Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Page 1
„Þetta er pólitískt mál” — telur ástæðuna vera formennsku sína í Flokki mannsins Júlíusi Kr. Valdimarssyni, fram- kvæmdastjóra Vinnumálasambands samvinnufélaganna, hefur veriö sagt upp störfum. Július sagöi í samtali viö DV aö ástæöan fyrir uppsögninni væri for- mennska hans í Flokki mannsins. „Þetta er pólitískt mál,” sagði hann. „Það er ekki nokkur fótur fyrir því,” sagði Þorsteinn Ölafsson, stjórnarformaöur Vinnumálasam- bandsins og framkvæmdastjóri hjá SÍS, þegar DV bar undir hann þessi ummæli Júlíusar. „Júlíus hefur unn- iö hjá okkur í tuttugu ár og honum er frjálst aö sækja um aöra stööu hjá sambandinu ef hann vill.” Þorsteinn vildi ekki tjá sig um þetta mál aö öðru leyti. EA. SPRENGJA í HELGUVÍK — verksamningur Núps nemur um 20 milljón kr. „Viö erum hér að sprengja syllu utan úr berginu," sagöi Baldur Jónsson, sprengimaöur hjá Núp sf. 1 Helguvík hófust framkvæmdir í síöustu viku á aökeyrsluleið á hafnarsvæðinu. Frá því var greint í DV í gær aö sex verktakafyrirtæki hafi stofnaö eitt samsteypufyrirtæki, Núp sf., til aö vinna þarna undirbúningsvinnu. Er þetta verk sem áætlað er aö taki þrjá mánuöi. Verksamningur hljóöar upp á tæpar 20 milljónir króna. I gær voru tíu menn þama aö störfum. Sprengimaðurinn Baldur var í óöaönn að koma fyrir sprengi- þráöum en annar haföi nýlokiö viö borim í klettanna. Þarna voru stór- virk vinnutæki, borvagnar, gröfur og jarðýtur. „Viö byrjuöum hér þriöjudaginn 2.júlí og komum þá fyrst tækjum á staðinn,” sagði Ingi S. Guðmundsson verkstjóri sem viö tókum tali þarna. Sagöi hann að samsteypuhugmynd verktakafyrirtækjanna sex, sem stofnuðu Núp sf., heföi átt nokkum aödraganda. Núpur sf. er undirverktaki en Islenskir aöalverktakar annast heildarframkvæmdir í Helguvík. -ÞG. Er hinn mikli umframafli „slys”? Þetta átti ekki að geta gerst — segir Kristján Ragnarsson „Það er mín skoðun að þessi mikli umframafli aö undanförnu hafi ekki átt aö geta orðið, kvótinn á aö sjá fyrir því. Enda held ég aö menn séu aö átta sig á að þaö gengur ekki aö veiða meira en hægt eraðvinna.” Þannig komst Kristján Ragnars- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, aö oröi í gær þegar DV spuröi hann hvort hann teldi þaö „slys” sem gerst hefur hjá mörgum aö und- anförnu aö þeir hafi veitt of mikiö. Þeir boruðu og síðan voru holurnar fyíltar af dynamíti. Í Helguvik voru bormenn, mælingamenn og sprengimenn að störfum í gær. Og siðan þá hafa nokkrar syllur sprungið i loft upp. Undirbúningur er hafinn að hafnarmannvirkjum þarna og er verkið í höndum Núps sfnýstofnaðs verktakafyrirtækis. -ÞG. DV-mynd Páll Kjartansson. „Hér er bannað aó slást” —sagði Vigdís Finnbogadóttir og bauð víkingana velkomna „Hér er bannaö að slást og bannaö aö kveikja eld, eins og hjá Njáli forðum,” sagði Vigdís Finnboga- dóttir þegar hún bauð rúmlega hundraö danska víkinga í fullum her- klæðum velkomna aö Bessastööum síödegis i gær. Þar var mikiö um dýröir enda ekki Borgarstjóri Fredrikssund afhend- ir forseta íslands sverð eitt mikið. I m DV-mynd S. á hverjum degi sem slíka gesti ber aö garöi. Víkingarnir voru hressir og kátir eins og sönnum víkingum ber en eins og kunnugt er taka þeir þátt í mikilli víkingahátíð á Laugarvatni um helgina. Þeir komu beint frá Keflavíkurflugvelli aö Bessastööum. Þegar þangaö kom gengu þeir fylktu liöi meö borgarstjóra Fredrikssund í broddi fylkingar frá Bessastaða- kirkju aö húsi forsetans. Næst honum fór fjögurra manna lúöra- sveit og þar á eftir víkingamir, karlamir fyrst, konumar á eftir. Enda sagði Vigdís í ræöu sinni: „Aldrei hef ég séö samankomna eins marga herramenn sem ganga á und- an konunum.” Borgarstjóri Fredrikssund talaði næstur fyrir hönd víkinganna og þakkaði boð forsetans og færöi Vig- dísi aö gjöf hið fegursta víkinga- sverö. -KÞ. — sjá nánar á blaflsiðu 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.