Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Side 5
DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. 5 Þessar stúlkur taka ekki þátt í keppninni um titilinn stjarna Hollywood en þœr eru aftur á móti gengilbeinur ó veitinga- staðnum með sama nafni. Hollywood- stjarnaí burðarliðnum Senn líður að því að stjarna Holly- wood verði kjörin, íslensk stúlka er taka mun þátt í keppninni Miss Young International. Það eru veitingahúsið Hollywood, Vikan og ferðaskrifstofan Úrval sem standa að keppninni og eru vegleg verðlaun í boði. Ber þar hæst Daihatsu turbo bifreið en allar fá stúlkurnar ferð til Ibiza með Urvali. Þátttakendur í keppninni um titilinn stjarna Hollywood eru átta talsins: Sigurdís Reynisdóttir, Ragna Sæmundsdóttir, Sólveig Grétarsdóttir, Lína Rut Karlsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Agnes Erlingsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Kristín B. Gunnarsdóttir. Hafa stúlkurnar verið kynntar í Vikunni undanfarnar vikur en 7. október mun ein þeirra skína skærast á sviðinu í Hollywood er að úr- slitum kemur. -EIR. íslenska hljómsveitin: Styrkir ríkissjóð „Á síðasta starfsári greiddi íslenska hljómsveitin meira í ríkissjóð en hún fékk í styrk þaðan,” sagði Guðmundur Emilsson, framkvæmdastjóri hljóm- sveitarinnar, um hag hennar í upphafi nýs starfsárs. „Það var í upphafi ætlunin að hljómsveitin stæði undir sér en það er varla sanngjamt að við þurf- um að borga með okkur,” sagði Guð- mundur ennfremur. 1 vetur em 50 tónleikar á dagskrá hjá íslensku hljómsveitinnl. Er það 400% aukning frá því í sem var á fyrsta starfsári hennar. Á efnisskránni i vet- ur era 10 tónleikar sem verða auk Reykjavíkur fluttir á Akureyri, Akra- nesi, Selfossi og í Keflavik. „Þessa áætlun má kalla fifldirfsku með áherslu á fífl,” sagði Guðmundur. „Við keppum við öflugt ríkisfyrirtæki sem er Sinfóniuhljómsveitin og verð- um að klóra i bakkann. Tónlistarlifið hér þolir ekki meira framboð og því verðum við að leita út fyrir bæinn. Það var líka upphaflega á stefnuskrá hljómsveitarinnar að sinna lands- byggðinni,” sagði Guðmundur að end- iugu. GK Bl löm iuvii rkji m seinkað um ár „Stjómin samþykkti að tjá iðnaöarráðherra þá skoðun sína að eðlilegt væri að gera ráð fyrir að gangsetja fyrstu vél Blönduvirkjun- ar árið 1989,” sagði Halldór Jóna- tansson, forstjóri Landsvirkjunar í samtali við DV. Stjórnarfundur var hjá Landsvirkjun í fyrradag og var þessi samþykkt gerð þá. Þetta þýðir seinkun Blönduvirkjunar um eitt ár. Miðað við fyrri framkvæmdaáætlun átti að gangsetja fyrstu vél árið 1988. Ný framkvæmdaáætlun hefur verið send iönaðarráðherra, Sverri Her- mannssyni. Einn stjómarmanna, Olafur Ragn- ar Grímsson, lagði til að gangsetn- ingu véla í Blönduvirkjun yrði frestað um tvö ár eða til ársins 1990. Á næsta stjórnarfundi Lands- virkjunar, sem haldinn verður í lok þessa mánaöar, verður endanleg ákvörðun tekin um framhald fram- kvæmda við Blönduvirkjun. Að sögn Halldórs Jónatanssonar verður verk- ið ekki stöðvað samkvæmt nýrri framkvæmdaáætlun, en hægari gangur verður á framkvæmdum. Beðið er eftir athugasemdum frá iðnaöarráðuneytinu um þessa nýju framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar viðBlöndu. -ÞG Betri en nokkru sinni fyrrí Opið laugardag frá Kl. 10—5. Sunnudag frá kl. 1—6. Mú um helgina sýnum við 1986 árgerðirnar af verðlaunabílnum MAZDA 626, sem nú er hominn með útlitsbreytingum, nýrri innrétt- ingu og fjölmörgum tæknilegum nýjungum. Ennfremur sýnum við 1986 árgerðirnar af hinum geysivinsæla MAZDA 323. Qerið yhkur dagamun um helgina, homið og shoðið það nýjasta frá MAZDA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.