Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Blaðsíða 8
8
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985.
Údönd ÚUönd Útlönd ÚUönd
Delha:
Einn maður
látinn og
tugir slas-
aðir eftir
gaslekann
Einn maður lést í morgun og fleiri
en tíu menn eru alvarlega veikir af
völdum gaslekans í Delhí gær. Um
350 menn eru að ná sér eftir að hafa
andað að sér súlfúrtríoxíði sem slapp
út úr verksmiðjunni og lagðist yfir
markaðshverfi í elsta hluta borgar-
innar.
Óloftið dreifðist um norðurhluta
borgarinnar aðeins einum degi eftir
að Indverjar minntust ársafmælis
gaslekans í Bhopal, sunnan við Del-
hí, sem varð 2.500 mönnum að bana.
Sérfræðingur stjórnarinnar sagði
upphaflega að gasið, sem slapp í
gær, væri ekki eitrað.
Flestir sem urðu í vegi gassins
fengu að fara heim af spítala, rauð-
eygir og hóstandi.
Þrír starfsmenn við verksmiðjuna
voru handteknir. Gaslekinn varð
þegar 40 tonna tankur gaf sig.
Mobutu náðar
Mobutu, forseti Zaire, náðaði
um helgina allmarga refsifanga
og veitti öðrum töluverða eftir-
gjöf í tilefni af því að 20 ár voru
liðin frá því að hann komst til
valda í byltingu hersins. Þeir sem
dæmdir höfðu verið í hámark 3ja
ára fangelsi voru náðaðir en
hinir sem lengri dómar hvíldu á
fengu þriggja ára styttingu refsi-
vistar. Þetta tók þó ekki til
flóttafanga, dæmdra morðingja,
ræningja eða þeirra sem stolið
höfðu úr sjóðum þess opinbera.
Tsjasov
svarar
Nóbels-
gagnrýni
Évgení Tsjasov, sovéski læknirinn,
annar af tveim leiðtogum samtaka
lækna gegn kjarnavá sem munu taka
við friðarverðlaunum Nóbels, varði
sig í gær gegn gagnrýni á Vesturl-
öndum um að hann hefði tekið þátt
í ófrægingarherfreð gegn Andrei
Sakharov. Tsjasov sagði að hann
ætti aðeins jafnmikið í verðlaunun-
um og 140.000 aðrir læknar sem aðild
ættu að samtökunum.
íhaldssamir stjórnmálamenn á
Vesturlöndum, með Helmut Kohl í
broddi fylkingar, hafa sent bréf til
Nóbelsverðlaunanefndarinnar í Osló
þar sem þeir ráðast á veitingu friðar-
verðlauna til Tsjasovs.
Tsjasov sagði í viðtali við vestur-
þýska sjónvarpsstöð að hann væri
Sakharov ósammála varðandi kjarn-
orkuafvopnun en að skoðanir sínar
væru á engan hátt opinberar skoðan-
ír sovéska ríkisins.
Hann vitnaði í bandarískan lækni
sem hefði sakað íhaldsmenn um að
nota Sakharov sem peð í herferð
sinni gegn kommúnismanum.
ÍSmMSHií
Fiskveiðar Evrópubandalagsþjóðanna munu dragast verulega saman á næsta ári ef stjórnarnefnd bandalagsins fær einhverju um ráðið,
Tillaga EB:
STORMINNKAÐAR HSK-
VEIÐAR í NORÐURSJÓ
Stjórnarnefnd Evrópubandalags-
ins hefur lagt til að fiskveiðar banda-
lagsþjóða verði minnkaðar til muna
til að forða vissum fisktegundum frá
útrýmingu, að sögn embættismanna
bandalagsins í gær.
Skýrslur fiskifræðinga sýna að
makríll og þorskur, sérstaklega í
Norðursjónum, eru í hættu vegna
ofveiði. Fiskveiðimenn í bandalag-
inu hafa aukið veiðar á makríl vegna
kvótakerfis sem hefur meinað þeim
að veiða annan fisk.
Stjórnamefndin mun leggja til að
hlutur bandalagsins í þorskveiði í
Norðursjó verði skorinn niður um
28 prósent. Ef farið verður að tillög-
um nefndarinnar verður það mikið
áfall fyrir útgerð í Bretlandi, Holl-
andi og írlandi. Þó er það talið
minnka nokkuð áfallið að hægt verð-
ur að leyfa aukna síldveiði.
Lagt verður til að makrílveiði við
Skotland og írland verði minnkuð
um næstum 21 prósent.
Sjávarútvegsráðherrar bandalags-
ríkja verða að samþykkja kvótana
áður en þeim verður úthlutað.
Schluter með
hnífinn á lofti
Danska stjórnin opinberaði í dag
áætlanir um niðurskurð í ríkisút-
gjöldum sem ætlað er að bæta
skuldastöðuna við útlönd.
Stjómin hyggst minnka neyslu hjá
því opinbera og hjá almenningi,
draga úr nýbyggingum og auka skatt
á orku, að sögn Poul Schlúter forsæt-
isráðherra.
Opinberar ágiskanir gera ráð fyrir
að áætlanirnar verði til þess að eftir-
spum á neytendamarkaði minnki um
átta milljarða danskra króna árið
1986. Skuldir við útlönd eiga einnig
að minnka. Þær eru núna 22 millj-
arðar danskra króna en verða 16
milljarðar í árslok 1986, samkvæmt
áætlununum.
Fé til byggingaframkvæmda á
vegum stjórnarinnar verður haldið
við 2,5 milljarða króna. Lánastofn-
unum verður ekki leyft að lána fé til
almennings til kaupa á vörum. Tak-
mörk verða sett á lán til lagfæringa
á húsum. Seðlabankinn hefur verið
beðinn um að vara banka við að lána
almenningi mikið fé og að auglýsa
ekki slík lán.
Fjárútlát til sveitarfélaga verða
mjög skert á næsta ári.
Til að þessar áætlanir nái sam-
þykkt þingsins verður flokkur radik-
ala að styðja þær. Poul Schlúter
sagði í gær að hann vissi ekki hve
mikinn hluta þeirra radikalar myndu
styðja.
Schlúter hyggur á niðurskurð í
ríkisútgjöldum. Samþykkja
radikalar?
MIKHAIL OG RAISA VIN-
SÆLU EN NANCY OG RON
Ketilbjörn Tryggvason, DV,
V-Berlín:
Fáir menn hafa verið eins mikið í
Raisa og Mikhail voru vinsælli
hjá Þjóðveijum eftir leiðtoga-
fundinn í Genf heldur en Nancy
og Ron, að sögn skoðanakann-
ana.
sviðsljósinu undanfarið og þéir
kunningjar Gorbatsjov og Reagan. I
tilefni viðræðna þeirra í Genf voru
gerðar umfangsmiklar skoðana-
kannanir hér í Þýskalandi til að
finna út hvert álit manna á þessum
tveim þjóðarleiðtogum væri. Undr-
aði það margan að úrslit könnunar-
innar voru oftast Gorbatsjov í hag.
Fyrir honum var borin meiri virðing,
hann talinn koma betur fram, vera
heiðarlegri og jafnvel myndarlegri
en starfsbróðir hans vestanhafs.
Reyndar varð munurinn fyrst veru-
legur er talið barst að konum þeirra
beggja. Hlaut Raisa Gorbatsjov,
kona hins nývalda aðalritara í
Kreml,um 34 af hundraði fleiri stig
við spurningunni hvor konan fólki
fyndist geðfelldari. Taka verður fram
að þarna var, eins og viða annars
staðar, ekkert spurt um eiginlegt
innihald þeirra viðræðna er milli
þessara tveggja manna fór.