Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1985, Síða 24
•'<* 24
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER1985.
Sími 27022 Þverholti 11
Smáauglýsingar
Blikkviðgerflir, múrum og
málum. Þakrennur og blikkkantar,
^ múrviögeröir, sílanúðun. Skipti á þök-
um og þéttum þök o.fl. o.fl. Tilboö eða
tímavinna. Abyrgö, sími 45909, 618897
eftir kl. 17.
Líkamsrækt
Sumarauki i Sólveri.
Bjóöum upp á sól, sána og vatnsnudd
í hreinlegu og þægilegu umhverfi.
Karla- og kvennatímar. Opiö virka
daga frá 8—23, laugardaga 10—20,
sunnudaga 13—20. Kaffi á könnunni.
Veriö ávallt velkomin Sólbaösstofan
Sólver, Brautarholti 4, sími 22224.
Sól og sæla er fullkomnasta
sólbaösstofan á Stór-Reykjavíkur-
svæöinu. 5 skipti í MA Jumbo lömpum
hjá okkur gefa mjög góöan árangur.
Viö notum aöeins speglaperur með B-
geisla í lægstu mörkum (0,1 B-geisl-
un), infrarauöir geisiar, megrun og
nuddbekkir. Ýtrasta hreinlætis gætt.
Allir bekkir eru sótthreinsaðir eftir
notkun. Opiö mánudaga—föstudaga kl.
6.30—23.30, laugardaga kl. 6.30—20,
sunnudaga kl. 9—20. Muniö morgunaf-
sláttinn. Veriö ávallt velkomin. Sól og
sæla, Hafnarstræti 7, 2. hæö, sími
10256.
IMudd.
Vöövanudd og svæöanudd, gufubaö,
heilsurækt og leikfimi, teygjuæfingar.
Mýkiö og styrkið líkamann. Tímapant-
anirínudd. Orkulind, sími 15888.
Afró, Sogavegi 216.
Frábærar JK perur í öllum bekkjum. Á
snyrtistofunni er opið á kvöldin og á
laugardögum. Kreditkortaþjónusta.
Snyrti- og sólbaösstofan Afró, sími
31711.
Silver Solarium.
Silver Solarium Ijósabekkir, toppbekk-
ir til aö slappa af í, meö eöa án andlits-
Ijósa. Leggjum áherslu á góöa þjón-
ustu. Allir bekkir sótthreinsaöir eftir
notkun. Opiö frá 7—23 alla virka daga
og 10—23 um helgar. Sólbaösstofan
Ánanaustum, sími 12355.
36 pera sólbekkir.
Bylting á Islandi. Bjóöum þaö sem
engin önnur stofa býður: 50% meiri
árangur í 36 viðurkenndum spegla-
perum, án bruna. Reyniö þaö nýjasta í
Solarium. Gufubaö, morgunafsláttur
i og kreditkortaþjónusta. Sól Saloon,
Laugavegi 99, símar 22580 og 24610.
Jólatilboð Sunnu til 10. des.
er 10 tímar á kr. 750 og 20 tímar á kr.
1.200. Eins og allir vita þá pössum viö
„ upp á perurnar, höfum fjölgaö ljósa-
bekkjum, hreinlæti í fyrirrúmi. Sunna,
Laufásvegi 17, sími 25280.
Sólbær, Skólavörðustig 3.
Á meðan aörir auglýsa bekki leggjum
viö áherslu á perurnar okkar því þaö
eru gæöi þeirra sem málið snýst um. I
dag eru þaö Gold-Sonne perurnar sem
lallir mæla meö. Pantið tíma í síma
26641. Sólbær.
Meiriháttar jólatilboð
frá 14/11—31/12, 20 tímar á aöeins
1000,10 tímar 600, 30 mín. í bekk gefa
meiri árangur. Seljum snyrtivörur í
tískulitunum. Veröiö brún fyrir jólin.
Holtasól, Dúfnahólum 4, sími 72226.
Hreingerningar
Þrif, hreingerningar,
teppahreinsun. Tökum aö okkur hrein-
gemingar á íbúöum, stigagöngum og
stofnunum, einnig teppahreinsun meö
nýrri djúphreinsunarvél sem hreinsar
með góöum árangri. Vanir og vand-
virkir menn. Uppl. í símum 33049,
667086. Haukur og Guðmundur Vignir.
Tökum að okkur
hreingemingar á íbúðum og stofn-
^unum. Góð þjónusta, vönduð vinna.
Uppl. í síma 12727 og heimasíma 29832.
Verkafl hf.
Hreingerningar—
kisilhreinsun. Tökum aö okkur hrein-
gemingar á íbúðum, stigagöngum,
stofnunum og fyrirtækjum. Tökum
einnig að okkur kísilhreinsanir á
flísum, baökerum, handlaugum o.fl.
"vGerum föst tilboö ef óskað er. Sími
72773.
Teppahreinsun.
Tek aö mér hreinsanir á teppum með
kraftmikilli teppahreinsivél sem skilar
teppunum svo til þurrum. Gerum
tilboö ef óskað er. Valdimar, sími
78803.
Hreingerningarfélagifl Snæfell,
Lindargötu 15. Tökum aö okkur hrein-
gemingar á íbúöum, stigagöngum og
skrifstofuhúsnæði, einnig teppa- og
húsgagnahreinsun. Utleiga á teppa- og
húsgagnahreinsivélum og vatnssugum.
Erum aftur byrjuð meö mottu-
hreinsunina. Móttaka og upplýsingar í
síma 23540.
Hólmbræður —
hreingerningastööin, stofnsett 1952.
Hreingerningar og teppahreinsun í
íbúöum, stigagöngum, skrifstofum
o.fl. Sogað vatn úr teppum sem hafa
blotnaö. Kreditkortaþjónusta. Sími
19017 og 641043, Ölafur Hólm.
Þvottabjörn-Nýtt.
Tökum aö okkur hreingerningar svo og
hreinsun á teppum, húsgögnum og bíl-
sætum. Gluggaþvottur. Sjúgum upp
vatn. Háþrýstiþvottur utanhúss o.fl.
Föst tilboð eöa tímavinna. örugg þjón-
usta. Símar 40402 og 54043.
Ásberg.
Tökum aö okkur hreingerningar á
íbúðum, stigagöngum og fyrirtækjum.
Ath. allt handþvegið, vönduö vinna,
gott fólk. Tökum einnig teppahreinsan-
ir. Símar 78008,20765 eða 17078.
Hreingerningaþjónusta
Valdimars Sveinssonar sími 72595.
Hreingerningar, ræstingar, glugga-
þvottur og fleira. Valdimar Sveinsson,
sími 72595.
Gólfteppahreinsun,
hreingerningar. Hreinsum teppi og
húsgögn meö háþrýstitækjum og sog-
afli, erum einnig meö sérstakar vélar
á ullarteppi. Gefum 3 kr. afslátt á
ferm í tómu húsnæöi. Erna og Þor-
steinn, sími 20888.
Þjónusta
Pípulagnir.
Tek aö mér flestallar pípulagnir, viö-
gerðir og breytingar. Uppl. i síma
671373.
Viltu innrammafl
olíumálverk á krónur 1—3 þús., sent
þér í póstkr. innan eins mán. Fyrir-
mynd, kort, ljósm., lagt í Ármúla 25,
pósthólf 8764,128 Reykjavík.
Kjötiðnaðarþjónusta.
Urbeinum stórgripakjöt, hökkum og
pökkum í frystikistuna, 1. flokks vinna.
Laugarás, símar 35570 og 82570.
Dyrasimar — loftnet —
þjófavarnabúnaður. Nýlagnir,
viðgerða- og varahlutaþjónusta á
dyrasímum, loftnetum viövörunar-
þjófavarnabúnaöi. Vakt allan sólar-
hringinn. Símar 671325 og 671292.
Seljum, rukkum, sendumst með
hluti, stóra ogsmáa,
þurfiröu slíkrar þjónustu með
tíma höfum nóg af.
Allt sem betrum bætum vér
þér til gagns og gamans
seljum, rukkum sendumst meö
hringdu meö það sama.
Símar 78139 og 46235.
Múrviðgerðir,
sprunguviögeröir, mótarif. Tökum aö
okkur allar múrviðgeröir og sprungu-
viögeröir, einnig mótarif og hreinsun,
vanir menn, föst tilboö eöa tímavinna.
Uppl. í síma 42873.
Innheimta.
Innheimtum vanskilaskuldir fyrir
einstaklinga og fyrirtæki, svo sem
reikninga, víxla, innstæðulausar
ávísanir o.fl. Traust þjónusta. Opiö
þriöjud., miðvikud. og fimmtud. kl.
13—17, mánudaga og föstud. 10—12 og
13-17, laugard.kl. 10-12.
IH þjónustan,
innheimtuþjónusta, veröbréfasala,
Siðumúla 4,2. hæö, sími 36668.
Viltu málverk eftir Ijósmynd?
Sendu hana, þá færðu póstsent mál-
verk innan mánaðar á ca 1.500—2.000
krónur. Listmálarinn Seir, Grettisgötu
71.
Jólin nálgast,
eflaust margt sem þarf aö gera, nýjar
innréttingar, hurðir, parket, panel-
klæðningar, gluggar og glerísetning
eöa hvað sem er. Látiö fagmanninn
vinna verkiö. Sími 83869.
Tveir trésmiðir
taka aö sér uppsetningar á innrétting-
um, hurðum, loftaklæöningum, milli-
veggjum og allri annarri innréttinga-
smíöi. Vönduö vinna. Sími 76807,79767.
Málningarvinna.
Tökum aö okkur alla málningarvinnu.
Gerum föst tilboö ef óskaö er. Aðeins
fagmenn. Uppl. í síma 84924 eftir kl. 18
á virkum dögum og allar helgar.
Tökum að okkur að mála,
íbúöir, stigaganga og allt innanhúss.
Gerum föst tilboð eöa tímavinna. Sími
79794.
Ísskápaþjónusta Hauks.
Geri viö frystikistur og kæliskápa á
staðnum. Gef tilboö í viðgerð að
kostnaöarlausu. Einstök þjónusta.
Geymiö auglýsinguna. Sími 32632.
Chevy Van '76,
8 cyl., sjálfskiptur, plussklæddur,
krómfelgur, góöar stereogræjur, góö
kjör/skipti. Sími 92-6618, Benedikt, eöa
Bílasalan Start, 687848.
Volvo 345 DL '82 til sölu,
sjálfsk. ekinn 38 þús. km, hvítur. Sami
eigandi, sumar- og vetrarhjólb.,
dekurbíll í sérflokki. Verö 315 þús. Sími
54951 e.kl. 17.
Stóll sem hæfir hvar
sem er, sterkur, stílhreinn og afar
þægilegur, fæst meö leöurlíki og taui,
ýmsir litir. Mikið úrval af borðum.
Klæöum gamla stóla og gerum þá sem
nýja. Sólóhúsgögn, Kirkjusandi viö
Laugalæk, sur'i 35005.
Nýkomið úrval
af síöum ullarjökkum og kápum, einnig
grófprjónuöum klukkuprjónspeysum í
tískulitunum og satínblússum, verö kr.
700. Verksmiöjusalan, Skólavöröustíg
43, sími 14197, opið laugardaga 9.30 til
12.30. Póstsendum.
TBiodroga
SNYRTIVÖRUR
Madonna fótaaðgerða- og
snyrtistofan, Skipholti 21, sími 25380.
Stofan er opin virka daga 13—21 og
laugardaga frá 13—18. Kynnið ykkur
verö og þjónustu. Veriö velkomin.
Lego.
Allt að 30% afsláttur af Lego kubbum,
eldri öskjum. Brúöuvagnar, brúðu-
kerrur, fjarstýröir bílar, snúrustýröir
bílar, Masters, Fisher price, Sindyvör-
ur. Full búð af vörum á gömlu veröi.
Spariö þúsundir og versliö tímanlega
fyrir jól. Póstsendum. Leikfangahúsiö,
Skólavörðustíg 10, sími 14806.
Furuhlaðrúm á mjög
góðu verði frá kr. 11.950 með dýnum.
Verslið ódýrt. Versliö í Nýborg. Sími
82470. Nýborg, Skútuvogi4.
Borðtennisborð
m/neti á hjólum, kr. 16.690 og 20.100.
Póstsendum. Utilíf, sími 82922.
Æfingatæki
í úrvali, bekkur (sjá mynd), kr. 13.500,
þrekhjól kr. 7.420 og 11.660.
Póstsendum. Utilíf, sími 82922.
Skíðaleiga — skautaleiga —
skíöavöruverslun — nýtt/notað —
skíöaviögerðir. Erbacher, vesturþýsk
toppskíöi. Riesinger, vönduö austur-
rísk barna- og unglingaskíöi á ótrúlegu
veröi. Tecknica samlokuskór, Salomon
bindingar. Tökum notaöan skíöabúnaö
upp í nýjan! Sportleigan — Skíðaleig-
an/búðin viö Umferöarmiöstööina.
Sími 13072.
HÓTEL
AKUREYRI
Hafnarstræti 98 Sími 96-22525
RESTAURANT
er opin allan daginn til
miðnættis en þá tekur
nætureldhúsið við til kl.
3.00, nema um helgar til
kl. 6.00 á morgnana, sent
heim á nóttunni.
★
Sérkrydduðu kjúklingarn-
ir frá Sveinbjarnargerði
eru hvergi ódýrari.
★
Kaffihlaðborðið okkar er
veglegt og mjög ódýrt.
★
Hjá okkur eru oftóvæntar
skemmtanir fyrir matar-
gesti.