Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Qupperneq 16
16 DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 69., 79. og 83. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Kjarrhólma 18 — hluta —, tal. eign Elsu Dýrfjörö og Ingibergs Bjarnasonar, fer fram að kröfu Bæjarsjóös Kópavogs og Útvegsbanka islandsá eigninni sjálfri miövikudaginn 18. september 1985 kl. 14.15. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 51., 55. og 57. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Hllöarvegi 17 — hluta —, þingl. eign Guömundar Hallsteins- sonar og Guörúnar Guömundsdóttur, fer fram að kröfu skattheimtu rlkissjóös I Kópavogi á eigninni sjálfri miövikudaginn 18. september 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 103. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1984 og 9. og 17. tölublaöi 1985 á eigninni Þinghólsbraut 19 — hluta —, þingl. eign Gísla Björgvinssonar og Nönnu Hreinsdóttur, fer fram aö kröfu Bæjarsjóös Kópavogs og Veödeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri miövikudaginn 18. september 1985 kl. 15.30. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 103. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1984 og 9. og 17. tölublaöi 1985 á eigninni Nýbýlavegi 82 — hluta —, tal. eign Helga Gunnars Jónssonar, fer fram aö kröfu Bæjarsjóös Kópavogs á eigninni sjálfri miövikudaginn 18. september 1985 kl. 15.45. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 68., 80. og 84. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Melgeröi 37 — hluta —, þingl. eign Þóris R. Jónssonar, fer fram aö kröfu Bæjarsjóös Kópavogs á eigninni sjálfri miövikudaginn 18. september1985kl. 16.00. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 68., 80. og 84. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Hamraborg 26 — hluta —, pingl. eign Jóhannesar Viggós- sonar, fer fram aö kröfu Veödeildar Landsbanka Islands og Bæjarsjóös Kópavogs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. september 1985 kl. 10.15. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 68., 80. og 84. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Hlíöarvegi 48 — hluta —, þingl. eign Hallmundar Marvinsson- ar, fer fram aö kröfu Veödeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. september 1985 kl. 10.45. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 68., 80. og 84. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Kópavogsbraut 14 — hluta —, þingl. eign Gests Þorsteins- sonar, fer fram aö kröfu Bæjarsjóös Kópavogs og Brunabótafélags Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. september 1985 kl. 13.45. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 69., 79. og 83. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Kjarrhólma 2 — hluta —, þingl. eign Steindórs Eiössonar, fer fram aö kröfu skattheimtu rfkissjóös í Kópavogi, Skúla Bjarnasonar hdl. og Ara Isberg hdl. á eigninni sjálfri þriöjudaginn 17. september 1985 kl. 10.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 69., 79. og 83. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Nýbýlavegi 8 — hluta —, þingl. eign Páls Samúelssonar, fer fram aö kröfu lönaöarbanka Islands og Bæjarsjóös Kópavogs á eigninni sjálfri þriöjudaginn 17. september 1985 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 69., 79. og 83. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Hjallabrekku 2 — hluta —, þingl. eign Ómars Ólafssonar, fer fram aö kröfu Gests Jónssonar hrl. og Friöjóns Arnar Friöjónssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. september 1985 kl. 11.45. Bæjarfógetinn f Kópavogi. KriBtinn Si.ntnnd.non »n An«« »9 K«* 9.90-0.^ ..n. 0«=». ^.n.l.* Þjóðleikhússins. Grímudansleikur í Þ jóðleikhúsinu: Ópera um kvenhollan kóng Kristinn Sigmundsson syngur hlut- verk Renato Ankarström í Grímu- dansleik Verdis sem Þjóöleikhúsið frumsj’nir þann 21. september nk. Með frumsýningu Grímudansleiks hefst leikár Þjóðleikhússins — og sú sýning verður ein hin viðamesta sem leikhúsið hefur ráðist í. 120—130 manns taka þátt i uppfærslunni, en Sveinn Einarsson er leikstjóri. Kristján Jóhannsson syngur hlut- verk Gústafs þriðja, en sem kunnugt er þá byggir söguþráður óperunnar á atburðum sem urðu við hirð Gúst- afs í Stokkhólmi árið 1792, en þá var Svíakóngur myrtur á grímuballi. Grímudansleikur vinnur á I viðtali við Helgarblaðið sagöi Kristinn Sigmundsson aðhannhefði ekki áður tekið þátt í uppfærslu á Verdi-óperu en hefði oft áður sungið einstakar aríur úr ýmsum verkum Verdis. „Það er ekki gott að segja hvað það er sem gerir verk Verdis svona spennandi og vinsæl. Kannski er það það aö hann hefur mjög persónuleg tök á sinni músík, og hver persóna í verkinu heftu- sín persónulegu ein- kenni. Þar með gerir hann óperur sinar að ákaflega sterkum miðli. Grímudansleikur hefur ekki hing- að til náð sömu hylli og ýmsar aðrar óperur Verdis, en hvað tónlistina snertir þá er hún ekki síðri. Enda sækir verkið nú mjög á og Grímu- dansleikur er farinn að sjást oftar á sviðum óperuhúsa. Þaö mætti annars segja mér aö ópera eftir Verdi sé á einhverju sviði í heiminum á hverjum einasta degi. Þegar ég varð að fara frá Washington nýlega þá stóð fyrir dyrum frumsýning á Grímudansleik í Kennedy Center. Ég rétt missti af því að sjá þá uppfærslu — og varð gramur, því ég hef aldrei séð þessa óperu á sviði. I þeirri uppfærslu átti Juan Pons, að ég held, að syngja hlutverk Ankarström sem ég fer með hér. Hann er mikill söngvari.” Ekki eins og gluggagægir — Er Þjóðleikhúsið ekki of litið fyrir svona viðamikla uppfærslu? „Það held ég ekki. Það er sjálfsagt kostur út frá rekstrarsjónarmiöi að leikhús séu stór. Uppfærslur verða ekki eins „intim”. Sýningar hér heima hrífa mann oft meira en sýn- ingar í stórum húsum erlendis. Það stafar m.a. af því að maður er ná- lægt sviðinu, næstum þátttakandi, en ekki eins og einhver gluggagægir. Og þegar ég stend á sviði þá finnst mér þægilegt aö vita af fólkinu í salnum. Þannig næst samband viö áhorfend- ur. Þar að auki er alltaf gott til þess að vita fyrir söngvara að einhver skuU heyra í honum. ” Grímudansleikur rit- skoðaður Grímudansleikur Verdis var frum- fluttur í Róm 1859. Áður en af þeim flutningi gat orðið höfðu opinberir ritskoðendur haft margt að athuga við verkið, eins og stundum áöur þegar Verdi-ópera var annars vegar. M.a. fannst ritskoðurum ótækt að sýna konungsmorö uppi á sviöi. Og til að finna lausn á deilunni við rit- skoðunina var atburöarás Grímu- dansleiks breytt, þannig að verkið var ekki látið gerast í Svíþjóð eins og upphaflega var, heldur flutt til Boston og í stað Gústafs þriðja var það Riccardo landstjóri sem myrtur var. Það var ekki fyrr en kom fram á þessa öld að farið var að flytja Grimudansleik i upphaflegri gerð, fyrst i Kaupmannahöfn 1935. En siö- an hafa orðið til frægar uppfærslur á Grímudansleik, svo sem i London 1952 og StokkhóImil959. Pólitíkin kraumar undir „Það hefur verið mikils virði að hafa Svein Einarsson sem leik- stjóra,” sagði Kristinn Sigmunds- son. „Sveinn hefur unnið mjög mark- visst og kemur á óvart því að hann býr yfir miklum fróðleik varöandi þennan tíma sem óperan gerist á. A bak við það sem á sviðinu gerist kraumar pólitikin, átök af ýmsu tagi, svo sem stéttaátök. Þau koma kannski lítið fram í þvi sem á sviöinu sést, en víða ýjaö að þeim í textan- um.” Reyndar er söguþráðurinn tiltölu- lega einfaldur. Hann snýst um ást kóngsa á eiginkonu nánasta sam- starfsmanns síns, Ankarström rit- ara, en það er einmitt Ankarström sem Kristinn syngur. Gústaf þriðji var lífslistamaður, brautryðjandi á sviöi leiklistar í Sví- þjóö, en aðlinum í landinu fannst hann um of mikill alþýðuvinur. Og kvenhollur var hann í meira lagi. Því var það að launráð voru brugguð um að ráöa kóng af dögum. Eftir Verdi hefur Þjóðleikhúsið áð- ur flutt óperumar Rigoletti (tvisvar), II trovatore og La Travi- ata. Óperan sækir á Sönglist og þar með óperuflutning- ur virðist nú lifa nýja gullöld á Is- landi. — Kanntu skýringu á því, Kristinn? „Það eru nú að koma fram margir nýir söngvarar. Ég veit ekki hvort það er afleiðing aukins áhuga — eða elur áhugann af sér. Nú eru orðin kynslóðaskipti sem kannski hefðu átt að verða fyrr. Það er rétt. Operur njóta vinsælda. Og þegar maður nefnir erlendis tölur um aðsókn hér heima verða menn undrandi. Hér hefur það meira að segja gerst aö ópera hefur skilað hagnaði. Eg held aö Rakarinn hafi á sínum tíma náð því að komast yfir núllið. Það er met. Yfirleitt verður hið opinbera að styrkja óperuflutning. Eða ríkar kellingar úti í bæ.” — En ekki lifir söngvari á því að syngja í óperum á Islandi? „Nei. En sönglistin getur þó verið lifibrauö — það er margt annað sem kemur til — sönglistin í heild. ” — Jafnast óperuflutningur hér á við það sem gerist í stærri löndum? „Magn er auðvitað ekki það sama og gæði. En maður sér oft erlendis lélegri uppfærslur en hér gerast. Og líka betri. Eg held að gæðin séu i heild jafnari hér en í stóru löndun- um.” Hljómsveitarstjóri á Grímudans- leik er Maurizio Barbacini frá Italiu. Hann stjómar Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Ingibjörg Björnsdóttir samdi dansa, Bjöm G. Björnsson gerði leik- mynd og Malín örlygsdóttir teiknði búninga. Auk þeirra Kristins og Kristjáns þá koma margir fleiri góðir söngvar- ar við sögu, svo sem Sigríður Ella Magnúsdóttir, Katrin Siguröardótt- ir, Elísabet F. Eiriksdóttir og Robert W. Becker. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.