Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Qupperneq 10
10
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Kampavínið flýtur í London
og Karl og Díana brosa blítt
Umsjón:
Þórir Guðmundsscn
Gyða J. Jónsdóttir, f réttaritari DV, skrifar f rá London:
Vetur er genginn í garð, atvinnu-
leysi eykst hægt og sígandi og
kampavínsdrykkja hefur aldrei
verið meiri hér í landi. Það má
vera að England sé ólíkt öðrum
löndum hvað varðar krepputímabil
og tísku en það má samt segja að
ástandið hér í London sé næsta
undarlegt fyrir íslensk augu.
Óeirðir virðast spretta upp í öðrum
hverjum bæjarhluta þessa dagana,
lögreglunni hefur orðið það á að
skjóta blásaklausa svarta móður á
heimili sínu og sofandi barn í öðru
húsi og viku fyrir októberlok er
búið að setja upp jólaskreytingar í
Oxford Street.
En það er þetta með kampavínið.
Englendingar drekka mest kampa-
vin í heimi, miðað við höfðatölu,
þessa dagana. Auðvelt er að sjá
hvernig þeir ná þeirri stöðu. Ef
farið eh inn á bari og skemmtistaði
mið- og efri stéttarinnar er kampa-
vín aðaldrykkurinn - og ekki ein-
ungis hreint kampavín heldur
kampavínskokkteilar af ýmsum
gerðum.
Kampavínið er orðið stöðutákn.
Sá sem kaupir slíka flösku handa
félögum sínum að loknum vinnu-
degi er ekki bara að halda upp á
lok vinnudags. Hann er að segja:
„Ég á fullt af peningum.“ Að hafa
svona mikla peninga að kampavín
sé orðinn hversdagsdrykkur - það
er klassi.
í fatatískunni eru perlufestar og
demantar og grófar gullkeðjur
skartgripir hversdagsins og ef við-
komandi hefur ekki efni á hinum
raunverulegu gersemum þá er
auðvelt að verða sér úti um ódýrar
eftirlíkingar. Það sem skiptir máli
er að líta út fyrir að hafa peninga,
svo mikla að viðkomandi líti út
íyrir að vita ekki hvernig hann á
að eyða þeim.
Hér í landi eru hjón sem eiga svo
mikla peninga að þau vita varla
hvernig þau eiga að eyða þeim, og
þau eru líka undir kraftmikilli
smásjá fjölmið!a. Þetta eru prins-
inn og prinsessan af Wales, Karl
og Díana. Það var reyndar Díana
sem kom af stað perlufestatískunni.
Áður þótti það ekki við hæfi ann-
arra en eldri og heldri kvenna að
vefja margföldum perlufestum um
háls sér.
Nýlega var tekið sjónvarpsviðtal
við hjónin þar sem þeim var gefinn
kostur á að svara fyrir sig eftir allar
getgáturnar í dagblöðunum varð-
andi hjónaband þeirra, fatakaup
og matarlyst Díönu, auk áhuga
Karls á óvísindalegum læknisað-
ferðum, galdri og húsbyggingalist.
Þetta er í fyrsta skipti sem Díana
gefur slíkt viðtal svo- ekki var að
undra þó 20 milljónir áhorfenda
sætu sem límdar við skerminn.
Myndin, sem þeim tókst að gefa af
sjálfum sér, var hversu venjuleg
þau væru; í raun og veru ekkert
öðruvísi en við hin.
Þegar Díana var spurð út í fata-
kaup sín - í brúðkaupsferðinni var
hún í þrem til fjórum nýjum göllum
á dag - svaraði hún: Já, en ég gat
ekki gengið um í hlébarðaskinn-
um.
Díana lagði mikla áherslu á starf
sitt sem er aðallega að vera eigin-
kona og móðir og að heimsækja
spítala og aðrar stofnanir fyrir hina
veiku og fátæku. Hún vildi að
blöðin skrifuðu minna um útlit
hennar og hegðan en meira um
fólkið sem á bágt og þarfnast hjálp-
ar. Hún sagði hluti sem stinga mjög
í stúf við þá ímynd sem blöðin hafa
gefið af henni, eins og það að henni
hefði fundist brúðkaupið „alveg
hræðilegt".
- „í fyrsta lagi allt of langt að
ganga þetta hræðilega kirkjugólf."
Framtíðardrottning Breta hefur
augljóslega kímnigáfu. Maður
hennar átti erfitt með að halda á
yngri syni sínum í sjónvarpssal.
Svo virtist sem slík samskipti sem
faðmlög væru sjaldgæf og Harry lét
sem hann þekkti ekki pabba sinn.
Eitt skein berlega í gegn í þessu
45 mínútna sjónvarpsviðtali og það
er að Díana hefur Karl í vasanum
- og honum virðist líða þar mjög
vel. En í öllu viðtalinu var aldrei
minnst á peninga þeirra og eignir
og hvergi sást í kampavínsglas.
Díana var skartgripalaus.
„. . . Diana hefur Karl i vasanum. Og honum virðist líða þar mjög vel."
Holland:
Losnaði úr gíslingu eftir
60 stunda martröð
Frá Sigrúnu Harðardóttur,
fréttaritara DV í Amsterdam:
Átján ára gömlum pilti, Gijs van
Dam, var rænt fyrir utan heimili
hans í Amsterdam þriðjudagsmorg-
un í síðustu viku. Hann var færður
í flutningabíl til Lelystad, um
klukkustundar akstur frá Amst-
erdam, og lokaður þar inni í skáp
sem er einn sinnum tveir metrar
að stærð.
Ræningjamir fóru fram á átta
milljónir gyllina (rúmar 100 millj-
ónir íslenskra króna) í lausnarfé. k
meðan á gíslingunni stóð var
drengurinn sprautaður með val-
íum. Lengst framan af var honum
ekki færður matur. Þegar hann
loks fékk mat varð hann að borga
fyrir hann sjálfur.
Faðir piltins, 50 ára gamall kaup-
sýslumaður, réð einkaspæjara til
að vinna í málinu og tókst honum
að rekja ferðir mannræningjanna
til Lelystad. Lögreglan fékk ábend-
ingu frá móður eins ræningjanna
því hún áleit að eitthvað dularfullt
ætti sér stað í íbúð sonar síns.
Lögreglan umkringdi húsið og
aðfaranótt föstudags ók svo Merce-
des Benz frá húsinu og fylgdi lög-
reglan honum. Eftir mikinn elt-
ingaleik tókst lögreglunni að
stöðva bílinn í úthverfi Amsterdam
og lögðu Qögur ungmenni á flótta.
Einn flóttamannanna náðist á
bóndabæ þar sem bóndinn hafði
króað hann af inni í bás með hey-
kvísl að vopni. Hin þrjú náðust
Ræningjar piltsins eru nú komnir
má búast við því að þetta fangelsi í
þeirra.
í hendur lögreglunnar og því
Amsterdam sé nú heimkynni
fljótlega. Þetta voru þríj piltar og
ein stúlka á aldrinum 17 til 23 ára.
Einn piltanna hafði verið atvinnu-
hermaður í Libanon.
Enn er leitað tveggja manna sem
viðriðnir eru málið og eru þekktir
afbrotamenn.
í aftursæti bifreiðarinnar lá Gijs
bundinn. Hann var mjög þreyttur
eftir ævintýrið. Ekki er vitað hvers
vegna verið var að flytja hann um
nótt en hugsanlegt er talið að
skipta hafi átt á honum og lausnar-
fénu eða þá að flytja hafi átt hann
ánýjanfelustað.
Faðir piltsins hafði samið við
mannræningjana um að greiða
eina milljón gyllina í lausnarfé, eða
um 13 milljónir íslenskra króna.