Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Qupperneq 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER1985.
Spurningin
Ert þú búin(n) að fá þér vetrar-
skó?
Kristjana Pálsdóttir tölvuritari: Ég á
góöa vetrarskó síöan í fyrra og þarf því
ekki að fá mér nýja í ár.
Ingóifur Ingólfsson matreiðslumaður:
Nei, það eru engir peningar til fyrir
þeim. Eg verð bara aö þola kuldann í
vetur.
Sveinborg Lárusdóttir ræstingastjóri:
Nei, mig vantar ekki neitt, ekki heldur
vetrarskó. Eg er orðin svo gömui aö ég
þarf ekkert.
f
m
Hallgrimur Georgsson matreiðslu-
maður: Já, og þeir kostuöu töluvert
mikiö enda íslenskir.
Sveinborg Marteinsdóttir nemi: Nei,
ég er ekki búin að því og veit ekki hvort
ég kaupi nokkra. Vetrarskór eru dýrir.
Fjóla Ámadóttir myndlistarnemi:
Nei, ég á ágæta vetrarskó frá því í
fyrra og þarf því ekki nýja.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Eiðfaxí—frétta-
blað eða ekki?
Steingrímur Viktorsson, Heliu, skrif-
ar:
Þegar Eiöfaxi var stofnaöur átti aö
reyna aö bæta úr brýnni þörf er varö-
aði fréttaflutning af mótum hesta-
manna. Hlutverk þetta hefur blaðiö
rækt slælega, því miöur. Nú hafa dag-
blööin stórlega aukið flutning frétta frá
hestaþingum enda notar Eiöfaxi sér
þaö og vísar til úrslita á síðum þeirra.
Þarf því aftur aö safna blaöaúrklipp-
um til lestrar í svartasta skammdeg-
inu, eöa þar til 4. tbl. Hestsins okkar
kemur út meö hækkandi sól.
Svo segja menn: Eiðfaxi stendur
undir því nafni aö heita fréttablaö því
hann kemur út mánaöarlega, 11 sinn-
um á ári, meö frásagnir sem eru orðn-
ar 3ja mánaöa gamlar.
Á bernskudögum Eiöfaxa óttuöust
margir samkeppni milli Hestsins okk-
ar og Eiðfaxa. Bentu sumir þá á að ann-
aö væri fréttablað en hitt fræöslurit.
Nú er 10. tbl. Eiðfaxa undirlagt ættbók-
arskráningu, sem vanalega hefur birst
í 4. tbl. Hestsins okkar. FeLt styrkur
blaðsins í því aö hafa stjórnarmenn
L.H. innan sinna vébanda? Öttast rit-
nefnd Eiöfaxa nú samkeppni annars
staöarfrá?
Þessar hugleiöingar um útgáfu Eiö-
faxa eru ef til vill stundarfyrirbrigöi
eða mas einfeldnings sem ná ekki inn á
síður blaösins og verður því þar af leiö-
andi aö sendast dagblööum til birting-
ar.
Er þingbjallan hætt að duga til að
kalla þingmenn til funda?
Er stimpil-
klukka á þingi?
Kona spyr:
Af hverju er ekki stimpilklukka á Al-
þingi? Þingmenn mæta illa á fundi og
annaö. Slíkt mundi ekki líöast á öörum
vinnustöðum. Er ekki kominn tími til
aö breyta þessu?
Bréfritari telur óhæfu að börn þurfa að hirast utandyra meðan þau biða
eftir að skóli hefjist.
tímabundnir í þessu landi. Skólastjór-
ar, kennarar og gangaverðir. Þetta er
óhæfa. Breytið þessu strax.
I öllum skólum eru stórir og víðir
gangar; komið upp aöstöðu fyrir börn-
in til aö bíöa þar. Til þess þarf ekki
mikinn kostnað. Gáiö aö því aö börnin
eru á ykkar ábyrgð á meöan þau
dvelja í skólanum.
Svartir menn geta ekki stjórnað Suður-Af ríku
Konráö Friðfinnsson skrifar:
S-Afríka hefur að undanförnu all-
mikið veriö í fréttum. Þaö er talið að
ástandiö þar sé vægast sagt mjög
alvarlegt þessa stundina. Mannrétt-
indi aö engu höfö. Ofbeldi á götum
úti. Fangelsanir án dóms og þar
fram eftir götunum. Viö Islendingar
teljum okkur vera friöelskandi þjóö
og mótmælum því aö mannréttindi í
heiminum séu yfirleitt brotin. En að-
gát þarf aö hafa í öllum dómum. S-
afrískir verkamenn fóru þess á leit
viö þjóðir heims, og erum viö þar
meö taldir, aö sett yröi viöskipta-
bann á heimaland þeirra og hætt yröi
aö kaupa þaöan vörur. Veita þeim á
þann hátt stuðning í baráttu þeirra.
Ég veit hins vegar ekki hvort aö svo
stöddu yröi gert rétt meö þeim aö-
gerðum. Fréttaflutningur þaöan er
of einhliöa til aö vera almennilega
marktækur og er nauösynlegt af
þeim sökum aö skoöa málin vel frá
báöum hliðum til aö fá nákvæma
mynd af því sem raunverulega er
þar aö gerast áður en slík ákvöröun
er tekin. Ef væntanlegar efnahags-
aðgerðir okkar og annarra leiða hins
vegar til þess aö ólgan í landinu
magnast (sem ég er dálítið smeykur
um) eiga þær engan rétt á sér og
gætu leitt til óbætanlegs tjóns því
þarna er um mjög viðkvæmt mál aö
ræöa er gæti varðaö líf og limi hundr-
uö ef ekki þúsunda manna. Það yröi
ekki góö samviska aö bera, gleymum
því ekki, þótt göfugt sé aö styðja aör-
ar þjóöir til sjálfstæðis. Hvíti minni-
hlutinn er sagöur vera aö byggja upp
landið og um leið þjálfa og mennta
hina svörtu þegna til aö taka viö
stjórn landsins. Hvað svo sem satt er
í því. Þaö á ekki að gerast í einni
svipan heldur á talsvert löngum
tíma, sem að mínu mati er alveg
rétt, því Suður-Afríka er vanþróuö
þjóö. Fólk þar hefur ekki haft tæki-
færi til að mennta sig sem skyldi og
er því í flestum tilfellum ólæst og
óskrifandi. Því held ég aö svo komnu
máli aö fólkið sé ekki tilbúið aö taka
viö stjórninni. Tel þaö reyndar
bjarnargreiöa eins og málin standa í
dag. Auövitað reyna þeir hvítu í Suö-
ur-Afríku aö halda vinnu þar. Þaö er
ósköp eðlilegt því þeir líta á landiö
sem sitt heimaland. Enda búnir aö
vera þar í um tvö hundruð ár. Nógu
lengi til aö telja sig hafa jafnan rétt á
viö þá svörtu. En einu sinni sannast
máltækiö aö syndir feöranna bitni á
börnunum. Fólk er alltaf aö gjalda
fyrir mistök annarra. Og svo veröur
um ókomna framtíö, því miður.
Bréf til skólastjóra
allra grunnskóla Reykja-
víkur og nágrennis
R.G. skrifar:
I huga mér er ein brennandi spurn-
ing. Til hvers eru gangaverðir í grunn-
skólum? Er þaö til aö sjá um aö aldrei
stoppi barn eöa unglingur á göngun-
um?
Ég fór meö dótturdóttur mína, 7 ára,
í skóla í nágrenni Reykjavíkur. Kl.
13.00 átti hún aö mæta. Þá var hífandi
rok og vont él. Við vorum komnar 15
mínútum fyrir skólatíma og viti menn,
þarna undir húsvegg hímdu nokkrir
krakkar á sama aldri. Ég spurði því
þeir færu ekki inn. Og svarið var: Viö
megum þaö ekki. Getur nokkuö veriö
dæmigerðara en þetta um minni háttar
hópa í þjóðfélaginu. Allir heimta bætt
kjör og betri vinnuaöstööu, ekki síst
kennarar, en engum dettur í hug aö
ungmenni, sem hímir undir húsvegg
aö bíöa eftir aö skólatími hans byrji,
geti oröið kalt. Hvernig fyndist okkur,
ef viö kæmum í vinnuna fyrir tímann,
aö þurfa aö standa úti. Mér vitanlega
þarf þess enginn. Skóli er jú nokkurs
konar vinna og maður freistast til að
keyra barn í skólann í vondu veðri, þó
þaö sé aðeins of snemmt því allir eru
Bréfritari segir að ekki finnist „endamörk á nirfilshætti sumra sem að fiskvinnslu standa".
Nirfilsháttur forráða-
manna f rystihúsanna
Kristjana Vagnsdóttir, Þingeyri,
skrifar:
Endalaust heyrir maöur talaö um
erfiö kjör og illa afkomu fiskvinnslu-
fólks. Og hve erfitt sé aö, fá fólk til
starfa í þessari atvinnugrein. En
ekki er ég hissa á því eftir aö vera
búin aö vinna í henni í ellefu ár! Þaö
finnast ekki endamörk á nirfilshætti
forráðamanna sumra sem aö fisk-
vinnslu standa.
Fríöindi þeirra eru ekki í neinu
samræmi viö fríðindi þess hóps sem
verömætin skapa, sem sagt sjó-
manna og fiskvinnslufólks. Þessar
stéttir rembast viö að afla en þeir
sem eiga, eða eru valdir til aö halda
utan um græddan eyri, gengur það
ekki alltof vel. Nema i sparnaði sem
viö kemur launþeganum ahnennt.
Fyrir rúmu ári komst þaö í
samninga okkar aö viö skyldum
hljóta smáupphæö í viku hverri sem
skyldi borgast meö launum okkar.
Þetta eru kallaöir fatapeningar
sem nema í dag um 96 krónum á
viku. Þetta hefur víst verið í gangi
lengi á nokkrum stööum á landinu.
En í staö þess aö greiöa okkur þessa
peninga var ákveðiö af nokkrum
aöilum (aö sögn vinnuveitanda og
verkstjóra) aö þetta skyldi niöur
falla en í þess staö fengjum viö
þarfahluti, svo sem svuntur og
hanska, á vinnustaö á heild-
söluveröi?
Viti menn! Nú skyldu þessar
heimtufreku frystihúsakerlingar
ekki græöa of mikiö, nú skyldi hafist
handa. Vörubirgöir þessara þarfa-
flíka kannaöar og skyldu nú verð-
lagðar aö nýju þær birgðir sem fyrir
voru!
Ekki máttum við auðgast á
þessum óseldu hönskum, allt skyldi
nú vera á hreinu með þaö. Líklegast
er aö sala á þessum flíkum leggist
niður á vinnustaönum. Ég spyr: Er
þetta einn liöur í því að laða fólk aö
þessum vinnustöðum? Er ekki
kominn tími til að þetta fólk hafi
einhver fríðindi sem höfða til vinnu
þess, svo sem eins og þetta? Aö það
geti haldið áfram aö fá þessar þarfa-
flíkur á vinnustaö á heildsöluverði
þrátt fyrir aö þær fái þennan
(gullmola) sem kaupauka í viku
hverri?
Af hverju sér þetta fólk ekki sjálft
um þær breytingar sem þaö æskir
eftir? Uppfærslu þessara íbúöa, aö
sínu skapi, sér í hag? Fyrir sína eigin
peninga? ... Ekki fengi ég rúttaö til I
mínu gamla húsi á þann máta að þaö
félli inn í rekstrarkostnað Kaup-
félags Dýrfiröinga!
Og er þó full þörf á endurbótum.
Læt ég nú staðar numið og þykir víst
mörgum nóg að gert!
Stundum fær penninn í hendi minni
þessa óslökkvandi þörf til aö tjá
sig... Ég reyni bara aö fylgja hon-
umeftir!