Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Qupperneq 26
26 DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. Nauðungaruppboð annaö og slðasta á hluta I Jöklaseli 11, þingl. eign Atla Þórs Símonar- sonar og Láru Björgvinsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík, Veödeildar Landsbankans og Landsbanka Islands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 18. september 1985 kl. 16.00. Borgarfógetaembaettiö I Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siöasta á hluta i Stífluseli 7, þingl. eign Siguröar Kristinsson- ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri miö- vikudaginn 18. september 1985 kl. 16.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð annaöog síöasta á hluta I Flúöaseli 12, þingi. eign Hlöövers Sigurösson- ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Veödeildar Lands- bankans og Sigríöar Thorlacius hdl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 18. september 1985 kl. 15.45. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs á Baldurshaga 12 viö Suöurlandsveg, þingl. eign Asgeirs Eggertssonar og Halldóru Ó. Eggertsdóttur, fer fram eftir kröfu Baldurs Guölaugssonar hrl. og Gjald- heimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri þriöjudaginn 17. september 1985 kl. 16.15. Borgarfógetaembættiö i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta I Hofsvallagötu 58, þingl. eign Hrafnkels Guöjónssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri þriöjudaginn 17. sept- ember 1985 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta i Fálkagötu 30, þingl. eign Hörpu Pálsdóttur, fer fram eftir kröfu Trygg- ingastofnunar rikisins, Jóns Ingólfssonar hdl. og Veðdeildar Lands- bankans á eigninni sjálfri þriöjudaginn 17. september 1985 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síöasta á Heiöarási 24, þingl. eign Sjafnar Jóhannsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri þriöjudag- inn 17. september 1985 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var 142., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaös 1985á H 17 Bakki við Hólmsland, þingl. eign Láru Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri þriöjudaginn 17. september 1985 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 142., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaös 1985á Sólvöllum viö Hólmsland (geymsla), þingl. eign Haröar Sigmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. september 1985 kl. 16.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta í Hraunbæ 102E, þingl. eign Línu Kragh, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 17. september 1985 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. *'?' —-------------------------------------- Nauðungaruppboð sem auglýst var i 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Hlaðbæ 3, þingl. eign Sveins Andréssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninnisjálfri þriöjudaginn 17. september 1985 kl. 13.45. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. ---------------------—---------—--------- Eftir „heimsfrægt" bað er vaðið i land með lax og málin rædd. við Norðurá i Borgarfirði. Stangaveiðimenn Nú reynir á samtakamáttinn Veiöitimanum fer nú aö ljúka og veiðimennirnir leggja stangimar á hilluna. Einkennilegu sumri er lokið og veiöimenn eru víst í vafa eitt áriö enn. Hvaö á að gera næsta sumar? Kaupa veiöileyfi á okurveröi eöa bara hrein- lega leggja stangimar á hilluna og láta ekki bjóða sér þetta lengur? Með sam- stöðu stangaveiðimanna væri hægt að ná fram verulegri lækkun á veiðileyf- um og stoppa árlegar hækkanir. Er ekki bara kominn tími til, veiðimenn? Gengur þetta öllu lengur? Hvort sem veiðimenn munu ná sam- stöðu næstu daga eða ekki verður eitt- hvað að gerast og það fyrr en seinna. Menn hafa ekki efni á þessu lengur, enda sést það best á öllum þeim veiði- leyfum sem ekki seldust í íslenskar veiðiár á sumrinu. Hvers vegna seld- ust þau ekki? Eru íslenskir veiðimenn kannski búnir aö fá nóg? Það skyldi þó aldrei vera? Nú reynir á hvort veiði- mam geta raunverulega staðib saman einu sinni. Eða eins og veiðimaðurinn sagði: „Núna held ég að þetta geti gerst og þá þarf sem flesta laxveiði- menn í þetta, annars gengur þetta alls ekki upp. Maður hefur séð fjölda veiði- manna fara í silungsveiðina í sumar og ef þetta heldur áfram eins og í sumar verða engir eftir, því máttu trúa. Hverjum á þá að selja flest veiðileyf- in? Maður hefur dregið mikið í land með kaup á veiðileyfum og mun gera það meira næsta sumar ef ekkert ger- ist í vetur, efnahagurinn leyfir þetta ekki.” „Ég er í verkfalli.” „Verkfalli?” spyr ég manninn í símanum, mikinn veiðimann. „Já, löngu verkfalli og það mun standa út sumarið.” „Einkenni- legt verkfall,” segi ég og vil fá að vita betur um þetta. „Þetta er veiðileyfa- verkfall og ég kaupi engin veiðileyfi núna.” „Jæja.” „Já, ég hefði átt að vera í góðum veiðitúr núna, lokatúr í toppveiðiá, en ég eyddi bara ekki pen- ing í það.” „Heldurðu að þetta beri árangur?” „Ég veit um fjölda veiði- manna sem hafa sagt hingað og ekki lengra, þetta gengur bara ekki lengur að árlegar hækkanir fari ekki eftir neiniun lögmálum.” „Á þá ekkert að renna meira í sumar?” „Jú, ég fer í ódýra veiðiá norðan heiða og þar er hægt að kaupa veiðileyfi ódýrt og svo getur maður mallaö sjálfur. Ef maður er í venjulegu fimm stjörnu veiðihúsi, þar sem fæðið er 2000 dagurinn, verður þetta allt öðruvísi en að elda bara sjálf- ur.” Já, hljóðið í veiðimönnum þessa dag- ana er einkennilegt og er það kannski ekkert skrítið, hægt var að fá veiðileyfi í hinum ótrúlegustu veiðiám síðustu veiðidagana eins og Vatnsdalsá, Víöi- dalsá og Miðfjarðará sem þótt hafa góðar veiöiár. Reyndar hefur Stanga- veiðifélag Reykjavíkur átt til nóg af veiðileyfum í Norðurá í Borgarfirði í nær allt sumar, en þar lauk veiðinni um mánaöamótin síöustu og verður fróðlegt að sjá hve miklu félagið tapar á ánni í sumar. Erlendir veiöimenn hafa löngum þótt búbót fyrir árleigjendur og bænd- ur, þeir koma inn í landið með mikinn gjaldeyri og kaupa yfirleitt mörg ár í röð. En þetta virðist vera að breytast og þeir eru farnir aö fatta þetta, þeir eru látnir borga dýr veiðileyfi ár hvert og samt er veiðin ekkert betri þótt veiðileyfin hækki. Veiðin hefur dregist saman í mörgum veiðiám sem þeir hafa sótt árlega í á besta tima. „Gull- tíminn” svokallaði hjá þeim er greini- lega enginn gulitími lengur. Endur- nýjun er mjög lítil í hópi erlendra veiðimanna og það er kannski ekki furða, verðið er orðið það hátt. „Þetta er voðalegt, áin er tóm og þeir útlendingar sem hafa veitt hér í tvo daga, hafa fengið 4 laxa,” sagði Heimir Barðason, leiðsögumaður við Víðidalsá, fyrr í sumar í samtali við DV. „Þetta eru toppveiðimenn og veiða vel í hyljunum með flugunni, en maður hefur heyrt á þeim aö þeir séu að hugsa um að koma ekki aftur. Þaö eru kannski 150—200 laxar í ánni og ég fór með veiðimenn í bleikjuveiði í morgun.” Já, þetta hefur veiðigædinn í Víði- dalsá að segja um veiðina og út- lendingana á „gulltímanum” í Víði- dalsá sem löngum hefur þótt góð veiði- á. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að þurfa að fara með erlenda veiðimenn í bleikjuveiði á besta tíma, bara til að fá eitthvað. Þessir veiðimenn koma örugglega ekki aftur, eins og heyrst hefur á þeim fleiri. „Landsbankinn i laxi. Þetta er meira Dauöahafið,” sagði Lúðvík Jós- epsson, formaður bankaráðs Lands- banka Island1-, þegar 500 þúsunda veiðitúmum lauk við Þverá. „Komiö ykkur í burtu, hypjið ykkur heim.” Veiðimenn á vegum varnarmálanefnd- aríNorðurá. Svo virðist sem DV sé eina blaðið sem þorir og hefur einhverja ábyrgð. Skrif og myndir blaösins um veiðiferð- ir ríkisfyrirtækja í laxveiði hér og þar í toppveiðiár á besta tíma hefur vakið þjóðarathygli. Ríkisfyrirtæki fara í veiði og láta almenning í landinu borga brúsann á sama tíma og almenningur hefur ekki efni á að renna fyrir nema silung. Hvaða sanngirni er í þessu? Því kaupa þessir menn ekki veiðileyfin, þeir ættu að hafa efni á því. Eða eins og einn veiðimaðurinn sagði. „Því borga þeir ekki veiðileyfin sjálfir ef þeir hafa áhuga á að renna fyrir lax eins og við, þetta er bara bruðl með almannafé.” Það sem vakti athygli undir það síð- asta í stóru ánum voru öll veiðileyfin sem voru til sölu. Hægt var að fá veiði- leyfi í mjög góöum veiðiám og nú spyr maöur. Hvers vegna voru veiðileyfin ekki lækkuð svo fleiri gætu komist í veiði? Þá hefðu einhverjir veiðimenn kannski getað keypt þau. Almenningur verflur kannski afl fylgjast mefl laxveiði úr fjarlægfl hór eftir?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.