Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Side 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. APRlL 1985.
13
Skylda Alþingis
— að taka afstöðu í bjórmálinu
m „Það hlýtur að vera vilji alþingis-
^ manna að móta hreina stefnu í á-
fengismálum, án misréttis milli
þegnanna, í stað þess klúðurs sem við
núbúumvið.”
Fyrir Alþingi liggur bjórfrum-
varp. Líklegt er að þetta frumvarp
fái stuöning meirihluta þingmanna,
en nauman þó. Hugsanlegt er að það
verði fellt.
Þ6 ég sé stuðningsmaður þessa
frumvarps þó tel ég ekki mestu móli
skipta hvort frumvarpið verður sam-
þykkt eður ei. Eins og mólum er
komið tel ég mikilvægast að Alþingi
taki afstööu, með eða ó móti bjór, því
þó fyrst getur almenningur tekið af-
stöðu til stjómmólaflokka og stjóm-
mólamanna í kosningum með hlið-
sjón af stefnu frambjóðanda í
áfengismólum. Það þýðir lítið fyrir
frambjóðanda að lýsa yfir í
kosningabaráttu að hann sé með eða
á móti bjór, ef hann þorir ekki að
greiða atkvæði um mólið ó þingi.
Meirihluti þingmanna hefur ekki
þorað að taka afstöðu i bjórmálinu
hingað til. Þeir hafa þvi beitt þeim
ráðum sem duga til að koma í veg
fyrir að málið nái afgreiðslu. Fram
að þessu hafa þau mál sem lúta að
auknu frelsi í áfengismálum
strandaö í nefndum. Það gerist
þannig að nefndarmenn viðkomandi
nefnda, sem fjalla um frumvörp um
bjór, hafa komið í veg fyrir að málin
væru afgreidd út úr nefndinni og
þar af leiðandi hafa þau aldrei komiö
til atkvæða i þingdeildum.
I ár hefur það skeð i fyrsta sinn að
frumvarp um sölu og framleiðslu
86. máb
i. ..._..;cfarD»*K'
984-*5
Sá.
vió frv
áfengs bjórs er komið út úr nefnd
með stuðningi meirihluta nefndar-
manna og nú liggur fyrir að taka það
á dagskrá i neðri deild Alþingis. Þó
megum við eiga von á öðru leik-
afbrigði í baráttu þeirra manna sem
ekki eru samþykkir því að þetta mól
verði afgreitt og sérstaklega þeirra
manna, sem hræddir eru við að láta
afstöðu sína í ljós, og það kann að
hljóma undarlega, að þaö eru einna
helst andstæðingar þessa frum-
varps, sem ekki þora aö láta afstöðu -
sina í ljós með atkvæði sínu. I stað
þess ætla þeir sér aö halda uppi mál-
þófi í þingdeildinni, þ.e.a.s. standa
klukkustundum saman í ræðustól og
tala um allt og ekkert sem við kemur
áfengi, í þeim eina tilgangi aö tefja
fundahald svo að forseti gefist upp á
endanum og fresti afgreiðslu
málsins um óákveðinn tima.
Eg tel að ef alþingismenn ekki
ganga til atkvæöa í þessu máli þá
muni Alþingi setja svo niður í augum
almennings, aö það muni taka ár eða
. Breytinga,
733.
brevt. 4 áfena'slh&'^
f tá meit' »'
r.'82/l* 1 * * *?
1
,9*^;
Nd.
u'» fn
'ö,
«6.
‘il 1.
»ill
bre
■yt.
‘ áfe,
í.f»n£'S' ‘
‘»i»sh
»>á I.
732,
°y»n,
Ki
áfeng«v
fwua
ú\ \ancis\ns
"^gu ^j'önefn, Fríi
nr.
efrid;
niciri bl.
*209,
arálit
'69
og ’
/>d k
Ws).
» />„
‘CrJ»rn
lrPi()
“'hu,
uf»d;„
'glln
rSÍÓ,
'un
2. 1984 (107. löggjafarþing) - 86. mál.
Nd.
88. FRUMVARP TIL LAGA
um breytingu á áfengislögum, nr. 82/1969.
Flm.: Jón
Guðmundur
Sophusson
Baldvin Hannibalsson, Ellert
Einarsson, Guðrún Helgadóttir
B
, Schram,
Friðrik
Atcug’" °£'
• M\t
■rpnii
ilu>». ,n
7 :i,i bn
'n»br6^»»íli
-V"W i"1 J
’»e0 'k.r°r»
kuridt "> b,
■ höh:nþa'
"^gar .
e»p t
er»lu.
»ar ,
ad
„Mairihluti þingmanna hafur akkl þorafl afl taka afstöflu I bjórmóllnu hingafl til.
ráflum sam duga til afl koma I vag fyrir afl móllfl nói afgroiflslu."
gerOUr **//«,_______
Þeir hafa þvi beitt þeim
Kjallarinn
STEFÁN
BENEDIKTSSON,
MIMGMAÐUR BANDA-
LAGS JAFNAÐARMANNA
jafnvel óratugi fyrir Alþingi að
ávinna sér traust almennings á ný.
Það getur verið að bjórmálið sé
ekki merkilegast allra mála. En
þetta mál er samt sem áður dæmi-
gert að því leyti, að hér er verið að
fjalla um mólefni sem brennur á
vörum mjög margra landsmanna,
bæði andstæðinga og fýlgjenda
bjórsins, og það er enginn annar aðili
á Islandi en Alþingi sem getur dregið
hreinar og klárar línur í þessu máli
og breytt því klúöri, sem við búum
nú við, í skiljanlega áfengisstefnu
yfirvalda.
Eg er staðráöinn í því, ef alþingis-
menn, samstarfsmenn mínir, ætla
sér enn eina ferðina að koma í veg
fyrir að hægt verði að greiða atkvæði
í bjórmálinu, að leggja þá fram
frumvarp, sem banni algerlega allan
innflutning á bjór, sem heimilaður
hefur verið hingað til og einnig sölu á
bjórlíki. Það hlýtur að vera vilji al--
þingismanna að móta hreina stefnu i
áfengismálum, án misréttis milli
þegnanna, i stað þess klúöurs sem
viðnúbúumviö.
Stefán Benediktsson,
8. þingmaður Reykvikinga.
Yfir 700 fóstur-
deyðingar árlega
Frétt um fjölgun fósturdeyðinga,
sem birtist hér i blaðinu 22. marz,
hlýtur að hafa vakið ugg í brjósti
margra lesenda. Skv. bráðabirgða-
tölum frá skrifstofu landlæknis voru
þsr 687 árið 1983, sem er 12%
auknlng frá árinu áður — á sama
tima og fólksfjölgun i landinu var
rétt rúmlega 1%.
Þegar til lengri tíma er litið verður
hin öra fjölgun fósturdeyðinga enn
meira áberandl Frá 1974 (siöasta
árinu fyrir gildistöku nýju laganna)
til 1983 höfðu þær rúmlega þrefaldazt
— áaðeins9árum.
Hlutfallslega lýkur nú æ fleiri
þungunum með fósturdeyðingu. 1971-
75 endaði að meðaltali ein af
hverjum 25 þungunum á þann hátt
(skv. grein S.V. i siöasta árgangi
blaösins 19. júni). En árið 1983 var á-
standið orðiö slíkt, að einni af
hverjum 7,36 þungunum lyktaði með
, fósturdeyðingu (fósturlát eru ekki
talin hér með, tölur um þau eru ekki
tiltækar).
Heildartölur um fósturdeyðingar
á sL ári eru ekki ennþá komnar
fram, en nokkur visbending fæst meö
þvi aö athuga f jölgunina á þeim staö,
þar sem fram fara flestar fóstur-
deyöingar ó landinu, á fæðingardeild
Landspitalans. Arið 1983 fóru þar
fram 545 slikar „aðgerðir”, en áriö
1984 voru þær 569 (upplýsingar Sig.
S. Magnússonar yfirlæknis). Ef sam-
bærileg fjölgun hefur oröið annars
staðar á landinu, hafa f ósturdeyðing-
ar veriðum717 órið 1984.
„Félagslegar ástæður”
í 90% tilvika
Þegar skoöaö er, hvar ástæðan
fyrir þessari gífurlegu fjölgun ligg-
ur, kemur í ljós, að rúmar 9 af
hverjum 10 fósturdeyðingum eru nú
framkvæmdar af félagslegum á-
stæðum eingöngu. Fyrir gildistöku
núverandi laga (1975) var ekki unnt
að fá fósturdeyðingu af félagslegum
óstæöum einum saman, heldur urðu
læknisfræðilegar ástæður að eiga
a.m.k. einhvern hlut í forsendum
umsóknar. Reyndar munu ákvæðin
um þær læknisfræðilegu ástæður oft
hafa verið túlkuð meö frjálslegasta
móti á árunum eftir 1970, þegar
kröfur fóru aö koma fram um rýmk-
un löggjafarinnar. Mun það hafa
verið ein helzta skýringin á hinni
undarlegu f jölgun fósturdeyðinga úr
99 órið 1970 upp í 224 órið 1973. (Arin
1961—70 voru fósturdeyðingar að
meðaltali83áóri.)
Með þeirri hlutfallsskiptingu, sem
nú er orðin greinileg (þ.e. yfir-
gnæfandi fjölda félagslegra á-
stæðna), er ljóst, að af hverjum 700
fósturdeyðingum eru einungis um
sjötíu af læknisfræðilegum ástæðum
(ýmist einum sér eða í bland við
félagslegar ástæður). Þetta sýnir
okkur hvort tveggja: að heimildir til
fósturdeyðinga voru misnotaðar
jafnvel fyrir lagasetninguna 1975 og
að i reynd eru það hinar „félagslegu
ástæður”, sem eru okkar langstærsti
vandiíþessuefni.
Heilbrigð börn
heilbrigðra mæðra
Fró 1972 til 1983 fjölgaði fóstur-
deyöingum um 545 (þ.e. 349%). Á
sama tima fækkaði fæðingum um 216
(4,7%). Frá 1970 til 1983 varð fólks-
fjölgun í landinu tæplega 17%, en á
þeim tima f jölgaði fósturdeyðingum
um594%!
Stærsti orsakavaldurinn getur
ekki dulizt neinum: Á tíu árum, frá
1974 til 1984, hefur f ósturdeyðingum
af félagslegum ástæðum eingöngu
fjölgað úr núlli upp í uálægt 645.
Lái mér það hver sem vill, að í
þessum tölum þykist ég sjá ömurleg-
an vitnisburð um siðferðisþrek
þjóðarinnar. Hversu lengi má bíða
þess, að Alþingi taki undir þau frum-
vörp, sem Þorvaldur Garðar
Kristjánsson o. fl. hafa flutt um, að
stöðva beri fóstureyðingar af félags-
legum ástæðum og að í staðinn skuli
félagsleg aðstoð viö mæður aukin til
muna?
Reyndar tel ég engu síður
mikilvægt, að þeim fósturdeyðingum
linni, sem hafa að forsendu
heilbrigðisóstæður móður eða bams,
þvi að réttur móðurinnar til full-
kominnar heilsu getur ekki jafnazt á
við sjálfan grundvallarrétt bamsins
til lífs: og það að deyða bam vegna
þess, að það er vanheilt á einhvern
hátt (eins og nú er iðulega gert á
fimmta mánuði meðgöngunnar), er
ekkert annað en siðleysi, þar sem til-
gangurinn er látinn helga meðalið.
Avinningur annarra getur ekki
réttlætt það að tortima lífi saklausr-
ar mannvem — og vafasöm spá um
erfiöleika eða vansælu bamsins
sjólfs í framtíöinni gefur okkur eng-
an rétt til að taka ákvörðun um
deyðingu þess, ekki frekar en við
höfum heimild til að deyða lamaða
menn eða langlegusjúklinga.
En þótt ég geti ómögulega fallizt á
það siðferði að heimila fóstur-
deyðingar í nefndum tilvikum, þá ó
ég samt ennþá erfiðara meö að skilja
þaö fólk, sem réttlætir það, að fóstur
sé deytt af félagslegum ástæðum.
Eg hlýt að taka undir með sr.
Arelíusi Níelssyni, er hann segir í
JÓN VALUR
JENSSON
CAND. THEOL.
bréfi til min: „Eitt er vist, mér finnst
sem lögin um fóstureyðingar
heilbrigðra bama heilbrigðrar
móður séu svartasti blettur í allri
sögu Alþingis á Islandi.”
Ur félagslegum erfiðleikum ber að
leysa meðfélagslegumaðgerðum, en
ekki með því að ryðja úr vegi sak-
lausum aðilum. Eg fæst ekki til að
trúa því, að þessi þjóð, sem býr við
umtalsverða velsæld,geti horft upp ó
það til lengdar, að árlega séu deydd
af félagslegum ástæðum hátt á
sjöunda hundrað bama, sem öll em
heilbrigð og eiga sér heilbrigðar
mæður.
1 viðtalsþætti hér i blaðinu 1. þ.m.
lýsti Jón Baldvin Hannibalsson
þeirri skoðun sinnL að takmarka
beri fósturdeyðingar og leyfa þær
ekki af félagslegum ástæðum. Yfir-
lýsing hans kann að marka tímamót,
þegar haft er i huga, aö rúm sex ár
eru siðan Þorvaldur Garðar bar
fyrst fram frumvarp sama efnis, og
er þetta vonandi visbendiug um, að
alþingismenn séu nú reiöubúnir til að
takast á við þetta alvarlega mál.
Jón Valur Jensson.
„tJr félagslegum erfiðleikum ber
að leysa með félagslegum
aðgerðum, en ekki með því að ryðja úr
vegi saklausum aðilum.”