Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Page 16
16
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER1985.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Torfi Magnússon.
„Við stálum
þessum sigri”
— sagði Torfi Magnússon, Val,
eftir leikinn við ÍBK í gærkvöldi
„Við stálum þessum sigri,” sagði þjáifari og
leikmaður Vals, Torfi Magnússon, eftir sigurinn
á Keflavik í úrvalsdeildinni.
„Ég hamraði á því fyrir leikinn að Keflavíkur-
liðið væri mjög sterkt en einhvern veginn þá
trúðu menn því ekki innst inni. Liðið er miklu
sterkara en menn höfðu búist við fyrir mótið og
við vorum heppnir að fá bæði stigin,” sagði
Torfi sem var atkvæðamestur Valsmanna í
leiknum. 'fros
Uerdingen
steinlá
— áheimavellifþýsku
bikarkeppninni
Bikarmeistarar Uerdingen fengu heldur betur
slæma útreið hjá áhugamönnum Eintracht Tri-
er í 2. umferð bikarkeppninnar í Bayer Uerding-
en í gærkvöldi. Liðin höfðu gert markalaust
jafntefli, fyrst í Trier, en á heimavelli sínum í
gær steinlágu bikarmeistararnir. Trier sigraði
3—0. Harald Kohr var maðurinn bakvið sigur
Trier. Skoraði tvívegis með 10. mín. millibili í
síðari hálfleik. hsím.
80 milljónir
— fyrir eitt keppnistímabil
hjá LakersíNBA
Kareem Abdul-Jabbar, stigahæsti maðurinn í
NBA-deildinni frá upphafi meö 33.262 stig í byrj-
un þessa keppnistímabils, hefur ákveðið að
framlengja samning sinn við Los Angeles Lak-
ers fram til 1987.
Jabbar er elsti leikmaðurinn í bandarísku
deildinni og sá leikmaöur sem lengst hefur leik-
iö í henni, er nú á sínu 17. keppnistímabili. Hann
fær tvær milljónir fyrir keppnistímabiliö hjá
Lakers sem samsvarar litlum áltatíu milljónum
íslenskra króna. Jabber er 2,18 metrar á hæð og
leikur sem framherji. -fros
Ástralía eða
Nýja-Sjáland
leika um HM-sætið
við Skotland
Það reyndist Nýsjálendingum vel að fá Rufer-
bræðurna frá FC Ziirieh í HM-ieik sinn við ísraei
á laugardag í Auckland. Wynton Rufer skoraðí
strax á 2. mín. og Nýja-Sjáland sigraði, 3—1.
Malcolm Dunford og Coiin Walker skoruðu hin
tvö mörkin en Zahi Armeli eina mark Israel.
Áhorfendur 10.000.
Við sigurinn komst Nýja-Sjáland í efsta sæti
Eyjaálfu-riöilsins en þaö stóö þó stutt því á
sunnudag sigraöi Astralía Taiwan, 8—0. Þaö
veröur því úrslitaleikur í riðlinum, þegar Astra-
lía og Nýja-Sjáland leika 2. nóvember í Astralíu.
Það liöiö sem sigrar þar leikur tvo leiki viö Skot-
land um sæti í úrsUtum heimsmeistarakeppn-
innar í Mexíkó næsta sumar. Verði hins vegar
jafntefli þarf Nýja-Sjáland að sigra í leik sínum
við Israel, síðasta leiknum í riðlinum.
Staðaner nú þannig:
ÁstraUa 5 3 2 0 18- 2 8
Nýja-Sjáland 4 3 1 0 13- 2 7
Israel 5 2 1 2 14- 6 5
Taiwan 6 0 0 6 1—36 0
-hsim.
Einar þjófóttur
skoraði sigurkörfu Vals í leiknum gegn IBK í gærkvöldi
á lokasekúndu leiksins og tryggði Valsmönnum sigur, 73-70
Valsmaðurinn Einar Olafsson kem-
ur liklega seint tU með að gleyma ioka-
sekúndunni í leik liðsins við Keflavik i
úrvalsdeild körfuboltans í gærkvöldi.
Þegar aðeins ein sekúnda var eftir af
leiktimanum misstu Keflvikingar bolt-
ann. Valsmenn fengu innkast á sinum
vallarhelmingi og staðan var 70—70.
Leifur Gústafsson tók innkastið fyrir
Val og sendi boltann til Einars sem var
staddur i vonlausu skotfæri nálægt
miðiinu vallarins. Einar hafði snör
handtök, sendi boltann í áttina að Sður-
nesjakörfunni rétt áður en timaflautan
gall. Boltinn fór rakleiðis ofan í körf-
una án þess að snerta bringinn og þar
með höfðu Valsmenn unnið einn af
ótrúlegustu sigrum í islenskri íþrótta-
sögú. Lokatölur, 73—70, en Keflviking-
ar höfðu haft mikla forystu í fyrri hálf-
leiknum og meðal annars náð 20 stiga
forskoti. Valsmenn sem áttu alltaf
undir högg að sækja náðu að jafna leik-
inn sjö sekúndum fyrir ieikslok er Leif-
ur Gústafsson skoraði úr tveimur víta-
skotum.
En það var meira en heppni Vals-
manna (eða ótrúleg leikni) sem reið
baggamuninn í gærkvöldi. Nýliðar
IBK voru heimsins mestu klaufar að
missa forskot sitt niður á lokamínútun-
um. Þegar þrjár og hálf mínúta var
til loka var munurinn á liðunum tíu
stig. Þá fóru Valsmenn að reyna að
pressa á sókn Keflvíkinga og þaö gaf
góðan árangur. Keflvíkingar vissu
ekki sitt rjúkandi ráð og í þrígang náði
Torfi Magnússon knettinum af sóknar-
mönnum Keflavíkur sem í stað þess aö
spila knettinum fóru að reyna ýmislegt
upp á sitt eindæmi. Lokakaflinn var
reyndar sá eini er jafnræði var með lið-
unum. Leikur Keflvíkinga var frábær í
fyrri hálfleiknum. Allir leikmenn liðs-
ins voru mjög hreyfanlegir og Jón Kr.
Gíslason fór hreinlega á kostum. Hann
skoraði 19 stig í fyrri hálfleiknum og
var langbesti maður liðs síns í leikn-
um. Guðjón Skúlason lék vel lengst af
en fór illa að ráði sínu á lokamínútun-
um.
Torfi Magnússon hlýtur þó að teljast
maður þessa leiks. Hann stjórnaöi
vörn Valsliðsins eins og hershöföingi
og hélt Hreini Þorkelssyni algjörlega
niðri í leiknum. I sóknarleiknum var
hann einn Valsmanna fær um að hitta
ofan í körfuhringinn lengst af og án
hans heföi útkoma Vals orðiðslæm.
Stig Vals: Torfi 2í, Jón Steingrímsson 10,
Sturla örlygsson 9, Leifur Gústafsson og Ein-
ar Olafsson 8, Tómas Holton 6, Jóhannes
Magnússon 2, Björn Zoega 1.
Stig ÍBK: Jón Kr. 26, Sigurður Ingimundar-
son 15, Hreinn Þorkeisson 10, Óiafur Gott-
skálksson 9, Guðjón 6, Pétur Jónsson og Ing-
ólfur Haraldsson 2.
-frne
Loksins eru Frakkar
með sitt sterkasta lið
— í HM-leiknum við Lúxemborg í kvöld
Loksins kom að því að landsliðsþjálf-
ari Frakka í knattspyrnunni, Henri
Michel, gat stillt upp sínum bestu
mönnum í HM-leik. Það verður í kvöld
þegar Frakkar leika við Lúxemborg í
París í 4. riðli. Frakkar þurfa að sigra
með miklum mun og þá gæti þeim nægt
jafntefli þegar þeir ieika við Júgóslava
í París 16. nóvember til að tryggja sér
HM-sæti í Mexíkó.
Lið Frakka veröur þannig skipaö í
kvöld. Joel Bats, William Ayache,
Patrick Battiston, Maxime Bossis,
Manuel Amoros, Luis Fernandez, Jean
Tigana, Alain Giresse, Michel Platini,
Dominique Rocheteau og Jose Toure.
Staðan í riðlinum er þannig.
Búlgaría 7 5 11
A-Þýskaland 7 4 0 3
Júgóslavía 7 3 2 2
Frakkland 6 3 12
Lúxemborg 7 0 0 7
Búlgaría hefur þegar tryggt sér HM-
sæti en mikil keppni er um annað sæt-
ið. Frakkar virðast hafa mesta mögu-
leika með tvo heimaleiki eftir. Austur-
Þýskaland á eftir að leika við Búlgaríu
heima 16. nóvember. I sambandi við
leikinn í kvöld má geta þess að Lúxem-
borg hefur ekki sigrað Frakkland í 71 ár
og hefur ekki unniö HM-leik frá 1974.
Þá unnu þeir Tyrki 2—1.
Þá verða tveir aðrir HM-leikir í
kvöld í Evrópuriðlunum. Sovétríkin og
Noregur leika í 6. riðli í Moskvu.
Sovéskum nægir jafntefli en eflaust
12-3 11
14-8 8
7-6 8
7-4 7
2-21 0
Alain Giresse mun leika með Frökk-
um gegn Lúxemborg i kvöld en
hann hefur nú náð sér eftir slæm
meiðsli.
vinna þeir stórt og ná HM-sæti í riðlin-
um ásamt Dönum. Þá leika Albanía og
Grikkland í 1. riðli, leikur sem engu
máli skiptir. hsím.
Jóhannes Kristbjörnsson, besti leil
gegn KR, sést hér i baráttu við Pál Kol
„Stærsta stund i
hjá Swindon Tov
— sagði Lou Macari eftir að 4. deildar lið hans hafði slegið Sheff. Wed. út í deik
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
manni DV á Englandi.
„Ég er ekki aiveg búinn að átta mig
á þessu, spennan var mikil en þetta
var sanngjarn sigur. Stærsta stund
mín hjá Swindon Town,” sagði Lou
Macari, stjóri Swindon, eftir aö lið
hans — í 7. sæti í 4. deild — hafði slegið
Sheff. Wed. út í deildabikarnum í gær-
kvöldi í Swindon. Sheff. Wed. í þriðja
sæti í 1. deild. Það voru óvæntustu úr-
slitin I gær. Ungur strákur, Peter
Coine, skoraði eina mark leiksins á 10.
minútu, leikmaður sem áður hafði ver-
ið hjá Man. Utd. en látinn fara vegna
slæmrar hegðunar. Macari mundi eftir
honum frá því hann var hjá United og
fékk hann frá liði utan deildanna. Hann
var hetja 3. umferðarinnar. Það
merkilega var að Swindon var við að
skora fleiri mörk en Sheff. Wed. að
jafna. Og nú er Man. Utd. óskalið
Swindon í 4. umferð.
Ellefu leikir voru í 3. umferð í gær-
kvöldi. Deildabikarmeistarar Norwich
komust áfram eftir óvæntan sigur í
Luton og það gerðu einnig stórliðin
Everton, Liverpool og Man. Utd.
Nokkrir leikir verða háðir í kvöld en
úrslit í gær urðu þessi.
Birmingham—Southampton
Chelsea—Fulham
Coventry—WBA
Grimsby—Ipswich
Liverpoll—Brighton
Luton—Norwich
Man. Utd—West Ham
Portsmouth—Stoke
Shrewsbury—Everton
Watford—QPR
Swindon—Sheff. Wed.
1-1
1-1
0-0
0-2
4-0
0-2
1-0
2-0
1-4
0-1
1-0
Gífurlegur fögnuður braust út í
Swindon eftir leikinn — eins og liðið
hefði sigrað í keppninni. Það hefur
Swindon reyndar gert einu sinni sem 3.
deildar lið. Sigraði Arsenal í úrslitum
1965.
Þrenna Walsh
Liverpool hafði mikla yfirburði gegn
Brighton og Paul Walsh, sem vill fara
frá Liverpool, skoraði þrennu. Fyrsta
markið á 11. mín. 1—0 í hálfleik. Ken
Dalglish skoraði síðasta mark leiksins
á 70. mín. Walsh hefur nú skorað sex
mörk í þeim þremur leikjum sem hann
hefur leikið í stað Ian Rush.
Everton átti líka í litlum erfiðleikum
með Shrewsbury, eitt neðsta liö 2.
deildar. Þó var Shrewsbury drifið
áfram af 10.236 áhorfendum, betra lið-
ið framan af en gegn gangi leiksins
náði Graeme Sharp forustu fyrir
Everton á 21. mín. Skallaði í mark, 1—
0, í hálfleik en í byrjun þess síðari sendi
Darren Hughes knöttinn í eigið mark,
0—2. Colin Robinson minnkaði muninn
í 1—2 á 51. mín. en Kevin Sheedy skor-
aði fljótt þriöja mark Liverpool-liös-
ins. Adrian Heath það f jórða rétt í lok-
in.
Leikmenn Luton voru miklu meira
með knöttinn gegn Norwich en gátu
ekki skoraö. Deildabikarmeistarar
Norwich skoruðu tvívegis rétt eftir
miðjan fyrri hálfleikinn. Peter Mend-
ham á 29. mín. Steve Bruch beint úr
aukaspyrnu á 34. mín.
Bailey bjargaði United
Man. Utd. hafði yfirburði gegn West
Ham lengstum í fyrri hálfleik. Lítið þó
um færi nema hvað Jesper Olsen mis-
notaði opið færi. Rétt fyrir leikhléið
meiddist Mike Duxbury, tognaði á
fæti, og varð að yfirgefa völlinn. Paul
McGrath fór í stöðu hans og mesti
þunginn fór úr sóknarleik Man. Utd.
West Ham mun betra liðið framan af
s.h. en Bailey markvörður hélt liði sínu
á floti. Varði þrívegis snilldarlega frá
Cottee, Dickens og McAvennie. Á 77.
mín. brunaöi svo Olsen upp kantinn og
að endamörkum, gaf fyrir og Norman
Whiteseide skoraði. 33 þúsund áhorf-
endur önduðu léttar, Man. Utd. enn án
Strachan, Robson, Moses og Gidman.
Fyrsti tapleikur Lundúnaliðsins í 12
leikjum. Reyndar skoraði West Ham
eftir mark Whiteside beint úr auka-
spyrnu af 30 m færi en það var dæmt
af.
Mikil spenna var á Stamford Bridge
síðustu tvær mínúturnar í innbyrðis-
viðureign nágrannaliöanna, 0—0, og
fram á 88. mín. Þá skoraði Hazzard
fyrir Chelsea. 30 sek. síðar var dæmt
víti á Chelsea, sem fyrirliði Fulham,
Cliff Carr, skoraði úr og á síðustu sek-
úndum leiksins óð Keith Dublin,.bak-
vörður Chelsea, upp kantinn og sendi
knöttinn í netið. Dómarinn hafði hins
I
I
| — og Liverpool keypti
Það er margt skritið í lifinu, ekki
I síður í íþróttum en á öðrum sviðum.
| Laugardaginn 19. október sl. fékk
Mike Hooper, 22ja ára markvörður
I Wrexham, á sig sex mörk í 4. deUdar
“ leik í Aldershot á Englandi. Eftir
| leikinn kaUaði þjálfari Wrexham
Ihann tU sín, ekki tU að skamma
hann, heldur tU að skýra bonum frá
Iað menn frá Liverpool hefðu fylgst
með honum. Liverpool vUdi kaupa
I hann og Wrexham, Utla norður-
^welska félagið, mundi ekki leggja