Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER1985. 13 Alþýðubandalagið: Sjálfu sér trútt „Alþýðubandalagið hefur fyrir löngu I ^ kastað marxismanum og sósíalismanum fyrir borð. Það var gert þegar við stofnum AB.“ Það hafa margir orðið til þess að skrifa um Alþýðubandalagið og landsfundi þess. Svavar Gestsson segir að andstæðingar AB hafi orðið fyrir vonbrigðum og allir AB-menn, sem ég hef heyrt til, segja að flokkurinn sé betri en áður og lýðræðislegri. Morgunblaðs- menn spá áframhaldandi deilum og afturför en Jón Baldvin segir að AB hafi ekki alveg gert upp við hinn gamla arf „allsherjarsósíal- ismans". Ég sé þetta öðrum augum. Rétt eins og ég þóttist sjá aðdraganda landsfundarins öðrum augum en AB-menn sjálfir. Aðalvandi Alþýðubandalagsins er hvorki starfshættir, gallaðir forystumenn né skortur á stefnu. Vissulega er eitthvað til í slíkri gagnrýni en hún sneiðir hjá megin- atriðinu. Kratisminn er málið Því er nefnilega þveröfugt farið sem Jón Baldvin segir. Alþýðu- bandalagið hefur fyrir löngu kast- að marxismanum og sósíalisman- um fyrir borð. Það var gert þegar við stofnun AB. Síðan þá hefur verið unnið að því að hreinsa burt áhrif sósíalismans í starfi flokksins og þeirri stefnu sem birtist í starfi. Auðvitað eru enn í flokknum menn er hafa marxískar skoðanir en summa þeirra hefur ekki meiri áhrif í flokknum en frjálslyndar skoðanir hafa í Sjálfstæðisílokki. Einkunn Hjörleifs Guttormsson- ar í dagblaði fyrir fáeinum árum: - AB er sósíaldemókratiskt bandalag - er rétt. Og meirihluti flokks- manna vill svo hafa. í þessu leynist höfuðvandi AB. í einn stað er sósíaldemókratísk umbótastefna hvorki framtíðar- lausn né róttæk verkalýðspólítík og í annan stað er ekki rúm fyrir marga kratafiokka þegar til lengd- ar lætur: AB, Alþýðuflokk, BJ og fjölmarga einstaklinga. Greining Jóns Baldvins á stöðunni og hvatn- ing um sameiningu krata er rétt - nema hvað einn stór krataflokkur og hans starf getur aldrei orðið íslenskum launamönnum annað en plástur á holund úrelts þjóðfélags sem er uppfullt af ósættanlegum andstæðum. Blandað hagkerfi Unga fólkið í AB heldur að betri starfshættir og ný umbótastefna breyti þessari stöðu. Um leið skrif- ar það undir vottorð um langlífi „blandaðs hagkerfis" og heldur virkilega að það sé hægt að útrýma skattsvikum, okri, misskiptingu auðs, fátækt og spillingu án þess að kippa grunninum undan öllu efnahagskerfinu. Ofangreind atriði eru lífæðar kerfis þar sem það er lifibrauð fárra að skara eld að eigin köku með öllum tiltækum ráðum eða verða undir ella. Þetta fólk þorir ekki einu sinni að horfast í augu við krata Alþýðuflokks og BJ og segja: - Okkur skilja einung- is að fáein áhersluatriði. Utanrík- ismál hafa hvort eð er verið í skamm- arkróknum við stjórnun landsins og skipta litlu máli. Uppspretta kratismans Einhver kann að undrast hvernig ég megi halda því fram að umbóta- stefna og borgaralegir starfshættir geti verið vandi stjórnmálaflokks. Fimmtán ára vegferð A-flokkanna sýnir að svo er; staða verkalýðs- hreyfingar og máttleysi sýna að svo er. Stefna, sem ekki býður öllum þáttum séreignakerfisins byrginn, Kjallarinn ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSOIM, KENNARI, MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND færir launamenn ekki skref fram á við - þegar á heildina er litið og til langs tíma því umbótahlutverki hagræðinganna er lokið. Kratism- inn hefur átt þátt í að tryggja okkur borgaralegt þingræði, ýmis borgaraleg réttindi, almannatrygg- ingar og félagsþjónustu. En lengra verður ekki komist með hans hjálp. Þjóðfélagið elur án afláts á hug- myndum kratismans. Þokkalegur efnahagur, velferðarkerfi og hug- myndir um meiri jöfnuð (en ekki fullan) gera að verkum að sósíal- demókratisk stefna verður það róttækasta sem þingræðið býður upp á. Það er engin furða að höfuð- vigi kratismans er á Norðurlöndum og í þeim Evrópuríkjum sem auð- ugust eru. Alþýðubandalagið er angi af þessari þjóðfélagshreyfingu; borið uppi af atvinnustjórnmálamönn- um, skrifstofufólki úr verkalýðs- hreyfingunni og menntafólki með flöktandi og dálítið tæknikenndar hugmyndir. Verst er að síðast- nefndi hlutinn er meira upptekinn af því að vera ekki kerfiskarlar og -kerlingar en að segja þeim hug- myndum upp að framtíðin fyrir verkafólk sé fólgin í nýjum at- vinnugreinum og nýjum tækni- brellum. Hún er nefnilega fólgin i nýrri eignaskipan; byltingu yfir- ráða, ekki byltingu framleiðslu- tækja eða greina. Hitt kemur á eftir. Og í staðinn? Einhver kann líka að undrast að ég telji árangri verkalýðsflokks borgið með því að hampa marxisma og andstæðum þess sem AB stendur nú fyrir. Marxisminn er svo tamur þeim sem kúga alþýðuna; marxism- inn sem varð að hundstryggð við Sovétríkin. Ég veit vel að upptaka marxisma táknaði nú fylgishrun AB og ég veit vel að marxismi á íslandi þyrfti að verða annað en afbökun hans og ég veit að hann þyrfti endurnýjunar við. En hann er um leið eina hugmyndafræðin sem sýnir að okkar þjóðskipulag getur ekki staðið öldum saman; sem rissar upp stefnu andstæða stéttasamvinnu og lýsandi fyrir öðruvísi eigna- og stjórnskipulagi. Vinna eftir þeim nótum byrjar smátt þar sem sósíaldemókratísk stefna hefur mótað fjöldann í ára- tugi. Hún myndi leiða til pinulítils Alþýðubandalags - í byrjun. Hefði AB viljað afmarka sig frá hugmyndum, t.d. Jóns Baldvins, Halldórs ráðherra eða Svavars, um hvernig aðstoða á útgerðarkapítal- istana við að gera út og komast hjá væntanlegu skipbroti hins „blandaða hagkerfis" hefði lands- fundurinn átt að lýsa yfir þeirri stefnu að AB myndi keppa að því að endurskipuleggja útveginn í samvinnu smáútgerðarmanna, sjó- manna og fiskvinnslufólks - án arðræningjanna. En AB er sjálfu sér trútt og hefur öllu að tapa. Ari Trausti Guðmundsson. — er rétt. Og meirihluti flokksmanna vill svo hafa." Nauðungaruppboðið: Hvað gera þingmenn? ^ „Á þingi sitja menn sem eru svo klárir að þeir fara út í hinn stóra heim og halda fyrirlestur um stjórnmál í verðbólgu- ríki.“ í látlausri stofu í 3ja herbergja íbúð sitja ung og hnípin hjón. Nauðungaruppboðið á íbúðinni er afstaðið. Þau horfa út í bláinn. Þora ekki að líta hvort á annað. Hvað hafði eiginlega gerst? Hvað hafði farið úrskeiðis? Fyrir nokkr- um árum höfðu allir verið þeim sammála um að hið eina rétta væri að koma sér upp eigin húsnæði. Þannig sköpuðu þau sér öryggi fyrir sig og börnin. Mikilvægast væri að þurfa ekki að leigja. Það væri dýrt. Þar fyrir utan þyrfti kannski oft að flytja og börnin oft að skipta um umhverfi og skóla. Hann var kennari, hún fóstra. Börnin orðin þrjú. Þau höfðu unnið eins og skepnur undanfarin ár en engum endum náð saman. Lánin, sem þau höfðu tekið, höfðu bara hækkað og hækkað. í dag, einmitt í dag, hafði þeim reiknast þannig til að þau væru komin yfir erfiðasta hjallann. Hvert ættu þau að flytja? Ættu þau að leita til Félagsmálastofnunar? Hvað gerist eiginlega á þingi í svona málum? Var öllum sama? Á þingi og í borgarstjórn sitja menn sem hugsa um sameiningu BÚR og ísbjarnarins. Stórar pen- Kjallarinn ERNAV. INGÓLFSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR ingafúlgur í húfi. Hagsmunir þjóð- arinnar í veði. Allt skal gert til þess að bjarga þessum fyrirtækjum. Það er gert. Enginn bjargar þeim. Á þingi sitja menn og ræða mál Hafskips og skuldir þess við Út- vegsbankann. Litlar 510 milljónir króna eru nefndar í því sambandi. Þjóðarhagur í veði. Banki að fara á hausinn. Stórt fyrirtæki að fara á hausinn. Enginn segir af sér. íbúðin þeirra er upp á tæpar 2 milljónir króna. Á þingi sitja menn langt fram á nótt. Þeir sjá ekki eftir tíma sínum. Það þarf að stoppa flúgfreyjuverk- fall af. Flugsamgöngur við ísland í hættu. Hvar er Arnarflug? Enginn á þingi vakir yfir þeim. Á þingi sitja menn og ræða hin stórkostlegu okurlán sem á mark- aðnum eru. Bankarnir rjúfa þagn- aðarleynd sína. Hvers vegna? Þessi neðanjarðarstarfsemi ógnar bankaveldinu. Þá verður allt leyfi- legt. Kannski hefðu þau átt að taka okurlán. Á þingi sitja menn sem hugsa um hvort bankar séu of margir á ís- landi, miðað við önnur lönd. Of dýrar innréttingar, málverk, risna, laxveiði. Enginn banki gat lánað þeim. Á þingi sitja menn sem eru svo klárir að þeir fara út í hinn stóra heim og halda fyrirlestur um stjórnmál í verðbólguríki. Enginn flytur fyrirlestur um þau. Á þingi sitja menn og karpa um bjórmál og eitthvað álíka ómerki- legt. Þeir fara í hanastélsveislu á eftir og dást hverjir að öðrum. Skála. Enginn skálar fyrir þeim eða dáist að þeim. Á þingi sitja menn sem kjósa hverjir aðra í nefndir; nefndir sem búa til þykka doðranta. Síðan mæta nefndirnar með doðrantana á þingið því þeir eru svo miklir að vöxtum að enginn hefur tíma til þess að lesa þá. Það bregður svo við að örfáir þingmenn eru mættir í þingsölum til þess að hlusta. Þeir eru uppteknir við að búa til aðra doðranta. Hverjir búa til doðranta um þau? Það hefur verið gert. Doðrantur upp á 300 blaðsíður hefur litið dagsins ljós. Milliþinganefnd var nefnilega kosin í júni í sumar. Þessi nefnd var stofnuð og skipuð bæði stjórnarliðum og stjórnarandstæð- ingum. Átti að móta tillögur til úrlausnar. Hvað hefur gerst? Mátti kannski enginn þingmaður vera að því að hlusta á innihald doðrants- ins? Sigtúnshópurinn ætlar á næst- unni að birta opinberlega loforð þingmanna sem þeir hafa gefið um lausnir í húsnæðismálum. Á meðan. I öðrum íbúðum úti um allt land horfir ungt fólk hvort á annað með vonarneista í augum. Það er ekki fyrr en á morgun að þeirra íbúð fer undir hamarinn. Erna V. Ingólfsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.