Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Page 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER1985. Spurningin Hefur þú farið í leikhús nýlega? Ásgeir Samúelsson: Nei, það er nú orð-1 ið langt síðan en ætla að fara á Litlu hryllingsbúðina á föstudaginn. Sirry Jóhannsdóttir: Ég hef nú ekki farið í 20 ár en vildi gjarnan sjá leikrit- ið hans Kjartans í Iðnó sem verið er að sýna núna. Anna Ragnarsdóttir: Nei, ég hef ekki farið nýlega og þar er ekkert leikrit sem vekur áhuga minn núna. Jóna Guðmundsdóttir: Já,. mikil ósköp, ég fór á Land míns föður og þótti þaö sérstaklega gott leikrit með góðri tónlist. Þrándur Baldursson: Nei, en ég er allt- af að hugsa um það en það vill því miður oftast bregðast. Jón Þórðarson: Nei, en ég fer í leikhús ef ég hef tækifæri til þess. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hvar eru þingmenn Framsóknarflokksins? Stjórnarsinni skrifar: Þar sem ég er einn þeirra sem styðja núverandi ríkisstjórn fylgist ég gjarnan með því sem er að gerast i þjóðmálum, ekki síst því sem fram kemur hjá þessari ríkisstjórn. Vissulega er hún umdeild en er þó að mínu mati sú besta sem hefur setið hér um langt árabil. Það er þó einn ljóður á ráði hennar þegar hún á í deilum við andstæðinga úr öðrum flokkum, ekki síst þegar tekist er á í ríkis- fjölmiðlum, og raunar í blöðum líka. Ríkisstjórnin, eða þingflokkar hennar, eru alltaf að senda sömu mennina fram sem talsmenn. Það nær ekki nokkurri átt að bjóða kjósendum þingmanna okk- ar, ekki heldur úr röðum stjórnar- andstæðinga, að láta ekki þing- menn almennt koma fram til að svara hinum ýmsu málaflokkum sem á dagskrá eru. Hjá Sjálfstæðisflokki hefur þetta verið afleitt því þar koma alltaf fram sömu mennimir, en upp á síðkastið er eins og fleiri séu kall- aðir til að svara og koma fram í ýmsum málaflokkum. Sömu sögu er að segja um Al- þýðubandalag, þar eru helst tveir menn kallaðir til, þeir Svavar for- maður og Guðmundur J. Guð- mundsson. Nú sjást þeir ekki leng- ur, Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds, svo dæmi sé tekið. Fleiri þingmenn eiga þeir hjá Abl. en þeir koma lítið sem ekkert fram, utan hvað þeir eru sumir að senda frá sér kjallaragreinar í DV. Hjá smáflokkafarganinu er ekki um auðugan garð að gresja í þing- mannaliði en þeir láta þó hina fáu koma fram fyrir sína hönd og virð- ist skiptingin þar nokkuð jöfn milli manna. Hjá Framsóknarflokknum er þetta þó verst. Þar virðast ekki vera nema tveir menn á þingi, for- maðurinn og sjávarútvegsráð- herra; stundum þó dómsmálaráð- herra og æ sjaldnar húsnæðisráð- herrann. En þegar þessir þingmenn og ráðherrar hjá Framsóknarflokkn- um eru taldir þá virðist þing- mannalið framsóknarmanna líka upptalið. Af fjórtán manna þingliði er það mjög klént að ekki skuli nema fjór- ir menn geta komið fram í fjölmiðl- um fyrir flokkinn til að fjalla um hin ýmsu mál sem þeir ættu að geta rætt, ekki síður en ráðherrar. Þetta er ekki síður slæmt fyrir flokkinn sjálfan en okkur kjósend- ur því þeir sem sjaldan eða aldrei koma fram fyrir hönd flokksins gleymast hreinlega og eiga ekki upp á pallborðið sem talsmenn eða málsvarar. Herðið ykkur nú, framsóknar- menn, og skikkið þingmenn ykkar til að koma fram og sýna sig. Bréfritari er efins um gildi þess að hafa golfvöll í Fossvogsdal. Telur hann heppilegra að hafa hann í Fífuhvammslandi. Kópavogur: GOLFVÖLLUR í FOSSVOGSDAL Ragnar Jónsson skrifar: Það liggur við að maður fái fyrir hjartað þegar forystumenn í Kópa- vogi sýna golfíþróttinni slíkan áhuga að vilja leggja Fossvogsdalinn undir 18 holu golfvoll (eða 9). En hver er raunverulega ástæðan fyrir þessum áhuga? Golfíþróttin - eða tilraun til að koma í veg fyrir lagningu Foss- vogsbrautar? - Getið nú! Fyrir nokkrum árum, er ég undirrit- aður bjó í Kópavogi, kom einmitt upp þessi spuming um stofnun golf- klúbbs í Kópavogi og lagningu golf- Alþýðu- flokksmenn: Verkamaður í Dagsbrún hringdi: Nú sitja á Alþingi þeir mestu kratavesalingar sem Alþýðuflokkur- inn hefur átt. Eru það þeir Jón Bald- vin, Sighvatur Björgvinsson og þeirra félagar. Þessir menn eru komnir af verkalýðsforystumönnuin vallar en þá fannst engin lóð eða staður fyrir golfvöll, nema ef vera skyldi uppi við Lögberg sem ekki kom til greina vegna hæðar yfír sjáv- armál því að völlur þar yrði ekki nothæfur nema lítinn part ársins. Nei, Fossvogurinn er of lítill fyrir alvöru golfvöll eða, réttara sagt, of þröngur, eða hvað fyndist mönnum um að fá golfbolta inn í stofu hjá sér í tíma og ótíma? Slík er reynslan þar sem golfvellir eru innan um íbúðar- hús. Þar að auki fer golf ekki saman með öðmm íþróttum því þar sem og fylgja nú íhaldinu. Það er ekki nóg að blaðra linnulaust á Alþingi og haga sér svo eins og þeir gerðu í flugfreyjuverkfallinu. Um daginn voru 12 menn í áburð- arverksmiðjunni í verkfalli sem gat haft þær afleiðingar að það þyrfti að golf er leikið er hætta á ferðum! Ef aftur á móti forysta Kópavogs- kaupstaðar hefur virkilegan áhuga á að koma upp aðstöðu fyrir íþrótta- iðkanir og einnig að byggja upp alvöm 18 holu golfvöll þá eiga þeir besta golfvallar- og íþróttasvæði sem til er á öllu Stór-Reykjavíkursvæð- inu, fyrir utan Korpúlfsstaði, en það er Fífuhvammslandið! Þar væri hægt að byggja „super“ 18 holu golf- völl, auk annarra íþróttamann- virkja, öllum til ánægju en engum til ama. flytja inn áburð í stórum stíl. Þetta verkfall stóð í 2 mánuði en ekkert var gert þá. Hins vegar er rokið upp til handa og fóta og lög sett á hátíðis- degi kvenna til að stöðva lögmætar aðgerðir þeirra í launamálum. Skömm þeirra manna, sem stóðu að þessu, mun lengi lifa. Útvarpið: Frábærir þættirhjá Eyvmdi Ertendssyni Útvarpshlustandi hringdi: Ég vil færa útvarpinu og Ey- vindi Erlendssyni þakkir fyrir frá- bæra þætti á sunnudagskvöidum kl. 19.30 undir nafninu „Það er nú sem gerist“, þar sem fjallað er um hinar mannlegu hliðar lífs og til- vera. Hafið þökk fyrir. Pósturogsími: ánangrað lengi vegna bilunar Siguijón Jónsson: „Ég verð að segja að ég er ekki alveg sáttur við starfsemi Pósts og síma. Síminn hjá fyrirtæki minu úti á Seltjamamesi hefur verið meira og rainna í ólagi undanfarinn mánuð og var þar að auki bilaður í eina viku sam- fleytt. Þetta er alveg að fara með fyrirtækið því það troystir mikið á viðskiptavini úti á landi sem verða að hafa samband símleiðis. Hefur það verið þannig þennan mánuð að enginn hefur getað náð í okkur og viðskiptavinir okkar og við því orðið fyrir tilfinnan- legu tjóni. Auglýsingar okkar hafa einnig dottið dauðar niður út afþessu. Hjá Pósti og síma fást þau svör að þama sé verið að gera við ónýtan streng. Finnst mér það alveg hreint ótrúlegt hve illa gengur við það. Um frádrátt á símagjöldum út af þessu virðist ekki vera hægt að tala, nema þá lítils háttar lækkun á fastagjaldi, Símareikningarnir virðast vera það eina sem stenst áætlun hjá þessari stofnun." Hjá Pósti og síma varð Þorlelf- ur Björnsson fyrir svöram: „Svona tilfelli geta komið upp öðru hvora. Þarna hafa orðið þrjár alvarlegar bilanir með stuttu millibili. Þarna er ekki um trássaskap að ræða heldur hluti sem má alltaf búast við. Afnota- gjald þessa notanda verður lækk- að vegna þessarar bilunar." Brugðust í f lug- freyjudeilunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.