Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Síða 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. APRlL 1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
A markaðnum i La Paz kostar kílóið af tómötum meira en eitt pund af peningaseðlum. Verðbólgan hefur
orðið til þess að verðhœkkanir 6 vörum i verslunum verða nokkrum sinnum ð dag f Bóliviu og oft þarf að
nota hjólbörur undir peningahrúguna þegar farið er f helgarinnkaupin.
Laust embætti forseta Bólivíu:
Hermenn á götum La Paz: Leyfa þeir lýðrmðlsstjóm að starfa? Marglr telja
að þeir muni ekki hafa sig mikiö í frammi gegn borgaralegri stjóm i
nánustu framtfð.
Starfsskilyrði: Hugsanlegar bylt-
ingar og efnahagur í kaldakoli
Fyrrum hershöföingi og einvaldur
og gömul þjóöhetja eru tveir aöal-
keppinautamir í forsetakosningum í
Bólivíu sem eiga aö fara fram í júlí.
Forsetaembættiö sem þeir em aö
keppast eftir aö fá er varla þaö eftir-
sóttasta í heimunum: þaö gefur völd
yfir einni minnstu og fátækustu þjóö
Rómönsku Ameríku.
Þessi þjóð er langþjáð af verkföll-
um og uppþotum, óborganlegum
erlendum skuldum, heimsmeti í
veröbólgu sem nú er um 3.400 pró-
sent og hagvexti sem hefur minnkað
um 17 prósent á þremur áram.
Atvinnuöryggi er lítiö. Síðan
Bólivía hlaut sjálfstæði 1825 hafa þar
verið stjómarbyltingar aö meöaltali
oftar en einu sinni á ári. Forsetinn
sem nú er viö völd, ef völd má kalla,
hættir störfum ári áður en kjörtíma-
bilhansrennurút.
Með járnhnefa
Fyrrverandi hershöfðingi og ein-
valdur er Hugo Banzer. Hann réö
ríkjum í BóUvíu meö jámhnefa á
áranum 1971 tU 1978. Stuðningsmenn
hans era bankastjórar og fyrirtækja-
forstjórar. Gert er ráö fyrir aö hann
muni fá flest atkvæðin í kosning-
unum 14. júU en varla meirihluta.
Höfuðandstæðingur hans er þjóö-
hetjan Victor Paz Estenssoro, 78 ára
gamall. Hann hefur þegar veriö
forseti tvisvar. Hetjunafnbót sína
fékk hann í byltingunni 1952, sem
leiddi tU þjóðnýtingar tinnáma
landsins, almenns atkvæðisréttar,
mikilla umbóta í landbúnaði og upp-
skiptingar lands, sem var smá-
bændum rnikU búbót.
Þingið velur
Vestrænir sendimenn giska á að
Banzer muni fá um 35 prósent at-
kvæða. Þó þaö veröi meira en nokkur
annar fær er þaö ekki nóg til að:
vinna kosningarnar. Ef enginn fær
hreinan meirUiluta er þaö þjóöþing
Bólivíu sem velur forseta. Talning
atkvæöa mun taka tvær vikur og þaö
veröa áreiöanlega vUrur mikiUa
sviptinga á skákboröi stjómmálanna
í BóUvíu. Heman Siles Zuazo forseti
mun síöan fela nýjum forseta völd
sín þann 6. ágúst.
Siles Zuazo tiUrynnti í nóvember í
fyrra aö hann myndi segja af sér ári
— 3.400 prósent verðbólga, bylting einu sinni á ári, gíf urlegar erlendar skuldir, uppreisnargjarnt vinnuaf II
lega á nokkrum mánuðum meö
aöhaldsaögeröum og samnmgi við
Alþjóðagjaldeyrissjóöinn.
Þeir benda á að landbúnaöarfram-
Slles Zuazo forsetl haattir störfum f sumar. Embœtti hans er eftirsótt, þó akkl só atvinnuöryggið mikifl og
erfltt só afl fmynda sór afl nokkur vilji starflfl.
áöur en kjörtímabUi hans lyki. Það
var eftir aö meðUmir vinstri sam-
steypu hans voru famir aö segja af
sér í hrönnum og verkalýöshreyfing-
in og þjóðþingið voru farm aö leggja
hart aö honum aö fara frá.
Paz er refur
Miö-hægriflokkur Banzers, Þjóöar-
lýðræðisflokkurinn, á litla möguleika
á aö f á aöra flokka í samstarf við sig.
En Paz er gamaU stjómmálarefur
og verður varla skotaskuld úr að fá
aöra vinstriflokka til stjórnarsam-
starfs með sér. Flokkur Paz, Þjóð-
lega byltmgarhreyfingin, hefur
æxlað af sér marga smáhópa á
vinstri vængnum. Paz, þjóðhetjunni
gömlu, kemur því Uklega til með að
ganga betur að viða aö sér sam-
starfsflokkum sem geta skapaö
meirihluta.
Báðir forsetaframbjóðendumir
aöhyUast samkomulag við Alþjóða
gjaldeyrissjóðinn til að laða að fjár-
magn til aö hj álpa landinu að komast
yfir efnahagsöröugleikana sem nú er
við að etja. Og báðir segja aö aðhald
verði nauðsynlegt til aö draga úr
verðbólgu.
Borgarbúar styðja Banzer
Stuðningsmenn Banzers er aðal-
lega að finna í borgum og bæjum
landsins. Þar hafa allsherjarverkföll
og matarskortur leitt til aukinna
krafna um sterka rfcisstjórn.
En verkamenn muna vel harö-
st jórn einræðisins þegar Banzer var í
forsæti herstjórnarinnar sem fór
með völd mestaUan síðasta áratug.
Menn óttast að hinar óumflýjanlegu
mótmælaaðgerðir, sem myndu
fylgja kosningu hans sem forseta,
gætu snúist upp í óeirðir.
En Paz, á hinn bóginn, sem var
forseti árin 1952 og 1960, fær mestan
sinn stuöning af landsbyggöinni.
Bændur muna vel umbætur hans í
landbúnaöinum sem hann kom í
gegn eftir byltinguna 1952.
Þó hann kalU sig núna miðjumann
telja stjórnarerindrekar frá Vestur-
löndum að vinstristimpiUinn á
honum verði tU þess að hann eigi
mun hægara meö að innleiða niður-
skuröaráætlanir en Banzer. And-
staða verkalýðshreyfingarinnar
gegn sUkum aðgerðum frá honum
myndi vera minni en frá Banzer.
Þrátt fyrir það er næsta víst að ef
reynt verður aö vinna bug á efna-
hagsörðugleikunum með aðhaldsað-
gerðum þá munu slíkar aðgerðir
mæta kröftugum mótmælum verka-
lýðshreyfingarmnar, hver sem
forsetinn er. Síöast þegar stjómin
útbjó björgunarpakka fyrú- efnahag
landsms — 86 prósent gengisfeUingu
pesosms, 400 prósent verðhækkun á
bensrni, frímerkjum og rafmagni — í
febrúar, leiddi það til 16 daga alls-
herjarverkfaUs. Auk þess réðust
10.000 námamenn inn í höfuöborgina
La Paz og sprengdu dínamít á
götunum.
Vill byltingu
Nýleg ummæU formanns bóliviska
verkalýðssambandsins, Juan Lech-
in, gefa vel tU kynna vanda þann sem
við er að etja: „Ekkert virkar nema
vopnuð bylting,” sagöi hann.
Alltof margU- hugsa enn þannig.
Ný stjóm Bolivíu þarf aö friða
einkabankana sem hafa ekki fengið
neinar afborganir af lánum síðan í
mars 1984. SUes Zuazo stöövaði
afborganimar vegna þrýstings frá _
verkalýössambandinu, en hann
hefur þó borgað alþjóðlegum fjár-
málastofnunum og erlendum ríkis-
stjómum á réttum tíma. Alls er
skuldin3,7 mUljarðardolIarar.
Hægt að breyta
Stjórnarerindrekar í La Paz segja
að þrátt fyrir gífurlega lélega
afkomu undanfarin þrjú ár telji þeir
að hægt sé að breyta stöðunni veru-
leiðsla hafi batnað mikið f rá lægðinni
sem hún hefur verið í undanfarið. Og
helstu útflutningsvörar BóUvíu,
málmar og jarðgas, myndu hagnast
mikið á veröhækkun sem kann að
koma síðaráárinu.
Báðir helstu frambjóðendurnir
hafa lýst yf ir að þeir muni auka mjög
hlutdeild landbúnaðar í efnahagsUfi
landsins komist þeir til valda. Þeir
segja það vera framtíöarlausn efna-
hagsvandans. Sumar rannsóknir
sýna að einungis þrjú prósent
ræktanlegs lands hafa verið tekin tU
ræktunar enn sem komið er.
Borgaralegir bæta
I ljósi sögu landsins hafa vestrænir
sendimenn í BóUvíu ekki útilokað aö
enn ein byltingin kunni aö vera gerð
áöur en nýr forseti getur tekið við.
Yfirmenn í hernum, sem telja sér
geta stafaö einhver hætta í starfi af
öðru hvoru forsetaefnanna, geta
alltaf ákveöið aö reyna að bak-
tryggja sig með því að taka sér
einræðisvald.
En þetta er óUklegt. Flestir yfir-
menn hersins hafa einlægan áhuga á
að leyfa lýðræðinu að spreyta sig.
Stjórnarseta hersins hefur ekki
alltaf reynst nein gæfa fyrir landið.
Ef borgaralegir stjórnmálamenn
geta komið efnahag landsins á réttan
kjöl mun herinn njóta góðs af. Efna-
hagsástandið kemur nefnUega Uka
niður á hemum. Varahlutaskortur
og skortur á vopnum og skotfærum
og almennur skortur á nýtísku her-
vopnum, sem herir þjóðanna í
kringum Bólivíu hafa, er farinn að
gera vart við sig í hemum.
Bylting ólíkleg
Bylting hersins er því taUn ólíkleg.
Það sýndi sig líka þegar SUes Zuazo
þurfti á hernum aö halda við að bæla
niður aUsherjarverkfalUð í síðasta
mánuöi að hann var til þjónustu
reiðubúinn. Og þaö hefur verið þjóns-
lund hersins við lýðræðisstjóm hans
sem hefur tryggt setu hennar, þrátt
fyrir einhverjar tih-aunir tU bylt-
ingar og afsögn forsetans í júní í
fyrra, sem stóð stutt yfir.
Umsjón: Þórir Guðmundsson