Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ
(68) ‘(78) *(58)
Simi ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og rfreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FÖSTUDAGUR 12. JÚU 1985.
Fiskvinnslumenn vilja strangt aðhald í peningamálum:
„Bönkum aldrei verið
sett eins þröng mörk”
segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og telur f rjálsa verðmyndun á gjaldeyri útilokaða
„Þetta var mjög gagnlegur fundur
og margt af þvx sem þeir ræða um er
nú þegar í athugun, sumt er komið til
framkvæmda eins og að verð-
jöfnunarsjóöi verði gert kleift að
greiða 250 milljónir króna vegna
vaxtakostnaöar af skreiðar-
birgðum.”
Þetta sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra um fund
hans og Halldórs Ásgrímssonar
sjávarútvegsráðherra og Matthíasar
Mathiesen viðskiptaráðherra með
fulltrúum Sambands fisk-
vinnslustöðva í gær.
Samband fiskvinnslustöðva leggur
til við stjómvöld að þau beiti ströngu
aðhaldi í peningamálum á þessu ári
til að draga úr umframeftirspurn
eftir vinnuafli, þenslu og iaunaskriði.
„Það er þegar mikið aðhald í
peningamálum. Bönkum hafa verið
sett þröng mörk af Seðlabanka,
aldrei eins hörð, en eftirspumin eftir
peningum er mikil. Þá má aldrei
vera með svo þröng mörk aö at-
vinnulífið verði kyrkt,” sagði
Steingrimur.
Samband fiskvinnsiustöðva leggur
einnig til að komið verði á frjálsri
verðmyndun á gjaldeyri og sjávarút-
vegurinn njóti þannig góðs af því að
afla gjaldeyris mest allra atvinnu-
greina.
, ,Eg hef ekki séð hvemig þetta á að
takast. Við erum þaö lítið land og
með veikan gjaldmiöil að ég tel þetta
óframkvæmanlegt. Það eru aðeins
stóru löndin með sterku gjald-
miðlana sem geta þetta,” sagði
Steingrímur.
A fundi sínum í gær með blaöa-
mönnum sögðu fulltrúar Sambands
fiskvinnslustöðva að staðan í sjávar-
útveginum væri ótrúlega svört,
helmingur fyrirtækja ætti ekki fyrir
skuldum yrðu þau gerð upp og eigin-
fjárstaðan væri vesæi, hefði rýmað
um 5 til 6 milljaröa á fáum árum.
„Skuldirnar hækka, eigið fé
rýrnar, við getum ekki endurnýjað
tæki okkar og skip, ekki keppt við
aðra um vinnuaflið. Ef ekkert verður
að gert stöðvast sjávarútvegurinn og
þjóðin verður fátækari og fátækari.”
„Það hlýtur líka að vera eitthvað
bogið við að útflutningsgrein eins og
sjávarútvegurixin græðir ekki lengur
á gengisfellingu því nánast öll lánin
erueriend.gengistryggð.” -jgh.
Halldór á
hvalafund
Fundi vísindamanna í Bournemouth
um hvalveiðar lauk í fyrradag. Þann
fund sátu tveir íslenskir vísindamenn,
Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðing-
ur og Þorvaldur Gimnlaugsson stærð-
fræðingur. Þeir kynntu áætlun Is-
lendinga um hvalveiðar til vísinda-
rannsókna. Sú áætlim er nú til
xxmf j öllunar í undirnef ndum.
A mánudag hefst síðan ráöstefna Al-
þjóöahvalveiðiráðsins.Auk áðurnefnd-
ra manna munu þrír aðrir fara utan
til aö setja ráöstefnuna.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráöherra mun sitja ráðstefnuna í
Bournemouth, einnig Eyþór Einars-
son, formaður Náttúruverndarráðs, og
Kristján Loftsson, forstjói Hvals hf.
Ráðstefnan verður út næstu viku. -ÞG
Leiðrétting
I DV í gær var vitnað til ummæla
sem formaður Fræðsluráðs Reykja-
víkur, Ragnar Júlíusson, átti að hafa
látið falla um væntanlega nemendur í
Tjamarskóla. I ljós hefur komið að
ummæli þessi voru allt annars manns
og er Ragnar beðinn velvirðingar á
mistökunum.
Eldur í
norskum skel-
fiskbáti
Upp kom eldur í norskum skelfisk-
báti sem liggur við Ægisgarð í Reykja-
víkurhöfn.
Um hálfáttaleytið í gærkveldi var
slökkviliðinu tilkynnt um eldinn í bátn-
um. Þegar það kom á staðinn lagði
mikinn reyk upp úr lest og einnig
stýrishúsi. Tveir reykkafarar fóru
niður í lestina og komust aö elds-
upptökunum. Kviknað hafði í
vinnsluvél og rafleiðslum. Fljótlega
tókst að slökkva eldinn og var skipið
einnig loftræst vegna mikils reyks.
Skelfiskbáturinn, sem heitir Scall-
opper, er staddur hér vegna breytinga
sem verið er að gera á honum. Uxmið
er að því að setja íslenskar skelfisk-
vélar í bátinn.
Þar sem eldurinn kom upp var verið
að vinna við rafsuðu og talið víst að
kviknað hef ði í út f rá því.
Talsverðar skemmdir urðu á vélum
og einnig af völdum sóts. Engan mann
sakaöi. -APH.
Slökkviliðsmenn kanna ástandið í lest norska skipsins.
DV-mynd S.
TALSTÖÐVARBÍLAR
UM ALLA BORGINA
SÍMI 68-50-60.
0lgl'.Asr,
ÞROSTUR
SÍÐUMÚLA 10
LOKI
Skyldi ríkissjóður ekki
skella sér í keðjuna?
Einhverjir ætla sér að græða vel:
ÁVÍSANAKEÐJU-
BREFIGANGI
naf nlaus hótunarkeðjubréf einnig á kreiki
Avísanakeðjubréf eru komin á
kreik.
„Mér var boðið svona fyrir tíu dög-
um,” sagði Þór Ostensen sölumaður
í samtali við DV.
„Ég hafnaði þessu," bætti hann
viö.
„Þetta er mjög svipað og viskí-
keðjan sem gekk hér fyrir nokkrum
árum,” sagði Þór. Hann kvaðst ekki
hafa kynnt sér náið hvernig ávísana-
keðjubréfin væru né hversu háa fjár-
hæö menn ættu að senda.
„Þetta veltir ábyggilega helvíti
miklu,”sagðihann.
Þór kvaðst ekki vita hvaðan keðj-
an væri upprunnin. „Þetta er búið að
ganga suður í Keflavík í einhvern
tíma,”sagðihann.
Avísanakeðjubréfin viröast eiga
upptök sín hérlendis. Upphafsmenn
keðjunnar, væntanlega einhverjir ís-
lendingar, gætu hagnast verulega
gangikeöjanlengi.
önnur keöja, heldur óhuggulegri,
er einnig í gangi hérlendis. Sú keðja
er nafnlaus. Mönnum er hótað illu
slítiþeirkeðjuna.
Viðtakandi er beðinn um aö senda
20 sams konar bréf til einhverra. I
bréfinu eru tiltekin dæmi um hvernig
fór fyrir mönnum sem slitu keðjuna.
Einn dó á voveiflegan hátt. Annar
lenti i því að húsið hans brann ofan af
honum.
Einn viðtakandi sliks bréfs hafði
samband við DV. Hann sagði að bréf-
ið væri á ensku en póstlagt í Reykja-
vík. -KMU.
Eru tveggja
bfla árekstrar
úreltir?
Þrír þriggja bíla árekstrar og einn
fjögurra bíla árekstur varð í gær. Ekki
urðu þó nein alvarleg meiösl á far-
þegum vegna þessarar óhappa. Allt
voru þetta aftanákeyrslur.
Fyrsti þriggja bíla áreksturinn varð
á gatnamótum Grensásvegar og Fells-
múla. Næsti við Höfðabakka. Þá varð
fjögurra bíla árekstur á Miklubraut-
inni, skammt f rá þar sem unnið var við
malbikunarframkvæmdir.
Um áttaleytið varð svo síöasti
þriggja bíla áreksturinn. Þegar yfir
lauk þar voru alls sjö bílar lentir sam-
an. Atburðurinn gerðist á Kringlu-
mýrarbraut, á móts við Fossvog. Einn
bíll stöövaði á veginum vegna þess aö
hann hafði ekið yfir rörbút. Við þetta
rákust tveir aftan á þann bíl.
Síðan myndaðist tilheyrandi öng-
þveiti sem var til þess að tveir tveggja
bíla árekstrar urðu á sama stað. Og þá
voru bílarnir orðnir sjö.
APH
í'