Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Side 14
14 Spurningin Komu úrslit Miss World þér á óvart? Jón Gudjónsson tölvuviðgerða- maður: Nei, ekki mjög. Hólmfríður er falleg, en það má deila um hvort titillinn sé eftirsóknarverður. Oddný Stella húsmóðir: Nei, því skyldum við ekki geta unnið eins og aðrir. Hún er stórglæsileg stúlkan og stóð sig vel. Ég sá í sjónvarpinu að Hólmfríður átti sigurinn skilið. Titillinn er eftirsóknarverður fyrir vissar manngerðir, en ekki æskilegur fyrir of ungar stúlkur. Snorri Jósepsson, nemi H.Í.: Já ég varð hissa, en hún er falleg og átti sigurinn skilið. Titillinn er góður ef hún notar hann rétt. Hulda Bertel Magnúsdóttir hús- móðir: Nei, við eigum svo fallegt ungt fólk. í keppninni voru margar fallegar stúlkur og starf dómnefndar hefur verið erfitt. En sigurinn var sanngjam og ég treysti Hólmfríði til að vera landi sínu til sóma. Snorri Gissurarson viðskipta- fræðingur: Nei, af hverju? Við ís- lendingar erum ekki ljótari en aðrir. Já,já hún er falleg og það er gott að ná því sem stefht er að. Kristjana Bjamadótir nemi: Hólmfríður átti skilið að vinna, því hún er mjög falleg og án allrar hlut- drægni vil ég segja að hún bar af öðrum keppendum. Ég vildi ekki vera í hennar sporum. DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Að eiga bágt vegna Dallas-þátta íslenskar kven- og jafnréttis- hetjur geta ekki á heilum sér tekið vegna vinsælda afþreying- arþátta í sjónvarpinu. Sjónvarpsnotandi skrifar: „Hvað skyldi sá hafa verið að hugsa sem upphaflega vandi þjóð- ina á Dallas?“ spyr kona sem skrif- ar þáttinn Sjónvarpsvaðall í Þjóð- viljann. í Morgunblaðinu er líka eins konar „sjónvarps- og útvarpsvað- all“ sem birtist á hverjum degi í eindálka formi, upp úr og niður úr, alla, langa blaðsíðu 6 í því út- breidda blaði. Og hvað skyldi „menningarfröm- uður“ sá sem þar lætur gamminn geisa vera með á heilanum? Auð- vitað Dallas-þáttinn, hið sígilda bitbein íslenskra ofvirkja í vamar- málum menningarhelginnar. í einu „menningarkastinu" á bls. 6 í Mbl. er heldur betur tekið til hendinni. Það er talað um „súkkul- aðisætan harmleik", „Suellen" og að „stöðugar varasleikingar og bjánalegar hláturrokur afhjúpi vitsmunaskort leikkonunnar1'!! „Bobby“, sem sé í miklu uppá- haldi hjá ýmsum, komi sér fyrir eins og hann þjáist af viðvarandi hægðateppu og hafi hann (þ.e. „menningarvitinn") sjaldan kynnst fúllyndara fési! Síðan tekur hann fyrir hvem leikarann í Dallas-þáttunum á fætur öðrum og fer um þá hinum háðuleg- ustu orðum og endar grein sína á því að óska þess að „aldrei rísi búgarður á við Ewing-búgarð- inn hér á landi"!! Þetta stendur nú allt til bóta fyrir alla íslenska „menningarvita" og aðra þá sem eiga bágt vegna Dall- as-þáttanna í sjónvarpinu. Bæði er það að þeir taka senn enda í sjón- varpinu öðm sinni til að leyfa Olís að fá sinn skerf af samningnum um þættina og svo vegna þess að einn aðalleikarinn í þáttunum, Victoria Principal, hefur tekið sjúkdóm sem líklega leiðir til þess að binda hana við hjólastól það sem eftir er ævinnar að því að sagt er. Með því ætti brunin að lyftast á íslenskum kven- og jafnréttishetj- um sem ekki geta á heilum sér tekið vegna afþreyingarþátta sem hafa orðið vinsælir um allan hinn vest- ræna heim. Aðeins lítill hópur fólks í landi hverju er ávallt með mæðusvip og fómar höndum ef hann kemst að því að meirihlutinn hefur fundið sameiginlegt áhugaefni í skemmt- an eða afþreyingu. í menningarmálum íslendinga situr það síst á nöldrurum og mæðumönnum að úthrópa bágindi sín vegna þeirra þjóðfélagsað- stæðna sem það býr við ásamt þeim meirihluta sem síst af öllu vildi missa af Dallas-þáttunum. Opið bréf til Vilhjálms Egilssonar Ómissandi viðhorf Kæri Vilhjálmur. Hafi mig nokk- um tíma langað til að lúbeija mann þá var það þegar ég hlustaði á þig um kvöldið. Hefði það ekki kostað brotið sjónvarp, sem ég hef ekki efni á að endumýja, þá. . . Og það verð ég að segja að ég dáist að skapstillingu Magdalenu Schram að hún skyldi láta það vera að gefa þér á‘ann. (Það munaði nú ekki miklu). Nú, þegar ég var búin að æða í Norðlendingur skrifar: Ég vil koma á framfæri hve starfs- menn Nesco á Laugavegi eru liprir og elskulegir. Við hjónin vorum þar að skoða bæklinga um tæki og á meðan var okkur boðið sæti, gos og reiði minni fram og aftur um íbúð- ina og reyna svo árangurslaust að sofna þá rann allt í einu upp fyrir mér ljós. Það að þú skyldir koma fram og segja það sem þú sagðir var auðvitað alveg frábært, algjör- lega ómissandi, það besta sem gat gerst í þessum þætti. Það var auð- vitað alveg nauðsynlegt og sjálf- sagt að þama kæmi fram „venju- legur maður“, eins og þú orðaðir það. Hugsaðu þér ef viðhorf Krist- afnot af videotæki. Að lokum var okkur þakkað sérstaklega fyrir komuna. Þorkell og aðrir starfsmenn Nesco, hafið kærar þakkir fyrir einstaklega góða þjónustu. ins hefðu verið einu viðhorf karl- manna sem þama komu fram. Þá hefðu þau verið útkljáð sem einu viðhorf karla og karlrembur beggja kynja hefðu sagt: „elskumar mín- ar, um hvað emð þið eiginlega að tala, heyrðuð þið ekki að það er allt í stakasta lagi, jafnréttismál nánast í höfn, með sameiginlegu átaki karla og kvenna“. Nei, Vilhjálmur minn, svo er þér fyrir að þakka að allir hafa nú sannfærst um að enn er langt í land og það albesta er að hugsandi karlmönnum hefur ömgglega of- boðið. Ég þakka þér því kærlega fyrir að koma fram í þessum þætti og segja álit þitt. Án þess hefði þátturinn gefið ranga mynd af viðhorfum þjóðfélagsins. Kveðja, Sesselja Hauksdóttir. Allir hafa nú sannfærst um að enn er langt í land. FYRIRTAKS ÞJÓNUSTA í NESCO v JÓLAGJAFAHÆNDBÓK, 44SÍÐUR, FYLGIR BLAÐINU Á MORGUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.