Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1985, Síða 15
DV. FIMMTUDAGUR11. JOLI1985. 15 Lesendur Lesendur Lesendur Gervihnattasjónvarp: Póst- og símamálastjórnin lokar „menningar”-lofthelginni „Frjálst sjónvarp fyrir alla," segir sjónvarpsnotandi. Sjónvarpsnotandi skrifar: I frétt frá Póst- og símamálastjórn- inni, sem birt var í flestum dagblöðum nýlega, er vakin athygU á því að þeir sem hyggjast taka á móti efni frá ECS gervihnöttunum verði að fá til þess sérstakt leyfi frá stofnuninni. Auövitað þýöir þettajþaðeinfaldlega að ekkert leyfi verður fáanlegt. Það segir nefnilega ennfremur í þessari frétt að hnettirnir séu í eigu samtaka, sem nefnast Eutelsat og þess vegna verði að sækja um „leyfi” til móttöku efnis þess sem þeir senda út. I fréttinni segir að samþykki sé háð eiganda Eutelsat. En fyrr í fréttinni segir að það sé háð leyfi frá Póst- og simamálastjórn! — Hvor aöilinn er það sem veitir leyfið? — Svo kemur viðbótarklásúla frá Póst- og síma- málastjórninni. Hún er um þaö að um- sækjendur verði að afla sér heimildar frá rétthöfum sjónvarpsefnisins tU þess að geta tekið á móti efninu. — Síðan verður hann að ábyrgjast að greiða þau gjöld sem Eutelsat setur upp fyrir móttöku. — Ekkert er minnst á hvort greiða á svo Póst- og síma- málastjórninni líka fyrir náðina, leyfisveitinguna! Sem sagt, hér virðist á ferðinni ein tilraunin enn hjá hinu opinbera, með Póst- og símamálastjóm sem blóra- böggul, til þess aö hindra að Islending- ar geti horft óhindraö á sjónvarpsefni frá erlendum gervihnöttum. Það hefur margsinnis komið fram að i loftinu eru, eöa em að komast í gagn- ið, gervihnettir sem sjónvarpa skemmtiefni, öllum að kostnaðar- lausu, því þeir afla tekna með aug- lýsingum, auglýsingum, sem kannski eiga ekki upp á pallborðið hjá hinu opinbera, ef þær eru t.d. um vín eöa tóbak! Auðvitað bíða allir eftir því hér á landi að hægt sé að ná skemmtiefni frá þessum erlendu gervihnöttum, efni sem verður öllum að kostnaðarlausu, því þessum stöðvum er í mun að sem flestir sjái dagskrána, sem er haldið uppi af auglýsingum. Þetta verður líka ofan á. En Póst- og símamálastjórnin mun auðvitaö reyna að koma í veg fyrir þessa nýbreytni. Flestir þeir er nú hafa sjónvarp eru búnir að kaupa sér videotæki, því annars nýtist sjónvarpstækið hreinlega ekki, vegna lélegrar dag- skrár, jafnt hvort um er að ræða helga eða rúmhelga daga. Það er því beðið eftir hverju tækifæri sem býðst til að notfæra sér hina erlendu gervihnetti sem nú eru til taks. Viðamiklar reglugerðir og fréttatil- kynningar frá Pósti og síma munu ekki geta hindrað okkur í að iná þessu markmiöi. — Frjálst sjónvarp fyrir alla. ALLTTIL PIPULAGNA B.B. BYGGINGAVÖRUR HF SUOURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. PANTANIR SÍMI13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. r1 Málningarverktakar — utan- hússmálning Óskum eftir tilboöum í að mála utanhúss húseignir okkar við Óseyrarbraut 5—7 og við Strandgötu (áður íshús Hafnarfjarðar). Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Til- boðum sé skilað fyrir 22. þ.m. Sjólastöðin hf. Óseyrarbraut 5—7 simi: 52170. AEROBIC LEIKFIMI KONUR - STÚLKUR Sumarnámskeið í fullum gangi í allt sumar Innifalið er aðgangur að þrektækjum. Ljós og gufa á staðnum. Orkubankinn Vatnsstíg 11 — Sími 21720. \ Unimog til sölu Unimog til sölu með original húsi, aflúrtaki fyrir gírspil, lokuðu húsi að aftan, loftbremsum. Bíll í fyrsta flokks ástandi. Góðir greiðsluskilmálar. Verð kr. 290.000,- Staðgreitt kr. 260.000,- V V. pÁLmn/on & vnuxon Kiapparstíg 16. Sími 27745 og 27113. ..... ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.