Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1985, Síða 11
DV. FÖSTUDAGUR 3. MAI1985.
11
Björgvin Jóhannesson forstöðumaður Skálatúnsheimilisins.
„Starfsemin á
heimsmælikvarða”
Vistheimili þroskaheftra í Mos-
fellssveit, Skálatúnsheimilið, tekur í
notkun í næsta mánuði nýja og
fullkomna aðstööu fyrir vistmenn,
svokallaða heimiliseiningu. Heimilið
hefur rekið slíkar heimiliseiningar í
nokkur ár en hér er um mun
fullkomnari aðstöðu að ræða og
verða færri vistmenn í hverri
einingu. Við báðum Björgvin
Jóhannesson, forstöðumann Skála-
túnsheimilisins, aö segja okkur
nánarfrá starfseminni.
„Skálatúnsheimilið er næst-
stærsta heimilið á landinu fyrir
vangefna, en þar eru nú alls 57
þroskaheftir einstaklingar, mis-
munandi þroskaheftir og á öllum
aldri, sá yngsti er 8 ára og sá elsti 59
ára.
Þetta er sólarhringsstofnun,
þ.e.a.s. fólk býr héma, þetta er bæði
vinnustaður og heimili vistmanna.
Hér á heimilinu fer fram heljar-
mikil þjónusta, t.d. bæöi hvað varðar
margs konar vinnu og þjálfun allan
daginn.”
Miklar breytingar orðið
á rekstri síðustu ár
„Á síðustu árum hafa orðið gífur-
legar breytingar. Á árunum áður
voru kannski 20 manns á hverri
heimiliseiningu, en nú er talan komin
ofan i 7 manns á mörgum einingum.
Á hverri heimiliseiningu býr fólk
sem er á svipuðu þroskastigi og
sannkallaður heimilisbragur á hlut-
unum en að sjálfsögðu undir yfir-
stjóm þroskaþjálfa og starfsfólks
stofnunarinnar. Það er einmitt svona
eining sem við erum að taka i notkun
núnalmaínk.”
Fjölbreytt
starfsemi vistmanna
Að sögn Björgvins taldi hann
starfsemi Skálatúnsheimilisins og
það sem gert væri fyrir vistmenn
með því besta sem fyrirfýndist og
mikla byltingu hafa orðið á starf-
seminni sl. þrjú ár. „Þetta er orðið
heimili á heimsmælikvarða. Sem
dæmi um það sem gert hefur verið að
undanfömu má minnast á ferð ellefu
vistmanna til Akureyrar. Góð
samvinna er við skóla um allt land
í meðferð þroskaheftra. Það er kór í
gangi og æfingar em vinsælar auk
margs konar annarrar félags- og
íþróttastarfsemi. Nú emm við að
undirbúa ferð vistmanna til Hollands
i sumarhús, auk þess sem hópar
héðan munu fara saman í íslensk
sumarhús um allt iand,” sagöi
Björgvin Jóhannesson að lokum.
hheL
LUXUS ,
35MM.MYNDAVEL
FYRIRUD-AR
5700,- KRONUR
Hvaða kröfur gerir þú til myndavéla? Vilt þú geta tekið
góðar Ijósmyndir við tjölbreyttar aðstæður, a einfaldan
og þægilegan hátt.
þægilegan hátt.
Zenit Í2XP er 35 mm myndavél sem fullnægir kröfum
flestra. Þú hefur í þessari vél marga þá kosti
sem einkenna mun dýrari mvndavélar, —
i þó kostar þessi vél ekki nema 5.700 krónur.
Tæknileg atriði í stuttu máli:58 mm linsa
fylgir Ijósop f/2 - f/16, fókus frá 0,5 m,
hraoi 1/30—1/500. Innbyggður LED
Ijósmælir, tímarofi, festing fyrir þrífót
og hlífðarkassi með ól fylgir.
Sendum í póstkröfu um allt land.
hefurhloho viouiKenningu í Bnetian
Skipholti 7 - Simar 26800 og 20080 Rvík.
Heíurðu gert þér grein íyrir því að milli bíls og
vegar eru aðeins íjórir lóíastórir íletir. Aktu því
aðeins á viðurkenndum hjólbörðum.
Sértu að hugsa um nýja
sumarhjólbarða á íólks-
bílinn œttirðu að haía
samband við nœsta
umboðsmann okkar.
ÞÚ ERT ÖRUGGUR Á
GOODpYEAR
FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING
IhIHEKLAHF
Laugavegi 170-172 Símar 21240-28080
HUGSIÐ UM
EIGIÐ ÖRYGGI
OG ANNARRA
Flestar stœrðir íyrirliggjandi
— HAGSTÆD VERÐ —