Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR12. MARS1985.
Spurningin
Finnst þér góðir frostpinnar?
Margrét Gísladóttir textílforvörður:
Nei, mér finnst þeir litiö spennandi. Eg
boröa lítið af þeim.
Olafur Magnússon nemi: Þaö fer eftir
því hvemig þeir eru. Mér finnst þeir
grænubestir.
Dagfinnur Sveinbjörnsson nemi: Já,
já, mér finnst þeir góöir en ég borða
ekki mikið af þeim. Helst ef ég fæ þá
ókeypis.
Dagbjartur Pétursson neml: Já, alveg
ágætir. Mér finnst þeir gulu bestir á
bragöið.
Guðmundur Hannesson bóndi: Nei, ég
held hreint ekki. Eg borða lítið af þeim.
Ingólfur Guðnason, starfsm. Vífils-
staðaspítala: Ekkert sérstakir. Uppá-
haldsbragðið? Ætli það sé ekki ananas.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Kjamorkustríð,
tímabærar
vangaveltur?
Móðir hringdi:
Ég get ekki oröa bundist vegna
framkomu dönskukennara dóttur
minnar í 7. bekk grunnskóla. Án þess
að þau mál væru sérstaklega til um-
ræðu sagði hann nemendum sínum,
13 til 14 ára unglingum, aö þau gætu
ekki átt von á því að eignast barna-
börn né börn. Þau mættu þakka fyrir
að fá að lifa til 20 ára aldurs áöur en
kjarnorkustríö skylli á. Krakkarnir
urðu stjarfir þegar þeir heyrðu
þetta. Ég get ekki séð hvað svona
umræða, sem byggð er á naflaskoð-
un kennarans, kemur dönskukennslu
viö. Eg fæ ekki heldur skiiiö gagn-
semi hennar.
Onæði afþunga-
vinnubfíum og rútum
Lesandi spyr:
Mig langar aö vita hverju það sætir
að á torgi viö Litlu-Hlíð hafa í áraraðir
veriö geymdir rútubílar, ekki færri en
fjórir, og þar aö auki hefur verið lagt
þarna þungavinnubílum.
Af þessu stafar mikiö ónæði fyrir
íbúa sem búa í nágrenninu, sérstak-
lega á sumrin er rútubilar leggja upp
eldsnemma að morgni. Fylgir þessu
mikil stybba og hávaði svo að tæplega
er hægt að opna glugga.
Ég hélt að þaö væri fyrir löngu búið
að setja löggjöf sem bannaöi að
þvílíkum tækjum væri ekið inn í íbúða-
hverfi. En eru lögin bara til þess aö
brjóta þau?
Mig langar til að vita hvort það sé til-
felliö aö þeir sem þarna eiga hlut að
máli njóti einhverra sérréttinda. Að
auki er á þessum sama stað, við þetta
sama torg, skóli, sem ég myndi álíta að
stafaöi hætta af akstri svona stórra
bíla.
Vinsamlegast látiö okkur vita, Hlíða-
búar.
Guttormur Þormar, yffrverkfr.
umferðard. gatnamálastjóra:
Það hefur verið kvartaö yfir þessu
við okkur og þetta sama vandamál
hefur skotiö upp kollinum víðs vegar
um borgina. Þaö eru ákvæöi sem
banna veru svona bíla á götum og bíla-
stæðum borgarinnar í lögreglusam-
þykktinni en menn hafa viljað mis-
skilja það. Nú er unnið að nýrri lög-
reglusamþykkt þar sem skýrt verður
kveðið á um þetta. Þar er bannað að
leggja svona bílum yfir nóttina innan
borgarinnar nema á svæðum sem
borgarráð hefur gefið leyfi fyrir. Það
er svo verk lögreglunnar að sjá til þess
aðlögreglusamþykktin sé haldin.
Gisti við störf sín heima á Uppsölum.
VINSÆLDIR GÍSLA
ÁUPPSÖLUM
Elisabet Guömundsdóttir hringdi:
Fyrir nokkru keypti ég myndbands-
tæki og síðan þá hef ég tekið upp alla
Stikluþættina hans Ömars. Mig vantar
illilega einn í safniö en þaó er þátturinn
þegar Gísli á Uppsölum var sóttur
heim. Mig langar til að spyrjast fyrir
um þaö hvort sjónvarpið hyggst sýna
þennan þátt enn á ný. Mér skilst aö
hann hafi þegar verið endurtekinn einu
sinni en minni á máltækið góða: Aldrei
er góð vísa of oft kveöin.
I framhaldi af þessu þætti mér
snjallt ef almenningi stæði jafn-
ágætt sjónvarpsefni og þetta til boða á
myndbandaleigum. Það yröi vafalaust
eftirsótt.
Misnotkun á
féiagsiegrí aðstoð
Konahringdi:
Ég las nýlega frétt í DV um
framkomu Islendinga í Færeyium.
Ekki var landanum borin vel sagan
enda eru Islendingar nokkuð duglegir
viö að misnota hjálp stjómvalda. Ég
veit um einn mann sem er á atvinnu-
leysisstyrk í Svíþjóð en kemur hingaö
heim aö vinna í byggingarvinnu sem
ekki er gefin upp til skatts. Það er með
þessum hætti sem grafið er undan vel-
feröarþjóðfélögum og þrengt að þeim
sem þurfa raunverulega á félagslegri
hjálp aö halda. Við getum heldur ekki
vænst góös af norrænu samstarfi ef
það er misnotað á þennan hátt. Sök
bítursekan.
Trúðsbrögð Jóns Baldvins
Jón Baldvin i ræöustól.
Sævar Geirdal Gíslason sjómaður
hringdi:
Ég er búinn að fá nóg af Jóni Bald-
vini Hannibalssyni í fjölmiölum.
Maöur flettir vart DV án þess aö reka
augun í mynd af honum á annarri
hverri síöu. Maöurinn notar lúalegustu
aðferðir tii að koma sér á framfæri og
láta á sér bera. Nú síðast var hann með
svívirðingar og árásir á ráðherra frá
hinum Norðurlöndunum sem eru
okkar bestu vinaþjóöir. Ég á bágt með
að trúa því að Islendingar gangist inn á
slík trúðsbrögð í stjórnmálum. Ef
þetta er það sem koma skal, þá líst
mér illa á.
Kostnaður við gjaideyrisviðskipti
Guðjón hringdi:
Eg varö fyrir sérstæðri reynslu ný-
lega. Ég þurfti að greiða gíróseðil í
banka, rúmar 10 krónur, og þar sem ég
hafði enga smápeninga handbæra
flaug mér í hug að skipta pundsseðli
sem ég var með á mér. Ég taldi það
vera hagkvæmra en að skrifa ávísun á
svona lága upphæð. Gengi pundsins er
rúmar 45 krónur en bankinn tók 13
krónur í kostnað fyrir að skipta seölin-
um. Ég stóð eftir með 32 krónur, stúr-
inn yfir því að sjá rúman fjóröung
upphæðarinnar hverfa ofan í kassa
bankans. Það er augljóslega dýrt að
skipta litlum fjárhæðum annarra
gjaldmiöla yfir í íslenskar krónur.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust á gjaldeyrisdeild Lands-
bankans eru 13 krónur fast gjald sem
bankinn innheimtir fyrir aö skipta
erlendum gjaldeyri án tillits til þess
hve há upphæöin er.