Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Qupperneq 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR12. MARS1985.
Frjálst.óháð dagblað
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÓRDUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍDUMÓLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Aígreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.
Áskríftarverð 6 mánuði 330 kr. Verð 1 lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. i
A ð Téménko látnum
Konstantin Térnénko, forseti Sovétríkjanna, er látinn,
73ja ára aö aldri. Því er efst á baugi að spá í framvindu
mála eftir fráfall þessa æðsta manns annars risaveldis-
ins.
Térnénko lézt í þann mund, sem viöræður risaveldanna
um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar höfðu komizt í gang
að nýju.
Margir gera sér vonir um, að með þeim viðræðum
dragi úr kalda stríðinu og hervæðingu.
Síöasta ár einkenndist mjög af aukinni hörku í kalda
stríðinu.
Ekki er að búast við meiriháttar breytingum í stefnu
Sovétríkjanna enn um langt skeið, þótt nýr maður taki
við.
Spurningin um eftirmann tók einkum til þess, hvort
Kremlklíkan teldi nú rétt að setja yngri mann en verið
hefur í æðsta sætið. Þrjú gamalmenni hafa stýrt Sovét-
ríkjunum síðustu ár, menn sem hafa veriö heilsuveilir,
Brézhnev, Andrópov og Térnénko. Brézhnev lézt í nóvem-
ber 1982. Eftirmaður hans, Andrópov, lézt í fyrra og Tér-
nénko tók við. Á þessum tíma var talinn „stöðugleiki” í
stefnu Sovétríkjanna, stöðugleiki, sem almenningur var
lítt hrifinn af.
Öldungaveldið í Sovétríkjunum er sterkt sem fyrr. Síð-
ustu ár hafa öldungarnir í Kreml og Washington magnað
kaldá stríðið að nýju.
Sovétríkin reyna að knésetja Afgani, sem enn berjast
hetjulegri baráttu fimm árum eftir innrás Sovétmanna.
Sovétríkin kúga Pólverja og aðrar þjóðir Austur-Evr-
ópu. Kremlverjar standa bak við ógnirnar, sem stjórnin í
Varsjá hefur beitt.
Heilsulitlu öldungarnir í Kreml hafa haldið þessari
stefnu óbreyttri og notið við það annarra öldunga í liði
sínu. Ætla má, að margir bindi of miklar vonir við viðræð-
ur risaveldanna. En vafalaust er skárra en ekki, að talað
sé saman.
Gorbatsév, 54ra ára, var í gær settur formaður komm-
únistaflokksins, „aðalritari”, og því talinn hafa tekið
æðstu völd í Kreml. Hann er maður nýrrar kynslóðar,
maður sem sér hlutina líklega í öðru ljósi en fyrirrennar-
ar hans.
Gorbatsév nýtur nokkurs trausts á Vesturlöndum.
Margrét Thatcher, forsætisráöherra Bretlands, hefur
til dæmis sagt um hann, að „við hann megi tala og gera
við hann samninga”. Járnfrúin leggur þó ekki í vana sinn
að hrósa Kremlverjum.
Aðrir sem komu til greina voru Rómanov, 62ja ára,
Grishin, 70 ára, Grómýkó, 75 ára, og Tíkhonov, 79 ára.
Eins og sést af þeirri upptalningu eru þeir flestir á átt-
ræðisaldri, menn Brézhnevstímabilsins.
Æðstu menn í Kreml kusu að velja mann annarrar kyn-
slóðar. Mestu íhaldsmönnunum í Kreml mun þykja það
óráðlegt.
En andlát Térnénkos opnar leiðir fyrir þá Sovétmenn,
sem vilja marka nýja stefnu.
Réttast er að gera sér ekki miklar vonir um þíðu í kjöl-
far andláts Térnénkos forseta.
Sovétmenn munu áfram beita ógnum, þar sem þeir
telja sér einhvern hag í.
Borgarar Sovétríkjanna munu áfram búa við ógnar-
stjórn og kröpp kjör, þar sem f jármagnið fer til vígbúnað-
ar.
En verði breytingar gætu þær fremur orðið til hins
skárra. Haukur Helgason.
DV
skólaskipinu
Stormasamt þing
Þá er þingi Noröurlandaráös lokiö,
en stóö í tæpa viku á fjölum Þjóðleik-
hússins, sem þó mun vera í minna
lagi fyrir pappírsóperur af þessu
tagi. Þetta var stormasamt þing,
þótt vel væri þaö undirbúið, og
veðurlag á Islandi gekk í takt.
Byrjaði meö mildu vorveöri og volgu
regni, en endaöi í stórstraumi,
þannig að kolblár sjór flæddi víða á
land og stormurinn hljóöaöi. Aö
þessu sinni þurfti landið aö vísu ekki
aö biöja neinn afsökunar á tíðarfari,
því yfirlöndin í samstarfinu, Noreg-
ur, Svíþjóö og Danmörk, hafa veriö
frosin saman svo vikum skiptir og
þaö sama gildir raunar um Finn-
land.
Hiö mikla kuldakast, sem gengið
hefur yfir á norðurhveli jarðar í
vetur, hefur á hinn bóginn nær alveg
sneitt hjá Islandi, meöan innisetur
hafa verið í London, París og New
York, að ekki sé nú minnst á tíðar-
fariö í jámtjaldslöndunum.
Viö jjinglok gekk hann svo í stóra-
sunnan, bæöi á þinginu og eins úti á
vonarvölinni, og þeir sem leið áttu
um miöbæinn sáu stóra trukka vera
aö flytja burtu heilu kýrfóðrin af
ræðum, kjaftastólum og boröum.
Sérstök eins og hálfs tonna blaöur-
maskína var nefnilega fengin til
landsins til að fjöifalda ræður á
mörgum tungum. En nú er þessu öllu
lokiö og þá veröa sviðsgræjur
Norðurlanda að víkja í bili því aörar
uppfærslur í leikhúsinu geta ekki
beðið. Jón Baldvin veröur því aö
semja afsökunarbréfin sín viö púlt-
iö heima, en forseti Norðurlanda-
ráðs sagöi í útvarpinu aö áður-
nefndur þingmaöur ætti nokkur slík
bréf óskrifuö.
Þó viö í Framsókn, og aörir
sandínistar, séum tiltölulega ánægö
meö þetta þing, eða meö störf þess
sem heild, þá má nú að ýmsu finna.
Til dæmis eru ekki allir ánægöir meö
hiö peningalega „Vestursvæöi”, þar
sem ísland er í háöungarskyni sett á
bás meö dönskum kjördæmum, og
minnir þetta óneitanlega dálítið á
Svíagaldurinn, sem fengiö hefur Is-
lendinga til þess aö keppa og taka
þátt í héraösmótum meö Löppum á
hreindýraslóðum, eöa svonefndum
Karlotten-mótum „nyrstu byggða”.
Ekki var manni þó alveg ljóst fyrst,
hvers vegna slíkt ofurkapp var lagt
á að fá okkur til sér samstarfs við
minnihlutahópana í noröri, en þaö
kom þó í 1 jós núna, eftir aö viö urðum
aöilaraö „Vestursvæðinu”, ogþá um
leið utan viö öll stærri plön og alvöru
í samnorrænum framkvæmdum og
efnahagsmálum. Og þótt einhverjir
séu sáttú- viö þessa nýju útivist meö
vandræöakjördæmunum dönsku,
hygg ég aö margir Islendingar séu á
JÓNAS
GUÐMUNDSSON
RITHÖFUNDUR
bandi fjármálaráöherra, sem telur
þetta vera kynþáttamisrétti fremur
en skipulagslega hagræöingu og ekki
boölega lausn fyrir sjálfstæöa þjóö.
Þaö kann því svo aö fara aö fleiri á
„Vestursvæöinu” eigi óskrifuö köld
bréf en Jón Baldvin Hannibalsson
frá Isafiröi.
Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs
Meðal áhugaveröra mála á þingi
Norðurlandaráðs voru bókmennta-
verölaun ráðsins og ömurlegur
árangur íslenskra skálda á þeim
verölaunamarkaöi. Þeir, sem gerst
þekkja, vita aö oft hefur þaö komiö
fyrir að vondar þýöingar á stóru
málin hafa spillt fyrir framlögöu
verki, þótt hinu sé ekki aö leyna aö
oft hafa íslensku nefndarmennimir
haft meö sér verri farangur en efni
stóöu til, aö framlagðar bækur hafi
veriö jafn óskiljanlegar á íslensku og
í sænskum eöa dönskum þýðingum.
Bækumar virðast nefnilega oftar en
hitt hafa verið valdar kúltúrpólitískt,
þótt maöur hliöri sér hjá þeirri
grimmd aö taka einstök dæmi.
Þó er þaö eftirtektarvert aö nánast
aldrei er lögö fram af Islands hálfu
metsölubók, þótt innansveitar-
króníkur, eins og ævisögur, seljist
gjarnan meira en skáldrit og bækur
um andalækningar og drauga séu
vinsælli en t.d. ljóö, þá er mér til efs
aö þýðingarnar hafi verið stærsti
þröskuldurinn, því bækur sem engan
mann varöar um á íslandi, en lagöar
hafa veriö fram til verðlauna, era
raunveralega dauðadæmdar fyrir-
fram, nema lífseig er sú von aö „nú
hljóti rööin aö vera komin aö
Islandi”, þótt vissulega hafi þaö ekki
átt við þegar Olafur Jóhann fékk
þessi verölaun. Hann fékk þau fyrir
góðabók.
Og sem dæmi um aðferðimar þá
munu íslensku fulltrúarnir hafa lagt
fram bækur sem seldust í minna í 10
eintökum hér á landi.
Augljóst er aö svoleiðis vinna
skilar ekki árangri. Þaö er því mál
til komið að reglum veröi breytt, til
dæmis á þann veg aö allar bækur,
sem til greina koma, verði í þýöingu
á eitthvert heimsmálanna (sem
getur komið sér vel án tillits til verö-
launa) og svo þyrfti að hverfa frá því
einræði sem ríkt hefur í bókavali og
finna bækurnar meö skoöanakönnun
og úrvali úr henni síðar. Annaö er
kák.
Vinnuálag á
skólaskipinu
Þaö hefur veriö fróölegt fyrir
marga aö fylgjast meö vinnu-
deilunum, eöa sjómannaverkfallinu
og uppsögnum framhaldsskóla-
kennara, því inn í málin hafa kjör á
svonefndum frjálsum vinnumarkaöi
komið til umræöu. Einnig er fróðlegt
aö bera saman kauptryggingu háset-
ans á vertíðinni og kauptrygginguna
á skólaskipinu mikla.
Sé það gjört kemur í ljós aö há-
setinn fær aöeins greidda
kauptryggingu, mánaðarlega trygg-
ingu meöan skipiö er á sjó, eöa
vertíð stendur. Unniö er dag og nótt,
og ef vel fiskast eru launin góö. Á
sama tíma er fullyrt að kennaralaun
í framhaldsskólum séu um 20 þúsund
krónur á mánuöi. En fyrir 9 mánaöa
úthald era þá greiddar krónur 240
þúsund á skólaskipinu. Þarna fengi
sjómaöur þó aöeins greiddar 180
þúsund krónur, ef hann væri á
kennaralaunum við úthaldið.
Viö nánari athugun og meö fyrir-
spurnum kemur þó í ljós, að þaö er
ekki aðeins á togurum og bátum,
sem hægt er aö fá hlut. Oljúgfróður
maður sagöi mér til dæmis aö viö
ákveðinn menntaskóla væru
kennaralaun á bilinu 400 —600
þúsund krónur fyrir 9 mánaða
úthald, eöa aö sjómannasið er
kennarakaupiö á bilinu 45—65
þúsund krónur á mánuöi, eða um þaö
bil tvöfalt á viö þaö sem maöur les
umíblööunum.
Þaö skal fúslega viöurkennt aö
vinnuálag er mikið í skólum og að-
staða víöa vond, að minnsta kosti ef
miðað viö mótorbáta og togara. En
samanburður, hvort sem mönnum
líkar þaö betur eöa verr.
Alhvít jörö var koinin á Samlags-
svæöinu um helgi og tignarlegt aö
líta til fjalla og til himins.
Verst aö yfirþjóöimar skyldu
missa af þessum stóra stormi og
fegurð himinsins á „Vestur-
svæðinu”.
Jónas Guömundsson, rithöfundur.