Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Side 4
4
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 26. NÓVEMBER1985.
DV tekur í notkun
eitt af stærstu
tölvukerfum landsins
Gjörbylting er orðin í allri vinnslu
DV. Blaðið hefur tekið í notkun
tölvukerfi, sem er eitt hið stærsta
í landinu. Svo sem fram kom í DV
í gær er starfsemi blaðsins nánast
öll undir sama þaki nú í nýju og
glæsilegu húsi við Þverholt 11.
Tæknibyltingin fór fram samfara
flutningnum. Ritvélaglamur heyrir
nú sögunni til á ritstjóm DV. Nú
sitja blaðamenn fyrir framan tölv-
uskjái og ganga frá sínu efni til
fréttastjóra og hönnunardeildar.
Þaðan er gengið frá efninu til
prentsmiðju.
Hentugasta kerfið
Tölvukerfið er norskt af gerðinni
Norsk Data. Nokkuð er nú liðið á
þriðja ár frá því farið var að huga
að nýjum tækjabúnaði. Valið stóð
milli íjögurra til fimm sérhæfðra
fyrirtækja. Norsk Data var valið
þar sem það er sérhannað til notk-
unar á blöðum. Þá var það fyrir-
tæki lengst komið í þvi að ráða við
íslenska orðaskiptingu. Kerfið
hentaði einnig vel, þar sem dagblöð
á Norðurlöndum em unnin á svip-
aðan hátt og hérlendis.
Hjarta blaðsins
Það má segja að hjarta blaðsins
sé nú fjórar tölvur. Hver um sig
hefur innra minni sem er 3 MB,
þ.e. þrjár milljónir bókstafa. Sam-
tals er því innra minni þeirra tólf
milljónir bókstafa. Við þessar tölv-
ur eru tengdir sex seguldiskar.
Hver þeirra er með 288 MB, eða
288 milljóna bókstafa minni. Heild-
arminnið er því um 1,7 GB, eða sem
svarar 1,7 milljörðum bókstafa. Til
gamans má geta þess að eitt tölu-
blað af DV inniheldur um það bil
eina milljón bókstafa.
j dag mælir Dagfari______________I dag mælir Págfari ___________j dag mælir Dagfari
fram í vor.
Fyrir okkur hin, sem ekki
tókum þátt í prófkjörinu, er
ástæðulaust að hafa áhyggjur
af þessu í bili. Við skulum þakka
fyrir að þessi gerningahríð aug-
lýsinga og áróðursbæklinga er
gengin yfir. Einhveijir fram-
bjóðendanna munu sjálfsagt
sleikja sár sín og komast að
þeirri niðurstöðu að laun heims-
ins séu vanþakklæti. Eftir
stendur sú kald- ranalega stað-
reynd að það er ekki nóg, þegar
lýðræðið er annars vegar, að
hafa alla hæfileika til að bera,
reynslu, þekkingu, hugmyndir
og útlit. Það sem skiptir máli í
prófkosningum er að eiga nógu
stóra fjölskyldu og vini sem
hægt er að hringja í þegar mikið
liggur við.
Það er hins vegar huggun
harmi gegn fyrir alla þá sem
ekki náðu í annað sætið eða
borguðu nokkur hundruð þús-
Und í herkostnað til að verða
hornrekur á listanum að Reyk-
víkingar munu fljótlega gleyma
öllu oflofmu sem frambjóðend-
urnir báru á sjálfa sig þannig
að þeir verða ekki að athlægi
nema rétt þessa vikuna. Dagfari
Gemingahríðinni lokið
Þá er blessuðu prófkjörinu
lokið hjá íhaldinu. Ekki verður
með sanni sagt að kjörsókn hafi
verið upp á marga fiska, að
minnsta kosti í öfugu hlutfalli
við auglýsingaflóðið sem gengið
hefur yfir Reykvíkinga síðustu
dagana. Sagt er að sumir fram-
bjóðendanna hafi varið allt upp
í hálfri milljón króna í herkostn-
að, án þess þó að gera betur en
að slefa inn á listann. Það hlýtur
að vera eftirsóknarvert að
komast í borgarstjórn þegar
menn vilja borga með sér með
þessum hætti. Og eftir hveiju
skyldi blessað fólkið vera að
slægjast þegar alkunna er og
raunar viðurkennt af borgar-
fulltrúunum sjálfum að Davíð
borgarstjóri ráði öllu sem máli
skiptir? Kannski er það orðið
hundruð þúsund króna virði að
fá að rétta upp höndina og að
minnsta kosti létu frambjóð-
endur þannig fyrir þetta próf-
kjör að himinn og jörð mundu
farast ef þeir fengju ekki umboð
til að gera það sem Davíð viU
aðþeirgeri.
Fyrir nokkru varð mikið íra-
fár í Laugarnesinu þegar íbú-
arnir í hverfinu vildu koma í veg
fyrir að afturbatafangar fengju
þar búsetu. En ónæðið, sem
hlýst af blessuðum föngunum,
er áreiðanlega hátíð á móts við
það heimilisböl sem skapast af
því að vera í einhverjum tengsl-
um við frambjóðendur hjá
íhaldinu. Og jafnvel þeir sem
ekki hafa annað til saka unnið
heldur en að búa í borginni og
eiga póstkassa hafa ekki haft
heimilisfrið fyrir flóði af áróð-
ursbæklingum og upphringing-
um. Ef Reykvíkingar vilja hafa
frið fyrir föngum, er þá ekki
kominn tími til að einhver íbúa-
samtök skeri upp herör gegn
frambjóðendum? Er ekki
ástæða fyrir frambjóðendur,
sem endilega vilja rétta upp
hendurnar fyrir Davíð, að þeir
komi sér saman um að senda
hver öðrum upplýsingarnar um
ágæti sitt í stað þess að ónáða
friðsama samborgara sína með
þessum ósköpum.
Það kemur enda í ljós af kjör-
sókninni að kjósendur ná varla
mikið út fyrir nánustu skyld-
menni, vini og kunningja.
Svona prófkjör ganga eiginlega
út á það að sá nær bestri kosn-
ingu sem á stærstu fjölskyld-
una. Frambjóðendur hjá íhald-
inu eiga að leggja til í framtíð-
inni að öllum kosningum verði
sleppt en í stað þess efni þeir til
ættarmóta og fjölskyldupartía
og raðist síðan á listann eftir því
hve margir mæta.
Davíð hlaut rússneska kosn-
ingu eins og vænta mátti í lýð-
ræðislegum flokki þar sem lýð-
ræðið er fólgið í því að flokks-
menD greiða hinum útvöldu
atkvæði samkvæmt ákvörðun
ílokksforystunnar. Þetta hefur
verið útþrykkilega tíundað í
leiður- um Morgunblaðsins og
annars staðar þar sem lýðræðið
blómstrar. Fram að þessu hefur
flokkurinn átt Davíð og hrósað
happi. Nú á Davíð flokkinn og
báðir hrósa happi. Darraðar-
dansinn í prófkjörinu, þar sem
frambjóðendur hafa borið á
sjálfa sig lof og prís til að kom-
ast í annað sætið, hefur ekki
leitt til annars en þess að nú er
uppi megn óánægja að aðeins
einn komst í annað sætið. Má
vænta þess að frambjóðendurn-
ir finni það fljótlega út að þetta
sé ekki þeim sjálfum að kenna
heldur kjósendunum og stefnir
nú allt í það að obbinn af fylk-
ingunni fari í fýlu.
Fýlupokunum verður að vísu
raðað á listann nokkurn veginn
eins og fjölskyldur þeirra kusu
en ihaldið þarf á öllum sínum
leiðurum að halda til að kveða
niður tröllafýluna í liðinu sem á
að punta upp á borgarstjórann
þegar alvörukosningarnar fara
80 útstöðvar
Þegar eru komnir í notkun um
50 skjáir eða útstöðvar, flestir í
notkun á ritstjórn blaðsins. Fyrir
hendi er 61 skjár og verður afgang-
urinn tekinn í notkun innan
skamms. Þegar allt kerfi blaðsins
verður komið í gang verða um 80
fasttengdir skjáir í notkun.
Fullkomnustu setningarvélar
011 vinnsla blaðsins verður nú
tölvuvædd. Gildir það jafnt um
ritstjóm og hönnun, prentsmiðju
og ljóssetningu, safnvinnslu, aug-
lýsingar, áskrift, dreifingu og bók-
hald. í prentsmiðju hafa verið tekn-
ar í notkun fullkomnustu setning-
arvélar sem völ er á. Þær vinna
með leysigeislum samkvæmt áður
gerðu forriti. í þessum vélum er
innbyggt forrit þannig að í framtíð-
Þegar gengið er inn um aðalinngang er þar móttaka, símaborð
og smáauglýsingar.
Setningartækin fullkomnu, sem
búin eru leysigeislum.
DV-myndir PK.
Skrifstofurnar í Þverholti 11 eru allar hinar vistlegustu.
Hjarta blaðsins, tölvurnar fjórar.
inni verður hægt að senda ljós-
myndir beint á síður. Leysigeisl-
inn skannar ljósmyndimar.
Öll þessi nýja tækni eykur af-
kastagetu og styttir vinnslutíma
blaðsins. Hún býður upp á ótal
möguleika í vinnslu og útliti. Með
styttri vinnslutíma aukast mögu-
leikar á að koma nýjustu og fersk-
ustu fréttum til lesenda. Það er
takmarkið.
-JH