Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Blaðsíða 15
DV. IjUJGARDAGUR7. SEFTEMBER1985. 15 Á JEPPUM SUÐUR AFRÍKU Guörún Högnadóttir, tvítug Reykjavíkurmær, fer til Alsír í byrj- un október nk. og ætlar svo aö aka þaðan suöur alla Afríku. Guörún veröur sex mánuöi í feröinni, kemur við í Kamerún, Chad, Kenya, Níger og Nígeríu áöur en hún kemst alla leið til Suöur-Afríku. Guörún fer ekki ein síns liös, held- ur í hópi 40 til 50 evrópskra ung- menna, sem öll eru á aldrinum 20 til 25ára. „Ég fer á vegum samtaka sem nefnast E.E.E. — á ísl. skammstafaö N.E. (Námsreynsla íEvrópu). Þessi samtök voru formlega stofnuö í fyrra og er tilgangur samtakanna aö vekja unga Evrópubúa til vitundar um vel- ferö Evrópulanda, jafnframt því aö gefa evrópskum ungmennum færi á aö kynnast fjarlægum þjóðum, hitta fólk annars staöar augliti til auglitis, kynnast þeim ekki aðeins gegnum fjölmiöla. Þannig trúa menn að hægt sé aö stuöla að samvinnu í friösam- legum tilgangi. Þessi för mín verður væntanlega mikill og gagnlegur skóli.” Langur undirbúningur Undirbúningur undir væntanlega Afríkuför ungmennanna á vegum N.E. hefur staöiölengi. „Ég sá kynningarbækling frá þess- um samtökum — sótti um og komst aö,” segir Guörún. „Þaö bárust víst 2000 umsóknir úr öllum löndum Evr- ópu og ég var sú eina af Noröurlöndum sem komst í hópinn. Þaö var upphaflega ráögert aö fara í júní sl., en ákveðið var aö fresta þvi fram á haust vegna þess aö í júní er sandurinn í Sahara enn of gljúpur til aö aka suður yfir eyöimörkina. Já, ég hlakka auðvitaö til. Ég veit að búiö er aö kaupa jeppana og annan út- búnaö. Viö ætlum aö starfa samhliða Rauða Krossinum og World Wildlife Fund, UNICEF og öðrum samtökum. Við eigum aö veita raunhæfa aöstoð þar sem þurrkar og hungursneyö hafa leikiö fólk grátt. I Zaire veröur unnið aö því aö bjarga síöustu hvítu nashyrn- ingunum. I Kenya tökum viö þátt í matvæladreifingu og endurbyggingu þorpa.' Viö munum lenda í fornleifa- uppgreftri í Botswana á vegum þjóö- minjasafns landsins. Þá veröur unnið við áveitugerð, brunngröft — og svo munum viö sitja ráöstefnu meö æsku- f ólki úr Af ríkulöndum. ’ ’ Guörún Högnadóttir reiknaði með aö heildarkostnaður viö för hennar yröi um 150 þúsund kr. „Ég borga hluta úr eigin vasa, en svo hef ég einnig fengið styrki frá ýmsum góöum fyrirtækj- um.” Og svo mun einnig vera um aöra sem þátt taka í þessum fyrsta leiö- angri á vegum N.E. „Og svo skemmtilega vill til,” segir Guörún, „aö næsti leiðangur N.E. verður til Islands. Sá leiöangur verður ekki eins langur og þessi sem ég er aö fara í — heldur fáeinar vikur. I þeirri för er ætlunin aö kortleggja íslenskt samfélag, kynna sér ýmsa málaflokka — kirkjuna, stööu konunnar o.s.frv.” Og viö óskum Guörúnu góörar feröar suður Afríku. Á næstu árum er fyrir- hugað aö N.E. sendi hópa um S-Amer- íku og til Austurlanda f jær. -GG. Hringbraut 121 Simi 10600 Guflrún Högnadóttir * Nú þegar haustar viljum við minna viðskiptavini okkar á að hitastig í vöruskálum Eimskips getur farið niður fyrir 0°C. Öryggi eigenda vöru sem ekki þolir frost eykst eftir því sem varan staldrar skemur við í skálunum, og mikilvægt er t.d. að athuga að frostlögur sé á bílum eða vélum. Vandaður frágangur vörunnar tryggir öruggari flutning EIMSKIP Sími 27100 OPI* VILKL4I»A« F~ Ver»«» ^ VÍSA /▲ A ▲ ▲ ▲ ▲ I I— l—1 1i—. w_J Jón Loftsson hf. HffifflSCBE Hringbraut 121 Simi 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.