Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Page 1
DAGBLAÐIÐ —VÍSIR
248. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1985.
— Sovéski utanríkisráðherrann kom til landsins í morgun:
SEVARDNADZE VAR
KALT VID KOMUNA
„Það er kalt,” sagði Edvard
Sévardnadze, utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna, við blaðamann DV við
komu sína til Keflavíkurflugvallar í
gær.
Á móti ráðherranum tók Evgení Kos-
arev sendiherra sem þarna hitti þenn-
an yfirmann sinn í fyrsta sinn. Geir
Hallgrímsson utanríkisráðherra fagn-
aði Sévardnadze þegar hann sté af
flugvélastiganum. Þeir keyrðu svo í
sama bíl mót morgunroðanum í austri
til Reykjavíkur.
„Við munum ræða almennt um al-
þjóðamál og ef til vill um samskipti
þjóðanna tveggja ef slíkt ber á góma,”
sagði Geir Hallgrímsson viö DV.
„Þetta eru óformlegar viðræður.”
Viðkoma sovéska utanríkisráðherr-
ans er skyndiheimsókn sem Sovét-
menn stungu upp á. Edvard Sév-
ardnadze kom á fjögurra hreyfla
Iljúshin-62M þotu.
Hann átti að ræða við Geir Hall-
grímsson í ráðherrabústaðnum til
klukkan 9.35, en þá hugðist sovéski ut-
anríkisráðherrann halda 10 minútna
fréttamannafund. Áætlað flugtak var
svo klukkan 10.30.
Edvard Sévardnadze kemur frá
Kúbu þar sem hann heilsaði upp á
Kastro Kúbuleiðtoga. Áður hélt hann
ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna í
New York. Þar þótti mönnum til koma
aö hann bauð að Sovétmenn væru
reiðubúnir til aö gangast undir eftirlit
með því að þeir héldu hugsanlega
vopnatakmörkunarsamninga.
Þetta er líklega í fyrsta sinn sem
Sévardnadze stígur fæti á hervöll
NATO.
-ÞóG
Édvard Sévardnadze og Geir Hallgrímsson ganga að
bílum sínum. Svo keyrðu þeir í 10 bíla lest mót roðan-
um 1 austri til Reykjavíkur. Á innfelldu myndinni eru
Geir og Halldór Asgrímsson að ræða við sovéska ut
anríkisráðherrann.
DV-mynd GVA.
"nSbragð? 1 Þrumuskot
sparifjár- F m ■ m Ffmme
^EJ a atvmnulim
„Á því er enginn vafi að með þessu
er ríkissjóður að yfirbjóða atvinnulífið
á sparifjármarkaðnum og að þessi ráð-
stöfun heldur vöxtunum uppi meðan
hún er í gildi,” segir Pétur Blöndal,
forstjóri Kaupþings hf., um sölu spari-
skírteina rikissjóðs með afföllum.
Skírteini með bindingu til þriggja
ára eru nú um óákveöinn tíma til sölu
með verðtryggingu og 9,23% ávöxtun.
Nafnvextir eru 7% en sölugengi 94 af
100. Bankatryggð verðbréf fyrirtækja
voru til sölu með 10% ávöxtun, en hana
verður nú að hækka þar sem reikna
verður með 1% í eignarskatt.
Pétur Blöndal segir að daginn fyrir
þessa vaxtahækkun ríkissjóðs hafi
vextir á almennum verðbréfum verið
lækkaöir um 2%. Á bréfum einstakl-
inga er nú 14—16% ávöxtun en bréfum
fyrirtækja 13—15%. Hann taldi ekki
líklegt að þessir vextir hækkuðu aftur
nema ríkissjóður drægi til sín þeim
mun meira fé úr tilboði sínu.
„tJt af fyrir sig fagna ég því að ríkis-
sjóður tekur aukinn þátt í markaðn-
um,” segir Pétur, „en ég álít að rfldð
heföi getað náö sama árangri með því
að fylgjast betur með því sem er að
gerast og kynna á auðskiljanlegri hátt
kosti spariskírteinanna. Þetta tilboð
hefur vissulega þá þróun að vextir fari
lækkandi með vaxandi sparnaði og þaö
kemur fyrst og fremst við atvinnulíf-
ið.”
Pétur bendir á að fyrir aöeins hálfu
öðru ári hafi ávöxtun á verðbréfa-
markaönum verið nærri helmingi
lægri en í dag og þá verið nær því sem
eðlilegt væri. Að undanfömu hafi aukið
peningaframboð gefið vonir um að
stefndi á ný í eölilegra horf. Skyndiráö-
stöfun ríkissjóðs setji óhjákvæmilega
strik í reikninginn standi hún lengur en
nokkra daga.
HERB
Tippaðátólf
^^-sjábls.4
Varárekstur
herskipanna
afásetningi?
— sjá bls.8
•
Ríkiö leigir
ónothæfthús-
næöifyrir
Bifreiöa-
eftirlitiö
— sjá bls. 2
•
Hvareru
þingmenn
Framsóknar
flokksins?
— sjá bls. 14
Rínarvíniö flaut
íElliöavog
— sjá bls.ll
Kolbeinsey
boöinupp
ámorgun
-sjábls.5
Kampavíniö
flýturíLondon
— sjá bls. 10
Stöövunar-
skyldaúr
öllumáttum?
— sjá bls. 2
•
Kolsýru-
verksmiöja
í tengslum viö
Sjóefna-
vinnsluna
- sjá bls. 2