Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Qupperneq 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. APRIL1985. Frjálst, óháó dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÚLMIÐLUN HF. Stjérnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLANO JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. . Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 084411. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og piötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarveröá mánuði 330 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað35kr. Tilboð veldurgremju Þeir, sem fara þjóöveginn milli Akureyrar og Reykja- víkur, veröa um þaö bil tíu sinnum fegnir. Rúmlega helm- ingur leiöarinnar hefur fengið varanlegt slitlag, en í bút- um hér og þar. Þessum bútum f jölgar svo á hverju sumri eöa þá að þeir lengjast. Verkinu á aö ljúka áriö 1994. Þessi bútasmíði er auðsæilega tiltölulega dýr. Þaö kost- ar töluverða vinnu og mikið fé aö hefja verk og ljúka því. Enda sýnir reynslan, aö Vegagerðin fær því hagstæðari tilboö hjá verktökum sem bútamir eru lengri. En hvers vegna er þá haldið í hið gamalkunna smáskammtakerfi? Ástæöan er alkunn. Stjómmálamenn þurfa að fá mal- bikaöan bút í sínu kjördæmi. Ef lagður er skammtur á Vesturlandi, þarf aö leggja annan á Norðurlandi vestra. Þetta er hluti hins mikla herkostnaðar þjóöarinnar af kjördæmapoti og ráðsmennsku stjómmálamanna. Hagvirki hf. er verktaki, sem hefur oröiö frægur fyrir lág tilboð á undanfömum árum. Samtals hefur fyrirtækiö sparað þjóðinni 500 milljónir króna með því að vinna verk undir áætlunarverði. Þetta fyrirtæki hefur nú kastað sprengju á borð stjómmálakerfisins. Hagvirki býðst til að leggja í samfelldri bunu varanlegt slitlag á það, sem eftir er leiðarinnar. Verkið á að kosta 74% af áætlunarverði og spara þjóðinni rúmar 300 millj- ónir í mismuninum. Þá vill fyrirtækið klára verkið sjö ár- um á undan áætlun og lána ríkinu mismuninn. Auðvitað vakti þetta tilboð mikla gremju í kerfinu. Samgönguráðherra sagði hér í blaðinu, að það væri ekki raunhæft og að um það mundi ekki nást samstaða á Al- þingi. Þingmenn einstakra kjördæma mundu láta í sér heyra. Loks kallaði ráðherra tilboðið „sérkennilegt”. Ekki var léttari tónninn í vegamálastjóra. Hann kvað tilboðið „furðulegt”. Það mundi taka vinnu af tugum verktaka, bílstjórum og „öllum mögulegum”. Hann kvað ýmsa galla fylgja því að láta einn verktaka hafa svona stórt verkefni. Og tæpast þyrfti að klára verkið svona snemma. Þannig krefst kerfið þess að fá áfram að beita dýrum og gamaldags vinnubrögðum. Enda er auðvelt að brenna peningum, sem aðrir eiga, í þessu tilviki þjóðin. En kerfið kastar líka peningum á ýmsan annan hátt, til dæmis með því að láta gera hluti, sem þjóðin þarf ekki á að halda. Samgönguráðherra er líka heilbrigðisráðherra. 1 því hlutverki telur hann sig þurfa að verja umtalsverðum fjárhæðum á hverju ári til byggingar ofvaxins sjúkrahúss í heimabæ sínum Isafirði. Það mikla mannvirki er þegar haft til sýnis sem víti til vamaðar. Fyrirrennarar hans í faginu ætluðu að reisa mikinn sjúkrahúss-mammút á Akureyri. Þar er fyrirferðarmest heljarmikil tengiálma, sem sjúkrahúslæknar koma frá útlöndum til að hlæja að. Þetta eru bara tvö lítil dæmi af ótal mörgum í fjárlögum og lánsfjárlögum. Kerfið byggir sínar kröflur um allt land. Til viðbótar hefur það með sérstöku sjóðakerfi tryggt, að verulegur hluti fjárfestingar í landinu rennur ekki í eðlilegum far- vegum til arðbærra verkefna. Þannig á til dæmis að fjár- festa 1.000 milljónir í landbúnaði á þessu ári. Stundum furða menn sig á misræmi þjóðartekna og kaupmáttar og telja jafnvel milliliði stinga mismuninum á sig. Skýringin er hins vegar sú, að kjósendur hafa. sjálfir kosið yfir sig kerfi, sem brennir fé á ótal vegu. Nú síðast mun það gera það með því að neita hringvegs- tilboði. Jónas Kristjánsson. OV Af hrokkelsi og vori I dag er Jónasmessa Hólabiskups um voríð, enda verður ekki annað sagt en að vorlegt hafi veríð að und- anfomu á Suðurláglendinu. Hrokk- eisavertiðin hófst um miðja sein- ustu viku og hvert sem litiö er, má sjá þessi smáskip heiðríkjunnar skammt undan landi, þar sem þau draga net sín og glænýr rauðmagi verður síöan til sðlu á sérstökum stöðum í höfuöstaðnum, að ekki sé nú talað um fiskbúðimar, þar sem hann liggur i bakka innan um aðra soðn- ingu Atlantshafsins — og flestir fá sér rauðmaga i matinn, að minnsta kosti einu sinni — það tilheyrir vist vorinu, eins og rjúpan jólunum, svo vitnað sé i foman hátíðamat árstiöa- bundinn, þótt nokkuð hafi þaö nú far- ið úr skoröum, því nú fæst nýtt slátur allt áríö, svið og isket. Vorboði stjórnarráðsins Þó segja megi að só vorboði er kemur með hrokkelsinu sé að mestu óbreyttur, hefur þó smábreyting átt sér staö, þvi áður fylgdi rauömaga- vorið fiskigöngum eöa vorinu í Skerjafirði. Um tima kom vorið þó suður í flugi, eöa á bil frá Húsavík, þar sem þessi svipmikli fiskur, sem virðist svo þungt hugsi í fiskbúðinni, veiðist oftast nokkrum dögum eöa vikum fyr en i verstöðvunum við Faxaflóa. Það er þó liðin tíð, þvi rauðmaginn og grásleppan hafa ekki fremur en önnur kvikindi sloppið við opinbera stjómun, og því hefjast veiðamar nú á ákveðnum degi; og þar með er vor- inu, eöa vorkomunni í raun og vem stjómað frá ráðuneytinu, en ekki af þeirrí lýrikk, sem áður lagði til fuglasöng og annan munað sem þarf til þess aö efna i rétt vor. Að visu má segja sem svo, að þeir sem róa sálarskipinu núna, eöa á hinu opna skipi, hafi ekki mótþróa- laust gengist undir valdiö meö sin út- höld, og nægir að minna á harkaleg viðbrögö trillusjómanna í Vest- mannaeyjum, sem töldu sig hart leikna af stjómarráðinu, sem taldi þá, bókhaldslega, hafa veriö á sjó í langvinnu gæftaleysi i vetur. En svo gekk færafiskur á miöin, og þá brá svo viö, að Vestmannaeyingar áttu aö hafa uppi færin, lögum sam- kvæmt. Þeir afbáðu á hinn bóginn þanneigin smáskammtalækningar á lifriki hafsins; afþökkuðu það kvotl, sem lagt haföi verið á þeirra smáu skip, og sumir rém þrátt fyrir boð og bann stjómvalda. En auðvitaö haf ði stjómin betur og aflinn var gerður upptækur þegar komið var að landi. Vitað er að trillukarlamir áttu samúö almennings, einkum þar sem menn efuðust stóriega um að unnt værí aö ógna lífríki Atlantshafsins meö súöbyröingum og handfærum. En lög em lög, og stjómun er látin ná til allra skipa jafnt. Og viö þessu er i sjálfu sér ekkert að segja, því ef trill- ur færa að fá óskammtað, er hætt við þvi að smáskipaútgerð myndi auk- ast, sem aftur gæti haft alvarlegar afleiðingar, því trilluútgerð er nefni- lega öðrum þræöi listgrein, sem hef- ur allt annan takt en þjáningin i frystihúsinu og i öörum bónusi kring- umfisk. Trillukarlinn er fyrst og fremst sjálfs sins herra, eða var það og út- gerð hans var einskonar samkomu- lag við almættið, öndvert við skutara og önnur stórskip, sem veríð geta að, svona flesta daga, veðurs vegna. Má þvi með öðrum orðum segja aö almættiö setji trillukörlum önnur og réttari sóknarmörk, en ráöuneytið, sem tekur dagatalið bókstaflega, geturgert. Aflakvóti Grimaayinga þrotinn En snerran við Vestmannaeyj- ar er nú gleymd, líklega vegna þess að málið var til lykta leitt, því hann gekk i lurk, eða páskahret, JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR þannig að trillur gátu hvort eö ekki veríð að. Hitt er öllu alvarlegra, ef það er rétt sem maðurinn í frystihús- inu sagði mér, að Grímseyingar séu nú þegar að verða búnir með þann þorskkvóta sem þeim var ætlaður í ár. Það era ótíðindi, því ef nokkrir sjó- menn eiga rétt til að fá sin sóknar- mörk frá almættinu, era það Grims- eyingar. Og ef nokkur byggöastefna er skiljanleg fyrir sunnan, þá ætti það aö vera búsetan í Grímsey. Ymsar frægar eyjar eru nú ekki lengur í byggð, t.d. Flatey á Skjálf- anda, ennfremur eyjar í Breiðafirði. Fræg útræði eins og Oddbjarnarsker eru ekki lengur notuö. Viss hámenning var með þessu aflögð, menning, sem aöeins var til á eyjum, og jafnvel í nútíma sam- félagi væri þaö til mikils skaða, ef byggð legðist af á stööum eins og Grímsey. Og þversagnakennt væri það ef góðar gæftir aö vetrarlagi yröu til þess aö losa um byggðina þar. Þessvegna verður endilega að leyfa Grímseyingum aö veiða áfram í sumar, þrátt fyrir allan kvóta. Við é gervigrasinu Þaö er víöar komið vor en í rauð- maganum. Við hér á gervigrasinu fyrir austan fjall, höfðum volgt regn á laugardag, ásamt viðeigandi dumbungi og blóðilm lagöi af jörð- inni. Að vísu hékk hann þurr framundir hádegi á Samlagssvæð- inu, meö tilheyrandi sinubruna, en svo kom vorregnið og laugaði andlit okkar og vanga, eins og sagt er í há- leitumskáldskap. Ásunnudag varsól. En ekki er þó allt sem sýnist, því hér liggur nærri því við uppreisn, vegna þess að ungir mjólkurbændur vilja ekki lengur stunda kleppsvinnu fyrir Framleiðsluráð landbúnaðar- ins, sem hefur haldið þeim í vissri ánauð, með að neita að viðurkenna þá sérstöðu, að hér framleiða menn neysluvörur, eða mjólk sem fer beint á markað og er drukkin. Telja þeir aö með núverandi skipulagi séu þeir látnir standa undir kærleiks- verkum um allt land, þar sem menn stunda heföbundinn búskap, oft án þess að nokkur maður hafi þörf fyrir þær afurðir, sem þar eru fram- leiddar. Greiðslur fyrir mjólk koma svo eftir dúk og disk og eftir mikið möndl, þannig að þeir eru að verða gjaldþrota. En þessir ungu bændur vilja fleira. Þeir vilja lækka mjólkurverðið, vegna þess aö almenningur hefur ekki ráð á því lengur að kaupa mjólk í sama mæli og áður var, og það telja þeir sig geta gert með því að minnka vinnslukostnaðinn, sem á Suöurlandi er sá hæsti í Evrópu um þessar mundir, þrátt fyrir að ísland sé al- ræmt láglaunasvæði, sem ætti að þýða minni vinnslukostnað. Þeir vita auðvitað að Island er harðbýlt land, og aö meira að segja grasið er einskonar gervigras, því það eitt dugar ekki til þess að halda nytinni í kúnum. Hinsvegar telja þeir að mjglkur- vélar, skilvindur og strokkar, hljóti að vinna með svipuðum hætti hér og í öörum löndum, og eins mjólkurgerl- amir. Þeir vita líka að þeir geta aukiö afuröimar, eða nytina í kúnni. Meö því að kaupa fóöurbæti árlega fyrir hvern grip, fyrir um, það bil 11.000 krónur (án kjarnfóðurgjalds) gætu þeir með þeirri tækni í fóðmn, sem þeir ráða yfir, aukið nytina um ca 1000 litra á árí, en það þýöir um 25% aukningu á framleiöslu, með sama bústofni og tilkostnaöi. Og því getur mjólkurverðið lækkað. Og hvað sem um þá má segja, sem nú skjótast milli bæja í rökkrinu, er þaö ljóst, að þeir ætla sér ekki að tapa sínum mjólkurbikar á gervigrasi Fram- leiðsluráðsins, sem nú grátbænir stjórnvöld um að „fá áfram aö sjá um stjómun”, þótt landbúnaðarráð- herra og formaður Aburöarverk- smiðjunnar séu staðráðnir í að laga landbúnaðinn og áburðinn að breytt- um aðstæðum. Það er því bjart framundan hjá öllum hér, þótt miðaldainennirnir haldi ótrauðir áfram með ofsjónir sínar og undarennumusteri. Gleðilegtsumar! Jónas Guðmundsson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.