Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Side 11
DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. i sem nær aö þessu sinni alla leiö yfir ána sem betur fer, er tekið á móti okkur með kostum og kynjum og annar aðaleigandi bústaðarins er ekki fyrr búinn að gefa mér kaffi en hann spyr hvort ég sé ekki svona sæmilega á mig kominn líkamlega. Vegna þess að áöumefndur eigandi er sérfræðingur í sálarástandi fólks finnst mér spumingin dálítið grun- samleg og mér dettur í fyrstu í hug að hann ætli annaðhvort að skora á mig í maraþonhlaup eða hástökk og þess vegna tek ég það til bragðs að svara eins og ráðherra sem ætlaði að segja af sér embætti ef skuldir færu yfir ákveðið mark. — Ég var svona sæmilega vel á mig kominn líkamlega fjTir tuttugu árum, segi ég, — en satt að segja veit ég því miður ekki hvort mér hefur farið fram eða aftur í líkamlegu at- gervi þaðan í frá. Þetta fannst mér gott svar þangað til sumarbústaðaeigandinn tilkynnti mér að hann þyrfti að koma niðþung- um skápi upp á ef ri hæðina í bústaön- um og þar sem ég væri svona hraust- ur bauöst hann til að taka undir létt- ari endann á skápnum og þar að auki lofaði hann mér því að ef skápf jand- inn dytti í hausinn á einhverjum yrði þaö ekki í hausinn á sér því að hann ætlaöi að vera fyrir ofan og stjórna ferðinni. Mér fannst þetta satt að segja ekki góð tillaga en þegar maöur er í heim- sókn hjá fólki sem er óskaplega fegið aö sjá mann og gefur manni kaffi og með því er svo sem ekki margra kosta völ. Þriðji kafli Ég er ekki viss um að það hefði geng- ið jafnvel og raun bar vitni að koma skápfjandanum upp á efri hæðina ef viö heföum ekki átt von á griilveislu að verki loknu. Að vísu þurftum viö að byrja á því að víkka uppgönguna með því aö saga svolítiö af pallinum sem hávax- ið fólk rak hvirfilinn í á leiðinni upp á efri hæðina en ennið í á niðurleiðinni. Þetta gekk alveg prýðilega þangað til kom að því að saga í sundur sex tommu naglana sem voru tveir og svo vandlega huldir sjónum manna að þeir komu ekki í ljós fyrr en sögin var orðin jafnbitlaus og stjómarand- staðan að mati þeirra sem eru í and- stöðu við hana. Þegar búiö var að saga seinni naglann í sundur og úrskuröa sögina óhæfa til annars en að smyrja með henni brauð tók sérfræðingurinn í sálarháska undir sinn enda og ég undir hinn og í sameiningu klöngruð- umst við með skápinn eins langt upp og hægt var að komast og að því búnu vorum við eins og kappamir í Islendingasögunum, ákaflega móðir en lítt sárir, og þakkaði ég guði fyrir aö þessu skyldi ekki vera öfugt farið. Fjórði kafli Að verki loknu fórum við út á ver- önd í grillveisluna og borðuðum mikið af lauki vegna þess að hann er svo góður við hálsbólgu og drukkum talsvert af rauðvíni af því aö það er svo gott við blóðleysi, held ég. Að vísu þjáöumst við hvorki af hálsbólgu né blóðleysi en allur er varinn góður eins og stundum er sagt. — Nú er komið að því að tína kal- kvisti, sagöi sérfræðingurinn í sálar- háska þegar hann var búinn með laukinn og rauðvínið. Eins og allir vita eru kalkvistir dauð tré sem sýnast vera lifandi þangað til komiö er mjög nálægt þeim og því fannst mér þetta heilla- ráð í fyrstu. En þegar við vorum komnir út á lóðina, annar okkar á sundskýlu og hinn í úlpunni sinni, fór mesti glansinn af kaikvistatínslunnL Og þótt ég sé kannski enginn sérstak- ur friöunarsinni myndi ég styðja grínpissamtökin heils hugar ef þeirra næsta verk yrði að friða kal- kvistina í Grímsnesinu. Jafnvel þótt þau létu sér nægja að friða aðeins helminginn. Kveðja Ben. Ax. Frá helgarskákmótinu á Hólmavík. Benóný Benediktsson (t.h.), sem Ihlaut öldungaverfllaun, á hér í höggi vifl Akureyringinn Pálma Pétursson. Benóný Benediktsson. Aukaverðlaun fyrir besta frammistöðu í síðustu fimm helgarmótum hreppti Haukur Angantýsson, eftir haröa keppni við Sævar og Karl Þorsteins. Karl hafði yfirburöatafl í síðustu umferð gegn Halldóri G. Einarssyni og með jafn- tefli hefði hann náð aukaverðlaunun- um, 40 þúsund krónum. En hann vildi meira, lék af sér manni og tapaði skákinni. tJrslitaskák mótsins gekk þannig: Hvítt: Jón L. Áraason Svart: Sævar Bjaraason Frönsk vöra. 1. e4 e6 2 d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. c3 c5 6. Bd3 Rc6 7. Re2 cxd4 8. cxd4 f6 9. Rfl? Leiðir til meiri sviptinga en 9. exf6 Rxf610.0—0 Bd611. Rf3 o.s.frv., sem er tiskuafbrigöi frönsku varnarinnar þessa dagana. 9. —Rxd410. Dh5+ Ke711. exf6+ Nákvæmara en 11. Rg6+ hxg6 12. exf6+ Kxf6! en þannig tefldist skák Guðmundar Sigurjónssonar og Jó- hanns Hjartarsonar á alþjóðlega skákmótinu í Vestmannaeyjum. 11. —Rxf6 12. Rg6+ hxg6 13. Dxh8 Kf714. f4!? Guðmundur fór líkt að í skákinni við Jóhann. Við litum á þetta fyrir ólympíuskákmótið í Grikklandi í fyrra. Eftir 14.0—0 e5 má svartur vel við una með peð og sterka miðborðs- stöðu fyrir skiptamun. Með texta- leiknum nær hvítur betri tökum á miðborðinu. 14.—Db615.0-A! abcdefgh Á þessu byggist hugmyndin, því að hvítur væri ekki öfundsverður af stöðunni ef hann gæti ekki hrókað. Það er alltof hættulegt fyrir svartan að taka hrókinn: 15. —Rb3+ 16. Khl Rxal 17. Rf3 og hvítur nær myljandi sókn. 15. —Rf3+ 16. Khl Rxd2 17. Bxd2 Dd4? Or öskunni i eldinn. Eftir 17. — Dxb2 er 18. Hadl Bd7 19. Be3 ásamt Bd4 sterkt eða jafnvel 18. Bxg6+! Kxg6 19. Dxf8 Dxd2 20. Hf3 Re4 21. Hafl með sterkri sóknarstöðu. 18. Hf3 Re4 Ekki 18. —Dxb2? 19. Bc3! 19. Bc3Db6 Eða 19. —Rf2+ 20. Hxf2 Dxd3 (20. —Dxf2 21. Dh7 og vinnur) 21. Hcl og siöan Bxg7 með vinningsstööu. Ef 21. —d4? þá 22. Hd2 og 21. -De3 22. Hffl d4 23. Hcel Dd3 24. Hdl gengur held- urekki. 20. Bxe4 dxe4 21. Hh3 e5 22. Hh7 g5 Eina leiöin til að valda g-peðið. 23. Bxe5 Dg6 24. Hcl Bd7 25. Hc7 Hd8 — Og svartur gafst upp um leið vegna 26. Hxg7+ Bxg7 27. Dxd8 og vinnur. jlá. mætum vel. Nýir félagar sérstaklega velkomnir. Spilamennskan hefst kl. 19.30 stundvíslega. Bridgedeild Rangæingafélagsins Halló, halló. Bridgedeild Rangæ- ingafélagsins í Reykjavík kallar. Byrjum að spila 25. september 1985 kl. 19.30 5 kvölda tvímenning. Höfum flutt okkur í Armúla 40 í mjög glæsilegan sal. Látið skrá ykkur í sima 30481 Sigurleifur, 74095 Svanfriður, 34441 Ingólfur. Spilarar, sem eiga verðlaun frá síðasta keppnistímabih, eru vinsamlegast beönir að koma og taka á móti verðlaunum og mæta tim- anlega. Bridgefélag Reykjavíkur Starfsemi BR hefst aftur að nýju næsta miövikudag, 18. sept. Fyrsta kvöldið verður spilaður eins kvölds tví- menningur. Nýkjörin stjórn félagsins tók þá ákvörðun aö flytja starfsemina í Hreyfilshúsið og verður spilaö þar í vetur á miðvikudögum eins og venja er. Spilamennska hefst kl. 19.30. Dagskrá til jóla er ekki endanlega ákveðin en næst veröur spilaöur 2ja kvölda hausttvímenningur og því næst aðalsveitakeppnin. Aðalfundur BR var haldinn 28. ágúst ’85 að Hótel Esju. Félagsmenn sýndu félagsstarfinu heldur lítinn áhuga og var fámennt á fundinum. Á dagskrá voru venjuleg aöalfundarstörf. Stjóm BR fyrir næsta starfsár er þannig skipuð: Formaður: SigurðurB. Þorsteinsson. Varaformaður: Hermann Lárusson. Ritari: Jakob R. Möller. Gjaldkeri: Hallgrímur Hallgrímsson. Fjármálaritari: Sigurður Sverrisson. Fulltrúi í Reykjavíkursambandið: Olafur Lárusson. Fulltrúar á ársþing: BSI: Hjalti Elíasson, Hermann Lárusson, KristjánBlöndal, Sigmundur Stef ánsson, tilvara: JakobR. Möller. Bridgefélag Breiðholts Fyrsta spilakvöld haustsins verður í Gerðubergi þriðjudaginn 17. september kl. 19.30. Þá verður spilaður 1. kvölds tvímenningur. Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 22. september kl. 14.00 í Gerðubergi. Þriðjudaginn 24. september hefst þrigg ja kvölda hausttvímenningur. Stjómin. Sumarkeppni Skagfirðinga Síðasta spilakvöld í sumarkeppni Skagfirðinga í Reykjavík var sl. þriðjudag. Þá mættu til leiks 38 pör og var spilað i 3 riðlum. Orslit urðu þessi (efstupör): 1) GuðniKolbeinss.-MagnúsTorfas. 195 Lovísa Eyþórsd.-Vigdís Guðjónsd. 192 Anton R. Gunnarss.-Friðjón Þórhallss. 185 Eyjólfur Magnúss.-Guðm. Kr. Sigurðss. 183 B) Arnar Ingólfss.-Magnús Eymundss. 189 Jakob Ragnarss.-Jón Steinar Ingólfss. 188 Hildur Helgad.-Karólina Sveinsd. 173 Hrannar Þ. Erlingss.-Matthias Þorvaldss. 163 C) Steingrímur Jónass. ÞorfinnurKarlss. 127 Andrés Þórarinss.-Hjálmar S. Pálss. 126 Elísabet Jónsd.-Leifur Jóhanness. 114 Friðrik Jónss.+uðjón Jónss. 112 Og eins og fram hefur komið varð Anton R. Gunnarsson efstur að stigum í sumarkeppni Skagfirðinga. Á þriðjudaginn kemur hefst svo barometer-tvímenningskeppni hjá félaginu. Þegar eru 29 pör skráð til leiks en hámarksþátttaka verður 36 pör. Enn er því hægt að bæta við pörum. Þeir sem áhuga hafa geta haft samband við Olaf Lárusson (18350— 16538, heima) eða Sigmar Jónsson (687070). 11 ekinn 58.000 km, rauður, sportfelgur, sóllúga o.fl., 5gíra. Einn sá fallegasti í bænum. Verð kr. 460.000,-, skipti á ódýrari. Opið iaugardag kl. 10-19. BÍLASALAN BUK Skeifunn/8 S/m/ 68-64-77.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.