Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1985, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1985, Page 14
14 Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjérnarformaöurogOtgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 684411. Auglýsingar: SIÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 684411. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍDUMÚLA12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuöi 330 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað35kr. Forsenda nýsköpunar Seðlabankinn sendir viðskiptaráðherra næstu daga til- lögur um reglugerð fyrir stofnun skipulegs verðbréfa- markaðar. Islendingar eru að dragast aftur úr í lífskjörum. Fram- sæknir menn hér á landi stefna að atvinnuuppbyggingu, nýsköpun atvinnuvega á tölvuöld. Mörgum er ekki jafn- ljóst og skyldi, hve nauðsynlegt er, að bankakerfið veiti slíkri atvinnustarfsemi og annarri þá þjónustu, sem þörf gerist. Þetta verður aðeins unnt með því að aflétta höml- um og örva samkeppni. 1 því efni eru hérlendis víöa fyrir þeir, sem engu vilja breyta, íhaldsmenn, sem einkum finnast í svonefndum „vinstri flokkum”. Slík umbreyting er forsenda þess, að nýsköpun heppn- ist. Framsýnir menn hvöttu fyrir tugum ára til stofnunar almenns verðbréfamarkaðar hér á landi. Þetta er þegar komið verulega af stað. Þróunin hefur einkum oröið síðustu tvö ár. Nokkrir verðbréfamiðlarar hafa spjarað sig. Áður fyrr var gjarnan hugsað til slíks markaðar sem svarts markaðar okurlána. Þessi hugsun- arháttur er að breytast. Miklu skiptir, að markaðurinn, sem Seðlabankinn gengst fyrir, hindri í engu frjálsa, eðli- lega samkeppni á þessu sviði. Ætlunin er, að hann verði meðal annars skráningar- og eftirlitsaðili. Dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri lagði áherzlu á það í ræðu sinni á ársfundi bankans, að markaðurinn yrði sem sveigjanlegastur og markaðsaðilar réðu sjálfir mestu um þróun hans og skipulag. Tryggt verði með skýrum starfsreglum og eftirliti, að markaðurinn starfi með sem heilbrigöustum hætti. Traustar upplýsingar liggi fyrir um viðskipti og starfs- hætti, þannig að sem bezt sé borgið öryggi þeirra, sem vilja ávaxta fé sitt fyrir milligöngu markaðarins. Verðbréfaskipti eiga aö geta farið ört vaxandi. Menn gera sér vonir um, að verðbréfamarkaðurinn muni örva sparnað í landinu. Síðar meir er ætlunin, að koma á skráningu hlutabréfa, þannig að ahnenningur taki miklu meiri þátt í uppbyggingu atvinnurekstrar en nú er. Rétt er að undirstrika, að efling fjármagnsmarkaðar, verður til þess, að stjórnvöld eiga örðugra með að taka ákvarðanir um vexti og slíkt, sem ekki eru 1 samræmi við það, sem markaðurinn vill borga. Slík örvun frjálsrar samkeppni er brýn nauðsyn hér á landi. Sitthvað hefur veriö gert að undanförnu, eða er í bígerð, sem ætti að stuðla að frjálsari samkeppni á fjármags- markaði. Vaxtafrelsi hefur verið aukið. Með stjórnarfrumvarpi um bankamál, sem nýlega kom fram, er stefnt að því að treysta vaxtafrelsið. Einnig skiptir miklu, að afnumið verði það kerfi, sem neglir sjóði og suma bankana viö ákveðna atvinnugrein eða hagsmunahóp. Sjóðina og bankana verður að opna fyrir frjálsri samkeppni um þjónustu við alla landsmenn. Það á sérstaklega við, ef nýjar atvinnugreinar spretta. Iðnaðurinn hefur hérlendis löngum verið útundan um fjármagnið. Slíkt má ekki standa lengur, hvorki um þann iðnaö, sem fyrir er, né nýjan iðnað eða aðrar nýjar grein- ar. Einnig ber að fagna auknu frelsi í gjaldeyrisviðskipt- um, sem nú er innleitt. Haukur Helgason. DV. FÖSTUDAGUR 3. MAI1985. Fiskeldi fjötrað Nýlega komu fregnir um þaö í blöö- um að kreppuverksmiðjan við Arnar- hólinn væri búin að semja lög um fiskeldi og ætlaði sér forræði greinar- innar. Það hrislast auðvitað ónotin niöur eftir bakinu á nútímafólki við til- hugsunina. Islendingar hafa nefnilega þá bitru reynslu, að menn sem sjá styttuna af Ingólfi Amarsyni út um skrifstofugluggann sinn hafa ekkert vit á atvinnumálum. Þegar horft er yfir þær atvinnugreinar, sem ráðu- neytin hafa tekiö undir vemdarvæng sinn blasir við sjálfsbjargarieysið. Brennt barn forðast eldinn Það er uggvænlegt að blindasti þurs- inn, landbúnaðarráðuneytið, virðist ætla sér að gína yfir fiskeldi. Þessu ráöuneyti hefur tekist að gera íslenska bændur að bónbjargarmönnum. Þar hefur ráðuneytið notið dyggrar leið- sagnar Stéttarsambandsins og Búnað- arfélagsins. Einstakir bændur eru algjörlega áhrifalausir um eigin hag. Þeir eiga allt undir landsmeðaltölum öldunga- veldisins, enda virðast stóru samtökin vera að bresta. Komið hefur veriö á kreik þeim orð- rómi, að í landbúnaði sé unnið að stór- kostlegri nýsköpun og til þess sé veitt gífurlegu opinberu fé. Hagfræðingur bændaveldisins sprengdi þá loftbólu, þegar hann upplýsti nýlega, að lang- samlega stærsti hluti fjárins rynni í gamla dótið. Nýsköpunin var eins og nýju fötin keisarans og svo ætla þessir herrar að fara að stýra fiskeldinu. Þeir virðast halda að fiskeldið sé handhæg og þægileg aukabúgrein milli mjalta. Einnig hefur heyrst, að sjávarút- vegsráðuneytið ágimist fiskeldiö líka. Ekki er það fýsilegur kostur. Stuðningur sjávarútvegsráðuneytis- ins við útvegsmál í gegnum áratugina hefur leitt til þess að greinin er öll rek- in með tilskipunum frá sjávarútvegs- ráðuneytinu, Lindargötu 9, 3. hæð til vinstri. Það hreyfir sig hvorki fiskur né fleyta ofan sjávar eða neðan án þess að framsóknaraugun haukfránu fylg- istmeö. Gæf tryppi í túni Þannig hafa stjómmálamenn ætíö viljað hafa tryppin sín. Þeir velja þau sem eru gæf og ættbókarfærð. Þeir hafa þau í túni og kenna þeim aö éta úr lófa sér. Þeim em aðrar bjargir bann- aðar en þær, sem húsbóndinn skaffar. En svo kom fiskeldið. Nú hafa ráðu- ney tin tvö, komist að því að þar er villi- hestur á ferö, utan girðingar. Hann er ferðmikill, frýsar hátt og lætur mikið yfir sér. Þau grunar jafnvel, að hann sé á leiðinni í góða haga. Þá er að koma böndum á hann, og reka inn í fram- sóknarréttina. „Okkur vantar stjómvöld sam styðja fólk og hvetja og muna afl þau eru þjónar okkar en ekki herrar. Okk- ur vantar ekki gamla kerfifl yfirfœrt ó fiskaldi." ÞAÐ ÞURFTI BARA SLYS Fyrir alllöngu skrifaði ég töluvert mál um björgunarstarfsemina í landinu og sat stutta ráðstefnu um hugsanlegar breytingar á henni. Nokkur umræða spannst þá víða um skipulag björgunaraðila í landinu og tilhögun aðgerða. Svo lá hún í láginni þar til óbundinn maður á jökli féll í spmngu og 100—200 menn þustu af stað úr öllum áttum. Þá blossaöi upp umræða á ný og nær allir sem tjáðu sig voru sammála um að svona nokkuö gengi ekki og að nú væri kominn tími til að „gera eitthvað”. Margir horfðu til ráöherra sem yppti eiginlega öxlum og tautaöi eitthvað um nefnd. En björgun og leit em ekki dægurflugur eða leikur. Hér er um að ræða skyldu samfélagsins gagnvart hverjum einstaklingi. Slík þjónusta er ókeypis og sjálfsögð; reyndar með því fororði að sjómenn, flugmenn, ferða- langar o.s.frv. hlíti settum reglum, kunni varúðarráðstafanir og hætti sér ekki um of. Hitt er augljóst að ávallt verða mörg vafaatriði þótt ekkert þeirra réttlæti gjaldtöku; menn keppa við náttúruna og sjálfa sig. Hvaft þarf að gera og hvers vegna? Núverandi margskipting og hálfgerð samkeppni er gengin sér til húöar, hafi hún verið nauðsynleg til þess að koma fótunum undir aðstoð sem ríkisvaldið hefur látið vera að sinna að mestu. 1. Sameina á allar björgunarsveitir á löngum tíma, deildarskipta þeim eftir sérþjálfun og verkefnum og koma upp öflugum björgunar- miðstöðvum í helstu landshlutum. 2. Ríkisvaldið verður að kosta, að hluta, bæði starfsemi og þjálfun. Fleiri atvinnumenn vantar, en sjálf- stæði deilda er mikilvægt. 3. Skipulag aðgerða á ávallt að vera á einni hendi og er þá sjálfgefið að forysta björgungarsveitanna og Almannavarnir komi þar til. 4. Tilhögun aðgerða verður að vera í samræmi við tilefnið. T.d. hefði dugaö að senda flugvélakostinn og 10—20 manns á sleðum og snjóbilum inn á Vatnajökul um daginn. Aðgerðum þarf líka að skipta í stig: Frumleit, fínleit og eftirleit, svo dæmi sé nefnt. Þetta og fleira þarf til vegna þess að reynslan sýnir aö þess þarf. Einnig má benda á fátækt sveitanna, sambands- leysi og þá staðreynd að þjálfun, fjár- öflun og alls kyns vinna er oftast framkvæmd í þrígang í þreföldu kerfi með ótrúlegri tímasóun. Frumkvæði vantar Hlutverk ríkisvaldsins er ekki aðeins á fjármálasviðinu í þessum málum. I raun á frumkvæðið að skynsamlegum skikk aö koma frá viðkomandi ráðuneyti. Nú er hins vegar ljóst að þaðan er þess ekki að vænta. Almanna- vamir hafa þegar unnið verulegt starf að samhæfingu björgunarliðs í ákveðnum tilvikum og ná vart lengra einar og sér. Ur því að mikill a „Ur því aö mikill meirihluti al- w mennra félaga björgunar- sveitanna er ekki mótfallinn margs konar samhæfingu, og jafnvel sam- einingu, verður frumkvæðið að koma fráþeim.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.