Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 24
76 DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérsta Jafnvel Agata Christie hefði getað gert málið flóknara: glæpurinn reyndist þó ekki vera það Það var nokkuð svalt í lof'ti í Cots wold á Englandi 9. apríl 1984 en af og til var bjart í lofti því að a skipt ust skin og skúrir. Dagurinn var því, með öðrum orðum, dæmigerður fyrir vorið þar. Margaret Backhouse, 37 ára gömul eiginkona Grahams Backhouse, sneri sér að manni sínum, sem var 6 árum eldri en hún, og sagði: „Ég fer á bílnum, elskan. Ég ætla að fara að versla." Hann brosti til hennar og svaraði: „Það er allt í lagi, vina. Farðu vaHega. Sprengjan springur Margaret gekk úr úr húsinu og tók bíllyklana upp úr tösku sinni. Bíll- inn. sem var af Volvogerð, stóð á hlaðinu, og hún settist undir stýri; en um leið og hún sneri lyklinum til að ræsa vélina varð mikil sprenging íbílnum. , Sérfræðingar lögreglunnar komu á vettvang. Þeim varð brátt Ijóst að sprengju hafði verið komið fyrir undir ökumannssætinu en í sprengi- efnið hafði verið blandað 4.500 högl- um. Það bjargaði hins vegar lífi frú Backhouse hve sterkur bíllinn var. Hún særðist hins vegar alvarlega á lærum og sitjanda. Atti að myrða eiginmanninn? Rannsóknarlögreglumenn gátu í fyrstu ekki gert sér grein fyrir því hvað bjó að baki þessari morðtilraun. Athuganir þeirra á atburðum, sem gerst höfðu á sveitabæ Backhouse- hjónanna, leiddu híns vegar til þess að þeir töldu ástæðu til að ætla að það hefði verið eiginmaðurinn sem ráða átti af dögum; honum hefði verið ætluð sprengjan en svo viljað til að það var kona hans sem settist undi’ -týri í þetta sinn. Meðal þess, sem í Ijós kom við athuganir rannsóknarlögreglu- mannanna, var að fyrr um árið hafði herra Backhouse fengið hótunarbréf. Hann hafði að vísu fleygt því en sagði að í því hefði honum verið hótað dauða fyrir að hafa komið illa ffam við systur bréfritara. Þá sagði hann einnig frá því að nokkrum sinnum hefði verið hringt á sveitabæinn og honum hótað lífláti. Afskorni kindarhausinn Nokkru eftir þetta hringdi Graham Backhouse til lögreglunnar og skýrði henni frá því að hann hefði fundið afskorinn kindarhaus fyrir framan bæinn og við hann hefði legið bréf þar sem sagði: „ÞÚ ERT NÆST- UR.“ Lögreglunni fannst nú ástæða til þess að óttast um líf Grahams því að allt benti til þess að einhver hefði ásett sér að ráða hann af dögum. Frú Backhouse var enn á sjúkra- húsi og maður hennar einn heim. Rétt þótti því að setja vörð um bæ- inn. Til þess voru fengin maður og kona, bæði leynilögreglumenn. Rétt eftir að þau voru komin til starfa sýndi Backhouse lögreglunni annað bréf. Afbrýðisemi? Er Graham Backhouse ræddi við lögregluna kom í ljós að hann hafði átt vingott við ýmsar konur. Meðal þeirra, sem hann nefndi, var ung og lagleg kona náins vinar Backhouse- hjónanna. Maður hennar var raf- magnsverkfræðingur sem hafði með- al annars unnið með sprengiefni. Grunur beindist þvi nú að þessum manni og var hann tekinn til yfir- heyrslu en sleppt eftir þriggja daga varðhald er ljóst þótti að hann kæmi ekki við sögu málsins. Ekki var þó hægt að vísa á bug þeirri hugmynd að afbrýðisemi kynni að búa að baki þeim hótunum sem Graham Backhouse höfðu borist og tilrauninni til þess að ráða hann af dögum. Löng reynsla hefur kennt lögreglunni að afbrýðisamt fólk get- ur verið mjög heiftugt og því þótti nú ástæða til þess að koma sérstöku viðvörunarkerfi fyrir á bænum enda var Graham enn einn þar því að kona hans var enn á sjúkrahúsinu. Hann þurfti nú aðeins að þrýsta á hnapp og þá hringdi sérstök bjalla á næstu lögreglustöð. Nokkru áður hafði gæslunni við bæinn verið hætt að beiðni Grahams sem taldi ólíklegt að nokkur myndi reyna að gera honum nokkuð og koma þannig upp um sig á meðan „staðinn er vörður um bæinn á svona áberandi hátt. Bjallan hringir Að kvöldi 30. apríl hringdi svo bjallan á lögreglustöðinni. Lögreglu- þjónar flýttu sér á vettvang en við þeim blasti óhugnanleg sjón er þeir komu að bæ Backhousehjónanna sem er í utjaðri smábæjarins Horton í Avon. A gólfinu í bókaherberginu lá Graham Backhouse með djúpa og ljóta skurði í andliti og á brjósti. Voru sumir þeirra allt að þriggja þumlunga djúpir. Hann var mátt- farinn og dasaður og hélt á tví- hleyptri haglabyssu. Við stigaskör- ina fyrir neðan bókaherbergið lá Colyn Bedale-Taylor, 63 ára ná- granni, látinn. Hann hafði verið skotinn í brjóstið á stuttu færi. í hendí hans var hnífur. Backhouse sagði lögreglunni frá því að Bedale-Taylor hefði ráðist á sig eftir að hafa sakað sig um að bera ábyrgð á dauða sonar hans sem látist hafði í umferðarslysi. Þar var þá kominn þessi leyndardómsfulli maður sem hafði haft frammi hótanir um að ráða Graham Backhouse af dögum. Heimili hans var í aðeins 300 m fjarlægð frá bæ Backhousehjón- anna. Sagtfrá atburðum i blöðum Frásögnin af því, sem gerst hafði á sveitabænum í útjaðri Horton, birtist nú undir stórum fyrirsögnum í blöð- um um allt Bretland. Sagan þótti með ólíkindum og helst hægt að líkja henni við leynilögreglusögu eftir Agötu Christie: Atök, manndráp í sjálfsvörn, sprengjutilræði, hótanir og afskorinn kindarhaus. Þegar gert hafði verið að sárum Grahams Backhouse á sjúkrahúsi ræddi hann við fréttamenn sem fengu þá gott tækifæri til að virða fyrir sér ljót sár hans. Þá lét hann í ljós þá skoðun að nágranni hans hlyti að hafa gengið af vitinu eftir að hafa talið sjálfum sér trú um að hann - Graham Backhouse - bæri á ein- hvern hátt ábyrgð á láti eins sona Nýjar grunsemdir Næstu daga fór fram nákvæm lög- reglurannsókn á öllum atvikum sem tengdust þessu óvenjulega máli; og það leið ekki á löngu uns grunur tók að beinast að Graham Backhouse. Svo tók eitt og annað að koma í ljós sem benti til þess að hann hefði sett ýmislegt á svið, þar á meðal drápið á Bedale-Taylor, til þess að fela sannleikann. Og þar kom að lögreglan þóttist viss um að Graham Backhouse væri ekki fórnardýrið, heldur sá sem öllu hafði valdið. Fjárkröggur Það voru tveir leynilögreglumenn, Frank Vowles og Geoffrey Hallett, sem áttu mestan þátt í að upplýsa þetta nær einstæða sakamál. Þeir komust að því að Backhouse var orðinn svo skuldugur síðla árs 1983 að hann þurfti að greiða jafnvirði um tveggja ög hálfrar milljónar króna til þess að geta fengið frið fyrir lánardrottnum. Bæði var um að ræða yfirdrátt á bankareikningi og skatta. Þá um haustið hafði hann átt fund með endurskoðanda sínum og þá kom í ljós að til þess að honum gæti tekist að breyta búinu í kúabú, eins og hann taldi arðvænlegast, og greiða skuldir þurfti að minnsta kosti jafnvirði fjögurra milljóna króna. Nokkurs af því fé tókst-Backhouse að afla með því að selja hluta af jörðinni undir byggingar en á næstu mánuðum jukust skuldir hans engu að síður og námu jafnvirði nær þriggja milljóna króna á fyrri hluta árs 1984. \ Líftrygging eiginkonunnar Rannsóknin leiddi einnig i ljós að Backhouse hafði líftryggt konu sína fyrir jafnvirði tæplega þriggja millj- óna króna og nokkru fyrir spreng- inguna í bílnum hafði hann tvöfaldað þá upphæð. Leynilögreglumennirnir drógu nú saman niðurstöður sínar: Backhouse hafði óttast að athuganir þeirra eftir sprenginguna myndu koma þeim á sporið. Því hafði hann ákveðið að villa um fyrir þeim með morðinu á Bedale-Taylor. Hann hafði boðið honum heim til sín, skotið hann, sært sig með hnífi og lagt hann í hönd hans. Svo hafði hann ýtt á viðvörunarhnappinn. Mistökin Meginmistök Grahams Backhouse Lögregla rannsakar Volvobílinn eftir að Margaret Backhouse hafði nær látið lífið í sprenging- unni sem varð í honum. lágu í því að hann gerði sér ekki grein fyrir því hve tækni rannsókn- arlögreglunnar er mikil. Lögreglu- þjónninn, sem kom að Bedale-Taylor, tók eftir því að hnífurinn lá nokkuð laus í hönd hans, en búast hefði mátt við að hann héldi fast um hann. Þá kom í ljós á rannsóknarstofu að biaðið, sem á var skrifað „ÞÚ ERT NÆSTUR“, var úr blokk sem Back- house átti sjálfur. Þá fundust agnir í líminu á umslögunum sem höfðu að geyma hótunarbréfin sem reynd- ust vera úr fötum bóndans. Loks má geta þess að blóðsletturnar á gólfinu á sveitabænum svöruðu ekki til þeirra lýsinga, sem Backhouse gaf á atburðum kvöldsins er hann beitti haglabyssunni. Frelsi í rúma 10daga til viðbótar Er hér var komið sögu átti Graham Backhouse aðeins eftir að vera frjáls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.