Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985. 25 Karjalainens kólnaði mjög á áttunda áratugnum. Ahti Karjalainen var utanríkisráðherra árum saman í stjórn Kekkonens. Almennt var talað um Karjalainen sem „krónprins” Kekkonens. Það kom svo mörgum á óvart að 1977 kallaði Kekkonen „krónprinsinn” inn á teppið til sín og sagði honum að bæði vináttu þeirra og samstarfi væri nú lokið. Karjalain- en fékk yfir sig skammadembu - og var sakaður um að hafa snúist gegn forsetanum. Ekki tjóaði neitt fyrir Karjalainen að skýra sitt mál - vin- slitinvorualger. Kekkonen hafði lengi haft áhyggjur af drykkjuskap Karjalainens og átti það til að hæða hann í vinahópnum. Einhvern tíma á hann að hafa sagt: „Hafið þið heyrt að nú er hann Ahti orðinn trúaður? í gær féll hann þrisv- ar á kné niðri á Brunnshúsi” (þekkt veitingahús í Helsingfors). Paavo Váyrynen utanríkisráð- herra, sem mistókst að fella ríkis- stjórnina vorið 1981, heldur því fram í bókinni að Kekkonen hafi stutt sig á alla lund við að reyna að fella Koi- visto. Eftir því sem Váyrynen segir á Kekkonen að hafa gert Koivisto að forsætisráðherra í þeim tilgangi að „þessi hálfguð lendi nú meðal venju- legra dauðlegra þegar hann nú verður forsætisráðherra”. Kekkonen reiknaði með að vinsæld- ir Koivistos fykju út i veður og vind þegar hann yrði, sem forsætisráð- herra, að fara að fást við veraldlega og áþreifanlega hluti. En Koivisto hafði áður verið bankastjóri. Höfundar bókarinnar halda því og fram að núverandi forsætisráðherra Finna, Kalevi Sorsa, hafi fram undir það síðasta tekið þátt í ráðabruggi um að fella Koivisto og að Sorsa hafi þess vegna staðið í sambandi við Kekkon- en. En þessa síðastnefndu fullyrðingu geta höfundar þó ekki stutt sönnun- umíbókartexta. Minnisleysi Sjúkdómi forsetans, blóðstreymis- truflunum í höfði, var haldið leyndum fram undir það síðasta. En þeir sem stunduðu forsetann vegna þessa segja nú að þeir hafi hreinlega ekki gert sér grein fyrir því hversu alvarlegur sjúk- dómurinn var. Margir þeirra, sem rætt er við í bókinni, kannast við að hafa einhvem tíma á áttunda ára- tugnum rekið sig á minnisleysi forset- ans en jafnan kennt um háum aldri • Mauno Koivisto — í opin- barri heimsókn á islandi, staddur ásamt Vigdísi Finn- bogadóttur að Bessastöðum. hans. Arið 1981, þegar tjaldið var greinilega farið að dragast fyrir leik- svið Kekkonens, var hann á skíðaferð í Lapplandi. Hann sat við eldinn og vinur hans til margra ára, Erkki Huurtamo landshöfðingi, söng vísu þar sem hann sat við hlið hans. Lands- höfðinginn ruglaðist í vísunni, mundi ekki textann og spurði Kekkonen hvort hann gæti ekki tekið undir, hjálpað sér við sönginn. „Ég man ekkert,” sagði Kekkonen. „Víst manstu,” sagði Huurtamo. Þá greip Kekkonen í Huurtamo og sagði: „Heyrðu, „Pirre”, ég man ekkert lengur.” Kekkonen hvíslaði þessi orð. Þann 27. október 1981 tilkynnti Kekkonen um afsögn sína. -GG þýddi ogjók. • Knut Ödegárd. • Thor Vilhjálmsson. Tuttugu og átta skáldjöf rar á umfangsmestu Ijóðahátíð — sem haldin hefur verið í löndum norrænna manna „Það vakir fyrir okkur að halda sem besta ljóðlistarhátíð og fá sem best skáld,” sagöi Thor Vilhjálmsson rithöfundur, einn af forsprökkum þess að stefna hingaö fríöu liöi skálda til hátíðar. „Eg sé ekki annað en að þetta verði mesta ljóðlistar- hátíö sem nokkru sinni hefur verið haldin á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað,” sagði Thor ennfremur. Hátíöin hefst á mánudaginn með setningu í hátíðarsal Háskólans kl. 14.00. Síðar um daginn verður mál- þing um ljóðlist á tækniöld og um kvöldið kl. 20.30 verður ljóðakvöld í Norræna húsinu. Fram til föstudags verða síðan lesin ljóð í Norræna hús- inu hvert kvöld. Á miövikudaginn og fimmtudaginn verður að auki boðið upp á erindi og umræður um ljóðlist. „Það er von okkar að ljóðlistar- hátíöin færi ljóðið til stærri lesenda- hóps,” sagði Knut 0degárd, forstjóri Norræna hússins, um tilganginn með hátíðahöldunum. „Það er og von okk- ar að hátíðin verði til þess að styrkja bókmenntalegt samstarf á Norður- löndum og ryðji norrænni ljóðlist færar leiðir út fyrir norrænar heima- slóðir. Þetta er norræn ljóöahátíð meðalþjóölegu ívafi,”sagðiKnut. Af alþjóðlegu meisturunum er Georges Gascoyne frá Englandi trú- lega þekktastur. Hann á aö baki langan feril í listinni frá því hann birti fyrstu verk sín í París á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Alls koma sjö skáld frá löndum utan Norðurlandanna. Frá hverju Norðurlandanna koma 3 fulltrúar, utan hvað Islendingar tefla fram 6 manna liði. Þá koma til hátíðarinnar fulltrúar frá Fær- eyjum, Grænlandi og Samalandi. Forseti Islands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, er verndari hátiðarinnar. Heiðursgestur er Snorri Hjartarson skáld. Aðgangur er ókeypis öll kvöld íNorræna húsinu. GK Hörkugóðir bílar á góðu verði. Pottþéttir í akstri, viðhaldi og endursölu. Við bjóðum sérlega hagstæð greiðslukjör og tökum jafnvel gamla bílinn upp í þann nýja! BILVANGURs/r HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Á BÍIASÝNINGU KL. 13.00 - 17.00 LAUGARDAG KOMIÐ OG KYNNIST KRAFTMIKLUM NÝJUNGUM. < Auglýsingaþjónustan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.