Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Blaðsíða 29
DV. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1985. 29 Og i Endurkomu Martin Guorras. EINSTOK SPARNEYTNI í SPARAKSTURSKEPPNI BIKR OG DV 9.6’85 SIGRAÐIESCORT LASER í SÍNUM FLOKKI. BENSÍNEYÐSLA REYNDIST AÐEINS VERA 4.55 LÍTRAR Á100 KM. NÆSTU DAGA FÁUM VIÐ VIÐBÓTARSENDINGU AF ESCORT LASER, ÞAR SEM AÐEINS FÁEINUM BÍLUM ER ÓRÁÐSTAFAÐ BENDUM VIÐ VIÐSKIPTAVINUM OKKAR Á AÐ HAFA SAMBAND VIÐ KRISTÍNU EÐA ÞORBERG ( SÖLUDEILD OKKAR STRAX, EF ÞEIR VILJA TRYGGJA SÉR BÍL Opið virka daga frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl. 13-17 SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 Sími: 685100 „Einu sinni var ég á leið í lest niöur aö strönd. Ég var fimmtán ára þegar þetta geröist og með allgóðan hýjung og ekki sérlega hreinn eða vel til fara. A móti mér í lestarklefanum sat ákaf- lega fín kona. Hún starði látlaust á mig og var greinilega um og ó. Hræðsla hennar óx hröðum skrefum og mér var farið að leiðast þetta ákaf- lega. Eg byrjaði að ýlfra, klóra mér um allt og gefa frá mér alls kyns búk- hljóð. Konan skildi ekki að þetta var grín ogvarðsemlömuðaf hræðslu. Aö lokum hætti ég og sagði henni að ég væri bara að bregðast við framkomu hennar því hún horfði á mig eins og ég væri villidýr. Hún ærðist af hræðslu.” Þessi saga sem Gérard Depardieu sagði í viðtali nýlega við blaöið L’Express lýsir persónu þessa fræga leikara vel og kannski starfi hans einn- ig- Gérard Depardieu er ekki aðeins langfrægasti leikari Frakka. Hann er vafalaust þekktasti leikari á megin- landi Evrópu, sem eitthvað kveður að, og um leið einn besti kvikmyndaleik- ari heims. Depardieu er sjálfsagt þekktastur hérlendis fyrir leik í kvikmyndum á borð við Endurkomu Martin Guerre, 1900 eftir Bertolucci, Siðasta metró eftir Truff- aut og ekki síst Valsinum eftir Blier. Blier. Nýverið var frumsýnd á kvikmynda- hátíöinni í Feneyjum nýjasta mynd hans, Lögreglan (Police), sem Maurice Pialat leikstýrir. Pialat er einn besti leikstjóri Frakka ai því miður hafa of fáar myndir hans verið sýndar hér. Hann fékk öll helstu verðlaun í Frakklandi fyrir síðustu mynd sína „A nos amours”. Pialat og Depardieu hafa starfað saman áður en þá fór allt í háaloft, því báðir eru einstakir skapmenn. Maður gekk undir manns hönd til að sætta kumpánana. Þaö tókst og árangurinn er Police, þar sem Depardieu ferðast um í undirheimunum þar sem löggur, bóf- ar og mellur dansa furðudansa. Depardieu hættir aldrei: hann fór strax að leika í gjörólíkri mynd eftir Claude nokkum Berri. Á dagskránni: enn ein mynd með Bertrand Blier en þeir gerðu saman Valsinn sem sýnd var við mikla aösókn í Austurbæjarbíói fyrir margt löngu. Depardieu hefur lítt fengist við að leika í erlendum kvikmyndum með merkilegri undantekningu þó. Hann lék á móti Robert De Niro og fleiri frægum köppum í 1900, sem Italinn Bertolucci gerði. Enda þótt Hollywood heilli hann lítt er Depardieu orðinn nokkuð þekktur vestra því myndimar „La Chévre” og „Les Compéres”, léttar kómediur eftir Francis Veber, hafa náð hylli þar. Ifr Depardieu i Police. Depardieu í undirheimunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.