Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1985, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1985, Page 9
DV. FÖSTUDAGUR 3. MAI1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Norski saksóknarínn: Njósnir Treholts höfdu áhrif á sambúð A-V — krefst20 ára fangelsisyfir Treholt Varflur Treholt settur i 20 ára fangalai? Þafl vill saksöknari, auk flmm mllljfln krflna sektar. Saksóknari í Treholt-mólinu krefst þess aö Ame Treholt verði dæmdur í 20 ára fangelsi vegna þess aö njósnir hans hafi skaðað samskipti austurs og vesturs. I ræðu sinni við lok niu vikna réttarhaldanna, sem hafa verið mest lokuð, sagði Lasse Qvigstad að „óyggj- andi sannanir” sýndu aö Treholt heföi njósnað fyrir Sovétríkin og Irak. Treholt er sakaður um að hafa látið sovésku leyniþjónustuna KGB fá leyniskjöl frá Noregi og Atlants- hafsbandalaginu þegar hann var aðstoöarmaður ráðherra í Noregi, sendimaður hjá Sameinuðu þjóðunum og nemandi við Vamarmálaskóla Nor- egs. Qvigstad sagði að réttarhöldin væm þau mikilvægustu í Noregi eftir stríðs- lok og að „kostnaðurinn vegna njósna hins ákærða væri geysimikill og skað- inn væri óbætanlegur.” „Rétturinn veit hvað ég er að tala um,” bætti hann við, enda hefur mest- ur vitnisburðurinn við réttarhöldin verið ieynilegur. Qvigstad bað réttinn líka aö sekta Treholt um 1,1 milljón norskra króna eða um fimm milljónir íslenskra vegna þess aö 52.000 dollararnir sem hann á að hafa tekið viö sýndu að „i því tilviki voru það peningar og hans eigin gróði sem knúöu hann til að njósna og það voru engin hugsjónasjónarmið.” Treholt hefur haldiö því fram að upp- lýsingamar sem hann lét Sovétmenn fá hafi ekki geta skaðað Vesturlönd og hann hafi látið þau i hendur Sovét- manna til að bæta tengslin milli aust- urs og vesturs. Lögmaður Treholts heldur sína ræðu í dag og á mánudag mun rétturinn lík- lega draga sig í hlé til að íhuga dóm- inn. ÆTLUÐU AÐ SMYGLA TÆKJUM TIL SOVÉT Leiðtogarnir sjö ræða sérstaklega fíkniefnavandann Búist er við því að leiðtogarnir sjö, sem sitja efnahagsráðstefnuna í Bonn, láti frá sér fara í dag stuðningsyfirlýs- ingu við afstöðu Bandaríkjastjórnar í vopnatakmörkunarviðræðunum við Sovétríkin. Leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands, Frakklands, V-Þýskalands, Italíu og Japans komu saman í gær til þess að ræða efnahagsmál og stöður i ýmsum heimsmálum. I gær bar meðal annars á góma Afghanistan og Kampútsíu og einnig hlýddu leiðtogarnir á skýrslu Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um Genfarviðræður Bandarikjamanna og Sovétmanna. I gærkvöldi var og lengi rætt um fíkniefhavandamálið en það verður einnig á dagskrá á fundi utan- ríkisráðherra þessara landa í dag. Burtgekk ut i fussi Frá Asgeiri Eggertssyni, fréttaritara DVíMunchen: Blaðamannafundur sem verðandi sendiherra Bandarikjanna í Vestur- Þýskalandi, aðstoðarutanríkisráðherr- ann Richard Burt, hélt í Bonn endaöi með upplausn. A fundinum var rætt um viðræður Kohls og Reagans Banda- ríkjaforseta sem þeir áttu á fundi vest- rænna leiðtoga sem hófst í Bonn í gær. Astæðan fyrir upplausninni var sú aö bandarísku biaðamennirnir höfðu ekki áhuga á því sem Kohl sagði og gripu þeir sí og æ frammí fyrir Burt með hlátri og köllum. Ekki komst hann lengra í setningu sinni en, „Kanslarinn sagði. ..” áöur en hæðnishlátur braust út. Þá yfirgaf Burt salinn. Samkvæmt þýskum heimildum ræddu Kohl og Reagan um viðreisn efnahagslifsins. Þeir voru sammála um að létta þyrfti hömlum af viðskipt- um ef hagur vestrænna ríkja ætti að batna. Kohl tjáði Reagan að stjórnin í Bonn styddi þróun vopna sem komið yrði fyrirígeimnum. I viðræðum urðu Reagan og Mitterr- and Frakklandsforseti ósammála i mörgum málum. Mitterrand sagði að Frakkar gætu ekki samþykkt geim- vopnaáætlunina nema með vissum skilyrðum. Þar að auki væri enn margt óljóstíáætluninni. Forsætisráðherra Italíu, Bettino Craxi, kom með skilaboð frá Gorbatsjov Sovétleiðtoga með sér til Bonn. Sovéski sendiherrann sagði að innihald þeirra varðaði afvopnunar- viðræður stórveldanna tveggja í Genf og geimvopnaáætlanir Bandaríkja- manna. Ekki var látið neitt uppi um einstök atriði skilaboðanna. Tveir Pólverjar og einn bandarískur ríkisborgari, á snærum sovésku leyni- þjónustunnar KGB, voru handteknir í Los Angeles þegar þeir reyndu að smygla úr landi eldflaugabúnaöi sem Bandarikjastjórn flokkar undir örygg- isleyndarmál. Afgreiðslumaður í Hughes-flugvéla- verksmiðjunni, framleiðanda þessa tækjabúnaðar, fékk illan bifur á kaup- um þessum og gerði yfirvöldum við- vart. Voru mennirnir stöðvaðir þegar þeir voru á leið upp í flugvél til London og Ziirich með búnaðinn í farangri sín- um. Um er að ræða eitthvert tæki sem notað er til þess að gera skotflaugar nákvæmari. Aðeins einn útlendur aðih, Tadiran rafeindafyrirtækið í Israel, hefur keypt þennan búnað og vaknaði grunur þegar Hughes-verksmiðjan fékk aðra pöntun á nafni Tadiran á sama búnaði. Símhringing til Tadiran leiddi í ljós að það var ekki aðili að þessari nýju pönt- un og var tollþjónustunni og FBI gert viðvart. Leyfð var afgreiðsla tæk- isins en viðtakendum veitt eftirför og þeir stöðvaðir á flugvellinum í Los Angeles. Pólverjunum tveim var vísað úr landi en þriðji maðurinn verður sóttur tilsaka. pMlN&W MIKIL yEfi&lÆKKi)K LAUGAVEGrl 95 SlCÓVE^UiW ^$A?-?éTaí»S0HM&á-|lS7o ■ ■ OLL GARÐYRKJU- VERKBERI Garðsláttuvélar Heykvíslar Arfaklórur Stungugafflar Garðslöngur Slöngutengi Garðhrífur Stunguskóflur Garðúðarar Hnausagaflar Hjólbörur Plöntuskóflur Hekkklippur Kantskerar Grasklippur Undirstunguspaðar KB byggingavObur he SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.