Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1985, Síða 28
28
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. APRlL 1985.
5*
Báftir eru þeir heimsfrægir
leikarar og sextíu ára, auk þess
scm þeir fara oft með mjög
svipuð hlutverk. Þessir merkis-
menn. Jack kemmon og hinn
italski Marcello Mastroianni,
höfðu aldrei áður hist fyrr en á
Italíu í vetur í kvíkmynd scm þeir
leika í um Bandaríkjamann og
Itaia er hittust á dögum scinni
heimsstyrjaldar en sjást síðan
ekki í f jörutiu ár.
Kvikmyndin, Maecheroni,
verður vist frumsýnd í haust og
kemur án efa til með að vckja
mikla athygli. A myndinni sjáum
við vinina saman á götu í Napóli
með stærðar r jómaís hvor.
Haing S. Ngor hlaut óskars-
verðlaun fyrir frábæra frammi-
slöðu sína í kvikmyndínni „The
Killing Fields” sem blaðamaður-
inn Dith Pran. Ngor er líffræð-
ingur að mennt og flóttamaður
frá Kambódiu, þar sem hann
var pyntaður og látinn vinna
þrælavhmu undir stjórn rauðu
khmeranna. Raunveruleg saga
hans er alls ekki frábrugðin því
hlutverki er hann lék í myndinni.
Eftir að Ngor fór að verða þekkt-
ur fyrir leik sinn bárust honum
dag einn skilaboð frá Frakkiandi.
Þar var á ferð náfrænka hans
sem hann hélt að væri látin og
hafði ekki séð í tíu ár. Hafðí
frænkan þekkt Ngor í blaðaúr-
klippu er fjailaði um kvik-
myndina og hina kambódisku
stjörnu. Ngor bauð frænkunni
þegar i stað til sin i Hollywood og
m.a. á óskarsverðlaunaafhend-
inguna sjálfa. Það urðu sannar-
lega miklir fagnaðarfundir eftir
langan aðskilnað.
011 vitum við aö popparinn
kunni, Michael Jackson, tekur
ekkert sterkara inn heldur en
sinn daglega skammt af Pepsi,
allir nema kannski tollararnir á
Heathrowflugvelli við London.
Vfð komu tii Englands nýlega til
að vera við afhjúpun eigin styttu í
vaxmyndasafni Madame
Tnssaud, var hann stoppaður af
tolli og þauileitað á honum og
fylgdarliði hans í 35 mínútur.
Auðvitað fannst ekki neitt,
enda Jackson vottur Jehóva og
mikili reglumaður. Það fylgdi
fréttinni að íbúar London hefðu
tckið ögn betur á móti Jackson
heldur en tollararnir, æstur
múgurinn var alls staðar þar
sem goðið lét sjá sig.
Charlie Chapiin A hverju mtrái. Krakkamir i fjórða bekk, nóttúrufrasðideild, vseta kverkamar i morgunkulinu.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Go-go dansmeyjar f flamingostil. Fjórði bekkur B, mAladeild.
Þorkeli, Keli eins og fleetir jrekkja hann, lelðir hér Playboymeyjar sfnar af
stað. Elns gott að fylgjast vel með hjðrðinni. Fjórði Y, eðlisfrmðibekkur.
Mata Hari meyjar i stelpubekknum. Fjórði A,
fullar meyjar, ekki satt?
MS-INGAR
UMmERA
Fjórðubekkingar í Menntaskólanum við Sund kvöddu gamla skólann, kenn-
ara og yngri nemendur með miklum virktum i vikunni áður en strangur
stúdentsprófslestur hófst.
Burtfarardagurinn hófst hjá mörgum í morgunpartíum eldsnemma að
morgni, þar sem bekkimir hittust og dubbuðu sig upp í múnderingu dagsins.
Búningamir vom oft hinir skrautlegustu: go-go meyjar, lyftingadömur, heil
tylft af Charlie Chaplin, Mata Hari stældömur frá fyrsta áratugnum, Playboy
„dömur” og villtar gleöikonur á vergangi. Eftir skrautlegan dag hélt út-
skriftarárgangurinn á Hótel Sögu og skemmti sér þar fram á rauða vomótt-
ina.
Blaðamenn fréttu af föngulegum hópi vændiskvenna í strákabekknum, f jórða
bekk hagfræðideildar. Því miður, „stúlkumar” hljóta allar að hafa verið í
bisness því engin þeirra var sjáanleg.