Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 279. TBL.-75. og 11. ÁRG,- FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1 985. Fimmtíu milljónir vantar í byggingu Listasafns Islands: Arfurinn frá Silla horf- inn i fjármagnskostnað t í i t t t götunni Flest bendir nú til að með nýju ári verði verulegar breytingar á högum gallería hér í borginni. Það er samdóma álit þeirra sem eiga gallerí að vonlaust sé að reka þau ein sér og án stuðnings. Því er búist við að nokkur af galleríunum heltist úr lestinni á næstu vikum. Yfirleitt er það há húsaieiga sem ræður úrslitum í rekstrinum. - GK -sjábls.4243 Banaslysí Lækjargötu t t t 74 ára maður lést af völdum áverka sem hann hlaut í bifreiða- 6lysi í Lækjargötu í gær. Maður- inn var á leið austur yfir Lækjar- götuna við Skólabrú, á móts við Kokkhúsið. Hann varð fyrir bif- reið sem ekið var suður eftir Lækjargötunni, á vinstri ak- grein. Maðurinn féll í götuna og hlaut áverka. Gerðar voru lífgunartilraunir á staðnum en þær báru ekki árang- ur. Hann var látinn þegar komið var með hann á slysadeild. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. -sos dagar tiljóla —sjá frétt á baksíðu SPÁR UM 300 MIIIIÓNA Áhyggjusvipurinn á andliti Lárusar Jónssonar, bankastjóra Útvegsbankans, leynir sér ekki. Enda full ástæða til að hafa áhyggjur þessa stundina. Á næstu dögum á eftir að koma i Ijós hversu miklu banki hans mun tapa á viðskiptum sinum við Hafskip. Ljóst er að skellur- inn veröur stór. Hvort hann muni verða bankanum að falli er ekki vitað enn. Hins vegar þykir víst aö hinn almenni skattgreiðandi mun þurfa aö borga tap bankans. DV-mynd KAE. Ahyggjufullur TAP ÚTVEGSBANKANS Útilokað er að fullyrða á þessari stundu, hve miklu Útvegsbanki Is- lands tapar vegna Hafskips hf. Fyrir nokkrum dögum var nettóskuld Hafskips við bankann 620-630 millj- ónir króna, eins og fram kemur í viðtali við Ragnar Kjartansson inni í blaðinu i dag. Seljist eignir fyrir- tækisins á 400 milljónir tapar Út- vegsbankinn því sem á vantar upp í skuldimar, 220-230 milljónum króna. Dæmið er raunar ekki svona ein- falt. Uppgjör á málum Hafskips ligg- ur ekki fyrir. Enn eiga eftir að koma fram útgjöld hjá Útvegsbankanum, tengd kaupleigusamningiun, ábyrgð- um og fleiru. Samkvæmt heimildum DV er talið að þar geti bæst við fáir tugir milljóna. Eins er ekki víst að sala á eignum Hafskips til Eimskips skili fullum 400 milljónum króna. Á þessum grundvelli má spá tapi bankans einhvers staðar í kringum 300 milljónir króna. Það er þó ekki mikið annað en spá á meðan lausir endar í málinu eru margir. HERB — Sjá einnig Hafskipsmál á bls. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.