Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Page 2
2
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER1985.
— Ríkið leigir ónothæft húsnæði fyrir Bif reiðaeft irlit ið:
Eg hef ekkert haft
með húsið að gera
Rflúð hefur leigt stórt og mikiö hús
í nafni Bifreiðaeftirlitsins og gert
leigusamning um það til ársins 1995.
En þótt rfldð hafi peninga til að
borga leiguna eru engir peningar til
að ganga svo frá húsinu að það sé
nothæft.
„Eg hef ekkert með þessa skemmu
haft að gera. Við höfum enga aöstöðu
í henni og ég sé ekki að það verði í
bráð,” sagði Guðni Karlsson, for-
stööumaöur Bifreiöaeftirlitsins,
segir f orstöðumaður Bif reiðaef tirlitsins
þegar hann var spuröur um hús
þetta sem ríkið hefur leigt af Páli G.
Jónssyni í Pólaris. Húsiö er við Bílds-
höföa handan við Bifreiöaeftirlitið.
Olafur Walter Stefánsson, skrif-
stofustjóri í dómsmálaráöuneytinu,
sagði DV að undanfarin ár hefðu
tæknimenn verið sendir til útlanda til
að skoða og fylgjast með bifreiða-
eftirlitum erlendis.
„Þaö hafa verið lagöar fram
tillögur um hvernig eigi aö innrétta
nýja húsiö þannig að bifreiðaskoðun
geti farið þar fram. En þaö eru ekki
til peningar til að ganga frá húsinu,”
sagöi Olafur Walter.
„Við höfum nóga þekkingu til aö
koma upp fullkomnu bifreiöaeftirliti.
Þaö vantar aðeins húsnæði. Erlendis
telja menn það arðbært og góöa fjár-
festingu að byggja upp gott og
fullkomiö bifreiöaeftirlit. Þau eru
mikilvægur þáttur og spara víöa,”
sagöi Guöni Karlsson.
„Jú, þaö hljóta allir aö sjá að þaö
er dýrt að leigja hús sem ekki er
hægt að nota fyrir það verkefni sem
það var leigt til,” sagði Olafur
Walter.
Þess má að lokum geta að DV
hefur frétt að þetta húsnæöi Bifreiða-
eftirlitsins, sem hefur verið leigt til
1995, sé nú notað sem geymslu-
húsnæði fyrir gömul leiksvið
Þjóöleikhússins.
-SOS
Hér é myndinni sést skemman sem er leigfl i nafni Bifreiðaeftirlitsins. Í baksýn má sjá núverandi húsnœði Bifreiflaeftirlitsins sem er
ófullnœgjandi. DV-mynd: GVA
Ferskf isksölur erlendis:
íslenskur karfi full-
unninn i Þýskalandi
— og síðan seldur til Ameríku
,^Eg veit um dæmi þess að karfi
hafi veriö seldur á markaöi í Þýska-
landi og hafi síöan veriö unninn í
blokkir og seldur til Ameríku. Þetta
gerist á sama tima og karfablokkir
vantar héðan á Bandaríkjamarkað,”
sagöi Sighvatur Björgvinsson,
Alþýðuflokki, en hann hefur, ásamt
Helga Seljan, lagt fram ítarlegar
fyrirspumir um gámaútflutning á
ferskum fiski og sölur skipa erlendis.
Þeir spyrja m.a. hvort veittar séu
heimildir til sölu á ferskum fiski til
útlanda þó að hráefnisskortur sé í
heimahöfn viðkomandi fiskiskips.
Þeir vilja einnig fá að vita hversu
mikið hafi verið flutt út af ferskum
fiski á þessu ári og hvaöa skip hafi
seltmest.
„Hitt er svo annað mál hvemig
hægt er að selja ferskan fisk erlendis
á þreföldu verði miöaö við verð hér,
fullvinna hann og selja síðan á lægra
verði en við fáum í Bandaríkjunum,”
sagði Sighvatur sem vill vekja upp
umræöu um þessi mál.
„Islenskur sjómaöur, sem vill
selja fiskinn sinn hér á landi, verður í
raun að afsala sér tveimur þriðju
hlutum launa sinna því hann fær allt
að þrefalt verð erlendis.
Þaö verður að ræða þessi mál. Eg
held að við séum að komast á sviö
þróunarlandanna þegar við emm
byrjaðir að flytja út óunnar afurðir
okkar,” sagði Sighvatur.
APH
Ný umferðarregla
ívesturbænum
samþykkt í dag?
Allir bílar nemi
staðaráðuren
ekið er yf ir
gatnamótin
Fyrir umferðarnefnd Reykjavíkur
liggur tillaga frá Katrínu Fjeldsted um
að á gatnamótum Furumels og Haga-
mels við Melaskóla veröi stöðvunar-
skylda úr öllum áttum. Búist er viö að
á fundi umferðarnefndar í dag verði
samþykkt að reyna þetta
fyrirkomulag.
Gatnamót með stöðvunarskyldu
allra bíla, sem aö koma, eru algeng í
Bandaríkjunum. Þar gildir sú regla aö
þegar fleiri en einn koma aö gatna-
mótunum á sá sem fyrstur kom að
þeim að halda fyrst af stað yfir gatna-
mótin. Enginn hefur rétt til aö aka yfir
án þess að nema staöar áöur.
Hugsanlegt er að hægri réttur verði
látinn ráöa hver ekur fyrst af stað.
Umferðarnefnd hefur leitað álits lög-
reglustjóra. Niðurstaða hans er sú aö
ekkert sé því til fyrirstööu í lögum aö
stöövunarskylda veröi sett á allar
áttir.
Við Melaskóla er nú stöðvunar-
skylda við Furumel gagnvart Haga-
mel. Til að draga enn úr umferðar-
hraöa við skólann stendur umferðar-
nefnd fyrir því vali að fjölga
upphækkunum við gatnamótin eða
setjaástöðvunarskylduallra. -KMU.
Alþjóðafriðar-
musteri á
Þingvöllum
Pétur Sigurgeirsson biskup hefur
gert að tillögu sinni að byggð veröi
kristnitökukirkja á Þingvöllum er
veröi sérstakt musteri fyrirbæna um
friö á jörðu fyrir allar þjóðir. Þessi
tillaga er ein af.þeim tillögum sem
kristnitökunefnd hefur lagt fram um
undirbúning aö tilhögun hátíöahald-
anna á Þingvöllum áriö 2000.
„Þingvellir eru ekki aðeins staður
einnar þjóðar, heldur er hann heilög
jörð, með tilliti til þess að þjóðin hefur
lifað í 1000 ár frá kristnitöku án vopna-
veldis og unnið sína stærstu sigra án
vopna. Þetta musteri ætti að verða
staður þar sem bæöi útlendingar og
Islendingar geta beðið fyrir friöi á
jörð. Þjóð án vopna alla sína sögu
hefur sérstöðu hvaö varðar baráttuna
fyrir friði,” sagði Pétur Sigurgeirsson,
biskup Islands, í samtali við DV.
— Hafa komið upp hugmyndir um
hvar á Þingvöllum musterið ætti að
vera?
„Ekki er búið að hugsa um hvar
musterið gæti veriö en sú staðsetning
verður að sjálfsögðu valin með
hliösjón af heildarskipulagi Þingvalla-
svæðisins,” sagöi biskup Islands.
„Það verður að vanda til þessa
musteris alveg sérstaklega ogekkier
ráð nema i tima sé tekið,” sagði biskup
Islands að lokum. kb
KOLSÝRUVERKSMIÐIA
REIST A NÆSTA ÁRI
Rekstur
Sjóefna-
vinnsl-
unnar:
Samkvæmt tillögum stjómar Sjó-
efnavinnslunnar á Reykjanesi
verður lokið við að reisa 8000 tonna
saltverksmiöju og einnig 1560 tonna
kolsýruverksmiðjú í tengslum við
Sjóefnavinnsluna. Byggingartími er
áætlaður 1 ár og viðbótarfjárfesting
samfara þessu er áætluö 63 milljónir.
Samkvæmt markaösrannsóknum er
talið að þessi viðbótarfjárfesting muni
nc\to rHM '1 H ■ i
föstu verðlagi. Þessar upplýsingar
komu fram í svari Alberts Guömunds-
sonar iðnaðarráherra við fyrirspurn
Kjartans Jóhannssonar um rekstur
Sjóefnavinnslunnar.
I svari ráöherrans kom fram aö
helsti markaður fyrir kolsýru væri í
sambandi við notkun hennar í gróður-
húsum. Samstarf hefur tekist við
Félag garðyrkjubænda og Garðyrkju-
r^ificinq nrn ?»?S VynT?° n^tínffU Off
hagkvæmni þess aö auka
kolsýruinnihald í gróðurhúsum.
Ráðherra lagði áherslu á að fram
færi tilraunastarfsemi í Sjóefna-
vinnslunni. Akveðiö hefur verið aö
nota hana sem vettvang rannsókna á
nýtingu háhita og sölu á gufu til stór-
notenda og hefur verið veittur styrkur
til þess sem nemur 3 milljónum.
Einnig er unnið aö því að kanna hag-
verksmiðju á Reykjanesi.
Það kom einnig fram að allt salt sem
verksmiðjan hefur framleitt hefur
selst, aðallega til síldarsöltunar.
Framleiöslan hefur verið um 6 til 8
tonn á sólarhring.
„Kostnaöur fyrirtækisins umfram
tekjur, sem flokka má undir
rannsóknir, viðhald og gæslukostnað,
nemur nú að meðaltali um 1,6
mOl*Amirr* 6 f-v--' or ,*
stöðva núverandi fyrirkomulag og
koma á hagkvæmu rekstrarfyrir-
komulagi,” sagði ráðherrann m.a.
Áætlað er að afla fjármagns vegna
kostnaðar kolsýru- og saltverksmiðju
með því að auka hlutafé og með lán-
veitingum fjár úr endurlánareikningi
ríkissjóðs.
Bólrfærðar skuldir Sjóefnavinnslunn-
ar voru í ágúst rúmar 284 milljónir og
•:■'.'•••' »|»H