Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Side 24
24 DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. Erlend bóksjá Erlend bóksjá >. > I Hl IH STRICTKIN 0! LokíðR vcílax SÖKUDÓLGUR ÍKRÍM- STRÍÐINU THE DESTRUCTION OF LORD RAGLAN. Höfundur: Christopher Hibbert. Penguin Books, 1985. Krímstríöiö sem Bretar álpuðust út í gjörsamlega óundir- búnir árið 1854 var eitt af mörgum misheppnuðum stríðsá- tökum Breta. Tilgangurinn var að bjarga tyrkneska heimsveldinu svo- kallaða undan sókn rússneska keisarans. Þrjátíu þúsund manna her var sendur til að ber j- ast við Rússa. Foringi þeirra var Raglan lávarður sem hafði hlotið frama sem aðstoöarmaður Wellingtons og særst í orustunni við Waterloo en ekki tekiö virkan þátt í bardögum í fjóra áratugi. Hermenhirnir höfðu fátt vopna, klæða, matar og lyf ja og hrundu því niður vegna lélegs aðbúnaðar mun oftar en vopna andstæðing- anna. Raglan var kennt um þeg- ar finna þurfti sökudólg og dó bitur maður og saddur lífdaga. Hibbert telur aö mjög illa hafi verið farið með Raglan og honum að ósekju kennt um mistök stjómmálamanna og yfirmanna hersins heima í Bretlandi. Hann færir fyrir því sterk rök. I leiðinni segir hann á greinargóðan og oft áhrifamikinn hátt frá gauragangi þessa tilgangslausa og óþarfa stríös. ATBURDUR ÍVICHY INCIDENT AT VICHY. Höfundur: Arthur Miller. Penguin Books, 1985. Þegar þetta leikrit var frumsýnt í New York síðla árs 1964 vakti það mikla athygli og lof gagnrýnenda, sem sumir hverjir töldu það til mikilvæg- ustu leikrita aldarinnar. Leikritið gerist í eins konar biðstofu fangelsis í borginni Vichy í Frakklandi árið 1942. Þjóðverjar og franskir samstarfsmenn þeirra hafa handtekiö hóp af fólki á götum úti. Við upphaf leikritsins eru hinir handteknu saman í biðstof- unni, en síðan er einn og einn tekinn til yfirheyrslu í samtölum persónanna og gerðum kemur skýrt fram, hversu ólíkt fólk brást við þýsku nastistunum og ógnarverkum þeirra. Eftirminnilegar persónur og mögnuð dramatisk spenna einkennir þetta verk Arthur Millers. ÖRN Á FLUGISKOTINN - ÆVISAGA OSCARS WILDE THE LIFE OF OSCAR WILDE. Höfundur: Hesketh Pearson. Penguin Books, 1985. Oscar Wilde er sem örn skotinn þá er flug hans nálgast hæstu hæðir og verður upp frá því að bjarga sér ófleygur í hörðum, fjandsamlegum heimi. Þessi orðknái snillingur, sem á- vann sér óvild ýmissa samtíðarmanna sinna, m.a. vegna yfirlætislegra og óvæginna ummæla um menn og málefni, var ofsóttur af sér minni mönnum og niðurlægður með þeim hætti sem hræsnisfull bresk yfirstétt hefur sérhæft sig í gegnum aldirnar. Um leið tókst þeim aö lama skáldgáfur snillingsins sem ella hefði vafalítið aukiö verulega framlag sitt til heims- bókmenntanna. Eins og fram kemur í þessari sann- gjörnu og hreinskilnu ævisögu, sem nú er nær fjörutíu ára gömul, var Oscar Wilde um margt mjög óvenjulegur maöur. Samræðulist kunni hann öðrum mönnum betur; hann var talandi skáld, sem ávallt hafði kynngi- mögnuö svör á reiðum höndum, jafnt við vini sem andstæðinga. Oft á tíðum sveið mönnum undan dirfskufullum hæðnisorðum sem hittu alltof beint í mark. Pearson lýsir Wilde frá öllum hliðum: uppruna, uppeldi og fjöl- skyldulífi hans engu síður en skáld- skap, leiklist og gagnrýni. En fyrst og síðast lýsir hann manninum Wilde sem birtist lesandanum ljóslifandi af frá- sögnum höfundarins. Síðari hluti bókarinnar rekur ítar- lega málaferlin sem Wilde lenti í og sem að lokum enduðu með því aö hann var dæmdur til tveggja ára fangelsis- vistar fyrir kynferöislegan samgang sinn við aðra karlmenn. Frásögnin af réttarhöldunum, hörmulegum áhrifum fangelsisvistarinnar á Wilde, og lífi hans eftir það syndafall, er harmsaga sem verður breskum dómsmálayfir- völdum, dómstólum, dagblööum og óteljandi áhrifamiklum einstaklingum ævinlega til skammar. Þeir voru ekki margir sem þoröu að rísa gegn ægivaldi meirihlutans og rétta Wilde hjálparhönd þegar hann varö á svipstundu rúinn ærunni sem eignum sínum, en Pearson skráir nöfn þeirra einnig. Enn í dag eru ýmis skáldverk Oscar Wilde hugleikin almenningi. Leikrit hans eru sýnd við góða aðsókn víða um lönd. Það er aöeins hægt aö harma að hann fékk ekki óhindraöur aö halda á- fram að þjóna skáldgyðjunni. Andstæðingar ríkjandi stefnu THE TROUBLE MAKERS. Höfundur: A.J.P. Taylor. Penguin Books, 1985. Það er vel við hæfi að breski sagn- fræðingurinn A.J.P. Taylor taki til meöferðar deilur um utanríkismála- (k stefnuna í Bretlandi síðustu aldirnar. Hann hefur sjálfur á sinni tíð gjarnan verið gagnrýninn á ríkjandi viðhorf breskra stjórnvalda í utanríkismálum og er því í það minnsta andlega skyldur ýmsum þeim sem hann fjallar hér um. Bókin er annars safn fyrirlestra sem Taylor flutti árið 1956. Þeir eru sex talsins og spanna allt frá átökum um afstöðu til sjálfstæöisbaráttu Bandaríkjamanna og frönsku stjórnarbyltingarinnar, til þeirra skiptu skoðana sem breskir stjórn- málamenn höfðu um stefnuna gagn- vart einræöisherrunum Mussolini og Hitler á árunum milli heimsstyrjald- anna. Taylor dregur oft á tíðum skýrt fram í dagsljósiö hversu réttmæt sú gagn- rýni hefur reynst í augum síðari tíma manna sem á sínum tíma þótti jafnvel ganga landráði næst. En einnig að stundum hafá menn dregið ranga lær- dóma af mistokum fyrri tíma og þrátt fyrir breytingar, haldið áfram aö fylgja óheppilegri stefnu. Reyndar virðist viö lestur þessara fyrirlestra meö ólíkindum hversu sein- heppin bresk stjórnvöld hafa oftlega reynst í utanríkisstefnu sinni. A JPTAYLQR -A—The-—— TROUBLE MAKERS wmrrwm mnics poixy m-m 1. Jeffrey Archer: FIRST AMONG EQUALS. 2. John Saul: BRAINCHILD. 3. Danielle Steel: FULL CIRCLE. 4. Helen Hoowen Santmyer: ... AND LADIES OF THE CLUB". 5. Lawrence Sanders: THE PASSION OFMOLLY T. 6. Eric van Lustbader: THE MIKO. 7. Catherine Marshall: JULIE. 8. Howard Fast: THE OUTSIDER. 9. Jude Deveraux: TWIN OF FIRE. 10. LisaAlther: OTHER WOMEN. Rit almenns eðlis. 1. David Abodaher: IAC0CCA. 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELLED. 3. Thomas J. Peters, Robert H. Waterman jr.: IN SEARCH OF EXCELL- ENCE. (Byggt á New York Times Book Review). Umsjón: Elías Jónsson FAY WELDON SKRIFAR FRÆNKU SINNIBRÉF LETTERS TO ALICE ON FIRST READING JANE AUSTEN. Höfundur: Fay Weldon, Coronet Books, 1985. Sextán bréf breska rithöfundarins Fay Weldon (Godd 1933) til ungrar, ímyndaðrar (?) frænku sinnar, sem er aö burðast við að semja fyrstu skáld- sögu sína, er inntak þessarar bókar. 1 bréfunum, eða ritgerðunum, fjallar Fay um daglegan veruleika rithöfunda og þá borg hugmynda- flugsins þar sem höfundurinn býr til persónur, lífshlaup þeirra og umhverfi eins og það birtist síðan í fullgerðri skáldsögu. I því efni veitir hún frænku BRETLAND 1. SueTownsend: THE GROWING PAINS OF ADRIAN MOLE. (1). 2. SueTownsend: THE SECRET DIARY OF ADRIAN MOLE, AGED 13 3/4. (2). 3. WilburSmith: THE LEOPARD HUNTS IN DARKNESS. (3). 4. James Herbert: DOMAIN. (4). 5. Jeffrey Archer: FIRST AMONG EQUALS. (5). 6. J.G. Ballard: EMPIRE OF THESUN.O. 7. Eric van Lustbader: THE MIKO.(B). 8. DavidMorell: RAMBO FIRST BLOOD II. (10). 9. Shirley Conran: LACE2. (9). 10. Susan Howatch: THE WEEL 0F FORTUNE. (7). (Tölur innan sviga tákna röð viökom andi bókar á listanum vikuna á undan. Byggt á The Sunday Times). sinni bæði innsýn í það hvemig rit- höfundar starfa og gefur henni mörg góð ráð. En hún fjallar einnig um ensku skáldkonuna Jane Austen, sem Alice er aö lærá um í ensku bókmennta- tímunum í háskólanum og finnst fátt um. Fay reynir að leiða henni fyrir sjónir að Jane Austen hafi verið hin merkasta skáldkona þrátt fyrir þær hömlur sem tíöarandinn (1775—1817) bjó konum sem vildu sinna listsköpun. Margar af skáldsögum hennar eru enn víðlesnar, svo sem Pride and Prejudice, Mansfield Park, Emma og Sense and Sensibility, en Fay Weldon vekur sérstaka athygli á minna þekktri skáldsögu sem hún telur einna athyglisverðasta af sögum hennar — Lady Susan. Það er hægt aö mæla með þessari bréfabók Fay Weldon bæði við þá sem vilja sjá Jane Austen að nokkru í nýju ljósi sem og hina er gjaman vilja gægjast SAGA EFRAIMS EFRAIM'S BOOK. Höfundur: Alfrod Andersch. Penguin Books, 1985. Skömmu eftir valdatöku nasista í Þýskalandi er Efraim, þýskur gyðingur á unglingsaldri, sendur til Englands þar sem hann býr hjá auðugum frænda sínum og sleppur þar með sjálfur við að lenda í dauöavél nasista. Árið 1962 kemur hann til Berlinar aftur eftir tuttugu og sjö ára fjar- veru. Sú heimsókn verður af- drifarík fyrir Efraim, sem fer að raða saman brotum ævi sinnar í sjálfsævisögu. Höfundur þessarar skáldsögu, sem vann til svonefndra Nelly Sachs-verölauna áriðl968 (kennd við nóbelsverðlaunahafann), fæddist í Miinchen 1914. Árið 1933 var hann um tíma vistaður í Dachau-fangabúöunum fyrir starf sitt sem æskulýðsleiötogi hjá kommúnistum. Að stríðinu loknu geröist hann blaðamaður og rithöfundur og m.a. einn af 0N PíltST READIMG •JANfJí AUS'rKN inn um glugga í borg hugmyndaflugsins og jafnvel reyna að setjast þar að. stofnendum hins þekkta „hóps 47”. Að þeim samtökum stóðu m.a. Heinrich Böll og Giinther Grass. I þessari skáldsögu sinni blandar hann saman lýsingum á Vestur-Þýskalandi eftirstríðsár- anna og minningum um ofsóknir gyðinga á nasistatímanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.