Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1985, Side 44
Sími ritstjórnar: 68-66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frótt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn Frjálst, óháö dagblað LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1985. Lögmaður Rainbow Navigation í málf lutningi í gær: Bandaríkjamenn beita Rainbow hefndaraðgerðum Oskar Magnússon, DV, Washlngton: „Bandaríkjamenn hafa beitt Rain- bow Navigation hefndaraðgerðum frá þvi að málaferlin hófust. Farmur sem viö höfum hingað til flutt frá Is- landi til Bandaríkjanna er nú fluttur meö flugvélum.” Þetta sagði Frank Costello, lögmaður Rainbow Navigation, meðal annars í málflutn- ingi fyrir alríkisdómstóli hér i Wash- ington í gær. Costello sagöi að Rain- Bónustilboð VSÍrætt Tilboð það sem Vinnuveitendasam- bandið lagði fram í fyrrinótt í bónus- deilunni var til umræðu á samninga- fundi í gær. Skömmu fyrir kvöldmat var gert tveggja stunda hlé á samn- ingafundi og umræðuhópar skipaðir til að ræða um framkvæmd og útfærsluat- riði á tilboði vinnuveitenda. Gagntil- boð hafði ekki borist. Búist var við að samningafundir myndu standa fram á nótt. -KMU. Ríkisstjómin fjallaði um fjárlög næsta árs á fundi sínum í gær. Á fundinum átti að reyna að ná sam- komulagi um niðurskurð fram- kvæmda næsta árs og nýja tekju- stofna til að ná endum saman á fjár- lögum. Fundinum var ekki lokið þeg- í ar DV fór í prentun. Þingmenn Framsóknarflokksins hittust fyrin ríkisstjómarfundinn í gær, en engin endanleg afstaöa var tekin til fjár-1 laganna. -APH aldrei verið sýnt f ram á ósanngjöm farmgjöld bow hefði nú þegar tapaö meira en 1 1/2 milljón króna frá upphafi mála- ferlanna vegna þess að minni farmur fengist nú frá íslandi en áður. Davíð Anderson, lögmaður Bandaríkja- stjómar, svaraði þessum ásökunum á þá leið að tilfærslur á fraktinni hefðu hafist áður en málaferli vora byrjuö, því væri ekkert samhengi þarámilli. Aðaldeiluefnið í þessum málaferí- um er hvort Bandaríkjamönnum sé heimilt að víkja frá lögunum frá 1904 sem veita bandariskum skipafélög- um einkarétt á sjóflutningum fyrir herinn. Samkvæmt lögunum er slikt aðeins heimilt ef sýnt er fram á óhóf- lega há og ósanngjörn farmgjöld, í þessu tilviki hjá Rainbow Navigation. Frank Costello hélt því fram að hvergi hefði verið sýnt fram á að Rainbow tæki of há gjöld enda væru gjöldin þau sömu og islensku skipafélögin heföu tekið í áraraðir. Davíð Anderson taldi farmgjöldin of há og auk þess væri heimilt að líta til annarra afbrigða, svo sem Öryggis Bandarikjanna og hagsmuna á sviði utanríkismála. Aðspurður af dómar- anum ítrekaöi Anderson að flota- málaráðherrann hefði einungis kom- ist að þeirri niðurstöðu að farmgjöld- in væri ósanngjöm og of há en ekki Albert Guflmundsson fjármálaráðhorra kysstf Vonandi boflar þafl gott. „rikiskassann" þegar hann gekk á ríkisstjórnarfundinn. DV-mynd GVA hefðu neinar skýringar fylgt þeirri ákvörðun. Af spurningum dómarans i réttarhöldunum fékk blaðamaður DV það á tilfinninguna að dómarinn hefði samúð með málstað Rainbow. „Ég vil ekki segja að hann sé búinn að dæma í málinu en hann hefur greinilega komið auga á veiluraar í málflutningi stjórnarinnar,” sagði Frank Costello, lögmaður Rainbow. -EIR. Vigdís f er í fyrramálið Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, leggur upp í hálfsmánaðar ferðalag í fyrramálið, sunnudags- morgun, klukkan 7.30. Forsetinn flýg- ur frá Keflavík með Flugleiðum til Kaupmannahafnar. Frá Kastmp-flugvelli flýgur Vigdís til Frankfurt þar sem hún gistir ásamt föruneyti sinu. Spánarheimsókn for- seta Islands hefst svo á mánudag er lent verður á Madrid-flugvelli. Hollandsheimsóknin hefst næstkom- andi fimmtudag og lýkur á laugardag. Frá Amsterdam heldur forsetinn til Kaupmannahafnar og dvelur þar í fjóra daga. Dagana25. til 29. septemb- er dvelur Vigdís í Björgvin i Noregi þar sem hún flytur lokaræðu á mál- þingi um menntir og menningu við há- skólann. Meðan á utanför forsetans stendur fara forsætisráðherra, forseti samein- aðs Alþingis og forseti Hæstaréttar með forsetavald. -KMU. Forsendur samninganna brostnar: „Þetta er vissulega mikið áhyggjuefni” segir hagfræðingur ASÍ EINANGRUNAR GLER 66 6160 Geir viil vita lengra nefi sínu? Verðlagsþróun undanfarið hefur farið verulega fram úr þeirri verðlagsþróun sem gert var ráð fyrir að yrði í kjarasamningum ASI og VSI í vor. Horfur em á að þessi þróun haldi áfram. I kjarasamningunum var gert ráð fyrir þremur viðmiðunum framfærslukostnaðar; 1. ágúst, 1. október og 1. des. Þó svo að verðlag fari fram úr þessum viðmiðunar- punktum er ekki hægt að segja upp samningum. Þeir geta fyrst gengið úr gildi um áramótin. Visitala framfærslukostnaðar fór um 0,6 prósent fram úr viðmiðun samningsins 1. ágúst. 1. september hækkaöi framfærslukostnaður um 2,6 prósent í stað tveggja prósenta sem ASI hafði gert ráð fyrir. Með öðmm orðum þýðir þetta að nú þegar er framfærslukostnaður kom- inn um 1,2 prósent fram úr viðmiðun kjarasamningsins. Nú er verið að reikna út hvernig áframhaidandi þróun verður. „Það er ljóst að októberviömiðunin stenst ekki. Hækkanir á kjöti koma nú inn i vísitöluna og aðrar hækkanir, sem ekki gefa tiiefni tii mikillar bjartsýni,” segir Bjöm Bjömsson, hagfræðingur ASl, við DV. „Þetta er vissulega mfldð áhyggju- efni og undirstrikar það sem við höfum alltaf sagt að þaö er varla gerlegt að gera samninga nema til skamms tíma, mánaða í senn, nema einhverjar tryggingar séu i mynd- inni,”segirBjörn. Hann bendir einnig á að skýring- arnar á þessari þróun séu m.a. það misgengi sem hefur skapast á milli Evrópumynta og Bandaríkjadala. -APH. Karpov vann Anatoly Karpov vann fjórðu einvíg- isskákina í Moskvu í gær. Er staöan þá jöfn milli þeirra Kasparovs, en hvor hefur tvo vinninga. Skákin fór í bið í fyrradag eftir 40 leiki. Að sögn kunnugra hafði Karpov betri stöðu þá, enda fór svo í gær, þeg- ar skákinni var fram haldið, að hann hafði betur í viðureigninni við Garry Kasparov. En sá síðarnefndi gafst upp eftir 63 leiki. -KÞ Geirvill upplýsing- ar um njósnarann Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra hefur falið sendiherrunum Ein- ari Ágústssyni í Kaupmannahöfn og Einari Benediktssyni í London að kanna hvort njósnir sovéska njósnarans Oleg Gordievsky snerta Is- land á einhvern hátt. Eins og fram kom í DV í gær var 25 Sovétmönnum vísað úr landi í Bretlandi eftir að njósnarinn leitaöi hælis þar. Gordievsky var áður í Kaupmanna- höfn og fór með málefni Noröurlanda. -JH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.