Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1985, Page 1
DAGBLAÐIÐ —VISIR
99. TBL. - 75. og 11. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1985.
HM-slagurínn á Laugardalsvellinum:
Aukin vopnaleit á
skoskum íslandsförum
hópur lögreglumanna kemur hingað með skosku áhorf endunum
Skoska knattspymusambandið
gerir allt til að ólæti brjótist ekki út á
Laugardalsvellinum 28. mai, þar
sem Islendingar og Skotar mætast í
heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu. Reiknað er með að allt upp
undir 1200 Skotar komi gagngert til
Islands til að sjá leikinn.
Ákveðið hefur veriö að auka
vopnaleit á skoskum áhorfendum
þegar þeir halda á stað til Islands
með flugvélum um hádegið 28. maí.
Skoska sambandið tekur niður nöfn
allra þeirra sem koma hingað og
hafa tilkynnt í Skotlandi að þeir sem
verða með óspektir á Islandi verði
útilokaðir frá ferðum með skoska
landsliðinu — ævilangt.
Þegar Skotar léku á Spáni á dög-
unum fóru 5000 Skotar á vegum
skoska sambandsins til Sevilla.
Aðeins einn af þeim, hefur fengið
ævilangt bann.
Skosku áhorfendurnir koma til
landsins siðdegis og fara með lang-
feröabifreiðum beint á Laugardals-
völlinn. Þeim bifreiðum verður lagt
á ákveðinn stað og þær fara svo fljót-
lega eftir leikinn beint til Keflavíkur.
Skotamir fá ekki að koma við i frí-
höfninni á Keflavíkurflugvelli á leið
til landsins og jafnvel ekki heldur á
útleið.
Knattspymusamband Islands og
vallarstjóri Laugardalsvallar,
Baldur Jónsson, hafa enn ekki óskaö
eftir efldri löggæslu á Laugardals-
vellinum, hvað sem síðar verður.
Þess má geta að skosku áhorfend-
unum verður skipt niður í hópa. Með
hverjum hópi verða tveir til þrír nú-
verandi og fyrrum skoskir lögreglu-
menn sem stjóma hópnum. Þeir sjá
um aö allt f ari friðsamlega fram.
-SOS
Hamingjusöm hjón
f rá Eskifirði þremur
börnum ríkari:
Jóna Mekkína Jóns-
dóttir og Magnús
Guðnason með þríbur-
ana. Jóna heldur ó
syninum og Magnús é
dœtrunum.
DV-mynd GVA
í
i
„ERU OLL ALVEG NAKVÆMLEGA EINS”
i. * .........~ .
t
i
„Maðurvarö auðvitaö steinhissa.
Okkur hafði verið sagt að þetta væri
bara eitt barn, svo fyrir hálfum mán-
uði kom í ljós, að börnin vom þrjú,”
sagði Jóna Mekkina Jónsdóttir, 24 ára
gömul, sem eignaðist þribura í fyrra-
dag, tvær stúlkur og dreng, eru telp-
uraar eineíggja.
Þaö var glatt á hjalla á herbergi 5 á
fæðingardeild Landspitalans i heim-
sóknartímanum i gærkvöldi þar sem
Jóna liggur. Þar var pabbinn, Magnús
Guönason, nýkominn inn úr dyrunum,
en hann hafði verið úti á sjó þegar
bömin komu í heiminn. Hann hristi
bara hausinn yfir öllu tilstandinu og
var ekki enn farinn að sjá bömin. Hann
bætti þó úr því og þegar hann kom til
baka, sagði hann: „Þau eru öll alveg
nákvæmlega eins. Hvemig fer maður
að því að þekk ja þau í sundur? ”
Jóna og Magnús em frá Eskifirði.
Þau sögöust ekkert hafa orðiö undr-
andi þótt þetta heföu orðið tvíburar,
þvi nokkrir slíkir væru í fjölskyldum
þeirra beggja, „en þríburar, á þvi áttir
ég ekki von,” sagöi Jóna. Hún sagöi aö
síðast heföu fæðst þríburar á Eskifirði
fyrir 107 árum en hvort þeir hefðu
verið skyldir öðm hvom þeirra vissi
hún ekki.
— En hvemig stóð á því að ekki kom
í ljós fyrr en svona seint, að bömin
vomþrjú?
„Ég veit það ekki. Eg var þrisvar
búin að fara í sónar á Norðfirði og þar
sást bara eitt bam. Svo fyrir hálfum
mánuði fannst þeim þar ég eitthvað
orðin svo sver og var ég þá send suður
og þá kom þetta í ljós.”
— Varstu farin að prjóna eða undir-
búa þig eitthvað f yrir barnsburðinn?
„Eg var búin að prjóna eina peysu,
átti eftir að setja hana saman, en eftir
að ég frétti að þetta væru þríburar
gafstégupp.”
— Eruð þið búin að ákveöa nöfn á
börnin?
„Það var nú búið að nefna þau öll úti
á sjó , en það er ekki hafandi eftir,”
sagði pabbinn og brosti við.
Sama sólarhríng og þríburafæðingin
varð fæddust tvíburar á fæðingardeild-
inni og von er á tvennum þríburum.
Hvernig skyldi standa á þessari
óvenjulegu frjósemi?
„Þetta er ekkert óvenjulegt,” sagði
Reynir Tómas Geirsson læknir sem tók
á móti þríburunum. „Þetta er eitt af
því í lífinu, sem kemur í gusum. Við
kunnum enga skýringu á þessu.”
-KÞ