Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Side 28
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER1985.
Ríkisfjölmiðlarnir hafa líflegan sýningarbás og á degi
fjölmiðlunar var upptaka unnin á staðnum. Þarna eru
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Sigrún Björnsdóttir
á fullri ferð.
í básnum meðal hárgreiðslufólks og snyrtifræðinga er
ýmislegt að gerast. Gestir eru teknir og klipptir og snyrt-
ir á ýmsa enda og kanta. Þessi fékk sérstaka meðhöndlun
sem ekki allir urðu aðnjótandi, enda mikil vinna að baki
slikri förðun. DV-myndirKAE
Bókagerðarmenn eru með ýmsa sýnisgripi sem vekja
mikinn áhuga sýningargesta. Þar má nefna áhöld til
bókbandsvinnu og sveinsstykki í iðngreininni.
í KVENNA-
SMIÐJU
Nú fer hver að verða síðastur að
sjá sýninguna á störfum kvenna í
seðlabankahúsinu nýja - Kvenna-
smiðjuna svonefndu. Opnað var á tíu
ára afmæli kvennafrídagsins á ís-
landi undir yfírskriftinni KONAN
VINNAN - KJÖRIN og gefst þarna
kjörið tækifæri til þess að kynnast
atvinnuþátttöku kvenna í þjóðfélag-
inu. Hver dagur er tileinkaður ein-
hverju ákveðnu - í dag eru það „VR,
STRV og SFR“ og á morgun „Um-
hverfi og byggingar". Morgundagur-
inn er jafnframt lokadagur sýningar-
innar sem opin er til klukkan tíu á
kvöldin.
Ýmislegt hefur verið unnið á
staðnum þessa daga síðan sýningin
var opnuð og margar athugasemdir
fallið sem seint gleymast. Einn karl-
maður leit á dögunum inn í básinn
hjá fjölmiðlafólkinu, fletti frétta-
blaðinu og sagðist ákveðinn í því að
fjárfesta í einu til tveimur eintökum.
„Biðið aðeins, _ég þarf að ná í
konuna. Hún hefur fjármálavaldið á
heimilinu og það hefur gefist vel í
gegnum árin. Það er betra að sá
hagsýnni sjái um þá hlið málanna
og konur eru oft miklu betri á því
sviði.“
Hann hvarf um stund og kom síðan
til baka með upphæðina - keypti
blaðið sitt og hvarf fyrir næsta horn,
hæstánægður með viðskiptin. Þetta
var ekki eina atvikið af þessu tagi
þannig að fjármálavaldið í landinu
er greinilega ekki alfarið í höndum
karlmanna.
Þess má geta að eintakið af
Kvennasmiðjunni kostar tíu krónur.
-baj.
Módelin ársgömlu kynntu sig og starfsemina í veitingastaðnum
Hollywood og fengu öll eitt stykki blóm í tilefni dagsins.
DV-mynd KAE.
ARSGOMUL MODEL
Það eru allir að eiga afmæli um þessar mundir og að sjálfsögðu er
ekki sleppt því tækifæri að halda upp á daginn. Eitt slíkt atvik var
gleðivaldur í veitingastaðnum Hollywood nú um helgina - samnefnd
módelsamtök urðu hvorki meira né minna en eins árs gömul. Ljós-
myndari DV mætti á staðinn og festi merkisatburðinn hið snarasta á
filmu.
Sunnudagurinn var tileinkaður íjölmiðlun og annarri útgáfustarfsemi. Þarna eru í bás Blaðamannafé-
lags íslands Magdalena Schram, Álfheiður Ingadóttir og Auður Hermannsdóttir, önnum kafnar við
vinnslu Kvennasmiðjunnar sem er fréttablað, unnið á staðnum.
Á valdi
kvenna
Þetta var erfiður dagur fyrir karl-
peninginn - miðbærinn í Reykjavík
alfarið á valdi kvenna - 24. október
síðastliðinn.
Á þessari mynd Gunnars Andrés-
sonar, ljósmyndara DV, sést bág
aðstaða manna af röngu kyni þennan
merkisdag. Þeir sem hættu sér út í
miðbænum fóru sér hægt og reyndu
að láta sem minnst á sér bera. Sumir
gægðust fyrir húshorn til þess að
vera vissir um að óhætt væri að
haida áfram - aðrir læddust með
veggjum, krepptu hnefana, bitu á
jaxlinn og hugguðu sig við að þetta
liði hjá eins og annað í tilverunni.
Tíu ára húllumhæ kvenna var að
renna sitt skeið á enda - hvað við
tekur veit enginn.
-baj.