Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985. 5 Ævintýraheimur allsnægtanna — gengið um sýninguna Heimilið ’85 Enn einu sinni er haldin heimilissýn- ing í Laugardalshöllinni meö svipuöu fyrirkomulagi og undanfarin ár. Nú er það þó ekki tívolí sem heillar börnin heldur nýstárlegt kvikmyndahús. Þar aö auki hefur þessi franskt ívaf, — frönsk fegurö og list er í hávegum höfö. Annars er allt svipaö og áöur. Ris- arnir Hi-C og Svali eru í anddyrinu eins og jafnan áöur og Pepsi lætur sér nægja svolítið pláss úti í horni þar sem fólki er gefinn kostur á aö taka pepsí- áskorun. Mjólkursamsalan gefur fólki aö bragða á nýjum grautartegundum meö ekta rjóma út á. Alþýðan hefur eöa raöhúsinu, örbylgjuofna sem mat- reiöa á svipstundu og forkunnarfagra franska potta sem bæði spara raf- magn og þola gífurlegar hitabreyting- ar. Þarna má fá svissneskt konfekt fyrir einar litlar 25 kr. molann — einnig fyr- ir sykursjúka — og japanskt hrís- gr jóna- og hnetusælgæti. Þarna má fá saumavélar sem næst- um því sauma flíkurnar sjálfar og gallabuxur á fimm ára sem kosta á annaö þúsund krónur. Það er boðið að bragöa á fleira en MS grautum og kjúllettum. Einnig er að finna síldarrétti, reykta ýsu, nýja sperðla og spægipylsu úr Garðabæ og kæfu úr íslensk-frönsku eldhúsi. Þá er auðvitað boöiö upp á kaffi frá Braga hinum akureyrska meö tilheyrandi Holtakexi. Kannski gleymist eitthvað í upptaln- ingunni, en margt er að sjá í Laugar- dalshöllinni á Heimilinu ’85. Þetta er sannkallaður ævintýraheimur og minnir helst á ljóðlínur úr kvæðinu hans Davíðs: . . . fjaöraveifu fannhvíta og franskan silkikjól, eyrnahringi, ennisspöng og alabast- ursskrín, hundrað föt úr fílabeini. . . A.Bj. Falleg stofa með leðurhúsgögnum og söfaborði úr marmara. DV-mynd KAE Stílhreinar og ekta franskar tiskusýningadömur i þarlendum tiskufatnaði gefa sýningunni sörstakt franskt yfirbragð. Sævargarðar fegurstir á Seltjarnamesinu Fegrunar- og náttúruverndar- nefnd Seltjarnarness hefur, í sam- vinnu við félög í bænum, veitt viður- kenningar vegna frágangs garða og húsa í Seltjarnarnesbæ 1985. Fjórir aöilar fengu viðurkenningar vegna lóða sinna og húsa. Það eru eigendur Sævargarða 2, þau Sigþrúður Steff- ensen og Ingi R. Jóhannsson, eigend- ur Sævargarða 15, þau Hjörleif Ein- arsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson, eigendur Sólbrautar 13, þau Steinunn Margrét Tómasdóttir og Aðalsteinn Karlsson, og eigendur Skála, þau Guðrún L. Kristjánsdóttir og Stefán Guðmundsson. Prjónastofan Iðunn fékk viðurkenningu fyrir útlit og um- hverfi atvinnuhúsnæðis en fegursta gata á Seltjarnarnesi 1985 var valin Sævargarðar. gaman af því að komast að raun um hvernig alvörurjómi er á bragðið, ef hún sækir þá svona sýningar á annað borð. Á móti MS eru tveir matvælafram- leiðendur sem hrópa um ágæti fram- leiðslu sinnar, annar með kínarúllur og hinn með kjúllettur. Kínarúllur eru grænmetisblandað hakk í upprúlluðu deigi og kjúllettur eru sneiðar úr kjúkl- ingabringum, „paneraðar” og tilbúnar til matreiðslu. Það er glæsibragur yfir sýningunni. Hún endurspeglar þjóðfélagið í dag. Allsnægtir og auöur blasa við. Þarna geta þeir, sem eiga allt í bók- staflegum skilningi, fengið ábót — svo- litiö meira. Þarna gefur að líta alls kyns lúxus- vörur, eins og massífar eikareldhús- innréttingar, sófaborð úr marmara, stóla með nautshúð. Þarna er að finna eldhúskrana sem hægt er að skipta um stút á og nota sem pottaskefil, eöa láta á bursta sem kemst ofan í örmjó kampavínsglös. Þarna má fá nudd- potta og sólarljósalampa tU þess að hafa í heilsuræktarhorninu í einbýUs- Nytt* Panell»Nýtt Getum nú boðið franskan lúxus- panel á mjög góðu verði. Panellinn er fáanlegur i hnotu, furu og eik. ____Panellinn er fullpússaður og fulllakkaður._ Panellinn fæst i nýju hvítu linunni, kvistlausri ________furu, kalkaður og fulllakkaður.________ Panellinn er frönsk lúxusvara, á góðu verði, sem ekki hefur verið á íslenska markaðnum fyrr. Krókhálsi 4, Rvk. Simi 67lÖm 369.000Kr. Wýr MAZDA 323 árgerð 1986 er komínn! Nýtt, glæsílegt útlít — stærrí — rúmbetrí — aflmeíri — sparneytnari og hljóðlátarí. Sjón er sögu ríkari, komíð, skoðíð og reynsluakið þessum frábæra bíl. Opið virka daga til kl. 6 og laugardaga frá kl. 10—4. BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 • 1300 Hatchback LX 3ja dyra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.