Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Side 2
2
DV. FÖSTUDAGUR12. JULt 1985.
Millisvæðamótið:
SÓKOLOV MISSTI
FORYSTUNA
Frá Jóni L. Árnasyni, fréttaritara
DV i Biel:
Rafael Va'ganjan notaði aöeins
klukkustund af umhugsunartíma
sínum til þess að vinna Kínverjann
Lí í 8. umferö millisvæðamótsins í
Biel. Skákin var þó langt frá því að
vera einstefna. I erfiðri stöðu greip
Armeninn til þess ráös að fóma
skiptamun og náði við það að treysta
varnirnar. Kínverjinn lenti síðan í
tímahraki og lék af sér heilum hrók.
Þar með er Vaganjan orðinn einn
efstur. Helsti keppinautur hans,
sovéski stórmeistarinn Sókolov,
tapaði fyrir Hollendingnum Van der
Wiel, sem við það skaust upp í 2.
sætið.
Urslit8. umferðar:
Lí—Vaganjan 0—1
Martin—Jansa 0—1
Quinteros—Gutman 1—0
Ljuboievié—Rodriguez 1—0
Seirawan—Margeir biðskák
Sókolov-Van der Wiel 0—1
Pólúgaévskí—Short 1—0
Torre—Andersson jafnt
Sax—Partos 1—0
Margeir tefldi Tarrasch-vörn að
vanda en fékk leiðinlega stöðu, sat
uppi með stakt peö á d5 og lítið mót-
spil því mikil uppskipti urðu á
mönnum. Rétt í lok setunnar tókst
Seirawan að veiða af honum peðið en
fékk þá í staðinn stakt peð á d-
línunni. Þannig var staöan er skákin
fór í biö. Hún fór síðan aftur í bið
síðar í gærkvöldi og enn er Margeir
peði undir. Skákin er hins vegar
komin út í hróksendatafl og staða
Margeirs langt frá því aö vera
vonlaus. Hversu miklir jafnteflis-
möguleikarnir eru skal ósagt látiö að
svo stöddu.
Mikil barátta var í skákunum í gær
og ekki samið jafntefli fyrr en í fulla^
hnefana. Jansa vann Martin fremur
auðveldlega og hefur Spánverjinn
aðeins hlotið einn vinning á mótinu.
Hann á í sannleika sagt ekki meira
skilið, miðaö viö taflmennsku.
Sigur Quinteros á Gutman voru
kannski óvæntustu úrslitin, fyrsti
sigur Argentínumannsins. Eftir
hörmulegar ófarir í fyrstu
umferðunum virtist hann alveg
búinn að missa móðinn og búinn að
snúa sér að því að eltast við pilsin
hér í Biel. Þá tókst Sax loksins að
vinna skák. Er skák Pólús og Short
fór í bið sagði Arsjak Petrósjan, einn
aðstoöarmanna Rússanna, að Pólú
væri með hartnær tapaða stöðu.
Short tefldi framhaldiö hins vegar
illa og lék að lokum af sér skákinni.
Ljuboievié færði sig upp móts-
töfluna með laglegri fléttu.
Hvítt: Lubomir Ljuboievié
Svart: Amador Rodriguez
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. d3
Bg7 5. Be3 d6 6. Dd2 e6 7. Bg2 Da5
8. Rf3 Rd4 9. 0-0 Bd7 10. Bf4
Lokaða afbrigðið af Sikileyjarvörn
er ekki teflt eins og venja er. Nú á
svartur hiklaust aö leika 10. — e5 en
hann velur drottningunni slæman
reit.
10. - Db6? 11. Hb1 Hc8 12. He1
Re7 13. e5 Bc6 14. Re4 Bxe4 15.
Hxe4Rxf3+ 16. Bxf3dxe57
Og nú var 16. — d5 betra.
17. Bxe5 Bxe5 18. Hxe5 0-0 19.
h4 Rf5 20. c3 h5 21. Hbe1 Hfd8 22.
a3 Dc7?
abcdefgh
23. Bxh5I f6
Eftir 23. — gxh5 kemur 24. Hxf5!
exf5 25. Dg5+ Kf8 (annars He7) 26.
Df6! Kg8 27. He7 og vinnur drottn-
ingu fyrir tvo hróka. Hvítur vinnur
þá stöðu vegna þess hversu svarta
kóngsstaðan er opin.
24. Hxf5l gxf5 25. Hxe6 Hd6 26.
De2
Fyrir skiptamuninn hefur hvítur
tvö peð og yfirburðastöðu. Ef nú 26.
- Hxd6 þá 27. Dxd6+ Kg7 28. Dxf5
og staðan er ekki fögur hjá svörtum.
26. - Hcd8 27. He7 H8d7 28.
Bf7+ Kf8 29. He8 +1 Kg7
Ef 29. - Kxf7 30. Dh5+ Kg7 31.
Dh8+ Kg6 32. h5+ Kg5 33. Hg8+ og
vinnur.
30. Hg8 +1
— og svartur gafst upp. Eftir 30. —
Kxf7 31. De8 er hann mát.
Og hér takast á fulltrúar hinna
kommúnísku stórvelda.
Hvítt: LíZunían
Svart: Vaganjan
Slavnesk vörn.
1. Rf3 Rf6 2. c4 c6 3. d4 d5 4. Rc3
Kínverjinn Li (t.h.) lék hrikalega af sór í sjöundu umferö millisvæða-
mótsins i Biel. Eða sigraði sovésk hugmyndafræði þá kinversku?
DV-mynd JLÁ.
dxc4 5. a4 Bf5 6. Re5 Ra6 7. e3 e6
8. Bxc4 Rb4 9. 0-0 Be710. De2 0-
0 11. e4 Bg6 12. Hd1 c5 13. Rxg6
hxg614. d5 exd515. e5l
Nú sýnist svartur í vanda því ef
riddarinn víkur sér undan kemur 16.
Rxd5 og hvítur á mun betra tafl.
15. — He8!
Lúmskur varnarleikur. Ef 16. exf6
þá 16. - Bd6! 17. Dd2 dxc4 18. Dxd6
Dxd6 19. Hxd6 Hel mát.
16. Bb5 Bf8
Skiptamunsfórnin er þvinguð.
Ekki 16. - Rd7? 17. Rxd5 með yfir-
buröatafli.
17. Bxe8 Rxe8 18. e6 Rc7 19.
exf7+ Kxf7
Sennilega hefur svartur næg færi
fyrir skiptamuninn, peö og sterka
miðborðsstöðu.
20. Bf4 Bd6? 21. Bxd6?
Eftir skákina taldi Kínverjinn
sjálfur að 21. Df3 hefði verið mun
betra. Ef 21. — Kg8 þá 22. Rxd5 og
hvítur vinnur að sögn Kínamannsins.
Og ef 21. - Bxf4 þá 22. Dxf4+ Kg8 23.
Re4 og staða hvíts er betri.
21. Dxd6 22. Re4 De7 23. Dg4
Gildran felst í innrás hróks til d7 ef
hvítur drepur á e4 en síðustu leikir
Kínverjans reynast tímaeyðsla.
23. - Ro6 24. Rc3 Hd8 25. Hac1
Betra er 25. Hd2 og síðan 26. Hel.
26. He1? 27. Rc3 He3?? Dxf2 +
28. Khl Dxe3 29. Hf1 + Kg8
— og Kínverjinn gafst aö vonum
upp. Hrikalegurafleikur!
Loks er hér biöstaðan í skák
Margeirs og Seirawan. Seirawan
hefur hvítt og lék biðleik.
8
7
ó
5
4
3
2
1
abcdefgh
Biðskákin verður tefld áfram á
laugardag. Staðan eftir átta umferð-
irer þessi:
1. Vaganjan6,5
2. Van der Wiel 5,5 + biðskák
3. -4. Sókolov, Jansa 5,5
5. Seirawan 5 + biöskák
6. -7. Ljuboievié, Pólúgaévskí 5
8. Torre 4 + biðskák
9. -11. Andersson, Gutman, Short 4
12. Margeir Pétursson 3 + biðskák
13. LÍ3
14. Sax 2,5
15. Rodriguez 2 + biöskák
16. Partos 2
17. Quinteros 1,5 + biðskák
18. Martin 1
I dag teflir Margeir meö hvítu
gegn Sax. Aðrir sem eigast við eru
Martin-Rodriguez, Jansa-Lí,
Vaganjan-Torre, Sókólov-Anders-
son, Van der Wiel- Pólúgaévskí,
Gutman-Ljuboievic, Paitos-Quinte-
ros, Short-Seirawan.
JLÁ/-IJ.
Víkingar $ ‘
í fullum *
her-
klæðum
Það var kátt í höllinni á Bessastöð-
um síðdegis í gær. Þar voru saman-
komnir rúmlega hundraö danskir vík-
ingar í fullum skrúöa sem þar fóru
með lúðrablæstri og söng... og
hrópum þegar þeir hylltu forsetann.
„Mér líöur vel í herklæðunum,”
sagöi einn víkingurinn. „Þá fyrst líður
mér sem sönnum karlmanni,” bætti
hann við, barði sér á brjóst og heilsaöi
konu sem stóð við dyrnar á húsi forset-
ans. „Nú, er þetta ekki forsetinn?”
spuröi hann þegar félagi hans hnippti í
hann. En hann tók fljótt gleði sína á ný.
I ávarpi sínu til víkinganna sagði
Vigdís meðal annars: „Þótt nú sé kall-
að: Hér koma víkingarnir, vekur það
engan ótta. Eg sé að þið eruð allt sóma-
fólk. Eg er líka viss um að víkingarnir
voru hreint ekki eins slæmir og af er
látið. Eg býð ykkur hjartanlega vel-
komna.”
Og víkingarnir sungu hátíöarsöng
sinn fyrir forsetann.
„Guðirnir hafa bænheyrt okkur
þegar við báðum um gott veður,” sagði
borgarstjórinn í Fredriksund, en
hann hafði orö fyrir víkingunum. „Eg
vil þakka þér fyrir að vilja fá okkur
hingað,” bætti hann við og beindi
orðum sínum til Vigdísar og færði
henni sverð að gjöf í þakklætisskyni,
en nokkir víkinganna báru það á þar til
gerðum heiðursbörum.
I kvöld hefst svo víkingahátíðin
með prompi og prakt á Laugarvatni.
Þar munu víkingarnir f æra upp leikinn
umHagbarðogSignýju. -RÞ-
Þessir fóru fyrir víkingasveitinni með lúðrablæstri.
Á börunum var sverðið, sannkallað vikingasverð.
Vigdis heilsar einum vikinganna. Til vinstri er Elisabet Knútsdóttir Kristj-
énssonar 10., Danaprinsessa. DV-myndir S