Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR7. SEPTEMBER1985.
3
Skipulag Suðurhlsðanna í Kópavogi á lokastigi:
Gerter ráð fyrir um
650 íbúðum á svæðinu
M * *
Líkan af Suflurhlíðum í Kópavogi. Kópavogslækurinn hægra megin fremst á myndinni en blokkirnar í
Engihjallaefsttilhægri. DV-mynd PK
Um þessar mundir eru skipulagsmál
mjög til umfjöllunar hjá Kópavogs-
bæ. Annars vegar er veriö að afgreiöa
endanlega aðalskipulag bæjarins, sem
tekur til næstu 18 ára, og hins vegar er
verið að leggja lokahönd á deiliskipu-
lag í Suðurhlíðum en svo kallast
óbyggöa svæðið milli Alfhólsvegar í
norðri og Kópavogslækjar í suðri.
Byggð teygir sig í
átt að Vatnsenda
Aðalskipulagið skiptist í sjö megin-
þætti sem varða þróun Kópavogs til
ársins 2003. Veigarmestir eru áætlun
um íbúafjölgun og byggðaþörf og
þróun í atvinnumálum.
Áætlun aðalskipulagsins um íbúa-
fjölda reiknar meö að í Kópavogi verði
23.000 íbúar árið 2003. Gert er ráð fyrir
nýrri byggð í Suðurhlíðum, Fífu-
hvammslandi og seinna á svæðunum
vestan Elliðavatns sem eru innan
lögsagnarumdæmis bæjarins. Alls á
Kópavogur fullbyggður að rúma 42.000
íbúa í fyllingu tímans.
Atvinnusvæðum eru áætlaöir 204
hektarar lands sem er nokkru meira en
áætla þarf vegna íbúaf jölda Kópavogs.
I aðalskipulaginu er bent á stöðu bæj-
arins miösvæðis á höfuðborgarsvæð-
inu, og gert ráð fyrir að íbúar í ná-
grannabyggðunum geti sótt þangaö
vinnu. Er það í samræmi við viðleitni
til að skapa jafnvægi atvinnusvæða og
íbúðabyggöar á suðursvæðum höfuð-
borgarbyggðarinnar.
Aö sögn Skúla H. Norödahl skipu-
lagsarkitekts Kópavogs hefur aðal-
skipulagið þegar verið kynnt íbúum
bæjarins og er það nú til síðustu með-
ferðar hjá bæjarstjóm.
Á sjötta hundrað íbúðir
í Suðurhlíðum
Jafnframt aðalskipulaginu er verið
að ljúka við deiliskipulag í Suðurhlíð-
um í Kópavogi. Bæjarstjóm fól
arkitektunum Geirharði Þorsteinssyni
og Gunnari Friðbjörnssyni verkið fyrir
um ári síðan og verður skipulagið af-
greitt frá bæjarstjórninni seinna í
mánuðinum. Suðurhlíðar eru tuttugu
og fjögurra hektara land og er gert ráð
fyrir 620 til 650 íbúðum þar. Ekki er
reiknað með neinum háhýsum á svæð-
inu heldur litlum einbýlishúsum, par-
og keöjuhúsum, og tveggja til þriggja
hæða sambýlishúsum. Töluverð þjón-
usta er þegar til staðar, þar af tveir
skólar, dagheimili, íþróttahús og
gæsluvöllur.
„Við höfum trú á því að margir vilji
komast yfir lóðir þarna,” sagði
Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri
Kópavogs, í samtali við DV. „Það er
langt liðiö síðan hér hefur veriö úthlut-
að einbýlishúsalóðum að einhverju
marki auk þess sem margir telja þetta
eitt álitlegasta byggingarland á höfuð-
borgarsvæðinu.” Kristján sagði að
fyrstu lóðunum yrði úthlutað á kom-
andi hausti en framhaldið færi síðan
eftir eftirspurn.
-JKH.
JC-hreyfingin 25 ára:
Tilnefndir
„framúr-
skarandi
menn"
„Við ætlum að útnefna 5
einstaklinga sem við teljum aö
hafi skarað fram úr á sviðum
menningar, lista og athafnalífs á
eftirtektarverðan hátt,” sagði
Grétar Pálsson, landsforseti
JC—Island, en í dag kl. 15 standa
samtökin fyrir samkomu í Átt-
hagasal Hótel Sögu. Þessi uppá-
koma er í tilefni af 25 ára afmæli
JC—hreyfingarinnar. Af sama
tilefni kom heimsforseti JC hing-
að til land í gær og dvelur til
morguns. Hann fékk m.a.
áheyrn hjá forseta Islands í gær
og verður viðstaddur athöfnina á
Hótel Sögu.
Þeir einstaklingar sem verða
útnefndir þar eru á aldrinum 18
til 40 ára, en það eru aldursmörk-
in í JC—hreyfingunni. Enginn
þeirra er þó félagi, heldur eru
þetta einstaklingar úr hinu al-
menna þjóðlífi. Að sögn Grétars
annaöist sérstök nefnd val á þess-
um framúrskarandi einstakling-
um og má búast við að útnefning
af þessu tæi verði árlegur við-
burður hjá þeim í JC.
Til athafnarinnar á Hótel Sögu
hefur verið boðið f jölda gesta en
hún er öllum opin á meðan hús-
rúm leyfir. JC—félagar halda
síðan upp á 25 ára afmælið með
fagnaði á Hótel Sögu í kvöld.
-JKH.
heldurnústóö^g^aidivið
aarsö\u i/js® ari-.nn\, Bre\ðho\t\.
-stöðina i ú ^aup á ótal
rl!f?mab0avörum,he'mte-
lokkum, asvörum,
9ri"v?amab?o%.fl-
ÍS,3Æ«w»ri-
3rSn^W,æri-
in\& V\b, gerib reytarakaup
SSff------.......
BarnagaWar • • ■
oUs
Stoöin
Hjöd**1