. Er óskandi að áframhald veröi á þeirri braut sem málningarverk- smiöja Slippfélagsins hefur nú varðað með því að koma meö þetta nýja sniff- fríalímámarkaðinn. A. Bj. Sniff-fría griplímið f rá Slippfélaginu er til i þrenns konar hentugum umbúöum. Hræðileg slys hafa orðið á undanförn- um árum er unglingar hafa andað aö sér rokgjörnum efnum úr limi og öðrum slikum efnum. Ástæða er til að gleðjast þegar á markaðinn kemur efni sem hefur ekki þessa hættu í för með sér. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.