Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1985, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR12. MARS1985.
13
Lesendur
Fúskararífaginu:
Athugasemd
vegna
eigin skrifa
Kristján Einarsson, Selfossi skrifar:
Þriöjudaginn 5. mars birtist á les-
endasíðu DV bréf sem ég skrifaði
undir fyrirsögninni FÚSKARAR í
FAGINU. Bréf þetta hefur valdiö
miklu fjaðrafoki hér á staðnum og
símhringingum hefur ekki linnt hjá
mér. Skrifin eru annaðhvort lofuö
eða löstuö. Ráðamenn SG eininga-
húsa hafa sakað .mig um óheilindi
með skrifum þessum og telja þau
skaða fyrirtækiö. Þeir telja einnig að
ég heföi mátt nafngreina fleiri fyrir-
tæki sem hafa ófaglærða smiði í
vinnu. Ég tek undir það síðasttalda
og bendi á að það var ekki ætlun mín
að skaða SG einingahús með
skrifunum. Bréfið var skrifað til að
leiðrétta frétt sem Regína sendi frá
sér um fyrirtækið og í framhaldi þess
sagði ég frá réttindamálum okkar
trésmiða hér á svæðinu. Aö sögn SG
manna vann ófaglærði flokksstjór-
inn, sem ég minntist á í bréfi mínu,
aðeins í tvo mánuði við að reisa
einingahús hjá fyrirtækinu. Ég er
þeirrar skoðunar að það hafi verið
tveimur mánuöum of mikið. Ég vil
þó taka það fram að þessir tveir
mánuðir hafa ekki skaðaö fram-
leiöslu fyrirtækisins, sem að mínu
viti er góð. Ráðamenn SG eininga-
húsa eru dugmiklir menn og léttir í
lund „eins og þeir eiga kyn til”. Ég
er þess fullviss að þeir séu reiðu-
búnir til aö lagfæra það sem laga
þarf, jafnvel réttindamál trésmiða á
svæðinu.
FOSSHALSI 27 - SlMI 687160
Styrkir til
framhaldsnáms
iðnaðarmanna
erlendis
Menntamálaráðuneytið veitir styrk til iðnaðarmanna, sem
stunda nám erlendis, eftir því sem fé er veitt í þessu
skyni í fjárlögum 1985.
Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 9. apríl
næstkomandi.
7. mars 1985
Menntamálaráðuneytið
IAUSAR STÓÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
• RÖNTGENTÆKNIR á lungna- og berklavarnadeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkurborgar. Fulltstarf.
• DEILDARFULLTRÚI á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Starfið er meðal annars fólgið í gjaldkerastörfum,
launaútreikningum, framkvæmd kjarasamninga o.þ.h.
Æskileg er starfsreynsla á þessu sviði.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Heilsugæslu-
stöðva í síma 22400 alla virka daga frá kl. 10—11.
• FORSTÖÐUMENN við dagheimilin Völvuborg,
Völvufelli 7, dagh./leikskóli, Iðuborg, Iðufelli 16, og
leikskólann Leikfell, Æsufelli 4.
• FÓSTRUR við Iðuborg og Hálsaborg. Upplýsingar
veita framkvæmdastjóri og umsjónarfóstrur á skrif-
stofu dagvistar í síma 27277.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum
umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00
mánudaginn 18. mars 1985.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Nesbala 24, Seltjarnamesi, þingl. eign
Þórunnar Steinarsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 15. mars
1985 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 10., 13. og 16. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á
eigninni Stekkjarflöt 20, Garðakaupstað, þingl. eign Aðalheiðar Karls-
dóttur, fer fram eftir kröfu Landsbanka islands á eigninni sjálfri föstu-
daginn 15. mars 1985 kl. 15.30.
Baejarfógetinn í Garðakaupstað
Nauðungaruppboð
annaö og síðasta á eigninni Suöurgötu 72, 1. hæð t.h., Hafnarfirði,
þingl. eign Guömundar Karlssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudag-
inn 15. mars 1985 kl. 14.15.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 18., 22. og 26. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Melabraut 20, Hafnarfirði, þingl. eign Sandblásturs hf., fer
fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 15. mars 1985
kl. 14.00
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á eigninni Barrholti 23, Mosfellshreppi, þingl. eign
Emils Adolfssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 15. mars 1985
kl. 17.15.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu
LAUS STAÐA
Staða skrifstofumanns á skrifstofu embættisins í
Ólafsvík er laus til umsóknar frá og með 1. maí 1985.
Um er að ræða fullt starf.
Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist undirrituðum fyrir 1. apríl nk.
6. mars 1985
Bæjarfógetinn í Ólafsvík
LAUS STAÐA
Lektorsstaða í rómönskum málum, með sérstöku tilliti
til spænsku, í heimspekideild Háskóla Islands er laus til
umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um náms-
feril og störf, svo og ritsmíðar og rannsóknir, skulu hafa
borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavík, fyrir 9. april nk.
5. mars 1985
Menntamálaráðuneytið
Nýjungar:
OKTUBROD 14.00.
Málmfylltur suðuvír á rúllum hentugur í stúf- og
kverksuður í öllum stellingum. Hraðvirkur og gefur
áferðarfallega suðu án gjalls.
OKTUBROD 14.04.
Málmfylltur suðuvír á rúllum. Hefur breitt notkunarsvið,
einnig þar sem miklar kröfur eru gerðar við lágt hitastig.
OKTUBROD 15.00.
Basiskur púlverfylltur suðuvír á rúllum. Hentugur í stúf-
og kverksuðu þar sem miklar kröfur eru gerðar.
OKTUBROD 15.15.
Rútil púlverfylltur suðuvír á rúllum. Sýður í öllum
suðustellingum. Gefur áferðarfallega suðu með iausu
gjalli.
Einnig massífurOK 12.51 vír á rúllum frá 0,6 mm í þvermál.
Þjónustudeild okkar veitir allar upplýsingar
— hafið samband.
FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR
GÆÐUM OG GÓÐRI ÞJÓNUSTU.
= HEÐINN =
VÉLAVERSLJJN, SEUAVEGI2
REYKJAVlK.SÍMI 24260