Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR12. MARS1985.
11
Þaö hefur ekki fariö fram hjá nein-
um hvernig ástandið er í skólamál-
um á tslandi þessa dagana. Fram-
haldsskólarnir eru lamaöir vegna
skorts á kennurum og viö liggur aö
grunnskólar landsins leggist afvelta
vegna óánægju kennara meö kjör
sín. Þrátt fyrir þetta ástand er ekki
sýnilegt aö neitt þaö sé á döfinni af
hálfu yfirvalda sem breytt geti þessu
ástanditilbóta.
Ég man ekki til þess aö slíkt
ástand hafi fyrr skapast í íslenskum
skólum. Þaö hefur aö vísu fyrr hent
aö kennarar hafi lagt fram uppsagn-
ir, en viö því var þá brugðist með
þeim hætti aö ekki kom til stöðvunar
ákennslu.
Kjör kennara
Um langan tíma hafa kennarar
verið mjög óánægöir meö kjör sín.
Þeir hafa lengi talað fyrir daufum
eyrum ráöamanna í viðleitni sinni til
að gera þeim ljósar afleiðingar þess
ef áfram héldi slíkt vanmat á störf-
um kennara og lengi hefur viögeng-
ist. A síðasta ári þóttust kennarar
verða þess varir aö málflutningur
þeirra heföi náö eyrum almennings.
Margir töluðu um aö bæta þyrfti
kjörin ef ekki ætti aö koma til flótti
úr stéttinni. Menntamálaráðherra
tók undir þaö að bæta þyrfti kjör
kennara en auövitað y röi aö passa aö
þeir ynnu fyrir kaupinu sínu. Þessi
umræða, sem varð um kjör kennara,
fylgdi í kjölfar þinga Kennarasam-
bands Islands og Hins íslenska kenn-
arafélags. A þessum þingum var
ákveöiö aö grípa til þess neyðarúr-
ræöis að segja stööum lausum ef bætt
kjör næöust ekki fram meö öörum
hætti. Rétt er aö vekja athygli á því
aö þetta gerðist í júní í fyrra.
Stjórnvöld létu þessar aövaranir
Að bera ábyrgd
sem vind um eyru þjóta og er
skemmst aö minnast viötals viö
menntamálaráðherra í DV í fyrra-
haust. Þar eins og ávallt síðan höföar
hún sífellt til ábyrgöar kennara sem
hún þó í raun metur einskis og verð-
ur að því vikið síðar.
Endurmat
Eitt af því sem samþykkt var á
þingi Kl, sem getiö er um aö framan,
var krafa um endurmat á kennara-
starfinu. Það er því fjarri öllum
sanni aö endurmatið, sem svo hefur
starfsins hafa aukist mjög verulega
ef miðað er viö lögin frá 1946 og einn-
ig ef miðaö er viö starfsmatið frá
1970.
Nefndin hefur einnig sýnt fram á
aö kennarar hafa dregist verulega
aftur úr viðmiðunarstéttum frá 1970
og voru þó ranglega metnir þá þeg-
ar.
Einnig er sýnt fram á hvernig •
menntunarkröfur hafa aukist á
þessu tímabili án þess aö tekið sé til-
lit til þess í launum. Skýrsla nefndar-
a „Þaö hefur aö vísu fyrr hent að
w kennarar hafi lagt fram uppsagn-
ir, en viö því var þá brugðist meö þeim
hætti að ekki kom til stöðvunar á
kennslu.”
KÁRI
ARNÓRSSON,
SKÓLASTJÓRI
verið nefnt, hafi verið aö frumkvæði
Ragnhildar Helgadóttur. Hún var
knúin til þess af samtökum kennara.
Endurmatið hefur þó að sjálfsögöu
ekki farið fram ennþá en eftir því er
beðið. Sú nefnd sem ráöherra skipaði
og í áttu sæti þrír fulltrúar frá ráöu-
neytinu og þrir frá kennarasamtök-
unum hefur ekki endurmetiö kenn-
arastarfið. Enda stóð þaö ekki til.
Nefndin hefur hins vegar unnið mjög
gott starf í því að safna saman úr lög-
um og reglugeröum þeim þóttum sem
sýna fram á aö kröfur til kennara-
innar er fyrst og fremst vinnuplagg
fyrir menntamálaráöuneytið til þess
aö geta endurmetið störf kennara.
Nú skyldum við halda aö mennta-
málaráöherra heföi brugðist fljótt
viö þar sem allir nefndarmenn voru
sammála um að starf kennara væri
verulega vanmetiö og fengið hinar
auknu kröfur strax metnar til launa.
Þegar þetta er skrifað er vika liðin
síöan skýrslan kom fram. En ekkert
bólar á endurmatinu. Þaö eina sem
heyrist er aö fulltrúi fjármálaráöu-
neytisins leggi allt annaö mat á þær
auknu kröfur sem skýrslan greinir
frá heldur en nefndin gerði.
Vilji er allt sem þarf
Menntamálaráðherra hefur marg-
lýst þeirri undrun sinni að kennarar
skuli ekki taka góð og gild loforö
hennar fyrir því aö tekið skuli fullt
tillit til skýrslunnar við endurmat á
störfum. A sama tíma lýsir ráöherra
því yfir aö hún hafi ekkert með
samninga aö gera og hafi engin áhrif
í þeim efnum, enda hefur þaö sýnt
sig. Kennarar áttu því aö treysta á
þaö aö Albert Guömundsson fjár-
málaráöherra myndi náðarsamleg-
ast líta jákvæöum augum á nefnda
skýrslu. Sami ráöherra hef ur lýst því
yfir á Alþingi (11. okt. 1984) aö kenn-
arar séu ekki nema hálfdrættingar í
störfum miðað viö aörar stéttir.
Fyrstu viðbrögð samninganefndar
ríkisins viö kröfum framhaldsskóla-
kennara benda eindregiö til þess að
fjármálaráöherra hafi ekki skipt um
skoöun. Er nema von aö menn séu
tortryggnir. En þaö vekur athygli aö
á sama tima og skólastarf er aö lam-
ast í landinu og menntamálaráö-
herra fær engu um þokað í fjármál-
unum þá hafa aörir ráðherrar mun
meiri völd eöa gera sig í þaö minnsta
gildandi. Sjávarútvegsráöherra geng-
ur í þaö meö forsætis- og fjár-
málaráöherra aö leysa sjómanna-
deiluna, landbúnaðarráðherra fær 12
milljónir handa kartöflubændum, fé-
lagsmálaráðherra fær fjármálaráö-
herra til að leggja fram 150 milljónir
til húsnæðismálalána. Hér er ekki
verið aö gagnrýna þessar ráðstafan-
ir heldur aöeins aö sýna fram á aö
þaö eru til fjármunir til að bregöast
viö vanda ef vilji er fyrir hendi. En
menntamálaráöherra Islands viröist
ekki hafa bolmagn til neins og lætur
skólastarf í landinu drabbast niöur
meö ófyrirsjáanlegum afleiöingum.
Með slíku framhaldi blasir við algert
hrun íslenska skólakerfisins.
Mér er til efs að nokkur fagráö-
herra hafi haft betri gögn í höndum
til að réttlæta bætt kjör skjólstæö-
inga sinna en Ragnhildur Helgadótt-
ir hefur haft og koma meö þeim hætti
í veg fyrir þaö hörmungarástand
sem nú er aö skapast. Hún ber því
höfuðábyrgðina.
Kári Arnórsson.
Kjallarinn
RÖNG
Til er máltæki sem segir að ekki
veröi bókvitið í askana látið. Enda
var svo í eina tíö aö handverk var
burðarás allrar framleiöslu og upp-
haf nýrra verðmæta. Svo er reyndar
enn aö mörgu leyti en þó mun aug-
ljósara en áöur að hugur og hönd
verða aö vinna saman; bókvit og
verksvit renna í eitt. Þetta stafar af
því aö tækninni fleygir fram og hvers
kyns framleiðsla er aö veröa aö
flóknu ferli þar sem margir veröa aö
vinna saman, hver með nokkra sér-
þekkingu. Tæknin og fjöldafram-
leiðslan kallar á nýja menntastefnu.
Þekkingin og þar meö menntun
veröa aö einum af vaxtarbroddum
efnahagslífsins. Hvers kyns
framfarir eru háöar góðu mennta-
kerfi.
Heimskulegur
sparnaður og þó....
Til þess aö bókvit og verksvit verði
látiö í askana þarf bæöi nemendur og
kennara; skóla. Góöa skóla meö
hressilegum nemendum og hæfustu
kennurum. Skóla þar sém tekist er á
um inntak námsins, um kennsluað-
ferðir og lýöræöi og þekkingar eða
þjálfunar er aflaö fyrir næsta skóla-
stig.
Stjórnvöld hafa um margt fylgt
eftir nýrri menntastefnu meö laga-
breytingum, tilraunastarfi, rann-
sóknum og f jölgun skóla. En hængur
er á. Stjórnvöld hafa litið á mennta-
kerfiö eins og hvert annaö hagnaöar-
fynrtæki þar sem mest á aö fást
fyrir sem minnsta peninga. Að því
leyti er afstaða stjómvalda til tjóns
og menntastefnan röng. Þaö er
kreppt að skólunum. Sparnaður er
látinn bitna hart á þeim. Þessu á að
vera þveröfugt fariö. Þegar hiö
ónýta gróðakerfi á í erfiðleikum
verður að berjast fyrir því aö
menntun sé bætt, skólar efldir og
rannsóknir auknar. Sú er nefnilega
ein leiöanna fyrir alþýöu manna út
úr erfiðleikunum.
En stjómvöld spila eftir nótum
peningamannanna. Þess vegna er
stefna þeirra ekki heimskuleg þótt
hún sé röng, heldur skiljanleg og
úthugsuö.
MENNTASTEFNA
„Kjarabarátta kennara er björgunaraðgerð langþreyttra en þolinmóðra karla og kvenna; tilraun til að
reisa við fallandi menntakerfi og búa nemendum tryggari framtið, sem og öðru fólki."
• „Allir þessir flokkar ip^ga vita aö
þaö kostar meira en 5% launa-
hækkun aö hindra öngþveiti í skóla-
málum; einnig þegar núverandi stjórn-
arandstaöa kemst næst aö ráðherra-
stólunum.”
Sendilslaun til
erfiðustu starfa
Hin ranga aðhaldsstefna í mennta-
málum birtist einna skýrust í launa-
stefnunni. Alþýða manna berst í
bökkum og verulegur hluti skóla-
nema veröur aö vinna meö námi.
Þaö skerðir námið. Kennararnir
hafa svo lág grunnlaun aö þeir
neyöast til mikillar eftirvinnu eða til
aö vinna meö kennslu. Slíkt skerðir
kennsluna og getur eyöilagt hana til
lengdar. Þetta hefur blasað viö um
hríð. Þeir kennarar sem ekki fara til
annarra starfa missa flugiö þreyttir,
óánægðir og starfsleiðir.
Gegn launastefnunni og eyðingu
skólanna hefur nú verið gerö upp-
reisn. Kjarabarátta kennara er
björgunaraðgerö langþreyttra en
þolinmóðra karla og kvenna; tilraun
til aö reisa viö fallandi menntakerfi
og búa nemendum tryggari framtíð,
sem og öðru fólki.
Peningar eru til
Hrakleg kennaralaun eru ekki ný
af nálinni. Margar ríkisstjómir hafa
vegiö aö launum kennara (og flestra
opinberra starfsmanna) með margs
konar krukki í samninga, vísitölufitli
og yfirvinnuþökum. I 12 ár a.m.k.
hafa kjörin versnað, mishratt að vísu
uns steininn tók úr á fyrstu starfs-
mánuöum ríkisstjórnar Steingríms
Hermannssonar og litils harölínu-
hóps í Sjálfstæðisflokknum. Allir
fjórir gömlu stjómmálaflokkarnir
bera ábyrgö á núverandi stööu kenn-
ara — mest má skemmta sér yfir
Alþýöubandalaginu sem nú gengur í
liö meö kennurum en er fyrrum
þekkt fyrir vísitölufitl, köld afsvör í
öllum samningum viö kennara og
reiddan hnefa viö andlit hjúkmnar-
fræðinga sem börðust nákvæmlega
sömu baráttu og kennarar heyja nú.
Allir þessir flokkar mega vita að
þaö kostar nú meira en 5% launa-
hækkun aö hindra öngþveiti í
skólamálum; einnig þegar núver-
andi stjórnarandstaöa kemst næst aö
ráöherrastólunum. Launastefna
ríkisvaldsins er búin aö vera. Fé til
launagreiöslna er til. Þaö þarf að
sækja í óðafjárfestingar milliliðanna
og meö beinni skattheimtu hjá þeim
ríku. Þeir berast mikiö á. Þaö vita
allir og þess vegna dugar Steingrími
og samstarfsmönnum hans ekki
lengur að höföa til „minnkandi
þjóðartekna og aflasamdráttar”.
Fólk veitbetur.
Með samstöðu hefst það
Þaö er misskilningur hjá mörgum
aö menntamálaráöherra sé einhver
sérstakur andstæðingur í launadeil-
unni. Ég get gagnrýnt ráðherrann
fyrir margt, t.d. fyrir of sein við-
brögö. En sannleikurinn er líka sá að
hún er sammála því aö kjör kennara
og starfsaðstaöa í mörgum skólum
er fyrir neðan allar hellur. Hún bifar
bara ekki viö áöurgreindum stýri-
mannahópi Sjálfstæðisflokksins.
Hópurinn sá er að vísu ráðalaus núna
og tefur fyrir lausn deilunnar í von
umbjargráð.
Nemendur virðast styöja kennara
sína. Líklega er svo um flesta for-
eldra. Samstaöa kennara er ágæt.
Og þá varðar líka mestu aö halda
hópinn og koma í veg fyrir að ég og
aðrir gerumst bílstjórar, afgreiöslu-
menn, reddarar og tölvarar hjá
einkafyrirtækjum til aö bjarga
afkomunni. Ekki svo að skilja að
slíkt fólk sé ekki vert launa sinna.
Skólar og menntakerfi eru í veði
þegar til lengri tíma er litið. Kosti
það aö sjá verður íslenskum kenn-
urum fyrir norrænum verkamanna-
launum þá verður svo aö vera.
Viðveröumöllaöleggjastá eitt.
Ari Trausti Guðmundsson.
ARI TRAUSTI
GUÐMUNDSSON,
KENNARI, MENNTASKÓLANUM
VIÐ SUND