Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Síða 13
13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985.
UPPGJÖRIALLABADDARII
Allir tala um að á landsfundi
Alþýðubandalagsins hafi tekist að
sætta sjónarmiðin. Sérhver skoð-
anahópur hafi fengið nokkuð fyrir
sinn snúð og þannig hafi menn
krækt saman rifunum. Mikill mis-
skilningur er þetta.
Mönnum virðist fyrirmunað að
skilja kjama málsins sem er sá að
andstöðuaflið í Alþýðubandalag-
inu náði á landsfundinum fótfestu
í öllum mikilvægustu stofnunum
flokksins. í útvarpsþætti fáum
dögum fyrir landsfundinn gaf ég
þessum andstöðuöflum nafiiið
„lýðræðiskynslóðin“ og sú nafn-
gift hefur þótt svo vel við hæfi að
hún er nú almennt notuð. „Lýð-
ræðiskynslóðin“ náði ekki fót-
festu í stofnunum flokksins vegna
einhverrar málamiðlunar eða sátt-
fýsi flokkseigendafélagsins; nei,
svo langt í frá. Hún náði þessum
árangri einfaldlega vegna þess að
hún reyndist sterkari. Flokkseig-
endafélagið varð að láta í minni
pokann. Svavar Gestsson er eins
og fanginn í Zenda með virkis-
múrana Ólaf Ragnar Grímsson og
Kristínu Ólafsdóttur sitt til hvorr-
ar handar.
Týndur sigur
Glöggir menn hafa haldið því
fram að í lok sjöunda áratugarins
hafi Hannibal Valdimarsson, Bjöm
Jónsson og félagar verið búnir að
ná meirihluta í Alþýðubandalag-
inu - þeir hafi bara ekki gert sér
grein fyrir því sjálfir. Tónabíós-
fundurinn og eftirleikur hans hafi
verið frumhlaup þar sem leifum
gamla flokkseigendafélagsins -
Reykjavíkurkommakjamanum -
hafi verið leyft að útkljá málin í
stað þess að bíða landsfundar þar
sem þetta lið hefði orðið í rungandi
minnihluta. Með ótímabæru upp-
gjöri á þeim eina vettvangi þar sem
flokkseigendafélagið átti enn
möguleika á að ná undirtökunum
hafi lýðræðisöflin í kringum þá
Bjöm og Hannibal afhent flokks-
eigendafélaginu og gamla komma-
kjamanum Alþýðubandalagið aft-
ur til eignar og umráða og hrakið
í klæmar á því fólki sem hafði verið
gengið til liðs við lýðræðisöflin.
Með þessu ranga stöðumati hafi
lýðræðisbyltingunni í Alþýðu-
bandalaginu verið seinkað um eina
kynslóð.
Framhaldið athyglisvert
Þessi viðhorf glöggra manna eru
mjög umhugsunar- og áhugaverð í
ljósi þeirra atburða sem hafa verið
að gerast í Alþýðubandalaginu.
þeim Kristínu
t.d. þeir
og Ólafi Ragnari
um, eins og
Ólafsdóttur og
Grímssyni, kosningu í einhverjar
stöður.
Kjallarinn
Menn mega ekki gleyma þeim
viðhorfum sem þetta fólk er fulltrú-
ar fyrir. Menn mega ekki gleyma
því t.d. að þetta fólk er fulltrúar
„Svavar Gestsson er eins og fanginn í Zenda með virkismúrana Ólaf Ragnar Grímsson og Kristinu
Ólafsdóttur sitt til hvorrar handar.“
Menn skyldu varast að ganga út
frá því sem gefnu - eins og menn
hafa gert - að baráttan á lands-
fundinum hafi staðið um að tryggja
einhverjum tilteknum einstakling-
þeirra afla sem vill fá klárt og kvitt
uppgjör við kommúnismann í fortíð
Alþýðubandalagsins og afdráttar-
lausa afneitun flokksins á öllum
þeim röksemdum og tilhneigingum
sem lögðu grundvöllinn að stofhun
Kommúnistaflokks íslands, Sam-
einingarflokks alþýðu - Sósíalista-
flokksins og Rússadindleríinu öllu
saman eins og það leggur sig.
Það er líka þetta fólk sem alfarið
vill vísa því á bug að Ásmundur
Stefánsson, Guðmundur Þ. Jóns-
son, Benedikt Davíðsson og komp-
aní hafi meira rétt fyrir sér en
annað fólk af því að þeir tilheyri
einhverju batteríi sem sé kórrétt-
ara en önnur batterí.
Það er líka þetta fólk sem lítur
svo á að skýring á fjölmiðlafátækt
vinstri manna geti mætavel verið
að þeir skrifi ekki nógu góð blöð
og skýringin á málefnastöðu þeirra
geti líka mætavel verið að þeim
detti ekki nógu mikið og nógu gott
íhug.
Þetta er auðvitað alger gol-
franska í eyrum flokkseigendafé-
lagsins. Þess vegna getur ekki
verið um neina málamiðlun að
ræða á milli þessara afla - heldur
uppgjör.
Meiri-hvað?
Vangaveltur um að þetta fólk
hafi meirihlutann á móti sér í
stofnunum eins og framkvæmda-
stjórn og öðrum slíkum er með
sama hætti gersamlega út í hött.
Fyrir landsfundinn var þessi meiri-
hluti ennþá meiri - meira að segja
nær alveg óskoraður. Hverju
breytti það?
Gangi menn út frá því sem gefnu
að kosning t.d. þeirra Kristínar og
Ólafs Ragnars hafi bara verið tog
um einstaklinga þá skiptir svona
meirihluta Ásmunda og Guð-
munda, Svavara og Steingríma
máli. Það er vegna þess að þau eru
fulltrúar viðhorfa sem hann skiptir
engu máli. Láta menn sér til hugar
koma að þetta fólk láti einhvern
svona Mundameirihluta sam-
þykkja á sig skoðanabann eða
munnkefli? Auðvitað ekki. Slíkar
Síberíusendingar hafa þveröfug
áhrif.
Nei, lesendur góðir! Uppgjörinu
í Alþýðubandalaginu lauk ekki
með sameiginlegri magalendingu á
landsfundi. Uppgjörið er rétt að
byija.
Sighvatur Björgvinsson.
RISNA SKIPHERRANS,
REISN LANDHELGISGÆSLUNNAR
í októbermánuði hefur nokkuð
verið ritað í DV um deilumál milli
Höskuldar Skarphéðinssonar skip-
herra og Gunnars Bergsteinssonar,
forstjóra Landhelgisgæslunnar, en
skipherrann hefur verið settur í
land um óákveðinn tíma.
Kjarni málsins
Deilt er um það hvort skipherrar
gæslunnar eigi að fá greiddar kr.
1.250,- sem risnufé á mánuði þegar
þeir koma til starfa á flugvél eða í
stjómstöð Gæslunnar um stundar-
sakir.
Um er að ræða tvo menn sem
gegna þessum störfum og útgjöld
Gæslunnar, sem deilt er um, eru
kr. 2.500,- á mánuði. Vissulega er
af hinu góða þegar forstjórar
fyrirtækja innan ríkisgeirans gæta
hagsmuna skattborgarans í hví-
vetna.
Það ber þó að hafa í huga að hér
er tekist á um framkvæmd og túlk-
un gildandi kjarasamnings sem
deiluaðilar hafa báðir undirritað.
Eðlilegur farvegur þessarar deilu
er því dómstólar sem endanlega
kveða upp sinn úrskurð og þangað
stefndi málið.
Aukaatriði - aðalatriði
Dagsetningar á reikningum
vegna áfengisúttektar framlagðrar
kröfugerðar skipherrans á hendur
Gæslunni eru nú orðnar aðalatriði
þaðsins og þess vegna er skipherr-
ann settur út í „kuldann". Sem
sönnunargagn í rekstri „risnu“-
málsins er lögð fram í hendur lög-
manns nóta frá ÁTVR með heildar-
upphæð risnukostnaðar frá 1. apríl
til ágústmánaðar sl. en lögmaður
vill fá nótur frá ÁTVR sundurlið-
aðar með risnuupphæð hvers mán-
aðar. Þá ber svo við að starfsmaður
áfengisútsölunnar gefur út nótur
dagsettar á laugardegi þegar versl-
anir ÁTVR eru lokaðar.
Já, málið er mjög alvarlegt, ekki
í augum almennings heldur þeirra
embættismanna sem að sjálfsögðu
vilja pappírana á borðið án form-
galla.
Formsatriði og skýrslugerðir
I þriðja þorskastríðinu 1975 var
mikil harka og urðu beinir árekstr-
ar varðskipa og breskra herskipa
a.m.k. 54 sinnum. Mikil átök áttu
sér stað á fiskimiðunum við landið
og íslendingar voru stoltir af varð-
Kjallarinn
GUÐMUNDUR
HALLVARÐSSON
skipsmönnum fyrir dirfsku og þor,
bjóðandi Bretum, sem voru á ógn-
arstórum herskipum samanborið
við hin íslensku varðskip, birginn.
Dettur nokkrum manni í hug að
skipherrar varðskipanna hafi verið
áhyggjulausir yfir þeirri ógnun
mannslífa sem fylgdi sífelldum
ásiglingum breskra skipa og til-
raunum þeirra til að sökkva varð-
skipunum okkar? Og svo var komið
í land og skýrslur gefnar af skip-
herrum, kannski misritaðist dag-
setning eða tímasetning örlaga-
ríkra atburða sem gerðust á svip-
stundu. Það var ekki meginmálið
heldur hitt að satt og rétt væri frá
sagt.
Málalok strax
Það gengur ekki að tveir embætt-
ismenn innan stofnunar Landhelg-
isgæslunnar takist svo á í tvíþættu
deilumáli að út yfir alla skynsemi
gangi. Hér verður dómsmálaráð-
herra að taka á sig rögg og bera
klæði á vopnin og útkljá deilumál
um dagsetningar risnuúttektar.
Sjálft meginmálið fari fyrir dóm.
Skipherrann og forstjórinn mætist
á miðri leið og skipherrann haldi
tilhafsáný.
Guðmundur Hallvarðsson.
^ „Hér verður dómsmálaráðherra að
taka á sig rögg og bera klæði á vopnin
og útkljá deilumál um dagsetningar risnu-
úttektar. Sjálft meginmálið fari fyrir dóm.“