Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Qupperneq 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985. 11 Þórshöfn: Sjö hundruð íæknislaus Mikið neyðarástand hefur nú ríkt í rúmt ár í Þórshafnarlæknishéraði vegna læknisleysis. Eina læknisað- stoðin, sem íbúar fá, er einu sinni í viku þegar læknir kemur frá Vopna- firði. Getur hann aðeins sinnt fólki í þessu sjö hundruð manna læknis- héraði í fimm tíma sem er auðvitað allt of lítið. Hefur fólk átt í miklum erfiðleikum með að panta tíma ef það hefúr þá verið mögulegt. T.d. hefur fólk, sem þarf á myndatökum að halda, þurft að sjá um það sjálft og þurft að fara alla leið inn til Akur- „Eina ráðið að skipa tvo læknaá Þórshöfn” — strandará ráðuneytinu „Ástæðan fyrir þessu læknisleysi er í raun ekki flókin. Menn vilja gjaman koma hingað en vilja ekki vera einir hér. Því er eina úrræðið að hafa tvo lækna en ekki hefur fengist leyfi fyrir tveim stöðum hér.“ Þetta kom fram í máli Stefáns Jóns- sonar, sveitarstjóra á Þórshöfn. Hann sagði einnig að sveitarstjómin hefði reynt að gera sitt ýtrasta til að fá lausn á þessu máli því greiður aðgangir að lækni væri sjálfsögð mannréttindi. Læknum stæði til boða frítt húsnæði ásamt fríum síma. Nú væri að hefjast bygging nýrrar heilsugæslustöðvar sem fullhönnuð yrði til mikils öryggis fyrir íbúa stað- arins. Stöðin býður upp á að þar verði tveir læknar. „En það strandar á ráðuneytinu að fá leyfi fyrir tveim læknastöðum sem myndu örugglega leysa vanda byggðarlangsins í þessu máli,“ sagði Stefán. í heilbrigðisráðuneytinu fengust þær upplýsingar hjá Jóni Ingimars- syni skrifstofustjóra að nánast væri útilokað að fá tvo lækna í ekki stærra læknisummdæmi. Þetta væri það fámennt umdæmi að það yrðu ákaflega litlar tekjur á mann. Það væri erfitt að ráða í svona stöður úti á landi á meðan ekki væri beinlínis þegnskylduvinna á lækna. Þó batt Jón vonir við að ástandið myndi batna þegar heilsugæslustöðin yrði tekin í notkun. Ekki kvaðst Jón vita um afdrif undirskriftalistans um það þyrfti að snúa sér til landlæknisembættisins. Ekki tókst að ná í frekari upplýsing- ar þar í gær. SvavarviðÞröst: Látið ekki sundra ykkur Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- manni DV á Akurey ri: „Hugmyndir Þrastar um lífskjara- samninginn ganga út á að tryggja kaupmáttinn. Og það er algjör sam- staða í verkalýðshreyfingunni og- Alþýðubandalaginu um að kaup- máttur verði try ggður.“ Þannig svaraði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, á opnum fundi flokksins á Akureyri fyrir helgi, spurningu eins fundar- manns um það hvort samstaða væri í Alþýðubandalaginu um lífskjara- samning Þrastar Ólafssonar. Svavar bætti síðar við svar sitt: „En ég hef sagt það við Þröst Ólafs- son og aðra í verkalýðshreyfingunni: Látið ekki sundra ykkur í þetta skip- tið.“ Landsfund Alþýðubandalagsins bar mjög á góma. „Það sem lögð var mest áhersla á var að kveðja forystu- menn í flokknum og verkalýðshreyf- ingunni saman til að hefja nýja sókn. Og um það náðist algjör samstaða." 70kmínæstalækni eyrar til þess. Öðru hvoru hafa komið læknakandídatar en þeir stoppa mjög stutt. Á síðasta ári hafa 10 læknar komið, flestir kandídatar, sem gerir u.þ.b. einn á mánuði. Þetta kom fram í máli Líneyjar Sigurðardóttur en hún hefur ásamt nokkrum íbúum Þórshafnar staðið fyrir undirskriftasöfnun til að knýja á um lausn þessa máls. Sagði Líney að fólk væri orðið langþreytt á þessu ástandi sem stæði velferð byggðar- lagsins fyrir þrifum. Það væru 70 km til Vopnafjarðar, þar sem væri næsti læknir, og það gætu allir séð hvað gæti gerst. Það hefði verið hjúkr- unarkona á staðnum en hún hefði einfaldlega gefist upp á ástandinu. Líney sagði að listinn, sem hefði fengið mjög góðar undirtektir, hefði verið sendur til Matthíasar Bjama- sonar, þáverandi heilbrigðisráð- herra. Hefði málið farið þaðan til landlæknis en íbúar Þórshafnar ekki enn séð nein viðbrögð við honum. Taldi Líney að eina lausnin til þess að fá lækna til að setjast þama að væri að hafa tvo lækna þar í einu, enda veitti ekki af því í svo stóru læknishéraði. SMJ. Dvalarheimili fyrir aldraða í Seljahlíð var tekið í notkun fyrir helgi. Húsið er þrjár hæðir auk kjallara. Er heimilið ætlað fyrir 80 íbúa í 60 einstaklingsíbúðum og 10 hjónaíbúðum. Á myndinni, sem tekin var við opnun heimilisins í gær, eru t.v. Sigurður Björgúlfsson og Hróbjart- ur Hróbjartsson arkitektar, Hilmar Guðlaugsson, Páll Gíslason, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Hólmfríður R. Árnadóttir. Fjögur siðasttöldu eru í framkvæmdanefnd vegna bygginga stofnana í þágu aldraðra. DV-mynd.' íiölmiðli íramtíðarinnar. Islenska útvarpsfélagið hí. er almenningshlutafélag með yíir 300 hluthaía. Markmið félagsins er að standa að útvarpsrekstri, jafnt hljóðvarps sem sjónvarps. Stefnt er að því að hefja hljóðvarpsútsend- ingar strax d vormdnuðum 1986 að fengnu leyíi út- varpsréttameíndar. íbúar d öllu Suðvesturlandi munu ná útsendingum íslenska út- varpsfélagsins. Nú hyggst íslenska út- varpsfélagið auka hlutafó sitt um 10 milljónir króna. Með því verður hlutaíé íé- lagsins 15 milljónir króna. Við bjóðum þér hlut í félag- inu. Þannig verður þú þátt- takandi í byltingu íjölmiðl- unar á íslandi. Hlutur þinn rœðst af því hversu mikið þú vilt og getur lagt fram. Hlutabréíin eru geíin út í stœrðum 1000, 10.000 og 100.000 krónur. Eitt atkvœði íylgir hverjum 1000 króna hlut. Hœgt er að greiða hlutaféð með 6 mánaða skuldabréíi. 22<7» Um leið og þú leggur þitt af mörkum tryggir þú arðsemi peninga þinna. í rekstraráœtlun íslenska út- varpsíélagsins* er gert ráð íyrir 22,24% arðsemi hluta- íjár. Þetta þýðir með öórum orðum það að fjárfesting þin gœti skilað 22,24% ávöxtun umfram verðbólgu á fyrsta ári! * Rekstraráœtlunin er unnin at Endurskoðunarmiðstöðinni ht. - N. Manscher. r FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSLANDS HF Haínarstrœti 7-101 Rvík, s. 28566 og 28466 Fjárfesting þín í Í.Ú. er líka frádráttarbœr írá skattskyldum tekjum* Hún skilar því arði strax. Einstaklingur getur dregið allt að 25.000 krónum írá skattskyldum tekjum. Hjón mega draga allt að 50.000 krónum írá tekjum sínum.* * * sbr. 1. no. 9/1984 og samþykktir Ríkisskattstjóra. " Þessar tölur giltu árið 1984. Ekki er ólíklegt að þœr hœkki um u.þ.b. 30% á þessu ári. Bréfin eru seld hjá Fjár- íestingaríélagi íslands hí. Hafnarstrœti 7. Sölutími er frá 14. nóvember - 31. desember 1985. Allar nánari upplýsingar um þetta útboð fást hjá Fjárfestingaríélagi íslands. ÍO milljón króna hlutafjárútboö < o

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.